Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C
269. tbl. 77. árg.
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„Hógvær bylting“ hafín í Tékkóslóvakíu:
Prag. Reuter.
UMBÓTASINNINN Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi Tékkósló-
vakíu, ávarpaði tugþúsundir manna í heimaborg sinni, Bratislava, í
gærkvöldi og krafðist lýðræðis við mikinn fögnuð viðstaddra. Dub-
cek sagði manninn ávallt verða að vera í fyrirrúmi hjá sósíalistum.
Þetta er í fyrsta sinn í rúm 20 ár sem Dubcek talar á pólitískum
fjöldafundi í Tékkóslóvakíu. Um 300 þúsund manns komu saman á
Wenceslas-torgi í Prag í gær og voru þetta Qölmennustu mótmæli
frá því fiindir hófust á torginu fyrir viku. MannQöldinn ítrekaði kröf-
ur um afsögn ráðamanna, einkum Milos Jakes flokksleiðtoga, hlut-
leysi fjölmiðla og viðræður sfjórnvalda við andófsmenn. Rithöfúndur-
inn Vaclav Havel var innilega hylltur er hann sagði valið nú standa
milli framfarasóknar og „hógværrar byltingar" annars vegar og
sérréttindapots stalínistahóps sem enn héldi dauðahaldi í völdin hins
vegar. Yfirmenn tékkneska hersins komu saman í gær og sendu frá
sér stuðningsyfirlýsingu við stjórnvöld' auk þess sem bornar voru
fram lítt dulbúnar hótanir um valdbeitingu gegn mótmælendum.
Dubcek krefst lýðræðis
á íjöldaíVmdi í Bratislava
Yaclav Havel fagnað á 300.000 manna motmælafimdi 1 Prag
Verkamenn í CDK-verksmiðjun-
um í Prag, einu stærsta fyrirtæki
borgarinnar, ganga áleiðis til
Wenceslas-torgs til að taka þátt
í mótmælafúndinum í gær. A
spjaldi stendur: „Við ætlum að
heijast handa með ykkur,“ og er
átt við stúdentana sem hafa verið
frumkvöðlar mótmælaöldunnar.
Á innfelldu myndinni sést Alex-
ander Dubcek, leiðtogi „Vorsins
í Prag“ árið 1968, ávarpa fundar-
menn í Bratislava í gærkvöldi.
Opinbera fréttastofan CTK sagði
frá fundinum í Bratislava, kröfum
fundármanna og jafnframt að Alex-
ander Dubcek hefði verið viðstaddur
en skýrði ekki frá ræðu hans. Dub-
cek hét því á miðvikudag að koma
á fund á Wenceslas-torgi fljótlega
en ekki er ljóst hvenær það verður.
Öryggislögreglusveitir lögðu í gær
undir sig húsakynni tékkneska sjón-
varpsins og sagði einn starfsmann-
anna í samtali við fréttamenn að
um 50 vopnaðir lögreglumenn réðu
nú öllu á stofnuninni. Starfsmenn
sjónvarpsins höfðu krafist þess að
fá að sjónvarpa beint frá mótmæl-
unum á Wenceslas-torgi en það var
ekki gert í gær.
Vaclav Maly, talsmaður andófs-
hreyfingarinnar Vettvangs borgar-
anna, sagði fagnandi íjöldanum á
Wenceslas-torgi að starfsmenn
rösklega 500 fyrirtækja hefðu sam-
þykkt að taka þátt í tveggja stunda
allsheijarverkfalli á mánudag. Með-
al fyrirtækjanna er stálverksmiðja
og starfsmenn almannasamgangna
í Prag hyggjast leggja niður vinnu.
„Það fer eftir því hve vel verkfallið
tekst hvort framfarir verða eða
dálítill Stalínista-hópur fær áfram
að halda í völd sín og sérréttindi
sem þeir vilja fórna öllu fyrir,“ sagði
leikritaskáldið Vaclav Havel, sem
er nú talinn einn helsti forystumað-
ur andófsmanna.
Yfirmenn hersins lýstu stuðningi
við tilraunir kommúnista til að
„lægja öldurnar" við aðstæður sem
sagðar voru erfiðar. „Við erum
reiðubúnir að verja sigra sósíalism-
ans, frið og frelsi sósíalistalýðveldis
Tékkóslóvakíu." Fyrr um daginn
hafði verið skýrt frá því að vopnað-
ar lögreglusveitir hefðu verið kall-
aðar til Prag en seinna að þær hefðu
verið sendar aftur frá borginni. Er
talið að yfirvöld hafi heykst á því
að beita valdi gegn mannfjöldanum
á mótmælafundinum.
Reuter
7»
Nýr flokksleiðtogi í Leníngrad:
Miðstýring betri en
glasnost og upplausn
Moskvu. Reuter.
100 milljón króna frímerki
Starfsstúlka hjá uppboðsfyrirtækinu Christie’s sýnir umslag með
tveim frímerkjum sem gefin voru út á eyjunni Mauritius á nítjándu
öldinni. Vegna mistaka sem gerð voru við prentunina eru frímerk-
in talin vera meira en 100 milljón króna virði. Hæsta boð var
1,6 milljón Bandaríkjadollara (100.6 milljónir ísl.kr.) en eigendurn-
ir höfðu einsett sér að fá meira fyrir dýrgripina og varð því ekk-
ert úr sölu að þessu sinni.
Sjá ennlremur: „Dýrustu frímerki í heimi ... “ á bls. 22.
BORIS Gídaspov, hinn nýi for-
maður ílokksdeildar sovéska
konunúnistaflokksins í
Leníngrad, gagnrýndi harðlega í
gær þá slökunarstefnu sem ráða-
menn í Kreml hafa boðað á vett-
vangi efnahagsmála og hvatti til
þess að horfið yrði á ný til mið-
stýringar. Gídaspov sagði í við-
tali við dagblaðið Sovjetskaja
Rossíja, að glasnost- stefiia
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga hefði getið af sér skipulags-
leysi og skort á sósíaliskum aga.
í viðtalinu nefndi Gídaspov engin
nöfn en gagnrýni hans virtist eink-
um beinast að Leoníd Abalkín að-
stoðarforsætisráðherra en Gorb-
atsjov hefur falið honum að hrinda
í framkvæmd" umbótaáætlunum
sínum á vettvangi efnahagsmála.
Gídaspov gagnrýndi einkum tillögur
Abalkíns um að markaðsöflin verði
látin ráða framleiðslu i stað miðstýr-
ingar. „Ég tel að viðhalda verði
miðstýringu á mikilvægustu sviðum
efnahagslífsins,“ sagði hann og
bætti við að hann væri ekki í flokki
sovéskra harðlínumanna. „Fólk er
orðið þreytt á agaleysinu og ábyrgð-
arskortinum,“ sagði hann og kvað
þetta viðhorf ráðandi meðal alþýðu
manna í Leníngrad.
Jafnframt yrði að auka miðstýr-
ingu innan flokksins. Það sjónarmið
að æskilegt væri að sem flestar
raddir heyrðust þar væri sérlega
óheppilegt. „Fjöldi kommúnista, og
þar á meðal margir helstu ráðamenn
flokksins, láta sér nægja að horfa
á þegar verið er að grafa undan
helstu hugsjónum sósíalismans og
þegar verið er að blekkja fólk með
tali um „kapítalisma alþýðunnar",
óheft lýðræði og glasnost. Nú er svo
komið að við búum við mikið lýð-
ræði og glasnost en skipulagning
og agi er ekki til staðar.“
Svíþjóð:
Herferð gegn of-
beldismyndum
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKA stjórnin kynnti í gær drög að nýjum lögum sem kveða
á um harðari refsingar við dreifingu ofbeldis-myndbanda. Verði
menn fundnir sekir um að selja eða leigja út ofbeldismyndir eiga
þeir á hættu fangelsi í allt að tvö ár.
Yfirvöld í æskulýðsmálum vitna
í rannsóknir félagsfræðinga í Evr-
ópu og Norður-Ameríku til stuðn-
ings þeirri fullyrðingu að ijölgun
nauðgana og rána á þessu ári eigi
að nokkru rætur að rekja til áður-
nefndra myndbanda. Tekið er
fram að áfengis- og fíkniefna-
notkun og fleiri atriði eigi einnig
sök á ofbeldinu.
Þar sem eftirlitsaðilar komast
ekki yfir að skoða öll myndbönd
verða sölumenn að meta það sjálf-
ir hvort varan stríði gegn lögum
en séu þeir í vafa geta þeir sent
eftirlitsmönnunum eintak og beð-
ið þá að kveða upp úrskurð.