Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 46
4& MURGU.XBI.ADID IÞROTTIR FÖ^BUf>4(^ilt«a^NÓVEMBER 1989 KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Ásgeir fær góða dóma mr Asgeir Sigurvinsson fær enn eina rósina í hnappagatið í opnugrein um hann og Arg- entínumanninn José Basualdo í Sport-Bild, en þeir hafa leikið frábærlega með Stuttgart að undanfömu. Asgeir er 34 ára, en Basualdo 26 ára. Samvinna þeirra hefur verið frábær og er sagt að hún minni á samvinnu þeirra Franz Beckenbauer og Giinther Netzer, þegar þeir voru upp á sitt besta með v-þýska landsliðinu. ./Jáér til hliðar sést opnunugreinin um þá félaga. Ásgeir er „Superman“ - segirGerd Roggensack, þjálfari Kaiserslaut- ern, um Ásgeir Sigurvinsson. Aftur á móti hefur hann ekki álit á Frans Beckenbauer sem landsliðsþjálfara V-Þýskalands „ÉG á aðeins eitt orð til yfir Asgeir Sigurvinsson; „Super- TVOHUDUR POTTUR! Nú er til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. 1 í síðustu viku kom enginn seðill fram með 12 réttum. ' Þess vegna er tvöfaldur pottur / - og tvöföld ástæða til að vera með! ' HjáokkurkostarröðinaðeinslOkr. \ ^ Láttu nú ekkert stöðva þig. /\ Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. > v - ekkibara heppni man,“ sagði Gerd Roggensack, þjálfari Kaiserslautern í stuttu spjalli við Morgunblaðið í Brat- islava íTékkóslóvakíu á dög- unum, en Raggensak var þar til að ræða við forráðamenn Slovan Bratislava. „Ásgeir er kominn á bekk með frægustu miðvallarspilurum V-Þýska- lands, eins og Frans Becken- bauer, Gúnther Netzer og Wolfgang Overath. Hann er besti miðvallarspilarinn sem hefur leikið í Bundesligunni á undanförnum árum,“ sagði Roggensack. ÆT Asgeir hefur áð undanfömu sýnt Arie Haan heldur betur hver væri kóngurinn hjá Stuttgart. Hann var ekki að berja á bumbur þó að Haan hafi sett hann út í kuldann, heldur kom tvíefldur til leiks og_ hefur sjaldan leikið betur. Þegar Ásgeir leikur vel þá leikur Stuttgart vel. Það er ótrúlegt hvað hann er kröftugur. Ungur leikmenn standa honum ekki snúninginn," sagði Roggensack. Ekki hrifinn af Beckenbauer Þessi kunni þjálfari var ekki bjartsýnn á gengi v-þýska lands- liðsins í HM á Italíu. „Á meðan Franz Beckenbauer stjórnar liðinu nær það ekki árangri. Beckenbauer var miklu betri leikmaður heldur en þjálfari. Það að Beckenbauer hafi ekki náð að fá Bernd Schuster til að leika með landsliðinu undan- .farin ár, sýnir að hann er ekki góður stjómandi. Beckenbauer hef- ur látið blöðin hafa áhrif á sig. Bæði blöð á Spáni og Vestur- Þýskalandi. Hann hefur aldrei farið sjálfur til Spánar til að ræða við Schuster; reyna að fá hann til að leika. Scliuster er maðurinn sem hefur vantað á miðjuna í vestur- þýska landsliðið á undanförnum árum. í úrslitaleik HM á Spáni 1982 og í Mexikó 1986. Einnig í úrslitakeppni Evrópukeppni lands- liða í Frakklandi og Vestur-Þýska- landi. Vestur-Þjóðveijar hafa ekki h'ampað bikar frá því 1980 í Róm, þar sem Schuster lék eitt af aðal- hlutverkunum," sagði Roggensack, sem var ekki yfir sig hrifinn af „Keisaranum" Beckenbauer. íHém FOLK ■ ENSKT dagblað greindi frá því i gær að John Toshack, þjálfari Real Madrid, hefði áhuga á að næla í markvörðinn Neville Sout- hall frá Everton. Skv. fréttinni er- hann búinn að bjóða 2 milljónir punda í markvörðinn, sem er 31 árs. Þeir eru samlandar, báðir frá Wales. ■ MANFRED Kaltz, gamla brýn- ið sem lengi lék í stöðu hægri bak- varðar með knattspyrnuliði Ham- burger SV og landsliði Vestur- Þýskalands, hefur nú verið lánaður til franska liðsins Mulhouse, sem berst við botn 1. deildarinnar. Bordeaux keypti kappann, sem er 36 ára, frá HSV í haust, en hann tók aðeins þátt í einum leik með liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.