Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 20
20 W H3flM3V0M .{•£ JTJ0AOUT303 SlfíAJSWTJOaOM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. NOVBMBER 1989 Álviðræðurnar: Óvíst hver afstaðan verður ef hinir vilja byggja álver Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. AFSTAÐA Alusuisse til hug- mynda hollenska fyrirtækisins Hoogovens Aluminium og sænska Granges um að reisa sjálfstætt 185.000 tonna álver á íslandi er nú til umræðu í höfúðstöðvum svissneska fyrirtækisins í Ziirich. „Ég veit ekki hver afstaða okkar verður ef hin fyrirtækin ákveða að byggja sjálfstætt álver og lýsa því yfir á ATLANTAL- fundinum 4. desember." sagði Edward A. Notter, fulltrúi Alusuisse í ATLANTAL- hópnum. „Við lýstum því yfir í vor að við værum hlynntir stækkun ÍSAL og við skiptum ekki um skoð- un frá degi til dags. Það eru of miklir fjármunir í húfi til þess. Við kunnum að standa við þá afstöðu og draga okkur úr hópnum ti! að tefja ekki framkvæmdir annarra." Notter á ekki von á að fyrirtækin komist að endanlegri niðurstöðu fyr- ir 4. desember. „Við höfum farið fram á að tímamörkin, sem okkur voru sett til að gera hagkvæmnis- könnun á aukinni álframleiðslu á Islandi, verði framlengd um nokkra mánuði," sagði hann. „Ég veit að stjórnir Alusuisse og Hoogovens verða að taka endanlegar ákvarðan- ir og þær munu varla gera það fyr- ir árslok, en þá rennur umboð okkar út. Svo virðist sem Svíamir geti af- greitt mál með meiri hraða en við.“ Ákvörðun sænska og hollenska fyrirtækisins um að hætta við 120.000 tonna stækkun ÍSAL og snúa sér aftur að möguleikanum að reisa sjálfstætt álver kom flatt upp á Notter. „Ég missti af einum fundi um miðjan, október en virtist sem ég hefði misst af fleirum þegar við hittumst í Amsterdam 31. október," sagði hann. „Ótalmörgum vinnu- stundum var eytt í að áætla hvernig stækkun og starfsræksla álversins yrðu framkvæmd. Það er flókið mál sem hin fyrirtækin hafa nú snúið baki við.“ Alusuisse hafði hug á að sjá um rekstur gamla og nýja hluta álversins. „Það virðist þykja of mik- il áhætta að vera bundin Alusuisse," sagðj Notter. Notter sagði Islendinga verða að skilja að það tæki sinn tíma fyrir fyrirtæki að taka ákvörðun um fjár- festingu milljarða króna. „Þróunin á álmarkaðnum undanfarið hefur ekki heldur verið þess eðlis að fyrirtæki hefji álframleiðslu nema að þaul- könnuðu máli.“ Verð á hrááli er enn hátt en hefur farið lækkandi á und- anförnum mánuðum. Það hefur lækkað um 15% eða úr 2.000 í 1.700 dollara á síðustu sex mánuðum. Morgunblaðið/Bjami Frá fúndi Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra með þeim Max Koker og Van der Ros í iðnaðarráðuneytinu í gær. Max Koker, forsljóri Hoogovens: „Höfiim enn sama áhug- ann á álframleiðslu hér“ TVEIR forsvarsmenn hollenska álframleiðslufyrirtækisins Ho- ogovens, sem er eitt fyrirtækj- Oframkvæmanlegt að taka upp virðisaukaskatt um áramót - segir framkvæmdasljóri VSI „SAMTÖK atvinnulífsins hafa kallað eftir samvinnu við stjórn- völd, en ennþá hefúr ekki bólað á viðbrögðum. Nú eru rétt rúmar fjórar vinnuvikur fram til jóla og í raun þegar ljóst að ekki er fram- kvæmanlegt að taka virðisauka- skattinn upp frá og með 1. jan- úar.“ Þetta sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ á ráðstefnu um steftiumörkun í málmiðnaði á þriðjudag. Samstarfsnefnd atvinnurekenda um virðisaukaskatt sendi Ijármála- ráðherra bréf um miðjan mánuðinn þar sem þau ítreka athugasemdir og óskir um samstarf vegna fram- kvæmdar skattsins. „Það er ekki nóg að ráðherra nái að undirrita reglu- gerðirnar fyrir áramót, því atvinnu- lífið, sem á að innheimta skattinn, verður að hafa lágmarkstíma tii undirbúnings eftir að reglurnar liggja fyrir. Það er því miður ef skortur á ákvörðunum og undirbún- ingi verður til að fresta þessu máli, sem er óneitanlega einn liður í því að gera rekstrarskilyrði fyrirtækja hér svipuð því sem gerist í sam- keppnislöndunum," sagði Þórarinn. I bréfi atvinnurekenda til ráðherra er 26% skatthlutfalli mótmælt og áréttaði Þórarinn það sjónarmið. Hann sagði að innan Evrópubanda- lagsins væri stefnt að því að skattur- inn verði hvergi hærri en 20%. „Með 26% hlutfalli yrðum við þess vafa- sama heiðurs aðnjótandi að hafa hæsta virðisaukaskatthlutfall í Vest- ur-Evrópu. Meðaltalsskattprósentan í Vestur-Evrópu er 18, þijú lönd hafa hærra en 20% hlutfall og veld- ur það stjórnvöldum miklum áhyggj- um hvernig eigi að lækka hlutfallið fyrir 1992. Það reynist nefnilega flestum auðveldara að hækka skatt- ana heldur en lækka þá.“ Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs segist enn vera þeirrar skoðunar að keyra eigi gildistöku virðisaukaskattsins um áramót í gegn. „En það verður að fara að klára þessa pólitísku ákvarðanatöku,11 segir Vilhjálmur. anna þriggja í Atlantalhópnum komu hingað til lands í fyrradag, til þess að ræða við Jón Sigurðs- son, iðanðarráðherra og kynna sér af eigin raun álverið í Straumsvík. Max Koker, forstjóri Hoogovens sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Hoog- ovens hefði enn sama áhugann á álframleiðslu hér á landi, en ekk- ert væri þó enn hægt að segja ákveðið um hvort af þátttöku fyrirtækisins í slíkri uppbygg- ingu yrði eða ekki. Jón Sigurðs- son, iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fúndur hans með Koker og Van der Ros hefði verið mjög gagnlegur og það væri óhætt að segja að hann og forsvarsmenn Hoogovens litu þetta mál mjög sömu augum. „Við'höfum enn sama áhuga á því að taka þátt í álframleiðslu hér á landi. Áhugi okkar hefur á engan hátt breyst eða minnkað, en við það er á þessu stigi raunar engu að bæta,“ sagði Koker. „Þeir eru mjög áhugasamir um framhald málsins. Þeir hafa allan • tímann viljað horfa mjög ákveðið á 185 þúsund tonna kostinn og eru enn hiklausir í því. Koker telur að ákvarðanir um framhald málsins verði að taka 4. desember, en það er nákvæmlega eins og ég lít á málið," sagði iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðherra var spurður hvort komið hefði fram á fundinum hver afstaða Hoogovens • yrði ef Alusuisse ákveður að skerast úr Atlantalhópnum á fundinum 4. des- ember: „Ekkert anað en það, að þeir eru jafnáhugasamir og áður. Hins vegar vil ég alls ekki ræða málið á þeirri forsendu, vegna þess að það eru enn þrír aðilar að þessum hópi sem eru í samstarfi við íslensk stjórnvöld og áhugi Hoogovens er mikill og alveg óbilaður," sagði Jón, „Ég bind vonir við það að á fundin- um í Zurich veðri teknar skýrar ákvarðanir um það hvort ráðist verður í 120 þúsund tonna stækkun í straumsvík, eða 185 þúsaund tonna álver." Max Koker og Van der Ros, einn framkvæmdastjóra fyrirtækisins fóru í heimsókn í verksmiðju ÍSAL í Straumsvík í gærmorgun og hittu iðnaðarráðherra að því loknu á fundi. Síðdegis í gær heimsóttu þeir Járnblendiverksmiðjuna að Grundartanga. Gerðuberg; 1500 manns við hugleiðingu Kirkjan greinir milli bænar og bænar í Jesú naftii, segir biskup íslands UM 1500 manns komu saman til hugleiðingar í Gerðubergi á laugardagskvöldið, en að sögn Guðrúnar Óladóttur reikimeist- ara er talið að kl. 23:23 þetta kvöld hafi mannkynið átt aðgang að aukinni orku sem það gat m.a. nýtt til að fá óskir sínar til að rætast. Fjöldi manns þurfti frá að hverfa og sátu margir í bílum sínum fyrir utan menningarmið- stöðina að Gerðubergi og hlust- uðu á hugleiðinguna sem var útvarpað á Bylgjunni. Herra Ólafúr Skúlason biskup bendir á að á hveijum sunnudegi biðji þúsundir landsmanna í kirkjum í nafhi Jesú Krists, en ekki þyki Þórður Þ. Þórðarson á Akranesi látinn Akranesi. Látjnn er á Akranesi Þórður Þ. ÞÓrðarson, • sérleyfishafi, 90 ára að aldri. Þórður var fæddur að Leirá í Leirársveit 23. ágúst 1899, sonur hjónanna Þórðar Þórðarsonar óð- alsbónda þar og Guðnýjar Stefáns- dóttur. Hann var með fyrstu bif- reiðaeigendum á Akranesi og starf- aði í fjölda ára sem sérleyfishafi. Þórður rak um áratuga skeið Bif- reiðastöð ÞÞÞ, sem annaðist mjólk- urflutninga í héraðinu. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er Sigríður Guðmundsdóttir og eign- uðust þau fjögur börn, sem öll eru það sérstaklega fréttnæmt. Guðrún Óladóttir var ein þéirra sem stóðu fyrir samkomunni og fór hún með hugleiðingu. Hún sagði að hún hefði nýlega lesið um þessi tímahvörf á laugardagskvöldið og fleiri hefðu heyrt eða lesið um þau. Þegar Paula Horan doktor í sál- fræði, sem ferðast um og kennir reiki, var hér á ferð hafi komið fram hugmynd um að efna til samkomú af þessu tilefni. „Okkur þótti nærtækast að fá fólk til að beina orkunni að góðri heilsu, sér og sínum til handa og öðru fólki. En þó fyrst og fremst að því að reyna að gefa jörðinni aftur eitthvað af því sem við höfum tekið frá henni. Við böðuðum jörð- ina í ljósi; sáum hana fyrir okkur baðaða í ljósi kærleikans.“ Aðspurð sagðist Guðrún hafa vit- að um áhuga fólks á svona hugleið- ingu og vegna óska um að halda þessu áfram hefur verið ákveðið að efna til annarrar samkomu 21. des- ember næstkomandi. Hún sagði að fólk væri að opna sig og átta sig á að efnishyggjan væri ekki það sem færði því innri ró og hamingju. Hana væri að finna innra með hverri manneskju. „Þegar við biðjum bænir erum við að tala við Guð, en þegar v{ð hugleiðum erum við að hlusta á Guð. Fyrir þá sem eru trúaðir er þetta trúarleg athöfn, en hinir gera þetta til að ná sér í aukna orku og slaka á. Þetta getur ekki verið ann- að en jákvætt og það er ekki vafi á að þessum málum þarf að sinna,“ sagði Guðrún. Viðhorfbiskups Morgunblaðið bað biskupinn yfir íslandi, herra Ólaf Skúlason, að segja álit þjóðkirkjunnar á þessari samkomu. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um hvort þetta laugardags- kvöld hefði verið öðruvísi en önnur þar sem hann væri enginn vísinda- maður í þeim fræðum og gæti ekki reiknað út orku jarðar og himin- tungla. Hins vegar sagði hann að kirkjan vildi að allir menn leituðu styrks í bæn. „En við gerum gi-einarmun á bæn og bæn kristins manns í nafni Jesú Krists," sagði hann. „Við biðjum í nafni hans að hans boði. Og að biðja í Jesú nafni er að biðja í þeim anda sem við teljum ókkur sjá hans starf og boðskap. Kirkjan þráir vitanlega frið og við höfum miklar áhyggjur af móður Jörð og fyrir þessu biðjum við svo til á hverjum sunnudegi. Undir þessar bænir tekur fólkið sem kemur f messurnar og skiptir það þúsundum sem biður í kirkjum landsins á hveijum sunnudegi. Auð- vitað vildum við frekar sjá 50% landsmanna koma til kirkju í stað 5%, en kirkjurnar sækja samt sem áður mjög margt fólk. í Reykjavík koma til dæmis 4-5000 manns til kirkju á hveijum sunnudegi árið um kring Qg úti á landi kemur stærra hlutfall íbúanna til kirkju. Kirkjusóknin hér á landi er því ekk- ert til að örvænta út af,“ sagði bisk- up. Upphaflega átti að halda sam- komuna í Gerðubergi i Langholts- kirkju en ekki fékkst leyfi til þess hjá sóknarprestinum. Biskup sagði að þjóðkirkjan vildi ekki vísa nokkr- um manni út. Hún væri kirkja allra íslendinga serh vildu vera í evang- elísk-lúterskri þjóðkirkju, eins og stendur í stjórnarskránni. „Þjóðkirkjan ber líka ábyrgð gagnvart þeim sem taka sína kristnu trú mjög alvarlega og þar af leiðandi höfum við viljað hafa hönd í bagga með hvað gerist innan veggja einstakra sóknarkirkna," sagði hann. „Þarna kemur hreyfing sem er ekki innan þjóðkirkjunnar þótt þeir segi og leggi áherslu á að þeir séu ekki á móti þjóðkirkj- unni. Allir vilja auðvitað biðja og vinna fyrir friði í heiminum, en þarna er ekki haft samband við neinn kirkjunnar mann þegar verið er að undirbúa samkomuna, og aðeins á að nota húsnæðið. Þess vegna þykir mér ekki óeðlilegt að presturinn skoði þetta þannig að hann beri ábyrgð á sínum söfnuði og þar af leiðandi ber hann ábyrgð á því, sem þjónn í evangelísk-lút- erskri þjóðkirkju, sem fer fram í kirkjunni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.