Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDÁGUR 24. NÓVEMBER 1989 4& Tékkóslóvakía: Getum við gert eitthvað? Til Velvakanda. Það gerðist í Tékkóslóvakíu fyrir nokkrum dögum að enn einn náms- maðurinn var myrtur. Þeir skelfi- legu atburðir sem heimurinn varð vitni að síðastliðið sumar í kínverska alþýðulýðveldinu hafa gerst á ný. Varðhundar ríkjandi afla hafa framið enn eitt morðið í æðiskasti deyjandi kerfis. Hve margir verða myrtir á næstunni, hve margir barðir og beittir öðru ofbeldi og hve margir verða fangels- aðir? En verður komist hjá þessum fórnum, sem tékknesk alþýða virð- ist vera reiðubúin að færa til að öðlast það frelsi sem okkur finnst svo sjálfsagt? Getum við gert eitt- hvað? Svarið við því er í mínum huga einfalt. Við skulum taka af- stöðu með frelsisbaráttu tékknesku þjóðarinnar, ekki bara í orði, heldur einnig á borði. Það gerum við best með því að slíta öllum tengslum við núverandi tékknesk stjórnvöld. Það er eina falslausa ákvörðunin, sem við getum tekið. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson Þessir hringdu . Frábær sýning Sveinn Ólafúr hringdi: „Við hjónin fórum og sáum Fjölskyldufyrirtækið í Þjóðleik- húsinu um helgina og þótti okkur sýningin frábær. Allir leikararnir stóðu sig vel, sérstaklega Arnar Jónsson. Þó þetta leikrit sé gam- anleikur er í því heilmikill boð- skapur sem kemst vel til skila.“ Dýna Blá svampdýna tapaðist af bíl á leiðinni frá Þyrli í Borgarfjörð. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 623295 eða 72852. Úr Úr fannst í Skeijafirði fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 75179. Taska Svört samkvæmistaska tapað- ist við verslunina Hlíðarblóm 18. nóvember. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 621414 eða 39242 . Fundar- laun. Frakki Sá sem tók ljósan rykfrakka í misgripum 13. október í Fógetan- um er vinsamlegast beðin að koma frakkanum til starfsfólks Fóðget- ans eða hringja í síma 14368. Er lögreglan of fámemi? Kæri Velvakandi. Á baksíðu Morgunblaðsins laug- ardaginn 11. nóvember var frétt frá ráni. Nær 80 ára gömul kona var rænd á miðjum Laugavegi um klukkan 3 eftir hádecri á föstudegi Góð útvarpsstöð Kæri Velvakandi. Þann 2. nóvember sl. um kl. 13 var ég á leið í vinnu og var lítið varið í tónlistina á útvarpsstöðvun- um svo ég fór að leita og rakst á ágætis lag, stuttu síðar heyrði ég karlmannsrödd sem ég kannaðist ekki við en var mjög þægileg. Þulur- inn sagði að þetta væri EFF EMM 95,7 og hélt góða tónlistin áfram allan daginn og með mjög góðum dagskrárgerðarmönnum. Eg vil þakka fyrir þessa þræl- góðu stöð og þessar óþekktu raddir þeirra sem eru eftir hádegi og slá þessum gömlu þreyttu út á hinum stöðvunum. Nú hlusta ég alltaf á EFF EMM, vinnufélagar líka og margir aðrir gamlir Stjörnu- og Bylgjuhlustend- ur. En einn er þó gallinn og finnst okkur það öllum sem ég ræði við að á milli kl. 19 og 22 á kvöldin og á daginn um helgar er dagskráin mörgum gæðaflokkum fyrir neðan. Lélegar raddir og ótalandi fólk í útvarpi og stundum ferleg tónlist. Ég vona að stjórn EFF EMM breyti þessu hið snarasta og setji mörkin hátt og finni annað fólk. Áð lokum vil ég benda fólki eindregið á þessa stöð sem er á FM 95,7. Útvarpshlustandi 10. nóvember. Ég man eftir því að í desember 1988, rétt fyrir jólin, stóðu lögreglumenn á öllum gatna- mótum frá Snorrabraut og niður Laugaveg en núna sjást þeir ekki! Fólk treystir sér ekki til að fá sér göngutúr niður þess götu lengur á kvöldin vegna þess það á kannski von á árás. Er ekki orðið tímabært að lögreglan fái lögregluhunda sér til aðstoðar eins og þekkist erlend- is? Ég hef orðið fyrir því að brotist var inn í bíl hjá mér með stuttu millibili. Ekkert er hægt að gera, þessir aðilar eru sennilega í leit að áfengi og peningum segir lögregl- an. Hvað er að? Eru þið of fáliðað- ir? Er þetta stjórnvöldum að kenna? Er þetta skortur á fjárveitingum? Ég hef ekki séð lögregluna stjóma umferðinni í lengri tíma. Af hveiju ekki? Hafliði Helgason ■ JÓLAKORT Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eru komin á markaðinn, og eru kortin prýdd myndum listamanna frá ýmsum löndum. Á hveiju ári er valið milli um það bil 700 mynda, bæði nýrra og gamalla, til að finna þær sem fara á kortin hveiju sinni. Liðin eru 40 ár síðan hugmyndin að jólakortum Bamahjálpar Sam- einuðu þjóðanna varð til, en sala kortanna hefúr fjármagnað um 10—15% af starfi Barnahjálparinn- ar á undanfömum ámm. Það er Kvenstúdentafélag ís- lands sem sér um sölu kortanna, og hefur þeim verið dreift í helstu bókaverslanir landsins, auk þess sem þau fást hjá félaginu að Hall- veigarstöðum, Óldugötumegin. Þar er einnig hægt að fá bréfsefni, dag- bækur og fleira. ■ BARNABÓKARÁÐIÐ, ís- landsdeild IBBY og Gerðuberg gangast fyrir kynningu á nýjum barnabókum í Gerðubergi í dag kl. 15.30. Fjórir rithöfundar, Gunn- hildur Hrólfsdóttir, Herdís Egils- dóttir, Iðunn . Steinsdóttir og Kristín Steinsdóttir, lesa upp úr bókum sínum. Að kynningu lokinn hefst sýning á leikritinu Regn- bogastrákurinn eftir Ólaf Gunn- arsson. Aðgangur að bókakynn- ingunni er ókeypis og í tilefni dagsins bjóða Gerðuberg og Litla leikhúsið afslátt af verði aðgöngu- miða að Regnbogastráknum. MORATEMP AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. meiri anægja t Stóia Laxá í Hreppum Stóru Laxárdeild Veiðiféiags Árnesinga óskar eftir tilboðum í veiðirétt árinnar 1990. Um er að ræða 10 stangir á fjórum svæðum. Þrjú vönduð veiðihús eru við ána. Réttur áskilinn tíl að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað fyrir 3. desember 1989 til Hilmars Jóhannessonar, Syðra Lang- holti, 801 Selfossi, sem einnig veitir nán- ari upplýsingar í síma 98-66718. lúú m miimimafmæli Júlíönu S. Guðmundsdóttur, sem bjó á Nönn- ustíg 13, Hafnarfirði, verður haldið sunnudaginn 26. nóvember í Fóstbræðraheimilinu við Lang- holtsveg 109, Reykjavík, kl. 13.30. Allir ættingjar og vinir hjartanlega velkomnir. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins I Reykjavik Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum ogábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 25. nóvember verða til viðtals Páll Gíslason, formaður bygginganefndar aldraðra, sjúkrastofnana og veitustofnana, og Helga Jóhannsdóttir, í stjórn umferðar- nefndar og SVR. ORIENT ORIENT PIERPONT PIERPONT 0RIENT Herraúr með ól, demantur ó II. 12. Gullplett. Hertgler. Sportlegt herraúr með tunglkomu, vikudegi og dagatali. Vatnsþétt með hertu g/eri. Dömuúr meðfesti, gullplett,fyrir vandldtar konur. Dömuúr með gutt- húðaðri keðju. Vatns- þétt og með hertu gkri Dömuúr með leðuról. Sérstak/ega þunnt úr. Fjölbreyttir skífutitir. Verðkr. 11.140.-*) Verðkr, 8.251.-*) Verðkr. 12.917.-*) Verð kr. 10.700.-*) Verðkr. 9.980.-*) ) Uppgefw verð mnflytjanda VELJIÐ URIÐ HJÁ ÚRSMIÐ URSMIÐAFELAG ISLANDS P.s. Úr eru toll- og vörugjaldsfrjáls á Islandi Gott úr er góö gjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.