Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 39
Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Vogin Hin dæmigerða Vog (23. september — 22. október) er félagslynd og hugmyndarík. Hún er jákvæð og vingjarnleg og er iðulega kurteis og þægi- leg í umgengni, enda leggur hún áherslu á samvinnu. Hún er oft ágætur diplómat eða sáttasemjari. Vogin vill vega og meta og sjá fleiri en eina hlið á hverju máli áður en hún tekur ákvörðun. Hún er því oft sanngjörn og víðsýn, en er stundum lengi að taka ákvörðun. Þegar hún er búin að ákveða sig er hún föst fyrir og ósveigjanleg. Sumar Vogir enj ráðríkar, en nota þá bros og rökræðu til að sannfæra aðra um réttmæti skoðana sinna og fá þá til að láta að vilja sínurn. Vogin er oft listræn, eða leggur a.m.k. áherslu á að hafa fegurð í umhverfi sínu, því henni fell- ur illa við grófleika og ósam- ræmi. Einkennandi fyrir Vog- ina er sterk réttlætiskennd og á hún til að reiðast ef hún sér aðra beitta órétti. Hún stendur því oft framarlega í baráttu fyrir réttlætismálum. Voginni fellur best _að fást við huglæga vinnu. Hun hefur hæfileikana til að taka frum- kvæði á félagslegum sviðum og láta samvinnu ganga vel. Sporðdrekinn Hinn dæmigerði Sporðdreki (23. október — 21. nóvember) er næmur tilfinningamaður. Hann er dulur í skapi og var- kár og var um sig. í fram- komu er hann rólegur og yfir- vegaður. Hann er því ekki alltaf áberandi, en er eigi að síður stjórnsamur og skap- stór. Sporðdrekinn er þijósk- ur og fastur fyrir og ósveigj- anlegur þegar grunnhug- myndir hans eru annars veg- ar. Hann er oft öfgafullur, eða er a.m.k. ekki maður hálfvelgjunnar. Sporðdrekinn hefur hæfileika til að rann- saka og kryfja mál til mergj- ar. Hann er oft ágætur mann- þekkjari og skynjarinnri líðan fólks eða sér í gegnum yfir- borðsmennsku og blekkingar. Vegpa næmleika síns þarf hann að draga sig annað slag- ið í hlé. Viss einvera er honum því nauðsynleg. Sporðdrekinn hefur sterkt ímyndunarafl og er nokkuð góður í því að magna sjálfan sig og atburði upp, bæði til að gera úlfalda úr mýflugu eða að búa til aukaorku þegar á þarf að halda. Stjórnunarhæfileikar, seigla og úthald eru meðal eiginleika hans. Bogmaðurinn Hinn dæmigerði Bogmaður (22. nóvember — 21. desem- ber) er fjölhæfur og lifandi. Hann er léttur, hress, jákvæð- ur og bjartsýnn í skapi og að öllu jöfnu fijálslyndur og víðsýnn. Hann er leitandi, foi’vitinn og fróðleiksfús. Hann þarf því að hreyfa sig og koma víða við. Áhugi á ferðalögum er m.a. einkenn- andi. Bogmaðurinn þolir illa vanabindingu og vanastörf og verður eirðarlaus eða fær innilokunarkennd ef hann er bundinn of lengi yfír sama verkefninu, eða _er fastur á sama staðnum. Útivera á vel við hann og nauðsynlegt er að vítt sé til veggja og hátt til lofts þar sem hann dvelur. Algengt er að Bogmaðurinn hafi áhuga á íþróttum en einnig er til heimspekilega sinnuð útgáfa af merkinu. Segja má að Bogmaðurinn sé töluverður lífslistamaður. Hann vill horfa á jákvæðari hliðar tilverunnar og kann oft að láta sér líða vel. Hann er sagður heppinn og er orsaka þess líkast til að leita í því að hann er opinn fyrir nýjum tækifærum og er jákvæður og fordómalaus. MORGUNBLADIÐ FÖSTUDÁGUR 24. NÖVEMflER 1989' GARPUR þAK SeM þESSi/? AUL- AK BKU SA/HÖAMUS- LAUSIH !//£> 304 ~ SkALÍ-A, GETA ÞEIK- O/HH/NN /LLA KHAFT SEA4 /ANÞl'R. ÞOOT7TJ- /HG ye/H - - . nDNðv 1 dTii TFI GRETTIR AUMIHGJA OPPI. LÖKAÐUR UTi > l'KULPANU/M. 63 pOU BAfSA EKK) AP HORFA UPPÁ HANH SUONÁ A J l S\g ko/vunn. ss venÐAÐGarsAfi _ eiTTHVA£T^_^T ) n-zb / ^ Tf (YMl: h h WM íj íj JffA EAVT6 BRENDA STARR LJÓSKA íli:lUi!l!iiili»!li!!l: FERDINAND SMÁFÓLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Með lengd í trompi er oftast best að spila út í sterkasta lit varnarinnar. Hugmyndin er að þvinga sagnhafa til að trompa svo oft að hann missi vald á spilinu, eins og kallað er. Norður gefur; NS á hættu. Vestur Norður ♦ 432 VG432 ♦ ÁDG ♦ Á73 Austur ♦ 9765 n,... ♦s VD75 ¥ K10986 ♦ 7 ♦ K6542 ♦ KG984 4 010 Vestur Suður ♦ ÁKDGIO ¥Á ♦ 10983 ♦ 652 Norður Austur Suður — 1 lauf 1 hjarta 1 spaða 2 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartafímma. Það er segulstál í einspilum, en með aukinni reynslu umpól- ast þumalputtinn og ýtir þeim frá sér þegar til greina kemur að spila upp á stytting. Og ekki að ástæðulausu. í þessu spili myndi útskot í tígli binda enda á allar vonir varnarinnar: sagn- hafi dræpi á ás, tæki trompin og fríaði síðan tígulinn. Með hjartasókn er samningurinn hins vegar í stórhættu. Sagnhafi tekur tvisvar tromp og sér leguna. Styttingurinn blasir nú við og hann gæti freist- ast til að spila tígli strax og svína. En það dugir engan veg- inn, hvort sem austur spilar tígli eða hjarta til baka. Vinningsleiðin blasir alls ekki við, jafnvel á opnu borði. En hún er þannig: Trompi er spilað fjór- um sinnum og HJARTA hent úr blindum. Síðan tígulás og drottning. Austur drepur og spil- ar hjarta. Sagnhafi hendir laufi heima og aftur í næsta hjarta- «lag. Spili vömin hjarta einu sinni enn er tígulgosanum kast- að úr borðinu og trompað heima. Þá er leiðin greið fyrir 10 og 9 í tígli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á heims- meistaramóti landsliða í Luzern í Sviss sem er nýlokið, Viktor Korchnoi (2.655), hafði hvítt og átti leik gegn Jesus Nogueiras (2.560), Kúbu. Svartur hafði fórn- að manni fyrir sókn og lék síðast 35. - Hh5-h4. 36. Df5? - Dhl+, 37. Ke2 - Hd4, 38. Hd3 - Hc4+, 39. He3 - Hd4, 40. Hd3 - He4, 41. Hc3 - Hd4, 42. Hd3 og niðurstaðan varð jafntefli. í staðinn fyrir þetta hefði Korchnoi getað leikið 36. Rd7! og svartur getur gefíst upp, því ef hann tekur drottninguna verður hann mát í þriðja leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.