Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBhAÐlD FÖSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1989_ Hellamennska - Hellarannsóknafélag eftir'Aðalheiði E. As- mundsdóttur, Önnu G. Stefánsdóttur, Björn Hróarsson og Sigurð Svein Jónsson Hellafræði (e: speleology) er al- þjóðleg vísindagrein sem Islending- ar hafa mjög lítið sinnt. Á íslandi er mikið af merkilegum hellum; hraunhellum, íshellum, móbergs- hellum og manngerðum hellum. Erlendir vísinda- og ævintýramenn hafa hins vegar skipulagt marga leiðangra hingað *til lands. Hafa þeir kortlagt um tug af okkar stærstu hellum og stundað þar margvíslegar rannsóknir. Niður- stöðurnar hafa birst í erlendum tímaritum um hellafræði. Hellafræði var grundvölluð sem vísindagrein um síðustu aldamót og er stunduð við marga þekkta há- skóla. Hellafræði samanstendur m.a. af fomleifafræði, jarðfræði, landmælingum, líffræði, vatna- fræði, veðurfræði og síðast en ekki síst ævintýramennsku. Á Islandi er nú vitað um á annað hundrað hraunhella. Meðal þeirra eru fegurstu og stærstu hraunhellar á jörðinni, þó ekki teljist þeir meðal hinna lengstu. Undir Vatnajökli er einnig vitað um stóra íshella, t.d. Kverkfjallahellinn sem er 3,2 km langur og talið er að stór hellir finn- ist í undirheimum Grímsvatna. Þá em ótaldir móbergshellarnir og manngerðir hellar. Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son rituðu um nokkra hella og skoð- uðu suma þeirra. Þeir könnuðu t.d. Surtshelli árið 1754 og vom fyrstir manna svo vitað sé til að ganga hann á enda. Þorvaldur Thoroddsen kannaði hella nokkuð á yfirreið sinni um landið á ámnum í kringum aldamótin 1900. Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur gaf hraunhellum örlítið af sínum tíma. Hann skoðaði m.a. Gullborgarhellana. Guðmund- úr Kjartansson jarðfræðingur ber höfuð og herðar yfir íslenska hella- könnuði fyrr á árum. Guðmundur lýsir mörgum hellum og ritar um myndun þeirra. Það er svo ekki fyrr en á síðustu árum sem íslend- ingar fara að stunda hellarannsókn- ir í einhverjum mæli og þá gjarnan hver í sínu horni. Á síðustu árum hafa fundist íjölmargir nýir hraun- hellar, margbreytilegir að gerð. Höfundar þessarar greinar em meðal þeirra Islendinga sem stund- að hafa hellarannsóknir hérlendis á síðasta áratug. Þeir eru hins vegar töluvert fleiri sem áhuga hafa á hellum en gallinn er að á íslandi eiga hellaáhugamenn sér ekki félag. í flestum löndum jarðar em starf- andi hellafélög eða „klúbbar" og skiptajþau hundruðum í stærri lönd- um. Undirrituð sóttu alþjóðlega hella- ráðstefnu í Búdapest í ágústmánuði síðastliðnum. Þar hittust á annað þúsund hellaáhugamenn víðs vegar að af jörðinni og báru saman bæk- ur sínar. Fjölmörg erindi vóru flutt, bæði vísindaleg og frá áhugamönn- Höfundar greinarinnar. um, auk þess myndasýningar og aðrar uppákomur. Á þessari al- þjóðlegu hellaráðstefnu sóttu undir- rituð um inngöngu í alþjóðasamtök hellamanna og á lokadegi ráðstefn- unnar var íslandi veitt innganga með öllum greiddum atkvæðum. ísland er sem sagt orðið aðili að alþjóðasamtökum hellamanna, „Union International de Speleo- logie“. Betra seint en aldrei og í fram- haldi af þessum tímamótum er nauðsynlegt að stofna félag hella- áhugamanna á íslandi, Hellarann- sóknafélag íslands, en áform um stofnun slíks félags hafa lengi verið uppi. Á ráðstefnunni í Búdapest náði íslenska sendisveitin góðum sam- böndum við hellaáhugamenn í ljöl- „Nauðsynlegt er að stofna félag hella- áhugamanna á íslandi, Hellarannsóknafélag Islands, en áform um stofiiun slíks félags hafa lengi verið uppi.“ mörgum löndum. Má þar sérstak- lega nefna Tékka, Svisslendinga, Bandaríkjamenn, Svía, Hollend- inga, Búlgara og Breta. ísland og íslenskir hellar fengu einnig góða viðurkennirigu á ráð- stefnunni. Má þar fyrst nefna að Björn Hróarsson jarðfræðingur vann til gullverðlauna í samkeppni 13 ---------------%---------------S1 um béstu litskyggnurnar mnan úr hellum. Fjölmargir aðilar sendu inn litskyggnur frá mörgum löndum jarðar og bar ísland sigur úr býtum. Það sem gerir þenna sigur e.t.v. stærri er að ráðstefnan í Búdapest, sem og hellafræðin almennt, snerist aðallega um kalkhella en myndir Björns eru innan úr íslenskum hraunhellum s.s. Arnarkeri, Jörundi og Vörðuhelli. Bestu hellakvik- myndina átti Svisslendingurinn Gerald Favre. Er myndin tekin í íshelli sem gengur suður undir Vatnajökul inn frá Kverkfjöllum. Hellarannsóknafélagið er stofnað í því augnamiði að örva rannsóknir og athuganir á ísienskum hellum. Hafa umsjón með rannsóknum og leiðöngrum í íslenska hella. í félagi sem þessu ættu íslenskir hella- áhugamenn að sameina krafta sína. Félagið þyrfti að skrásetja hélla á íslahdi og standa fyrir fundum og útgáfustarfsemi. Þá þyrfti félagið að auka þekkingu almennings á íslenskum hellum. Beita sér sér- staklega fyrir verndun þeirra og starfa í nánu sambandi við Náttúru- verndarráð og aðrar stofnanir er málið varðar. Nú er í undirbúningi leiðangur þriggja þjóða hingað til lands árið 1991 til að skoða íslenska hella. Þar þyrfti Hellarannsóknafélag ís- lands að hafa eftirlit og umsjón. Ákveðið hefur verið að stofn- fundur Hellarannsóknafélags ís- lands verði á Öldunni, Hótel Loft- leiðum, laugardaginn 25. nóvember nk. og verður fundurinn settur klukkan 15.00. Þar verða lög fé- lagsins samin og samþykkt og rætt um starfsemi félags sem þessa. Þar verður og kosið í stjórn félagsins. Allir áhugamenn um hella eru hjartanlega velkomnir á Hótel Loft- leiðir til að verða stofnfélagar Hellarannsóknafélags íslands og taka þátt í frummótun félagsins. Höfimdarhafa allir stundaö hellarannsóknir. RÍÓ, VALGEIR OG SOLIN Enn stendur yfir afmælishátíð í Miklagarói og í dag og á morgun koma til okkar landsþekktir listamenn, sem leika og syngja lög af nýútkomnum plötum sínum og árita þær. RÍÓ - EKKIVILL ÞAÐ BATNA —i—. IMIKLAGARÐI löstudag kl. 16-18 Þér er boóið að hlusta á skemmti- legustu hljómsveit landsins kynna lög af sinni bestu plötu hingað til og kaupa hana áritaða af þeim félögum. VALGEIR GUÐJÓNSSON - GÓDIR ÁHEYRENDUR föstudag kl. 16-18 Valgeir stígur á stokk og spilar ný lög af splunkunýrri plötu sinni, sem vægast sagt er einhver sú albesta plata sem við höfum heyrt í lengri tíma. Valgeir mun árita plötu sína fyrir kaupendur. SÍÐAN SKEIN SÓL - ÉG STEND Á SKÝI laugardag kl. 1 1.30 - 13.30 Síðan skein sól kemur á laugardag og kynnir og áritar nýútkomna plötu sína, sem er eitt vandaðasta verk sem út hefur komið á íslandi. Plata fyrir þá, sem vilja aðeins það besta í tónlist. T O P P T U UG U LP/KASS. CD 1. BUBBI MORTHENS - NÓTTIN LANGA 1.299 1.699 2. SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 1.299 VÆNTANL. 3. RÍÓ - EKKI VILL ÞAÐ BATNA 1.299 VÆNTANL. 4. HLH - HEIMA ER BEST 1.299 1.699 5. HALLBJÖRN HJARTARSON - KÁNTRÝ 5 1.299 - 6. ÖRVAR KRISTJÁNSSON - FRJÁLSIR FUGLAR 1.299 - 7. TODMOBILE - BETRA EN NOKKUÐ ANNAÐ 1.299 VÆNTANL. 8. ERIC CLAPTON - JOURNEYMAN 1.099 1.699 9. RÚNAR ÞÓR PÉTURSSON - TRYGGÐ 1.299 - 10. NÝ D0NSK - EKKI VERÐUR Á ALLT KOSIÐ 1.299 VÆNTANL. 11. EIRÍKUR HAUKSSON - SKOT í MYRKRI 1.299 VÆNTANL. 12. LAMBADA - ÝMSIR 1.099 1.699 13. PHIL COLLINS - BUT SERIOUSLY 1.099 1.699 14. BILLY JOEL - STORM FRONT 1.099 1.699 15. ALICE COOPER - TRASH 1.099- 1.699 16. TINA TURNER - FOREIGN AFFAIR 1.099 1.699 17. GIPSY KINGS - GIPSY KINGS 1.099 1.699 18. MÖTLEY CRUE - DR. FEELGOOD 1.099 ' 1.699 19. TRACY CHAPMAN - CROSSROADS 1.099 1.699 20. SYKURM0LAR - ILLUR ARFUR 1.099 1.699 ATH. SAMA VERÐ GILDIR Í KAUPSTAÐ Í MJÓDD jyx MIKLIGJRÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.