Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 10
gsgi aaat/.avóM .t-s auoAauTgöa uiaAJaMuoaoM " MORUUNBLAEaETFÖSTUDAGtlR' 247 'NÓVEMBER-1989'' Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin Bókmenntir Sigurjón Björnsson Tryggvi Þórhallsson: Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin. reykjavík 1989. XV + 278 bls. Bók þessi er tilkomin með nokkuð sérstökum hætti. Svo var mál vaxið að í júní 1917 var dósentsembætti í guðfræðideild Háskóla íslands auglýst laust til umsóknar. Deildin ákvað að væntanlegir umsækjendur skyldu þreyta samkeppnispróf. Próf þetta var þríþætt. I fyrsta lagi skyldu þeir semja ritgerð um tiltek- ið efni úr kirkjusögu Islands. í öðru lagi áttu þeir að flytja tvo fyrir- lestra um efni úr Nýja testamentis- fræðum. Og í þriðja stað var þeim gert að flytja kafia úr kirkjusögurit- gerð sinni sem þriðja fyrirlestur. Fimm manna dómnefnd lagði mat á hæfni umsækjenda. Ritgerðarefn- ið var tilkynnt um leið og embættið var auglýst og voru umsækjendum ætlaðir 90 dagar til að semja rit- gerðina. Verkefnið var þetta: Aðdragandi og upptök siðaskipt- anna hér á Islandi, afstaða Giss- urar biskups Einarssonar til kaþ- ólsku biskupanna Ögmundar og Jóns annars vegar og konungs- valdsins hins vegar, og viðgangui'' hins nýja siðar á dögum Gissurar biskups. Umsækjendur voru þrír: Tryggvi Þórhallsson, Ásmundur Guðmunds- son og Magnús Jónsson. Allir voru umsækjendur metnir hæfir, en Magnús Jónsson þó hæfastur og hlaut hann embættið. Um þessa embættisveitingu varð enginn styrr að því er segir í formála útgefanda, ólíkt því sem varð um þau þrjú samkeppnispróf er síðar voru hald- in. Eitthvert umtal hlýtur þó að hafa orðið úr því að Guðni Jþnsson segir svo í Sögu Háskóla íslands (bls. 73): „Ekki var sú veiting þó óumdeildt því að ýmsir töldu að Tryggvi Þórhallsson hefði verið órétti beittur." Hvað sem því líður, fer ekki hjá því að mann fýsi að lesa ritgerð Magnúsar hafi hún verið betri en sú sem hér er prentuð. Engin þessara ritgerða virðist hafa birst á prenti áður. A.m.k. sé ég hinna tveggja ekki getið í rita- skrám viðkomandi manna. Það er fyrst núna á aldarafmæli Tryggva Þórhallssonar, 72 árum eftir að rit- gerðin var samin, að börn hans hafa gefið þessa ritgerð út til að heiðra minningu föður síns. Ekki er heldur að sjá að þau sjónarmið eða rannsóknir sem um ræðir hafi orðið fræðimönnum kunnar eða haft áhrif á sagnfræðiumræðu þeirra. Fimm árum eftir að Tryggvi leggur fram ritgerð sína birtist ann- að bindi af hinu mikla ritverki Páls Eggerts Ólasonar, Menn og mennt- ir. Fjallar hann einmitt þar um sama efni. Hann vitnar tvisvar í Tryggva. Annað skiptið er tilvitnunin í blaða- grein í Tímanum, en í hitt skiptið er heimildin munnleg. Hvergi er vitnað í hina tvo. Má það raunar undarlegt heita ef Páll Eggert hefur ekki vitað um þessar þijár ritgerðir. Ritgerð Tryggva Þórhallssonar er 236 bls. í þessari útgáfu. Má það teljast vel af sér vikið að semja og ganga frá slíku verki á þrem sumar- mánuðum, ásamt lestri allra þeirra heimilda sem sjáanlegt er að höf- undur hefur notað og grandskoðað. Ritgerðin skiptist í ellefu kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um síra Jón Einarsson í Odda, sem höfundur telur fyrsta siðaskiptamanninn á Islandi. Um Jón þennan hefur verið býsna hljótt. Páll Eggert gerir lítið meira en nefna hann. Annar kaflinn segir frá aðstæðum í Skálholti og ýmsum aðdraganda siðaskipta uns Gissur Einarsson er kosinn til bisk- Ups. Þriðji kafli er um Viðeyjarrán, víg Diðriks frá Minden og dómi þeim sem gekk þar á eftir. Það sem eftir lifir bókar segir frá biskups- árum Gissurar, tilraunum hans til að koma á nýjum sið, samskiptum hans við Ögmund Pálsson og Jón Arason, konungsvaldi, ritstörfum Gissurar og ýmsu fleiru. Nokkuð er sagt frá Oddi Gottskálkssyni og Nýja testamentisþýðingu hans. Nokkur fylgiskjöl eru á eftir texta ritgerðarinnar, t.a.m. eru birtir textahlutar úr Nýja testamentis- þýðingu Odds og til samanburðar nýrri þýðingar sömu texta, þýðing Lúthers og nýrri þýsk biblíuþýðing. Þó að textabrotin séu ekki löng er samanburðurinn fróðlegur. Sem annað fylgiskjal er birt predikun úr Corvinuspostillu í þýðingu Odds Gottskálkssonar, en það var fyrsta postilla siðaskiptamanna. Sú spurning hlýtur óhjákvæmi- lega að vakna er maður opnar þessa bók, hvort það þjóni yfirleitt nokkr- um tilgangi að gefa nú út á prenti 72 ára gamla prófritgerð. Er líklegt að hún hafi nokkuð það fram að færa sem sagnfræðingar hafa ekki fjallað um á þeim tíma sem liðinn er síðan hún var skrifuð? Því fer auðvitað víðs fjarri að ég sé þaulles- inn í þeim greinum sem ritgerðin fjallar um. En úr skólalærdómi mínum frá fimmta áratugnum og því sem ég hef hnusað í síðan situr einna fastast fremur óviðkunnanleg mynd af Gissuri biskupi Einars- syni. Mig minnir að mér hafi verið kennt að hann hafí verið æði blend- inn og viðsjái'verður undirhyggju- maður, sem sveik Ögmund velgerð- armann sinn og reyndist honum illa Tryggvi Þórhallsson og hafi verið óþarflega hallur undir konungsvald. Þetta er hygg ég nú sú mynd sem margir hafa og hún getur naumast verið annars staðar fengin en úr kennslubókum, sem nemendur voru látnir læra löngu eftir að þessi ritgerð var skrifuð. í ritgerð Tryggva Þórhallssonar kveður óneitanlega við nokkuð ann- an tón. Enda þótt höfundur hafi að því er virðist við sömu heimildir að styðjast og aðrir, virðist mér hann gegnumlýsa þær öllu vandleg- ar en sumir aðrir (t.a.m. Páll Eg- gert) og gera sér meira far um að íhuga hvaða hvatir hafí legið að baki gerðum Gissurar og ekki síst þeim sem hann hefur hlotið ámæli fyrir. Hann kemst að þeirri niður- stöðu að Gissur hafi verið sannur ættjarðarvinur, einstaklega vitur maður, raunsær og snjall stjórn- málamaður. Hann horfðist í augu Bókaforlag Odds Björnssonar: Ættbók íslenska hestsins, skáld- sögur, ljóðabók og barnabækur BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar á Akureyri sendir frá sér sjö bækur fyrir jólin, eina íslenska skáldsögu, þýdda skáldsögu, þrjár barna- og unglingabækur, eina ljóðabók og Ættbók íslenska hestsins. Ljóðabókin er eftir Braga Sig- uijónsson og nefnist hún Einmæli. Ættbók og saga íslenska hests- ins, IV. bindi, eftir Gunnar Bjarna- son. í því er fjallað um stóðhesta nr. 964 til 1140 og hryssum nr. 3400 til 4700. í bókinni er starfs- saga Gunnars sem ráðunauts til 1973 og segir m.a. frá kynningu á íslenska hestinum í Evrópu og Ameríku, stofnun hestaklúbba er- lendis og alþjóðasambands um íslenska hestinn. Við bláa voga, er skáldsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Bókín fjallar ungu elskendurna Ásrúnu Ijósmóður og Frosta kennara. Grallaraspóar og gott fólk, eftir Guðjón Syeinsson, hefur að geyma sex stuttar sögur um lífið í sveit- inni og þau mörgu ævintýri sem börn á aldrinum 10-14 ára upplifa þar. Litla systir Depils, eftir Erik Hill er ný barnabók um Depil sem hefur eignast systur. Maríuhænan. Gestur í garðinum, eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Sagan fjallar um maríuhænuna sem barst með jólagreninu inn í garð á íslandi þar sem hún tekur sér ból- festu í stóru öspinni ásamt fleiri smádýrum. Sandkorn tímans, eftir Sidney Shelton, fjallar um Ijórar nunnur sem neyðast til að yfirgefa klaustr- ið og blandast inn í grimmilega baráttu hreyfingar Baska og spænska hersins. Dagur Sigurðarson Ljóðasafii Dags Sigurðarsonar Út er komið hjá Máli og menn- ingu ljóðasafnið Glímuskjálfti (Ijóð 1958-1988) eftir Dag. í safn- inu er að finna 11 eldri ljóðabæk- ur Dags, og auk þess ný ljóð frá síðasta ári sem ekki hafa áður birst. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Dagur Sigurðarson varð strax með sinni fyrstu ljóðabók, Hlutabréf í sólarlaginu, _ eitt af • umdeildustu skáldum á íslandi. í ljóðum hans var talað tæpitungulaust um hvað- eina og það á ljóðmáli sem oft gat verið gagnorðara en annar íslensk- ur kveðskapur um þær mundir. Ýmsir töldu ljóð Dags marka tíma- mót. Hann færði út landamæri íslenskrar ijóðlistar, jók við yrkis- efni hennar. Dagur þótti stóryrtur í ljóðum sínum um íslenskan veru- leika, en hann á líka til viðkvæma strengi ástarljóða auk þess sem hann hefur þýtt ljóð heimskunnra skálda.“ Glímuskjálfti er 339 blaðsíður. Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði kápu. Bókin er prentuð hjá Steinholti hf., en Félagsbókbandið Bókfell sá um bókband. við staðreyndir, sem gátu orðið íslensku þjóðinni þungar í skauti, og með viturlegri stjórn sinni tókst honum að afstýra miklum voða. Hinir örlagaþrungnuscu atburðir urðu ekki fyrr en eftir dauða hans (aftaka Jóns Arasonar o.fl.). Menn geta velt því fyrir sér hvort sagan hefði kannski orðið eitthvað önnur, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. En Gissur andaðist árið 1548 aðeins 33 ára að aldri. Fyrir mig, sem ekki hef hugsað um siðaskiptin í þessu ljósi, er þetta nokkuð ný sýn og íhugunarverð og ég vona að fáfræði mín sé ekki svo yfirþyrmandi að ýmsum öðrum þyki þetta ekki einnig lærdómsrík um- fjöllun. Miðað við hversu skamman tíma höfundur hafði til þessa verks og að honum var fengið það í hendur án þess að hann ætti sjálfur hlut að vali þess, finnst mét' undravert hversu vel og vandvirknislega það er unnið. Sjálfsagt hefði hann snurfusað það eitthvað betur, ef um prentun hefði verið að ræða. En textinn er vissulega vel skrifaðui' og afar áhugaverð lesning. Fram- setning er í góðu jafnvægi, yfii-veg- uð og fordómalaus og öll rökfærsla og tilgátur vendilega studd tilvísun í heimildir. Þetta er því góð bók, sem í raun hefði þurft að koma út löngu fyrr. Að minu viti á hún fullt erindi til lesenda nú. Klemens Tryggvason, sonur höf- undar, hefur annast útgáfuna. Það hefur hann gert með miklum ágæt- um. í upphafi bókar ritar hann gagnlegan formála. Tilvísunum höfundar og athugasemdum hefur hann raðað eftir köflum textans í bókarlok og bætt við ýmsum skýr- ingum sem eru sérstaklega auð- kenndar. Þá er í lokin einkar vönd- uð skrá yfir mannanöfn og staða- heiti, sem bersýnilega hefur kostað mikla yfirlegu að vinna. Skrá er yfír heimildir og skammstafanir. Þá et' loks þess að geta sem mikil bókarpi-ýði er að, en það eru hinar skenímtilegu myndir sem eru á 52 sérstökum myndasíðum auk fá- einna annarra mynda. Sumum þess- ara mynda fylgja langir og fróðleg- ir textar. Þá eru allmörg rithanda- sýnishorn og myndir af innsiglum frá siðaskiptatímum. Prófarkir virð- ast hafa verið afar vel lesnar. Bók- in er bundin í smekklegt og lát- laust band. Það er því full ástæða til að færa útgefendum þakkir fyrir þetta ágæta verk og hvernig þeir hafa að frágangi þess staðið. Vallarás - til sölu Hagstætt fyrir handhafa húsnlánsloforða 2ja herb. íbúðir á kr. 4,350 þús. 3ja herb. íbúðir á kr. 5,650 þús. (án þílskýlis) íbúðirnar afhendast fullbúnar í apríl 1990 án gólfefna. Sameign og lóð fullfrágengin. Fáar íbúðir eftir. Einnig fullb. 3ja herb. íb. vA/íkurás. Mikið áhv. Laus strax. Geymið auglýsinguna. Fasteigna- og skipasala Eignahöllin HHKJ Hilmar Victorsson viöskiptafr. Kvöld- og helgarsími 672203. Bók um hugmyndasögu KK SENPUM í PÓSTKRÖFU to Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 'Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640 MÁL og menning hefúr gefið út bókina Hugmyndasaga eftir Ólaf Jens Pétursson. I kynningu frá útgefanda segir m.a: „Höfundur rekur sögu hugmynd- anna allt frá fyrstu menningarríkj- unum til allra síðustu ára. Les- andinn er á skýran og einfaldan hátt kynntur fyrir öllum helstu hugsuðum sögunnar og hugmynd- um þeirra um trúmál, stjórnmál, raunvísindi og hugvísindi. Höfundur kappkostar jafnframt að rekja þró- Ólafur Jens Pétursson un slíkrar umræðu og fræðiiðkana á Islandi frá miðöldum til nútímans. Hugmyndasaga er aðgengilegt yfírlitsrit fyrir skólafólk og aðra þá sem kynna vilja sér fræðigreinina í fyrsta sinn.“ Ólafur Jens Pétursson er tækni- skólakennari. Hann hefur lokið há- skólaprófum í ísiensku, dönsku og sagnfræði frá Háskóla Islands og lagt stund á framhaldsnám í hug- myndasögu í Danmörku. Bókin er 332 bls. að stærð og unnin í Prent- smiðjunni Odda hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.