Morgunblaðið - 09.11.1989, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989
Greiðslustöðvun
Dags framlengd
ÞRIGGJA mánaða greiðslustöðvun fyrirtækjanna Dags og Dags-
prents rann út í gær. Greiðslustöðvunin var framlengd um tvo mán-
uði og rennur hún þvi út í upphafi næsta árs. Hús fyrirtækjanna við
Strandgötu er til sölu og hafa Dagsmenn boðið Byggðastofhun það
til kaups, en svar þar um hefur ekki borist.
Arnar Sigfússon fulltrúi hjá bæj-
arfógetaembættinu á Akureyri
sagði að í beiðni um áframhaldandi
greiðslustöðvun hefði komið fram
að greiðslustöðvunin hefði skilað
vissum árangri og sýnt hefði verið
fram á í beiðni fyrirtækjanna að
verið væri að vinna að ákveðnum
ráðstöfunum til að rétta fjárhaginn
við. „Það þótti rétt að gefa fyrir-
tækjunum tækifæri á að reyna til
þrautar að vinna að sínum málum
Sálin hans Jóns míns leikur í
Dynheimum í kvöld.
Sálin hans
Jóns míns í
Dynheimum
Hljómsveitin Sálin hans Jóns
míns heldur tónleika i kvöld í
félagsmiðstöðinni Dynheimum.
Sveitin mun á næstu dögum
senda frá sér nýja breiðskífu sem
inniheldur ellefu lög. Á tónleikunum
verður boðið upp á lög af nýju plöt-
unni í bland við eldra efni sveitar-
innar.
Á föstudagskvöld leikur hljóm-
sveitin á Sauðárkróki og á laugar-
dagskvöld á Dalvík.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.
og því var framlengingin veitt,“
sagði Arnar.
Hörður Blöndal framkvæmda-
stjóri Dags og Dagsprents sagði að
með framlengingu greiðslustöðvun-
arinnar væri verið að vinna tíma til
að komast út úr fjárhagsvandræð-
um sem fyrirtækin ættu í. Hús
þeirra væri til sölu, en á sínum tíma
var Byggðastofnun boðið það til
kaups. Svar hefði hins vegar ekki
borist um hvort af kaupunum yrði.
Hvað varðar sameiningu Dags og
Dagsprents annars vegar og Prent-
verks Odds Björnssonar hins vegar,
sagði Hörður að strandaði á sölu
eigna. „Vilji beggja er fyrir hendi,
menn vilja að sameiningin verði að
veruleika, en á meðan ekki tekst
að selja eignir er sameining og sá
kostnaður 'sem henni fylgir ekki
raunhæf," sagði Hörður.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Mikill fjörkippur færðist I sölu íbúða sem í byggingu eru fyrir aldraða við Víðilund og á síðustu dögum
hefur verið gengið frá samningum um sölu sex íbúða í húsinu. Einungis er þá eftir þrjár óseldar íbúðir
í húsinu. Ibúðirnar verða afhentar fúllfrágengnar 15. júlí á næsta ári.
Mikill Qörkippur í sölu íbúða
fyrir aldraða við Víðilund
Sex íbúðir 1 fjölbýlishúsi og tvær í raðhúsum seldar á síðustu dögum
FJÖRKIPPUR kom í sölu íbúða sem í byggingu er fyrir aldraða
við Víðilund á Akureyri. í síðustu viku og upphafí þessarar hefur
verið gengið frá samningum á sölu sex íbúða í Qölbýlishúsi og
tvemur íbúðum í raðhúsum sem standa þar austan við. Einungis
eru því eftir þijár óseldar íbúðir í fjölbýlishúsinu og ein í rað-
húsunum. Verkinu miðar vel og er byggingin nokkuð á undan
áætlun.
Dagvistar-
gjöld hækka
um 10%
VISTGJÖLD dagvista Akur-
eyrarbæjar hækkuðu um 10% um
siðustu mánaðamót. Bæjarstjórn
samþykkti hækkunina á fúndi
sínum á þriðjudag, en tveir full-
trúar Alþýðubandalagsins voru á
móti.
Leikskólapláss í fjóra tíma kostar
nú 5.700 krónur, og 7.000 krónur
fyrir fímm tíma. Hádegispláss á
leikskóla kostar 8.600 krónur. Ein-
stæðir foreldrar greiða nú 9.000
krónur fyrir dagheimilispláss, en
aðrir 13.200 krónur.
Á fundi Félagsmálaráðs þar sem
fjallað var um hækkun vistgjalda á
dagvistum óskaði Sigríður Stefáns-
dóttir bókað að hún væri þessari
hugmynd mótfallin, enda hafi mót-
mæli fulltrúa Alþýðubandalagsins
komið fram við gerð fjárhagsáætl-
unar þegar ljóst var hversu fyrir-
hugaðar hækkanir á dagvistar-
gjöldum voru /niklar.
Sigurður Ringsted formaður
Framkvæmdanefndar um íbúða-
byggingar fyrir aldraða við Víðilund
sagði það mikil gleðitíðindi hve vel
hefði gengið á síðustu dögum að
selja íbúðirnar, en menn hefðu ver-
ið orðnir nokkuð svartsýnir á tíma-
bili í haust þar sem töluvert hefði
verið um að samningar hefðu geng-
ið til baka. „Fólk var hrætt vegna
þess mismunar sem gerður er varð-
andi lán til þeirra sem kaupa íbúð
í seinna fjölbýlishúsinu," sagði Sig-
urður.
Framkvæmdanefnd um íbúðar-
byggingar aldraða við Víðilund hef-
ur staðið fyrir byggingu tveggja
fjölbýlishúsa, sem hvort um sig er
með þrjátíu íbúðum og var fyrra
húsið afhent síðasta sumar. Þeir
aðilar sem þar keyptu íbúðir fengu
fullt lán hjá Húsnæðisstofnun
vegna kaupanna, en um mitt síðasta
ári var gefin út reglugerð þar sem
segir að íbúðakaupendur njóta að-
eins lána að mismuni á söluverði
þeirrar íbúðar sem menn selja og
þeirrar sem keypt er. Sigurður sagði
að mismunun á lánveitingum þeirra
sem keyptu íbúðir í fyrra húsinu
og svo aftur þeirra sem kaupa í því
síðara væri tilkomin vegna þess að
ekki hefði verið búið að sækja um
byggingu síðara fjölbýlishússins er
reglugerðin var gefin út.
I haust var talsvert um að samn-
ingar um kaup á íbúðum í húsinu
gengu til baka, en á síðustu dögum
færðist mikill fjörkippur í söluna
og gerðir hafa verið samningar um
kaup á sex íbúðum. Af þeim þijátíu
íbúðum sem í húsinu er kaupir
Akureyrarbær þijár sem leiguíbúðir
og væntanlega verður gengið frá
samningum um kaup Verkamanna-
bústaða á þremur íbúðum í þessari
viku. Ekki hafa verið gerðir samn-
ingar um kaup á þremur íbúðum í
húsinu, en Sigurður kvaðst ekki
óttast að þær myndu ekki seljast.
Verktaki að byggingunni eru
Fjölnismenn hf. og hefur verkinu
miðað vel undanfarið og er nokkuð
á undan áætlun. Verið er að vinna
við þak hússins, sem er fimm hæð-
ir, þá er einnig verið að setja gler
í glugga og leggja miðstöð og vinna
við múrverk er hafin. Samkvæmt
samningum við verktaka á að af-
henda íbúðirnar fullfrágengnar 15.
júlí á næsta ári. „Ég er mjög bjart-
sýnn á að verkið verði á áætlun,"
sagðl Sigurður.
Auk fjölbýlishússins stendur
Framkvæmdanefndin einnig að
byggingu þrettán íbúða í raðhúsum
og er aðeins ein íbúð eftir óseld
þar, en Sigurður sagðist vita um
aðila sem áhuga hefðu á kaupunum.
Eyjagarðarsvæðið:
Heildarfiillvirðisrétt-
ur ekki að frtllu nýttur
RUMLEGA 30 tonn vantar upp á að -sauðfjárbændur á Eyjafjarðar-
svæðinu hafi náð að nýta heilarfullvirðisrétt svæðisins. Virkur réttur
bændii á svæðinu er alls 646,7 lonn af kindakjöti, en að lokinni slát-
urtíð er frámleiðsla svæðisins uin 615 tonn. Meðalfallþungi var nokk-
uð hærri nú en á síðasta ári, eða 15,8 kíló sem er um 600 grömmum
meira en var i fyrra. Þar sem fé kom óvenju vænt af fjalli í haust
var jafnvel talið að svæðið færi yfir heildarfullvirðisréttinn.
Ólafur Vagnsson ráðunautur hjá
Búnaðarfélagi Eyjafjarðar sagði að
bændur muni fá greitt fyrir allveru-
legt magn af ónotuðum fullvirðis-
rétti, en rúmlega 30 tonn hafi vant-
að upp á að bændur nýttu réttinn
til fulls. Aukaslátrun verður hjá
Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga í
næstu viku og bætist þá væntan-
lega nokkuð við þau 615 tonn sem
bændur hafa lagt inn af kjöti eftir
að aðalslátrun lauk. Enn er því
ekki ljóst hver staðan endanlega
verður fyrir svæðið í heild.
„Eitthvað af þeim ónýtta fullvirð-
isrétti sem til staðar er í héraðinu
mun nýtast þeim bændum sem far-
ið hafa yfir sinn eigin fullvirðis-
rétt,“ sagði Ólafur. Hann sagði
ákveðnar reglur gilda um hvort
bændur fái greitt fyrir ónotaðan
rétt, m.a. er gert ráð fyrir ákveðnu
innleggi og áframhaldandi búskap.
Ekki er búið að gera upp hversu
margir bændur fóru yfir eigin full-
virðisrétt, en Ólafur segir þá vera
þó nokkuð márga.
Sjallinn:
Komdu í
kvöld sýnt
út nóvember
Dægurlagahátíðin Komdu í
kvöld verður sýnd í Sjallanum
öll laugardagskvöld í nóvember,
en frumsýning var síðastliðið
laugardagskvöld og komust þá
færri að en vildu.
Komdu í kvöld er dagskrá sem
flutt var fyrir fullu húsi í Broadway
í haust, en þama er um að ræða
lög við texta Jóns Sigurðssonar
bankamanns. Fjölmargir söngvarar
koma fram í sýningunni og má þar
m.a. nefna þau Ellý Vilhjálms og
Þorvald Halldórsson.
Sýningin fékk mjög góðar við-
tökur er hún var sýnd fyrsta sinni
og því var ákveðið að efna til fleiri
sýninga, enda komust færri að á
frumsýninguna en vildu. Næsta
sýning á dagskránni verður næst-
komandi laugardagskvöld, 11. nóv-
ember, og síðan verða tvær sýning-
ar til viðbótar, 18. og 25. nóvember.
VERSLUNIN ÞORPIÐ
Móasíðu 1
Opið alla daga kl. 8-23.30