Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1989 Reuter Á ystu nöf Brúarhandrið bjargaði ökumanni og farþega þessarar bifreiðar frá bráðum bana í úthverfi Sydney í Ástralíu gær. Vó bifreiðin salt á brúnni eftir árekstur við aðra bifreið en rör sem stung- ust inn um hægri framhurðina komu í veg fyrir að hún félli niður í 15 metra djúpt árgil. Björgun- armenn komu á vettvang um síðir og björguðu fólkinu. Breski íhaldsflokkurinn: Þingmaður hyggst bjóða sig fram gegn Thatcher London. Reuter. HELSTU leiðtogar breska íhaldsflokksins lýstu í gær stuðn- ingi'við Margaret Thatcher, for- sætisráðherra, í embætti flokks- leiðtoga. Sir Anthony Meyer, þingmaður breska flokksins, sagðist á miðvikudag ætla að bjóða sig fram gegn Thatcher, í embættið ef enginn annar gæfi kost á sér. Telur hann Thatcher hafa Ijarlægst flokksmenn auk þess sem hún fylgi rangri Evr- ópustefnu. Blaðið Daily Express, uppneftidi Meyer sem „Sir Nobody“ í gær og sagði hann enga möguleika eiga gegn járn- frúnni, eins og það kallaði Thatc- her. Meðal þeirra, sem nefndir hafa verið sem mögulegir arftakar Thatcher og lýstu stuðningi við hana í gær, voru Sir Geoffrey Howe, aðstoðarforsætisráðherra, Michael Heseltine, fyrrum varnar- málaráðherra og Kenneth Baker, Sir Anthony Meyer Reuter formaður íhaldsflokksins. Samkvæmt lögum íhaldsflokks- ins þarf að kjósa flokksleiðtoga inn- an 28 daga eftir að breska þingið hefur verið sett, svo framarlega sem éinhver gefur kost á sér gegn sitj- andi leiðtoga. Ef Meyer býður sig fram yrði það í fyrsta sinn sem Thatcher stæði frammi fyrir mót- framboði frá því hún tók við emb- ættinu af Edward Heath árið 1974. Meyer hefur að undanförnu gagn- rýnt Thatcher fyrir afstöðu hennar til Evrópubandalagsins. Meyer segist líta þannig á, að með því að gefa kost á sér gegn Thatchet' sé hann að gefa óánægju- öflum innan íhaldsflokksins færi á að láta skoðun sína í ljós. í raun kunni svo að fara, að sjálfur verði hann ekki í framboði gegn Thatch- er heldur komi einhver öflugri og kunnari þingmaður flokksins og sækist eftir kjöri og segist Meyer þá víkja til hliðat' mejð glöðu geði. Aðalatriðið sé að á það reyni hver raunveruleg staða forsætisráðherr- ans sé í þingflokknum. ■ NEW YORK. Flugmenn hjá bandaríska flugfélaginu Eastern Airlines samþykktu í gær að af- lýsa verkfallij sem staðið hefur í átta mánuði. I mars sl. fóru flug- virkjar félagsins í verkfall og efndu flugmenn og flugfreyjur stuttu seinna til samúðarverkfalls. Flug- virkjar hafa enn ekki aflýst verk- falli og er talið að ákvörðun flug- manna reiti þá til reiði. ■ MELBOURNE. _ Hæstiréttur Victoríu-fylkisins í Ástralíu féllst í gær á kröfur ijögurra ástralska flugfélaga sem krafið hafa félag ástralskra atvinnuflugmanna um jafnvirði allt að 492 milljónir ísl. króna í skaðabætur vegna verk- fallsaðgerða flugmanna í sumar. Dómstóllinn viðurkenndi skaðabó- takröfu flugfélaganna en tók sér frest til að ákveða upphæð bótanna. ■ KAUPMANNAHÖFN. Eftir 20 ára samningaþóf hafa kanadísk flugmálayfirvöld samþykkt að veita SAS leyfi til áætlunarflugs milli Kaupmannahafiiar og Toronto. Verður fyrsta ferðin á hinni nýju flugleið farin 3. desember nk. ■ KAUPMANNAHÖFN. Verið getur að SAS neyðist fljótlega til að hætta flugi á flugleiðinni frá Stokkhólmi til Tallins í Eistlandi vegna deilna við Sovétmenn um flugleið. Flugleiðin verður opnuð nú um helgina en SAS verður að fljúga leið sem tekur tvo tíma að ná áfangastað þó fljúga megi þar á milli á einni klukkustund. Tap er því fyrirséð og því spáð að flugi til Tallin verði hætt aftur fljótlega. ■ STOKKHÓLMI. Vegna hækk- andi raforkuverðs hafa smærri bæjarfélög víða um Svíþjóð neyðst til þess að slökkva götuljósin yfir blánóttina. Hefur það mætt lítilli hrifningu hjá íbúum og lögreglu, sem óttast óöld og telur að slysa- hætta aukist. ■ VANCOUVER. Mannlaus eldsneytisprammi með 20 milljón- ir lítra, eða 14 þúsund tonn af þotu- eldsneyti innanborðs rekur nú stjórnlaust við strendur Alaska. Óttast að hann kunni að reka upp á rif í Prins William-sundinu. Reyna átti að koma sprengingu af stað í prammanum áður og koma þannig í veg fyrir mengunarslys. ■ AMSTERDAM. Hollenskir toll- vérðir lögðu hald á sex tonn af hassi í vörugám, sem kom til lands- ins frá Kýpur. Voru fíkninefnin fal- in innan um kassa af gallabuxum. ■ HARARE. Fimmtíu manns a.m.k. eru taldir af eftir að rúta steyptist ofan I á í Zimbabwe í gær, 75 km austur af Harare, höf- uðborg landsins. Bandaríkin: Syflaðir öku- menn valda Discovery skotið á loft Geimfeijunni Discovery var skot- ið á loft í fyrrinótt og er það í þriðja sinn sem henni er skotið upp að næturþeli. Við þeim sem með fylgdust blasti tignarleg sjón er hún þaut með ógnarhraða út fyrir gufuhvolf jarðar. Mikil leynd hvílir yfir þessari ferð Dis- covery en hún er farin á vegum bandaríska varnarmálaráðu- neytisins. Talið er að um borð hafi verið njósnatungl sem hlerað getur fjarskipt.i sovéska hersins. Um borð er fimm manna áhöfn og er leiðangursstjóri þeldökkur ofursti úr flughernum að naftii Frederick Gregory. Er hann fyrsti þeldökki maðurinn sem stjórnar geimferju. Geimskot hafði tafist um tvo sólarhringa vegna bilunar í stjórnbúnaði. Búist er við að Discovery fendi annað kvöld, en vegna Ieyndar, sem yfir ferðinni hvílir, verður áætlaður lendingartími ekki gef- in upp fyrr en sólarhring fyrir lendingu. Er þetta 32. ferð bandarískrar geimferju á braut um jörðu. Reuter mðjungi janaslysa St. Cloud. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. SYFJAÐIR ökumenn verða stöð- ugt hættulegri á bandarískum vegum. Af 47 þúsund banaslysum í umferðinni ár hvert eru um 15 þúsund rakin til syfjaðra öku- manna. Fimmti hver ökumaður í Bandaríkjunum hefur að minnsta kosti einu sinni dottað undir st.ýri, segir í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við háskólann í Pennsylvaníu. Sérfræðingar segja að fólk geri sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem þreyta og skortur á svefni geti vald- ið því og öðrum. Þeir líkja hætt- unni við rússneska rúllettú þegar út á vegina er komið. Verst sé þeg- ar ökumenn bæta alkóhólneyslu ofan á þreytuna og svefnleysið. Svefnþörf táninga er talin vera hálfur ellefti tími í sólarhring en síðan fer svefnþörfin minnkandi niður í 7 klst. hjá fullorðnum. Þó sumir telji sér trú um að þeir þurfi minni svefn, heldur heilakerfið sitt bókhald. Hver töpuð svefnstund í hverri viku hleðst upp eins og skuld. Grimsby 20feta gómur . . . . 932£ 40feta gómur .. . . 1283E á pll. pertonn . . . . 81£ ó pll. percbm . . .. 39£ Rotterdam 20 feta gámur .. .. 3465 D.FL. 40fetagámur .. . . 4620 D.FL. á pll. pertonn . . .. 291 D.FL. á pll. percbm . . .. 140D.FL. Hamborg 20 feta gámur . . . . 3370 DM 40 feta gámur .. .. 4480 DM á pll. pertonn . . .. 310 DM á pll. percbm . . .. 180 DM Esbjerg 20feta gámur .. .. 11.340 D.kr. 40 feta gámur . . . . 15.120 D.kr. á pll. pertonn . . .. 983 D.kr. ápll.percbm .. .. 473 D.kr. Sama flutningsgjald óháð vörutegund. SKIPAFÉLAGID OK hf Óseyrarbraul 14b, 220 Hafnarfjörður, sími 91-651622 Sjöunda starfsár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.