Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 33
33 Bryndís Halla Steinunn Birna Gylfadóttir. Ragnarsdóttur. USTYRKTARFÉLAG Tónskóla Sigvrsveins D. Kristinssonar efii- ir til tónleika í Tónlistarsalnum Hraunbergi 2, á morgun kl. 17. Einleikarar á tónleikunum verða Bryndís Halla Gylfadóttir, selló- leikari og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir, píanóleikari. Bryndís Halla hefur stundað framhaldsnám við New England Conservatory í Bandaríkjunum og lauk þaðan meistaragráðu 1989. Steinunn Birna lauk mastersprófi frá sama skóla 1987. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Bach, Beethoven, Rachmaninoff og Schubert. ■ NÓVEMBERHRAÐSKÁK- MÓT Taflfélags Kópavogs verður haldið sunnudaginn 26. nóvember kl. 14 í Hjallaskóla við Álfhólsveg. Haustmót unglinga 16 ára og yngri hefst síðan þriðjudaginn 28. nóvem- ber kl. 17.30 í Hjallaskóla. Vænt- anlega verður teflt í þremur flokk- um, 13—16 ára, 10—12 ára og 9 ára og yngri. ■ JC félögin í Reykjavík halda svæðismót laugardaginn 25. nóv- ember næstkomandi í Dugguvogi 2. Mótið hefst með skráningu klukkan 8.30 og námskeið hefjast klukkan 9. Aðalnámskeiðið nefnist „Samspil hópsins", og er Barbara Wdowiak fráfarandi landsforseti leiðbeinandi. Þingfundur tekur síðan við kiukkan 13 að loknu há- degisverðarhléi, og um klukkan 20 hefst ræðukeppni milli JC Nes og JC Kópavogur. Að keppninni lok- inni verður opið hús með fjöri, glensi og gríni. I SIGFÚS Halldórsson, tónskáld og listmálari, opnar málverkasýn- ingu laugardaginn 25. nóvember kl. 14 í Félagsheimili Tálkna- Ijarðar. Sigfús mun þar sýna 25 vatnslitamyndir, sem hann hefur málað í sumar og haust, en þetta er tíunda sýning hans úti á landi. Þá mun hann afhenda bæjarbúum lag við texta Tálknfirðingsins Davíðs Davíðssonar, Tálknafjörð- ur. Lagið hefur verið frumflutt í kirkju Tálknafjarðar. ■ ÍSLENSKA málfræðifélagið gengst fyrir 4. ráðstefnu félagsins laugardaginn 25. nóvember í stofu 101 í Odda, og hefst hún kl. 9.25. Ráðstefnan ber yfirskriftina Rask- ráðstefnan, og er hún öllum opin. Erindi flytja þau Guðrún Kvaran, Helgi Skúli Kjartansson, Margrét Jónsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jörundur Hilmarsson, Baldur Sigurðsson, Eiríkur Rögnvalds- son, Halldór Ármann Sigurðsson og Pétur Helgason. Fundarstjórar verða þeir Sigurður Jónsson og Gunnlaugur Ingólfsson. UHELLARANNSÓKNAFÉLAG Isiands verður stofnað á Öldunni, Hótel Loftleiðum, á morgun og verður fundur settur kl. 15. Þar verða lög félagsins samin og sam- þykkt og rætt um starfsemi félags- ins. Þar verður og kosið í fyrstu stjórn félagsins. U„TRÚÐARNIR á ströndinni“ nefnist sýning á vatnslitamyndum eftir Krislján Hreinsson, sem þessa dagana stendur yfir á Mokka. Þetta er fyrsta einkasýning Kristj- áns. ■ FÉLAG íslenskra náttúrufræð- inga samþykkti eftirfarandi 'álykt- un á félagsfundi 21. nóvember síðastliðinn: Félag íslenskra nátt- úrufræðinga fagnar því að komið verði á samræmdri stjórn umhverf- ismála. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að efla rannsóknir á sviði umhverfismála. Náttúrufræðin er undirstaða skynsamlegrar auð- lindanýtingare og umhverfisvernd- unar. Náttúrufræðingar gegna því lykilhlutverki á þessu sviði. Félag íslenskra náttúrufræðinga gekkst fyrir ráðstefnu um umhverfismál 24. þessa mánaðar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 _______________________________________i-- adidas ^ Fyrir alla Snyrtitöskur fyrir dömur og herra Sími: 614445 AIIKUG4RDUR MARKADUR VIÐ SUND endast) Sv. gallabuxur -Skemmtileg jólí Enn nýjar vörur Matar- < attistell 6 manna. NEXOrbylgiuofn 151. 18.995-stgr- -bylgjuofn 261. ylgjuotn do i. 1.719.- púsundir hafa nýttsér hÆnf« » aram. Nýjar-rörur, mikill afsláttur. „UnVÖRUTIlBOO Bananar k9y :"' Vd 15 kq 40 stk. ..699-- LULLABVWe.ur,10-15 kg. .343.. pBtK þvottaetm 70 . .67_. \N.C- rútlur 4 stk. Kjúklingar kg. i London Lamb__________ «16^9111.506 ábökunarvorum (meS8:30'r BioTRÍÓ skemmtir, tekur lagÆ ^^sSONkemur líka, lekuSöogkynnirsplunkunýiaplötú^ Kl. VI:30-l4:00. s® . n^u p\ötuna. tekurnokkur'ógogky ^daginn. Ný vínarbrauö og aQatöl 'Ynr °" Herraskyrla m.bindiognælu _ Margir lilir GnMUHWIAPPORIttT _ Vinnið páskaferöi so^ina_i MaUorca ssrs «“"u9i san’' vinnuferöaLandsya ^Srkyhhjhbar föSTUD. OG LAUGARD. Snyrtivorukynning *ra byZANCE . HSHEBPB'CEKuldast^véi barna. Margir iitir st. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.