Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 36
v
36 í
■MORGUNBLADIÐ FÖSTliDAGUR 24. NÓVEMBER 1989
+
Móðir okkar,
KRISTÍN HJARTARDÓTTIR
frá Hellissandi, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 59, Reykjavík,
andaðist 22. nóvember.
Börn og aðrir aðstandendur.
+
Eiginkona mín,
SVANHILDUR JÓHAIMNA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Norðtirbrún 26,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 22. nóvember.
Karl Lúðviksson.
+
Bróðir okkar,
ARI MAGNÚS ÓLAFSSON
frá Helgustöðum,
sem lést á Vífilsstöðum 20. nóvember, verður jarðsunginn frá
Eskifjarðarkirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00.
Ólöf Ólafsdóttur,
Unnur Ólafsdóttir.
Faðir okkar, +
HELGITHORARENSEN, Einarsnesi 72,
Reykjavík,
lést mánudaginn 13. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram. Jónas Thorarensen,
Sigfús Thorarensen.
+
Elskuiegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir
og afi,’
ÞÓRÐUR Þ. ÞÓRÐARSON,
Kirkjubraut 16,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 22. nóvember.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Ástriður Þ. Þórðardóttir,
Þórður Þórðarson,
Ævar H. Þórðarson,
Sigurður Þórðarson,
Þórður Valdimarsson,
Jóna Valdimarsdóttir,
Ársæll Valdimarsson,
og barnabörn.
Guðmundur Magnússon,
Ester Teitsdóttir,
Þórey Þórólfsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Ólafia Sigurdórsdóttir,
Þórður Egilsson,
Aðalheiður Oddsdóttir,
Minning’:
Eberg Elefsen
í dag verður Eberg Elefsen
vatnamælingamaður til moldar bor-
inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
Margs er að minnast frá liðnum
árum. í fyrstu viku júlímánaðar
1938 bar fundum okkar Ebergs
fyrst saman. Ég var nýkominn til
Siglufjarðar, til Njarðar hf. suður
undir bökkum. Röskur, glaðiegur
og málhress unglingsdrengur ann-
aðist dreifingu Mjölnis, blaðs
heimamanna. Drengurinn gætti
þess að ná til aðkomumanna sem
og Siglfirðinga, þar fór Eberg nokk-
ur Elefsen. Kynni okkar Ebergs á
Siglufirði voru nánast algjör hégómi
á við það sem síðar varð. Við áttum
eftir að þola bæði súrt og sætt sam-
an í öllum landsfjórðungum og eign-
ast sameiginlega vini og kunningja
vítt og breitt um landið.
Eberg var aðalsamstarfsmaður
minn og vinur í áratugi. Hann var
verklaginn og úrræðagóður og hvar
sem við komum á bæ kunni hann
frá mörgu að segja. Oft var glatt
á hjalla við kaffiborð. Hann var
allstaðar aufúsugestur og engin
lognmolla í kringum hann.
Eberg fæddist á Akureyri 20.
maí 1926. Til Dalvíkur fluttu for-
eldrarnir með Eberg kornungan.
Þau höfðu eigi langa búsetu á
Dalvík og fluttu innan fárra ára til
Siglufjarðar. Faðir Ebergs var Osc-
ar Berg Elefsen vélsmiður og vél-
gæslumaður, norskur að ætt. Hann
var frá eyjunni Senja, sem íslenskir
sjónvarpsnotendur hafa haft tæki-
færið að sjá og heyra um á undan-
förnum föstudagskvöldum. Móðir
Ebergs var Sigríður Guðmunds-
dóttir, kona Oscars, ættuð úr
Strandasýslu. Faðir hennar var
Guðmundur Björnsson, vélsmiðju-
meistari, sem rak lengi sitt eigið
vélsmíðaverkstæði á Siglufirði.
Eberg var stærðfræðideildar-
stúdent frá MA. Eftir stúdentspróf
kynnti Eberg sér verkfræði bæði
hér heima við Háskólann og í
Þrándheimi, einnig las hann lög-
fræði, en þreytti ekki próf í þessum
greinum.
Árið 1956 réðst Eberg til Vatna-
mælinga, sem fastur starfsmaður
Raforkumálaskrifstofunnar (nú
Orkustofnun). Ævistarfið blasti við
framundan. Eberg var þá kvæntur
og tveggja barna faðir. Kona hans,
Inga Marie Magnúsdóttir, lifir nú
mann sinn ásamt fimm uppkomnum
bömum. Þegar Eberg réðst til
Vatnamælinga var hann nýlega
fluttur frá Siglufirði til Reykjavíkur
eins og fólksstraumurinn lá. Hann
bar ætíð sterkar taugar til Siglu-
fjarðar. Foreldrar og bróðir voru
þar eftir. Þau eru nú öll látin, bróð-
irinn Sigurðar hvarf yfir móðuna
miklu á síðastliðnu vori.
Magnús Jónsson tengdafaðir
Ebergs var trésmíðameistari ættað-
ur af Vestfjörðum í ’föðurætt en
móðir hans var frá Haugasund í
Noregi. Una Einarsdóttir kona
Magnúsar og þá tengdamóðir
Ebergs var ættuð austan úr Holtum
og víðar kvísluðust ættir hennar
um Rangái-valla- og Árnessýslur.
Fyrstu hjúskaparárin í Reykjavík
bjó Eberg hjá tengdaforeldrum
Elín Olafsdóttir
Dreyer - Minning
Fædd 24. september 1917
Dáin 3. september 1989
Þann 1. september síðastliðinn,
lést í New York frænka mín Elín
Ólafs Dreyer. Hún fæddist í
Reykjavík 24. september 1917,
dóttir hjónanna Halldóru Berg-
sveinsdóttur og Ólafs Sæmundsson-
ar sem bjuggu í Oddgeirsbæ við
Framnesveg. Auk Elínar eignuðust
þau Sigríði tvíburasystir hennar,
Öddu, sem var nokkuð yngri, og tvo
drengi sem þau misstu unga. Fyrir
hjónaband sitt eignaðist Ólafur son-
inn Sæmund, en hann lést á síðasta
ári.
Ung giftist Elín, eins og við köll-
uðum hana, Ragnari Magnússyni
prentara og stofnuðu þeu heimili í
Reykjavík, en hjónaband þeirra stóð
stutt. Þau eignuðust eina dóttur
barna, Halldóru, sem vinnur hjá
Sparisjóði Hafnarfjarðar, maki
hennar er Pétur Hauksson starfs-
maður hjá Vörumerkingum og eiga
þau einn son, Árna Sigurð.
Síðan kynntist Ella hér á landi,
dönskum manni, Paul Dreyer prent-
ara, sem hún giftist síðar. Fyrsta
árið bjuggu þau í Noregi en fluttu
til Bandaríkjanna og bjuggu þar
síðan eða í rúm 40 ár, lengst af í
New York. Þau eignuðust saman
dótturina Lindu, sem nú er gift
kona og býr í New York og á tvo
syni. Paul lést fyrir þremur árum.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur sámúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar,
MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Sigurbjörg Guðnadóttir,
Hjörleifur Guðnason,
Þórir Guðnason,
Daniel Guðnason,
Sigurður Guðnason,
Guðni Ó. Guðnason.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför,
HERDÍSAR JÖNSDÓTTUR
frá Hurðarbaki, Kjós.
Hrauntungu 97,
Kópavogi.
Guðrún Berglind Sigurjónsdóttir, Jón Bogason,
Helga Sigurjónsdóttir, - ÞórirGíslason,
Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir,
Hermann Pálmi Sigurjónsson,
og aðrir vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
AGNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Öldugötu 3a,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Helgi Eysteinsson, Aslaug Guðjónsdóttir,
Magnús Randrup, Auður Guðmundsdóttir,
Ágústa Randrup, Georg Ormsson,
Hulda Randrup, EmmaWalker,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar föður
okkar,
GUÐBJARTS HÓLM GUÐBJARTSSONAR
bónda,
Króki,
Kjalarnesi.
Guðjón Hólm Guðbjartsson,
Ólafur Hólm Guðbjartsson,
Anna Margrét Hólm Guðbjartsdóttir,
Hólmfríður Hólm Guðbjartsdóttir,
Guðbjartur Hólm Guðbjartsson,
Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir.
sínum á Vatnsstíg 10. Magnús rak
þar trésmíðaverkstæði um langt
árabil. Innan fárra ár_a bjuggu Inga
og Eberg um sig á Álfhólsvegi 97
í Kópavogi og hafa verið þar síðan.
Gilti einu hvort þau voru á
Vatnsstíg eða Álfhólsvegi, þau var
ánægjulegt heim að sækja. Gest-
kvæmt hefur verið á heimili þeirra.
Eberg var reiðubúinn að rétta
öðrum hjálparhönd, ef eitthvað fór
aflaga hjá samferðamönnum á
lífsleiðinni. Sama gilti einnig er
hann kom að illa stöddum ferða-
löngum á afskekktum fjallvegum,
hann var fljótur til að veita hjálpar-
hönd. Þess vegna eru nú margir
sem sakna þessa góða drengs.
Eberg var hagur bæði á tré og
járn. Hann kunni fádæma vel með
öll smíðaverkfæri að fara. Þar gilti
vafalítið aðallega tvennt: Eðlislæg
greind og að hann tók út þroska
Ella var alla tíð mikil pg góð
frænka, sem fylgdist vel með fólk-
inu sínu og vinum hér á íslandi,
auk þess reyndi hún sem best hún
mátti að fylgjast með því sem var
að gerast hér heima. Hún var góð-
ur fulltrúi íslands í New York, skaut
skjólshúsi yfir landa sína ef svo bar
undir og reyndi að greiða götu
þeirra. Hún hafði einstaklega góða
lund, var alltaf svo kát og síung í
anda. Henni fylgdi alltaf svo hressi-
legur andblær.
Við EHa vorum systkinadætur,
Halldóra móðir hennar og Gísli fað-
ir minn voru systkin. Alla tíð var
mjög kært með þeim systkinum og
af því mátti margt læra. Halldóra
lést langt um aldur fram rétt hálf
fimmtug.-Það var því mikill missir
fyrir hinar ungu dætur hennar og
eiginmann að sjá á bak henni svo
fljótt. Oft komu þær systurnar aust-
ur á Norðíjörð til að dvelja í lengri
eða skemmri tíma hjá fólkinu sínu,
en Sigga systir hennar dvaldi þar
frá sex ára aldri. I minningunni
finnst mér alltaf hafa verið sólskin
á þessum árum og mér fínnst mitt
í öllu blíðviðrinu vera hægt að fylgj-
ast með henni Ellu frænku, sem
bar með sér svo mikla birtu og yl,
hvar sem hún kom. Það er gott að
minnast slíks fólks. Það var
ánægjulegt að fá að fylgjast með
og kynnast þeim heimi sem hún bjó