Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 2
•'ttöi H3ÖM3VÍM .tó HUDAŒJThm (HGAJaVLUOflOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 Saltsíldarsalan til Sovétríkjanna: Samningnr um sölu 150.000 tunna staðfestur í Moskvu Verðmæti samningsins um einn milljarður króna FULLTRÚAR Síldarútvegsnefiidar og sovézku stofhunarinnar Sovrybflot undirrituðu í Moskvu í gær samning um sölu saltsildar til Sovétríkjanna að fenginni staðfestingu stjórnvalda í Kreml. Samn-. ingurinn var gerður þann 4. nóvember síðastliðinn, en staðfesting dróst í nær þrjár vikur. Samningurinn er i meginatriðum samhljóða samningi síðasta árs. Söluverð, magn og afhendingarskilmálar eru óbreyttir, en samkomulag varð um að veita kaupendum 3% afslátt til frekari kynningar á íslenzkri saltsíld innan Sovétríkjanna. Heild- arverðmæti samningsins, 150.000 tunna, sem staðfestar hafa verið, er rúmlega einn milljarður króna. Afslátturinn til kynningar á síldinni nemur því rúmum 30 milljónum króna. Samingalota þessi er lengsta samfellda lotan í sögu síldarsölunnar til Sovétríkjanna, en hún stóð alls í 5 vikur. Samningurinn hljóðar upp á 150.000 tunnur af hausskorinni og slógdreginni síld. í honum er sér- stakt ákvæði um að sovézku kaup- endurnir muni athuga möguleika á kaupum á 50.000 tunnum til við- bótar og gefa svar þar að lútandi eins fljótt og unnt er. Síldina skal afhenda á fyrsta fjórðungi næsta árs. Síldin er greidd í dollurum, en •hækkun þess gjaldmiðils gagnvart krónunni milli síldarvertíða (23. nóvember hvort ár) er 38,24%. Hækkun vísitalna sama tímabil er í kringum 20% og því má reikna með að framleiðslukostnaður hafi hækkað meira að teknum áhrifum gengisbreytinga inn í dæmið. Framleiðslukostnaðurinn gæti því hafa hækkað um 25% frá síðustu vertíð. Ekki liggur ljóst fyrir, hve mikið hefur veiðzt af síld í haust, en kvót- inn er alls um 100.000 tonn. í októ- ber veiddust á milli 15.000 og 16.000 tonn og áætla má að veiðin í nóvember sé orðin um 35.000 tonn. Alls eru því veidd um 50.000 tonn, helmingur leyfilegs afla. Til söltunar á 150.000 tunnum af hausskorinni og slógdreginni síld þarf um 20.000 tonn upp úr sjó Viðskiptaráðherra: Fagna stað- festingunni JÓN Sigurðsson, viðskiptaráð- herra kvaðst í gær fagna því að samningurinn um sildarkaup Sovétmanna frá 4. nóvember sl. hefði verið staðfestur. „Ég lýsi ánægju minni með að þetta samkomulag hefur tekist og fengið staðfestingu sovéskra stjórnvalda. Þetta sýnir að íslensk stjórnvöld héldu alveg rétt á málum með því að gera olíukaupasamning- inn og byggja framhald síldarsölu- málsins á gerðum samningi aðila um viðskipti landanna,“ sagði við- skiptaráðherra. „Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hönd þess fólks sem hefur framfæri sitt af síldarsöltun," sagði viðskiptaráðherra. og því ætti að vera næg síld eftir óveidd til að vinna upp í samning- inn. Sjái sovézku kaupendurnir sér fært að bæta við sig 50.000 tunn- um, þarf til framleiðslu á þeim um 7.000 tonn upp úr sjó. Lítið hefur veiðzt af stærstu Síldinni til þessa, en hana skortir til dæmis í fryst- ingu fyrir Japansmarkað. Taki hún að veiðast úr þessu, gæti komið til samkeppni um hráefnið eða aukn- ingar á kvóta. „Nú fer allt á fullt, enda veitir ekki af. Allir saltendur hafa fengið orðsendingu um undirskrift samn- ingsins og geta því byijað að salta af fullum krafti. Sumir áttu síld í húsi, aðrir í bátum í höfninni. Þeir bátar, sem ekki eru búnir með kvót- ann streyma væntanlega út, séu þeir ekki á miðunum, en síldin veið- ist nú milli Ingólfshöfða og Horna- fjarðar. Síldin, sem þar veiðist hentar mjög vel í söltun fyrir Sovét- menn,“ sagði Gunnar Jóakimsson, hjá Síldarútvegsnefnd, í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bílvelta í Ölfusi Lítil bifreið valt eina veltu síðdegis í gær skammt vestan Kögunarhóls í Ölfusi. Ökumaður var einn í bifreiðinni og sakaði ekki. Hann ók vestur Suðurlandsveg er hann missti bifreiðina út í kant og síðan út fyrir veg. Bifreiðin er talin ónýt. Fasteignamat: Hækkunin mest á Kjalamesi og minnst á Suðurnesjum eftir miklar raunverðshækkanir 1987. Á Suðurnesjum hafa engar raunverðshækkanir orðið á árunum 1986 til 1988. Frá seinni árshelm- ingi 1987 til sama árstíma í fyrra Atvinnuhúsnæði hækkar um 5% MATSVERÐ íbúðarhúsnæðis og íbúðarlóða á landinu öllu hækkar frá fyrra ári um 18%, reiknað samkvæmt framreiknistuöli sém ákveð- inn hefur verið af Fasteigmamati ríkisins. Undantekningar eru í þéttbýli í Kjalarneshreppi, þar sem matið hækkar um 35%, í Mos- fellsbæ og á Húsavík um 25% og í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og ----- á Akranesi þar sem matið hækkar um 12%. Atvinnuhúsnæði hækk- ar um 5% og er þetta þriðja árið í röð sem það hækkar minna en Jp lUfflGlOin íbúðarliúsnæði. Þetta kom íram í erindi Magnúsar Ólafssonar for- -—---- stjóra Fasteignamats ríkisins á ráðstefhu Sambands íslenskra sveit- arfélaga í gær. hækkaði fermetraverð á Akureyri um 19,8% og á Suðurnesjum um 22,8%. Á sama tíma hækkaði bygg- ingarvísitala um 18,8% og láns- kjaravísitala um 24,8%. í erindi Magnúsar kom fram að offramboð hafi verið á atvinnuhús- næði síðastliðið ár á höfuðborgar- svæðinu og verð þess hafi staðnað í krónum talið. „Þrátt fyrir minnk- andi atvinnu og kaupmátt hefur íbúðarhúsnæði hér á þessu svæði hins vegar nánast fylgt verðbólgu mældri eftir gildandi lánskjaravísi- tölu,“ sagði Magnús. • Hann sagði að nærtækasta skýr- ingin á því að verð íbúða hafí ekki lækkað miðað við verðbólgu,. þrátt fyrir minni kaupmátt, sé sú, að nægilegt framboð hafí verið af hagkvæmu lánsfé. „Aðflutningur fólks af landsbyggðinni kann einnig að hafa haft áhrif á eftirspurn og þar með verðið." Niðurstöðutala fasteignamats í heild á landinu öllu er 615 milljarð- ar króna og hefur hækkað úr 528 milljörðum í fyrra, eða um 16,5%. „Þetta er í fyrsta sinn um langt árabil,“ sagði Magnús, „sem hækk- un fasteignamats á landinu öllu er minni en verðbólga." í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfírði og Seltjarnamesi er heildarfasteigna- mat 393 milljarðar og hefur hækk- að úr 336, eða um 16,9%. Annars staðar á landinu er matið 222 millj- arðar og hefur hækkað úr 192, eða um 15,5%. í fréttabréfi Fasteignamats ríkisins er greint frá því að sölu- verð íbúðarhúsnæðis á Akureyri hafi náð jafnvægi á síðasta ári, Leið yfir sex farþega DC 8 þota Flugleiða lenti í þremur óhöppum á tveimur sólarhringum SEX farþegar féllu í yfirlið í gær í aðflugi DC 8 þotu Flugleiða til Keflavíkur í gær. Of lítill loftþrýstingur var í vélinni en þó innan leyfilegra marka að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flug- leiða. Við lendinguna straukst svo búnaður á hreyfli á vinstri væng vélarinnar við flugbrautina. Þessi vél hefur orðið fyrir þremur óhöpp- um á tveimur sólarhringum því á þriðjudaginn kom gat á vélina er stigapallar fuku á hana á Kennedy-flugvelli. „Það var gert við vélina í New York og viðgerðin var rannsökuð ítarlega. Til öryggis var ákveðið að hafa jafnþrýstibúnaðinn ekki á full- um krafti á leiðinni heim. Loft- þrýstingur var þó innan leyfilegra Umferðarslys í Staðarsveit Staðarsveit. HARÐUR árekstur varð í ljósa- skiptunum í gær á Ólafsvíkur- vegi, rétt vestan við afleggjarann að bænum Hraunsmúla í Staðar- sveit. Þar lentu saman jeppabif- reið og fólksbifreið. Einn maður var í jeppabifreiðinni og slasaðist hann nokkuð. Læknir kom fljótlega á slysstað úr Ólafsvík og var ökumaður jepp- ans fluttur í sjúkrabifreið á sjúkra- húsið á Akranesi. í fólksbifreiðinni voru tveir ungir menn og munu þeir vera tiltölulega lítið meiddir, því þeir komu gangandi um eins kíló- metra leið að bænum Hraunsmúla til að gera viðvart um slysið. ÞB. Framkvæmd nýrrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga: Lægri laun, verri starfs- kjör, skertur lífeyrisréttur - sögðu gagnrýnendur 1 þingræðum STARFSMENN þeirra stofnana, sem lagðar verða niður með nýrri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, ■ verða táðnir til ríkis- ins, ef þeir kjósa svo, og ganga þá í meginatriðum inn í kjarasamn- inga sem gilda á þeirra nýja vinnustað, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, í þingræðu um tilfærslu starfsfólks Sjúkrasamlags Reykjavíkur til Tryggingarstofnunar ríkisins. Guðrún Helgadóttir og fleiri þingmenn gagnrýndu harkalega að starfsfólkið lækkaði í launum, missti ýmis kjararéttindi og hlyti Iakari eflirlaunarétt eftir en áður, þótt störfin yrðu áfram hin somu. „Starfsmennirnir hafa frjálst val,“ sagði fjármálaráðherra, „um það, hvort þeir vilja_ganga inn á hinn nýja starfsvettvang og ganga þá inn í þá kjarasamninga sem þar eru gildandi“. Ráðherra sagði að þetta gilti um þær stofn- anir, sem lagðar yrðu niður, sam- kvæmt nýrri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, með nýjum lög- um þar um frá Alþingi. Guðrún Helgadóttir sagði það ekki „frjálst val“, eftir áratuga störf og starfsreynslu, sem væri mikilvæg, að vera stillt upp við vegg tveggja kosta: annað hvort að missa atvinnuna eða sæta verri kjörum á alla lund. Birgir Isleifur Gunnarsson tók í svipaðan streng og mæltist til þess, að Sjúkrasam- lag Reykjavíkur starfaði áfram, sem útibú frá Tryggingastofnun- inni, á sama hátt.og verið hafi, a.m.k. ár til viðbótar. Karvel Pálmason sagði það koma sér í opna skjöldu, ef framkvæmd ríkis- stjómar og ráðherra á þessu máli fæti í sér verulega kjaraskerðingu fyrir fólk. Framkvæmd af- þessu tagi dragi ekki úr óvinsældum ríkisstjórnarinnar. marka,“ sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. „Félagið harmar að svona skuli hafa tekist til og mun kanna með hvaða hætti er hægt að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ sagði Einar. Við lendingu straukst svo búnað- ur á hreyfli á vinstri væng vélarinn- ar við jörðu. „Það var smávægilegt og áhöfnin tók reyndar ekki eftir því fyrr en eftir lendingu," sagði Einar. Hann sagðist gera ráð fyrir því að vélin færi aftur í loftið í dag. Úrval/Út- sýn kaupir 43% í Sögu Ferðaskrifstofan Úrval/Útsýn keypti í gær 43% hlutafjár í Ferðaskrifstofunni Sögu. Þrátt fyrir kaupin verða fyrirtækin rek- in sitt í hvoru lagi og engin áform eru um sameiningu en þeir sem- rekið hafa Sögu eiga enn meiri- hluta í fyrirtækinu. Saga og Úrval/Útsýn munu taka upp nánara samstarf og semja sam- eiginlega um leiguflug og hótela- leigu auk þess affvinna sameiginlega að söluherferðum. Þá er talið að með kaupunum náist veruleg hag- ræðing í rekstri fyrirtækjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.