Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 32 Aflkoma Iðnaðardeildar SÍS mun betri en í fyrra: Búið að ráðstafa allri framleiðslu næsta árs Möguleikar athugaðir á innflutningi hreindýra- og dádýraskinna AFKOMA Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri er mun betri eft- ir fyrstu tíu mánuði þessa árs miðað við sama tíma á fyrra ári og vel hefiir gengið að selja framleiðsluvörur fyrirtækisins. Búið er að ráðstafa öllu því magni sem fyrirtækið hefúr á næsta ári, en þar er um að ræða talsvert miklu minna magn en var til ráðstöfúnar í ár. Verið er að skoða möguleikann á þvi að flytja inn hreindýra- og dádýrsskinn, einkum til leðurframleiðslu verksmiðjunnar. Bjarni Jónasson forstöðumaður Skinnaiðnaðar sagði að á næsta ári heíði Iðnaðardeildin til ráðstöfunar á milli 470-80 þúsund skinn, en það er töluvert minna magn en verk- smiðjan hafði yfir að ráða á þessu ári, eða sem nemur 30-40 þúsund skinnum. Fækkunin er til komin vegna samdráttar í sauðfjárfram- feiðslu. Vinnslugeta verksmiðjunn- ar er mun meiri en sem nemur þeim skinnum sem hún. hefur yfir að ráða. Verið er að skoða möguleikann á því að flytja inn hreindýraskinn frá Grænlandi og dádýraskinn frá Kanada til að mæta þeim sam- drætti sem orðið hefur í sauðfjárbú- skap á íslandi. Þau skinn yrðu fyrst og fremst notuð til leðurframleiðslu. Bjarni sagði að aðrir möguleikar væru einnig til athugunar hjá fyrir- tækinu, sem ekki væri unnt að greina frá á þessu stigi. Ekki er ljóst hversu mikið magn skinna yrði flutt inn til vinnslunnar. „Við höfum enga reynslu af þessu hrá- efni, þannig að við þurfum að sjá hvernig það hentar okkar vélum, hver gæði þeirra eru og í framhaldi af því verður að skoða arðsemina," sagði Bjami. Stór hluti mokkaframleiðsiunnar fer til Ítalíu, sem er tiltölulega nýr markaður og hefur útflutningur þangað farið vaxandi á þessu ári pg því síðasta. Bjarni sagði að Italíumarkaðurinn væri kröfuharð- ur tískumarkaður, en síðastliðin tvö ár hefði verið unnið að því að að- laga vöruna að þeim markaði og hefði það skilað sér ágætlega. Hinn hefðbundni Skandinavíumarkaður hefur skroppið saman niður í nán- ast ekki neitt, að sögn Bjarna, en þangað hefur töluvert verið selt af leðri. Bjarni sagði að þokkalega hefði gengið að selja á þessu ári og væri afkoman mun betri en á síðasta ári. Fyrstu tíu mánuði ársins hefur orðið 85% hækkun í krónutölu mið- að við fyrra ár. „Það er mikill bati frá því á sama tíma í fyrra og við erum að sjálfsögðu afar ánægðir með það,“ sagði Bjarni. Um 260 manns starfa hjá fyrirtækinu, en nokkur íjölgun hefur orðið á starfs- fólki á þessu ári í kjölfar meiri vinnslu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Dröfh sýnir í Gamla Lundi Dröfn Friðfinnsdóttir heldur nú grafíksýningu á tré og dúkristu í Gamla Lundi við Eiðsvöll. Dröfn útskrifaðist árið 1986 af málara- braut Myndlistarskólans á Akureyri. Á ámnum 1987-1988 var Dröfn við myndlistarnám í Lathi í Finnlandi. Þetta er þriðja einkasýning hennar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum. Á sýningunni í Gamla Lundi eru 20 verk. Sýningin er opin frá 16-21 virka daga, en um helgina er opið frá 14-22. Sýningunni lýkur á sunnudag. Búsljóri telur best að selja eignir Vinkils í einu lagi SELDAR hafa verið tvær eld- húsinnréttingar og einhverjir skápar úr þrotabúi Vinkils sf. en eignir búsins, tæki og tól, voru HEFUR KJ TROMP AHENDI? HUGMY Þátttaka er öllum heimi Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir sem geta orðið grundvöllur að stofnun nýrra fyrirtækja eða orðið þáttur í starfsemi núverandi fyrirtækja á Akureyri. Skilafrestur hugmynda er til 15. desember 1989. Dómnefnd er skipuð fulltrúum Atvinnumálanefndar Akureyrar, l.verðlaunkr , s . r 2. verolaun kr. Iðntækmstofnunar 3.ver8|aunkr AMKEPPNI íslands og Háskólans á Akureyri. Dómnefnd metur hugmyndirnar eftir arðsemi, líklegri veltu, atvinnutækifærum, þörf, nýjung og hvernig starfsemin fellur að atvinnulífinu í bænum. Skilmálar samkeppninnar og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., Geislagötu 5, sími 96-26200. 300.000,- 200.000,- 100.000,- Atvinnumálanefnd Akureyrar til sýnis fyrr í vikunni. Fyrsti skiptafúndur í búinu verður hald- inn 21. febrúar. ' Ásgeir Björnsson bústjóri þrota- búsins sagði að fjöldi manns hefði komið og skoðað eigur búsins og bjóst hann við að tilboð í þær bær- ust á næstunni. Eignir þrotabúsins eru fasteign við Réttarhvamm, ýmis tæki til trésmíða, blásarakerfi, sagir, heflar, límingavélar og fleira, t.d. tveir nýir ísskápar, ljósritunarvél, lyftari, eldhúsborð og stólar. Tvær eldhúsinnréttingar voru seldar úr búinu í vikunni. itóMííí O Lcaugardagur: Villibráðakvöld Veislustjóri Gestur Einar Jónasson. Uppselt fyrir matargesti. Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 11.00. Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki leikurfyrir dansi. Hótel KEA „Það væri auðvitað best ef eign- irnar seldust í einum pakka, þannig að áframhaldandi rekstur yrði þarna. Ég hef fundið það að mönnum þyk- ir sárt ef þessi framleiðsla leggst alveg af, þvi þarna vo.ru framleiddar góðar vörur,“ sagði Ásgeir. Trésmiðjan Vinkill sf. var stofnuð um mitt ár 1985 og fór starfsemin í fyrstu fram í leiguhúsnæði, en á árinu 1987 var húsnæði, keypt við Réttarhvamm. Er fyrirtækið varð gjaldþrota störfuðu þar 14 manns, þar af einn í Reykjavík, en þar hafði fyrirtækið söluaðstöðu. Stærstu kröfuhafar sem eiga veðkröfur í búið eru Búnaðarsam- band Eyjafjarðar, Alþýðubankinn, Byggðasjóður, Akureyrarbær og Lífeyrissjóður trésmiða. Frestur til að lýsa kröfum í búið rennur út um 20. janúar á næsta ári. Ráðnir þrír nýir lektorar 'VIÐ Háskólann á Akureyri voru ráðnir þrír nýir lektorar í haust. Tveir þeirra verða í hlutastörfúm í heilbrigðisdeild og einn í fúllu starf í rekstrardeild. Við heilbrigðisdeiíd Háskólans var Hólmfríður Kristjánsdóttir BS ráðin lektor í hjúkrunarfræði. Þá var dr. Ingvar Teitsson ráðinn lektor í sjúk- dómafræði. Við rekstrardeild var Lilja Móses- dóttir MA ráðin lektor í rekstrar- hagfræði. Skautar á börn og (ullorðna íshockey vörur Mesta úrval landsins Afsláttvr til skóla og félaga H stöðin v/Leiruveg. 96-21440 - 600 Akureyri - Fax 96-26476

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.