Morgunblaðið - 24.11.1989, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.11.1989, Qupperneq 38
MOROUNBltABíÐ, FÖSTUDAGUK 24. NQVKMBEK 1989 fclk f fréttum Systir Mary John (t.v) freistar þess að vinna upp forskot systur Simeon sem skömmu síðar fagnaði sigri í keppninni. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Nunnur keppa um heims- meistaratitil í biljarði Nýverið fór fram í Lundúnum fyrsta heimsmeistarakeppni nunna í biljarði. 25 nunnur tóku þátt í keppninni en leikinn var snóker. Nunnumar í Tyburn-klaustri við Hyde Park í Lundúnum hafa um árabil leikið biljarð en fram til þessa hefur einungis verið um áhugamennsku að ræða. Þær ákváðu hins vegar að gangast fyrir heimsmeistarakeppninni til að safna fé til að nauðsynlegar viðgerðir á klausturbyggingunni gætu farið fram. Sjónvarpsstöðv- ar og dagblöð sýndu henni mikinn áhuga og atvinnumaður í faginu, Tony nokkur Meo, lýsti keppninni sem þótti mjög spennandi. Til úrslita léku systir Mary John og systir Simeon, sem þykir slyng- ur biljarð-spilari þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 21 árs. Kom það fáum á óvart að systir Simeon skyldi hampa fyrsta heimsmeistaratitlinum er upp var staðið. Barbarito erkibiskup, fulltrúi páfans í Róm, lagði blessun sína yfir keppnina og hóf hana raunar með því að senda hvítu kúluna með hnitmiðuðu skoti í eitt hom- ið. Því næst tók hann upp seðla- veskið og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama. Erkibiskupinn vildi ekki láta uppi hvort hans heilag- leika Jóhannesi Páli páfa II hefði verið skýrt frá keppninni. „Hans heilagleiki er mikill áhugamaður um íþróttir. Hann syndir sem sel- ur væri en ég leik biljarð. Þetta er undursamleg íþrótt. Hún er fræðandi, krefst mikilar einbeit- ingar og sjálfstjórnar og stuðlar að sönnum íþróttaanda." FYRSTI KOSSINN Örlítil ástar- sag*a frá Tævan Liao Tzung-wu óraði ekki fyrir því er hann kyssti vinkonu sína Tsai Han-huei í fyrsta skipti að kossinn sá myndi breyta lífí þeirra beggja. Þau höfðu þekkst lengi og því sá Tsai ekkert at- hugavert við að taka þátt í fyrstu kossa- keppninni á Tævan. Liao væri jú prýði- lega geðslegur maður, þótt finna mætti bólur í skegg- lausu andliti hans ef vel væri gáð, og að auki kom- inn af vamm- lausum dugn- aðarforkum. Fannst henni það því ekkert tiltökumál er munn- ur nálgaðist munn, það yrði gaman að fá myndir af sér í blöðin. Og höfðu sjónvarpsmenn ekki boðað komu sína? En eftir að hún hafði kysst Liao í rúma íjóra sólarhringa fór eitt- hvað að gerast. Tilfinningar sem hún hafði aldrei fundið fyrir áður, já og hræddist raunar í fyrstu, fóru að gera vart við sig. Og það ótrúlega var að Liao varð fyrir sams konar hughrifum og neyddist jafnvel til að losa um bindishnútinn sökum geðshræringar. Loks er þau höfðu sigrað í keppninni, þegar allar myndavélar heimsins beind- ust að þeim og þeim einum, þegar þau voru loksins orðinn miðpunkt- ur veraldarinnar og mannkynssög- unnar, sögðu þau bæði orðið hljóm- fagra sem innsiglað hefur framtíð Þegar þessi mynd var tekin óraði Liao Tzung-wu ekki fyrir því að stúlkan sem hvílir svo sæl í örmum hans ætti eftir að verða eiginkona hans. svo margra hamingjusamra hjóna á Tævan, íslandi, alls staðar: „Já“. Liao keypti sér nýtt hálsbindi en Tsai brá sér í lagningu áður en fóreldrunum var skýrt frá þess- ari ákvörðun. Móðir Liao grét af gleði en feður þeirra beggja lögðu þegar blessun sína yfir þennan ráðahag. Tsai brá sér því aftur í lagningu með systrum sínum en Liao og fjölskylda hans sá um undirbúning allan. Þrátt fyrir að tíminn væri naumur þótti brúð- kaupsveislan takast með ágætum. Að henni lokinni óku þau í fagur- lega skreyttri glæsikerru sem tekin hafði verið á leigu í tilefni þessa merkisatburðar hjá bíla- og tækja- leigu Kungs beint á Sheraton- hótelið þar sem brúðarsvítan beið þeirra. FÖGNUÐUR Crosby, Stills og Nash við Berlínarmúrinn Svo sem alkunna er hafa staðið söng og hljóðfæraslætti tróðu ný- yfir Iinnulaus hátíðarhöld við verið upp framan við Branden- Berlínarmúrinn frá því að ráðamenn borgar-hliðið sem enn hefur ekki í Austur-Þýskalandi ákváðu að gefa verið opnað. Höfðu viðstaddir á þegnum sínum frelsi til að ferðast orði að þeir piltarnir hefðu engu eftir áratuga kúgun. Þeir Crosby, gleymt þótt árin hefðu að sönnu Stills og Nash, sem í eina tíð glöddu leikið þá misjafnlega vel. vestræna bongó- oggæruhippa með David Crosy, Graham Nash og Stephen Stills taka lagið framan við Brandenborgar-hliðið. Nemendur Broddanesskóla. HÓLMAVÍK Morgunblaðið/Baldur Rafn Sigurðsson Skólaskemmtun í Broddanesskóla Skemmtun var haldin í Brodda- nesskóla fyrir skömmu. Nem- endur skólans buðu foreldrum sínum og sveitungum upp á marg. víslega skemmtan. Samkoman hófst með því að Anna Björnsdóttir, skólastjóri, bauð gesti velkomna og kynnti fyrsta atriðið, sem var flaututleik- ur yngstu barnanna, Þar á eftir fylgdu ýmis atriði eins og lestur frumsaminna verka, ljóðalestur og söngur. Þá voru gestir látnir leysa úr stafsetninga- ræfingu sem börnin höfðu búið til. Gestum gekk ágætlega að leysa þrautina, en börnin höfðu m.a. búið hana til í tilefni málræktar- átaks. Nemendur létu gesti taka þátt í ræðu- og mælskukeppni, en að henni lokinni var öllum boðið að þiggja veitingar í boði skólans. - BRS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.