Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 11
Endurminningar Stefáns Jónssonar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1989 I 'MJIUT ! . ,) . s 1 ’ ■ i i ' l ■ BOKAUTGAFAN Forlagið hefiir sent frá sér bókina Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng eftir Stefán Jónsson, rithöfund. í kynningu Forlagsins segir m.a.: í þessari bók segir Stefán sögu ástríðunnar að veiða. Stefán kveðst hafa vitað það allar götur frá barn- æsku að honum var ætlað að veiða. Ævilangt hefur hann skoðað um- hverfi sitt augum veiðimanns með öllu kviku og kyrru - í öllu starfi sínu hefur hann athugað viðfangs- efnin af sjónarhóli veiðimannsins og glímt við þau með aðferðum hans. „Bókin um lífsgleði á tréfæti er margslungin saga - full af mann- viti, hjartahiýju og óborganlegum húmor. Öðrum þræði er þetta hálfr- ar aldar lýsing ástríðunnar að veiða, sem er réttlæting þess að lifa - þrátt fyrir allt. En utan um þá sögu lykst önnur saga af sálarháska unglings sem svipti hann lífsgleð- inni um árabil, uns hann fann hana aftur.“ Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng er 208 bls. Árni Elfar mynd- skreytti bókina en Guðrún Ragnars- dóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. 11 í1 Stefán Jónsson Síldarsaga eftir Birgi Sigurðsson BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefiir sent frá sér bókina Svartur sjór af síld — Síldarævintýrin miklu á sjó og landi eftir Birgi Sigurðs- son rithöfund. í kynningu Forlagsins segir m.a. um bókina að í henni endurveki Birgir áhrif síldarinnar á mannlíf og þjóðlíf í hundrað ár. „Hér eru leiddir fram á sjónarsviðið síldar- spekúlantar, stórbrotnir athafna- menn, aflakóngar, síldarstúlkur, hásetar og verkamenn. Bókin geymir ógrynni heimilda um þróun síldarútvegsins, frásagnir og samtöl um líf og störf karla óg kvenna sem upplifðu síldarævintýrin miklu.“ „Birgir Sigurðsson er þjóðkunnur fyrir áhrifamikil leikrit. Síðasta leikrit hans, Dagur vonar, var til- nefnt til Bókmenntaverðlaúna Norðurlandaráðs og naut mikillar hylli. Hér segir hann síldarsögu þjóöarinnar með skáldlegu innsæi. Furðulegar uppákomur, stór- skemmtileg og spaugileg atvik, ró- mantík og fegurð, þrældómur og vonbrigði vefjast saman í lifandi og spennandi frásögn. Þetta er ekki þurr sagnfræði heldur síldar- stemmningin sjálf til sjós og lands í öllu sínu veldi.“ Svartur sjór af síld er 362 blað- síður í stóru broti. Bókina prýðir hátt á annað hundrað mynda sem varpa eftirminnilegu ljósi á horfna tíð. Anna Ágústsdóttir teiknaði Bókin um bakverki Bækur Birgir Sigurðsson kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. Katrín Fjeldsted Höfimdur: John Tanner. Þýðandi: Sigurður Thorlacius, læknir. Útgefandi: Iðunn, Reykjavík, 1989. Setning og fíhnuvinna: Prent- smiðjan Oddi hf. Prentuð í Hong Kong. Út er komin ný bók í bókaflokkn- um „Heilsuvernd heimilanna", í þetta sinn um bakverki. Ég skrifaði ritdóm um bók um hjartasjúkdóma fyrir Morgunblaðið í fyrra og fann henni margt til foráttu. Undirtitill nýju bókarinnar er „Hagnýt leiðsögn um forvarnir og meðferð". Höfundurinn, John Tann- er, er læknir að mennt og sérfræð- ingur í bæklunarlækningum eins og fram kemur í upphafi bókarinn- ar. Hann hefur kynnt sér óhefð- bundnari aðferðir og sjúkraþjálfun, ekki síst endurhæfingu fyrir slasaða íþróttamenn. Bókinni er skipt í 15 kafla. Hún er afar læsileg og fróðleg og þýdd á lipurt mál. Fyrstu tveir kaflarnir eru um það hver fái bakverki og hvernig heilbrigt bak sé. Þar fær lesandinn prýðilega lýsingu á upp- byggingu stoðkerfisins með ágæt- um skýringarmyndum. Þriðji kaflinn er til þess að hjálpa fólki að skilja sinn eigin bakverk, greina að einhveiju leyti hvað sé að gerast og hvort nauðsynlegt sé að leita læknis. í fjórða kafla er bráðum og langvinnum bakverkjum lýst og í kaflanum á eftir er sagt frá því, hvernig hægt er að bregðast við sjálfum sér til hjálpar. Frá og með 6. kafla er komið að hlutverki læknisins og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem þátt eiga í meðferð. Sagt er frá þeim aðferðum sem heimilislæknir getur gripið til, bæði hvað varðar grein- ingu og meðferð og í framhaldi af því hvers er að vænta þegar heimil- islæknirinn sendir sjúkling til sér- fræðings. Þá er rætt um sjúkra- þjálfun, ekki bara um heita og kalda bakstra, nudd og tog, heldur að- ferðir eins og þá sem kennd er við Maitland og miðar að því að losa um liðamót í hrygg og víðar. Skýrð- ur er grundvöllur undir ýmsum að- ferðum sem beita rafeindatækni, þar á meðal hljóðbylgjum, stutt- bylgjum og víxlbylgjumeðferð. I 8. kafla er því lýst hvernig lið- losun og hnykkingar (osteopathia og kírópraktík) fara fram. 9. kafli er um lyf og sprautumeðferð og sá 10. um skurðaðgerðir. Síðan er fjallað um nálarstunguaðferðina og um aðrar aðferðir, svo sem dá- leiðslu, hugleiðslu, aðferð Alexand- ers og aðferð Feldenkrais, líforku- þjálfun og hómópatíu. Það sem mér finnst jákvæðast við þessa bók er hve vel efninu er komið til skila og hve fróðlegt er að lesa hana, bæði fyrir bakveika og líka fyrir fagfólk, hvað þá fyrir bakveikt fagfólk. Allir vita hve al- gengir bakverkir eru og að þeir valda umtalsverðu vinnutapi hér á landi. Fróðleg bók af þessu tagi er til þess fallin að hjálpa fólki að skilja þreytuna eða verkinn í bak- inu, vita hvenær rétt er að leita læknishjálpar og við hveiju er að búast af lækninum og þeim sem hann kann að vísa sjúklingnum til. Hjálp fyrir sjúklinginn gegnum myrkviði heilbrigðiskerfisins og veitir víst ekki af. Þetta er bók sem bókasöfn ættu að eiga í mörgum eintökum og stilla upp á áberandi stað. Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu Sagan kom fyrst út á Spáni haustið 1988 og hefur hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. Guð- bergur Bergsson rithöfimdur þýddi. I kynningu frá Forlaginu segir: „Með sannrmá segja að heimurinn bíði í ofvæni eftir hverri nýrri bók frá hendi Nóbelsskáldsins frá Kól- umbíu. Hershöfðinginn í völundar- húsi sínu íjallar um frelsishetjuna Símon Bolívar sem frelsaði heila heimsálfu undan nýlenduvaldi Spánveija. Sagan lýsir síðustu ævi- dögum hans þar sem hann hrekst um dauðveikur, rúinn valdi og vin- um, rifjar upp íiðna tíð og spyr sjálf- an sig um tilgáng baráttunnar. Gabriel García Márquez dregur upp magnaða mynd af þeim veru- leika sem liggur að baki sögunnar um byltingarhetjuna. Hann afhjúp- ar dýrðina sem sagan sveipar frels- ishetjur á hverri tíð. Vekur spurn- ingar um eðli valdsins og afleiðing- Ný skáldsaga eftir Gabriel García Marquez BÓKAÚTGÁFAN Forlagið heftir sent frá sér skáldsöguna Hers- höfðinginn í völundarhúsi sínu eftir Gabriel García Márquez. Fyrsta bók Barnabókaútgáfunnar OVÆNT heimsókn nefnist ný frumsamin barnabók sem Barna- bókaútgáfan gefur út en útgáfan var stofiiuð í janúar 1989 og er þetta fyrsta bókin frá henni. Höfiindur texta er Árni Árnason en Anna Cynthia Leplar höfund- ur mynda. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan greinir frá því hvernig hall- arbúar í Skuggabjörgum hrökkva upp við það að Hugi kóngssonar hefur horfið á dularfullan hátt. Frá örófi alda hafa þeir búið um sig innan múra hallarinnar í þeim til- gangi að veijast hugsanlegum óvin- um. Sagan fjallar um leitina að Huga og hvað gerist þegar brotist er úr ’ einangruninni, en umfram allt er þetta saga Huga og hvernig gerðir hans verða til þess að koma ráðamönnum ríkisins í samband við annað fólk.“ Óvænt heimsókn er 64 síður. Litgreining, prentun og band er allt unnið í prentsmiðjunni Odda hf. (Frcttatilkynning) Árni Árnason ar þess fyrir einstaklinga og þjóðir." Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu er 208 blaðsíður. Guðrún Tryggvadóttir hannaði kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 rARMA W PLAST ARMULA 16 OG 29, S. 38640 KAUPTU NÚNA - BORGAÐU Á NÆSTA ÁRI Afgreitt beint af lager! HÚSHLUTIR HF., Hringbraut 119, sími 625045 Opið frá 9-18, laugardaga frá kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.