Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 14
ál 14 i ' J L.' "FT iISSMÆVtJM, ÍGfívJgJ' MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR'2‘4. NOVEMBER 1989 METALASTjK 4 BUIMf sM iookIv bindingar Biðjið um mynda- og verðlista. tiÖttHCA unuFi ^pfi —LVL_AAJ1 Sími 82922 L_N^L_1_J Metsölublaó á hverjum degi! Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Fyrstu tónleíkar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Borgarleikhúsi: °g byggist á sterkum andstæðum. Annars vegar leika strengjahljóð- færin undurblíðan og samfelldan tónbálk, sem einkennist af samstíga hreyfingu hljóðfæranna og skírskotunum til hefðbundins hljómagangs. Hins vegar leika blásturshljóðfærin hvassar og meitlaðar hljóðblokkir, sem með ákveðnu millibili yfirgnæfa söng strengjahljóðfæranna. Þetta er þannig verk andstæðna, jafnvel öfga, sem þó er ekki stillt upp hlið við hlið heldur samtímis. Hjálmar segir um þetta: „Það má ef til vill segja að Spjótalög endurspegli þann skilning að lífið sé fullt af andstæðum og öfgum og að skynjun hins vestræna manns á tilveru sinni byggist á því að allt eigi sér andhverfu: Heitt-kalt, hrátt-soðið, stríð-friður, gott-vont, kona-karl, Guð og djöfull. Er það ekki einmitt þetta tvíeðli náttúrunn- ar sem gerir lífið þess virði að lifa því og er það ekki einmitt þetta tvíeðli náttúrunnar sem kveikt get- ur líf en jafnframt deyttþað líka?“ Hjálmar H. Ragnarsson er for- maður Tónlistarfélagsins. Síðasta stórverk hans var messa í fimm þáttum fyrir kór, sem flutt var af Hljómeyki undir hans stjórn á sum- artónleikum í Skálholti sl. sumar. Hann er nú á starfslaunum frá Reykjavikurborg, sem veitt voru af tilefni 200 ára afmæli borgarinnar. Hann hefur i smíðum hljómsveitar- verk og fleiri stórverk. Sechs Stúcke op. 6 eftir aust- urríska tónskáldið Anton Webern var frumflutt í Vín 1913 undir stjórn Schoenbergs. Rússneska tónskáldið Igor Strav- inskíj skrifaði- Sinfóníu fyrir blást- urshljóðfæri í minningu Debussy 1920 og var hún frumflutt í Lund- únum 1921. Einleikarinn Einleikari á tónleikunum á laugardaginn er eins og áður segir finnski fiðluleikarinn Jari Valo. Hann fæddist í Kaustinen í Finnlandi 1961. Hann stundaði þar nám í fiðluleik en frá 1978-1982 stundaði hann nám við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki. Hann hefur hlotið ijölda verðlauna fyrir fiðluleik, en auk þess að vera einleikari hefur hann helgað sig kammertónlist. Jari Valq leikur á fiðlu, sem Andrea Guarneri smíðaði árið 1684 og er hún í eigu OKO-bankans í Finnlandi. Ilöfimdur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljónisveitnr íslnnds. SKIÐA- OG SKOIINAN VETURINN ’8 9 - 90 Tvö ný íslensk verk frumflutt eftir Rafn Jónsson aquadrive Vissir þú að bátur með innanborðsvél þarf ekki að titra meira en bíll með samsvarandi vél? Hjálmar H. Ragnarsson Við siglum á draumnökkva í tímanum fljótandi gegnum miðnætti bjartrar nætur í sólarátt og einmana vindur djúpsins syngur. Draumnökkvi hefur verið valið til flutnings á Norrænum- músík- dögum í Helsinki næsta haust. Það er tileinkað Ingibjörgu, konu Atla Heimis. Þau hjón dveljast nú í París til eins árs, þar sem Atli er við smíði stórrar sinfóníu. Þess má geta að Vikivaki, sjónvarpsóperan eftir Atla Heimi, verður frumsýnd um pásk- ana og nýlega lauk hann við ein- leiksverk fyrir Erling Blöndal Bengtsson, sem hann frumflytur í febrúar n.k. Spjótalög’ Spjótalög eftir Hjálmar H. Ragn- arsson er fyrsta verk höfundar flutt af Sinfóníuhljómsveit íslands. Það var samið á árunum 1984-1985 en lokahönd lögð á verkið nýlega og því gefið nafn. Flutningurinn á laugardaginn er frumflutningur verksins. Spjótalög er eitt samfellt hljóm- sveitarverk fyrir stóra hljómsveit AQUADRIVE losar skrúfuöxulinn frá vélinni og kemur þannig í veg fyrir aö hann leiöi hávaða og titring í bátskrokkinn. METALASTIK mótorpúðarnir losa vélina frá bátskrokknum, svo titringur hennar verður í lágmarki. Fyrstu _ tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Borgarleikhúsinu verða nk. laugardag, 25. nóvember, klukkan 14.00. Þetta eru jafnframt fyrri tónleikarnir af tvennum, þar sem eingöngu verður leikin nútíma- tónlist. A efnisskránni verða fjögur verk: Sinfónía fyrir blásturshljóð- færi eftir Igor Stravinskíj, Fiðlu- konsertinn Draumnökkvi eftir Atla Heimi Sveinsson, Hljómsveitarverk- ið Spjótalög eftir Hálmar H. Ragn- arsson og Sechs Stúcke op. 6 eftir Anton Webern. Einleikari verður finnski fiðluleikarinn Jari Valo og hljómsveitarstjóri Petri Sakari, að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Draumnökkvi Fiðlukonsertinn Draumnökkvi eftir Atla Heimi Sveinsson, sem verður nú frumfluttur hér á landi, var saminn sumarið 1987 í Flatey á Breiðafirði. Verkið var pantað af Kammersveit Austurbotns og frum- flutt á tónlistarhátíð í Kaustinen í Finnlandi í janúar 1988. Jari Valo, Jari Valo fiðluleikari sem leikur einleik í verkinu nú, flutti það jafnframt í Finnlandi. Finnska sjónvarpið gerði mynd um Atla Heimi og verkið af þessu til- efni og var hún sýnd í fyrra í sjón- varpinu. Kveikjan að verkinu var Atli Heimir Sveinsson mynd eftir Jón Gunnar Árnason, sem var á sýningu hans í norræna húsinu fyrir nokkrum árum. Atli Heimir segir, að eftirfarandi textabrot lýsi að nokkru innihaldi verksins:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.