Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAtíUft 24: -NÓVEMBER-Mií-- Ætlar ríkisstjórnin að hundsa nýjan Herjólf og tefla málið? Ótrúlegar vangaveltur yfir augljósum valkostum eftir Árna Johnsen Sleifarlag ríkisstjórnarinnar í því brýna hagsmuna- og öryggismáli sem smíði nýs Herjólfs er sýnir lítilsvirðingu stjórnarherranna í garð Vestmanneyinga; fólks sem vinnur hvað mest allra landsmanna miðað við opinberar skýrslur, fólks sem á allt annað skilið en það að vera sett aftast á meri ríkisstjórnar- innar í þeirri uppbyggingu og þróun sem á sér stað í landinu í dag. Rétt kjörin stjórn Herjólfs komst að niðurstöðu með tveggja ára und- irbúningsvinnu og teikningar hafa legið klárar síðan á síðasta ári að nýju skipi, sem er hraðskreitt, rúmgott, gott sjóskip og hugsað til næstu framtíðar. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja var sammála. Menn hafa velt því fyrir sér hvort skipið sé of stórt, en það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort skipið er 10 metrum lengra eða styttra'ef menn treysta á niðurstöður færustu sér- fræðinga sem voru fengnir til þess að hanna skipið. Tankprófanir gáfu góða raun og niðurstaða stjórnar Heijólfs var sú að taka bæri slag- inn. Enginn veit fyrirfram hvernig skip reynist, en menn með mikla reynslu og þekkingu unnu verkið og ef til vill hafa þeir fremur en áður hefur verið gert í smíði far- þegaskipa fyrir ísland, tekið fullt tillit til þess að yfir opið úthaf er að fara hvern dag í misjöfnum veðr- um. Undirbúningi var iokið og þorri þeirra sem vann að honum voru sammála. Það ætti að duga nema menn vilji endalaust velta verkum á undan sér, óttast endalaust að taka afstöðu. Það er að minnsta kosti ekki í stíl Vestmannaeyinga. Nýr Herjólfur er eitt af stóru málunum Núverandi fjármálaráðherra skipaði yfirnefnd yfir stjórn Heij- ólfs og eru þó fulltrúar bæði frá fjármálaráðuneyti og samgöngu- ráðuneyti í stjórn Heijólfs. Marga grunar að þessi nefnd hafi verið skipuð til þess að tefja málið, en það verður forvitnilegt að sjá niður- stöðu nefndarinnar þá loks hún skilar áliti, því yfirnefndina skipa tveir fulltrúar frá fjármálaráðuneyti og samgönguráðuneyti hvor og for- maður er Margrét Frímannsdóttir alþingismaður sérlegur fulltrúi Ól- afs Ragnars Grímssonar. Það er engin tilviljun að í loftinu liggi mið- stýringaraðferð til þess að teíja málið, því Herjólfsmálið er stórt . mál og þessi ríkisstjórn hefur ekki sýnt að hún hafi þrek til þess að taka á stóru málunum. Tilbúin teikning að skipi inn í næstu framtíð Þeir sem gerst þekkja siglinga- leið milli Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja eins og til dæmis Jón Eyjólfsson núverandi skipstjóri á Heijólfi, efast ekki um að teikning sem liggur að nýjum Heijólfi sé skynsamleg og hagkvæm þótt menn sjái auðvitað alltaf einhver vanda- mál hvort sem skip eru stór eða lítil, en með tilliti til allra þátta og aðstæðna eru þeir reyndustu án- ægðir með skipið sem er fullteiknað. En hvað dvelur orminn langa, hvers vegna er ekki tekin ákvörð- un, eða á enn eina ferðina að láta úrtölumenn ráða ferðinni á kostnað hagsmuna Vestmanneyinga? Það er búið að leggja svo mikla vinnu í þá teikningu sem nú liggur fyrir, bæði með sérfræðingum og leik- mönnum, velta upp hvað er slæmt og hvað er gott og finna bestu lausn að menn komast auðvitað ekki nær niðurstöðu nema að byija upp á nýtt og teija málið í 4—5 ár a.m.k. því annað væri að rumpa málinu af. Á að tefja Heijólfssmíði í 4 til 7 ár? Það er hreint engin ástæða til þess að hanga lengur yfir þessu verki án athafna, því valkostirnir eru svo augljósir í dæminu. Það liggur fyrir og hefur legið lengi fyrir að það sem þarf er afstaða. En hveijir eru valkostirnir? 1. Óbreytt skip, sem er auðvitað út í hött með tilliti til öryggis sem nú er krafist, hraða og þæginda. 2. Tveggja skrokka skip sem nokkuð hefur verið kannað, en þró- un tveggja skrokka skipa (katam- ara) er á byijunarstigi og gæti ver- ið fýsilegur kostur milli lands og Eyja eftir 15—20 ár. 3. Notað skip. Nær engar líkur eru á að það fáist notað skip sem hentar milli lands og Eyja og eina skipið sem yfirnefndin kom auga á í alvöru var yfir 100 metra langt. Það eru nefnilega mörg atriði sem Arni Johnsen skapa sérstöðu á þessari siglinga- leið, innsiglingar í báðar hafnirnar og þá sérstaklega Þorlákshöfn þar sem aðstæður geta verið mjög erfið- ar þegar verst lætur. Þá skapa hefð- bundin veður á siglingaleiðinni ekki síður sérstöðu sem tekið hefur ver- ið tillit til í hönnun nýs Heijólfs. Notað skip er því óraunhæfur kost- ur ef menn eru að tala í alvöru. 4. Ny teikning af minna eða stærra skipi. Það er auðvitað hægt að byija upp á nýtt og henda fyrir borð mesta undirbúningsstarfi sem hefur verið unnið vegna íslensks farþegaskips, en það er jafn aug- ljóst að ef sú leið yrði valin af stjórn- völdum þá er það eingöngu til þess að drepa málljð, tefja það og efna til óvinafagnaðar. Að ætla sér að láta teikna nýtt skip með tilliti til allra aðstæðna sem Heijólfur þarf að búa við er einfaldlega ákvörðun um að fresta málinu í 4—5 ár og 5—7 ár ef það ætti að smíða það innanlands eins og sumir hafa látið sér detta í hug til þess að leysa úr verkefnaleysi hjá íslenskum skipa- smíðastöðvum. Hagsmunir Vest- manneyinga mættu þá fara veg allrar veraldar ef slík ákvörðun væri tekin. Ef Framsóknarmenn, Alþýðuflokksmenn og Alþýðu- bandalagsmenn í ríkisstjórn hefðu ekki tafið málið þá væri nýr Heijólf- ur á heimleið til Vestmanneyja næsta vor. Það væri því eftir þeim að fara auðveldustu leiðina til þess að teija málið og óska eftir nýrri teikningu og þá væntanlega það lítið skip að það væri hægt að smíða það innanlands, óháð því hvort það nýtist þeim eins vel og kostur er sem eiga að nota það við bestu en einnig verstu aðstæður. Slíkt væri ekki sparnaður, heldur valdbeiting. 5. Fimmti kosturinn er að smíða skip nú þegar eftir þeirri teikningu sem liggur fyrir og tilboð bjóða að verði tilbúið eftir 18—20 mánuði. Hagstæð tilboð liggja fýrir, ótrú- lega hagstæð með tilliti til þess að smíðaverð farþegaskipa hefur hækkað erlendis yfir 30% á þeim tíma sem málið hefur verið tafið hjá íslenskum ráðamönnum. Það kostar milljarð að byggja nýjan Heijólf, en verkið greiðist á mörg- um árum og er eitt af þeim verkum sem geta ekki beðið af mörgum ástæðum og hvers vegna ættu Eyja- menn einir að sitja á hakanum í uppbyggingu samgangna á landinu, hvort sem talað er um stórátak í vegamálum eða gerð jarðganga í gegn um Ólafsíjarðarmúla. Allar byggðir landsins eru að styrkja stöðu sína í samgöngumálum. Vest- manneyingar eiga bæði rétt og kröfu, en vonandi bera stjómar- herrarnir gæfu til þess að skipa yfirnefndinni svo fyrir verkum að heimila nú þegar smíði nýs Heijólfs samkvæmt útboði, því auðvitað verða það ráðherrarnir sem skipa yfirnefndinni fyrir verkum áður en spilin verða lögð á borðið. Það seg- ir sig sjálft í slíkri ráðherranefnd. Verslunin Brynja: Lykilverslun við Laugaveg í 70 ár eftir Smára Valgeirsson Einn af föstu punktunum í ið- andi verslunarlífi Laugavegsins er Verslunin Brynja, sem þar hef- ur starfað óslitið í 70 ár. Og með tilvísun til merkis verslunarinnar, sem er hinn sígildi lykill, þá er ekki ofsögum sagt að Verslunin Brynja hafi verið lykilverslun við Laugaveginn í 70 ár. Verslunin Brynja var stofnuð árið 1919 af Guðmundi Jónssyni sem var móðurbróðir Björns Guð- mundssonar, núverandi eiganda Verslunarinnar Brynju. Allt frá byijun verslunarinnar, rétt eins og nú í dag, eru aðalverslunarvör- urnar hverskonar járnvörur og verkfæri fyrir leika og lærða. Árið 1919, á fyrstu árum versl- unarinnar var. hún staðsett við Laugaveg 24, í sama húsi og Fálkinn. Þegar verslunin hafði verið rekin þar í 10 ár festi Guð- mundur Jónsson, þáverandi eig- andi hennar, kaup á húsinu núm- er 29 við Laugaveg, þar sem Marteinn Einarsson hafði áður verið með sína verslun, en hann reisti stórhýsið þar sem nú er til húsa Alþýðubankinn. Verslunin Brynja hefur því um 60 ára skeið verið rekin á sama stað við Lauga- veg númer 29. Núverandi eigandi Verslunar- innar Brynju er Björn Guðmunds- son og segja má að allt hans ævistarf sé meira og minna tengt þessari verslun. Björn var aðeins 14 ára gamall þegar hann hætti í skóla og réðst til starfa hjá móðurbróður sínum, Guðmundi Jónssyni í Brynju. Til að byija með vann Björn sem sendill hjá versluninni, en það stóð ekki lengi. Guðmundur hafði heitið honum því að kenna honum til verka við verslunarreksturinn, og eftir 5 ára starf hjá Brynju var Björn orðinn gjaldkeri og bókari verslunarinn- ar. _ Á þessum árum var kreppan í algleymingi og oft miklir erfiðleik- ar að láta enda ná saman. Guð- mundur þurfti þá meðal annars að grípa til þeirra aðgerða að lækka laun starfsfólksins svo að rekstur verslunarinnar hreinlega stöðvaðist ekki. Á þessum tíma stofnuðu þrír starfsfélagar Brynju, þeir Marinó Helgason, Stefán Már Benediktsson og Bjöm Guðmundsson, nýja verslun, járnvöruverslunina Björn & Mar- inó, Laugavegi 44, sem þeir ráku til ársins 1936, en þá keyptu þeir Verslunina Brynju ásamt Gunnari Halldórssyni (bróðir Péturs heit- ins Halldórssonar borgarstjóra). GuðmUndur Jónsson sneri sér þá alveg að heildsölu og umboðs- verslun, en hann hafði þá aflað sér mikilla umboða eins og „ASSA Stenmann“-skrár og Sandvikens- sagir. Hann stofnaði nýtt fyrir- tæki, Vélar og verkfæri hf., sem er i fullum rekstri í dag af erfingj- um hans. Þótt samstarf þeirra félaga gengi ágætlega, þá urðu þær breytingar á rekstri Brynju árið 1942, að Gunnar Halldórsson, Marinó Helgason og Björn Guð- mundsson seldu sinn hlut í versl- uninni og inn komu nýir eigend- ur, þeir Jóhann Þ. Jósepsson, al- þingismaður, og Gunnar Guðjóns- son, skipamiðlari, og Stefán Már Benediktsson, sem þá var for- stjóri fyrirtækisins. Björn Guðmundsson sneri sér að heildsölu í miðbænum á þessum tíma, byggði meðal annars húsið að Laugavegi 47, þar sem verslun- in Adam er nú til húsa og nýlega hefur verið byggt við. í þessu húsnæði stofnaði Björn Járnvöru- verslunina Málmey, sem hann rak' um árabil. Það var svo árið 1944 við skyndilegt fráfall Stefáns Más, að fyrrum félagar Björns í versl- uninni Brynju vildu fá hann aftur inn í fyrirtækið og féllst Björn á þann ráðahag. Á sama tíma gekk Haraldur Björnsson einnig inn í fyrirtækið, þannig að nú voru eig- endur Brynju orðnir 5 talsins, og var fyrirtækið rekið áfram í þess- ari mynd næstu 10 árin. Það var svo árið 1954 að með- eigendur Björns vildu selja sinn hlut í Versluninni Brynju og Björn Guðmundsson keypti þeirra hlut og hefur síðan verið einkaeigandi verslunarinnar. Verslunin Brynja hefur staðist kröfur tímans undir stjórn Björns Gúðmundssonar og sífellt hafa verið gerðar breytingar og endur- bætur. Nú síðast, fyrir 5 árum, var húsnæðið stækkað verulega og jafnframt komið á sjálfsaf- greiðslufyrirkomulagi, þannig að nú eiga viðskiptavinir greiða leið að öllum vörum verslunarinnar. Lykillinn góði er og verður tákn Verslunarinnar Brynju, enda eru það oft fyrstu kynni viðskiptavina af versluninni að þeir kaupa sér smekklás, eða láta smíða fyrir sig smekkláslykla. Það er þv'óhætt að segja, að Verslunin Brynja er og verður lykilverstunin við Laugaveginn. Höfundur er hónnudur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.