Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 25
24
jr
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Fiaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Samdráttur
á vinnumarkaði
Biðin eftir því að samningar
tækjust um sölu saltsíldar
til Sovétríkjanna hefur leitt til
þess að hundruð manna hafa
verið atvinnulaus á Austfjörð-
um og Suðurnesjum. Nú hefur
verið tilkynnt, að Sovétmenn
hafi staðfest samninginn um
kaup á saltsíld. Er það fagnað-
arefni. Samningamenn okkar í
Moskvu hafa staðið í ströngu
og hefur verið beðið eftir því
með vaxandi eftirvæntingu,
hveijar lyktirnar yrðu. Með því
að slá af verði og herða á Sovét-
mönnum á hinum pólitíska
vettvangi hefur verið bundinn
endi á seinaganginn í sovéska
stjómkerfinu. Enn einu sinni
hafa Sovétmenn tekið við sér
á síðustu stundu. Er ljóst að
óvissa af þessu tagi getur ekki
verið árvisst fyrirbæri í at-
vinnulífi okkar og þarf að vinda
bráðan bug að því að koma
þessum viðskiptum við Sov-
étríkin á skikkanlegri grund-
völl.
Atvinnuástand er ekki ein-
vörðungu slæmt vegna óviss-
unnar í Moskvu. Á hinum al-
menna vinnumarkaði er við
djúpstæðari vanda að etja, sem
á í senn rætur að rekja til stöðn-
unar í efnahagslífi okkar sjálfra
og þeirrar staðreyndar að fyrir-
tæki halda vemlega að sér
höndum. Guðni Jónsson hefur
sérhæft sig í ráðningarþjónustu
á höfuðborgarsvæðinu. Hann
segir í samtali við viðskiptablað
Morgunblaðsins í gær: „Það
má segja að það sé einkenn-
andi fyrir vinnumarkaðinn
þessa stundina að það er bók-
staflega ekkert að fínna af því
sem við getum kallað ný störf
á markaðinum. Ástæðurnar em
auðvitað sammni fj'ölda fyrir-
tækja undanfarið, gjaldþrot og
endurskipulagning innán fyrir-
tækjanna. Þetta hefur í för með
sér að störfum fer fækkandi
og maður sér tæpast lengur
fyrirtæki sem em að stækka
við sig eða bæta við fólki, og
ekki heldur fyrirtæki þar sem
verða til ný störf. Þetta þýðir
að fólk sem af einhveijum
ástæðum missir störf sín, getur
lent í miklum erfiðleikum og
jafnvel sogast inn í eins konar
vítahring. Mér fínnst reyndar
að til skamms tíma hafi fólk
hreinlega ekki trúað því hvern-
ig komið er og það sé raun-
vemlega fyrst núna — eftir að
þetta ástand hefur varað í all-
marga mánuði — að það er
farið að átta sig á ástandinu.“
Við þessa lýsingu bætir
Guðni Jónsson því síðan, að
fólk hafi fram eftir ári lifað í
þeirri von að nú með haustinu
lifnaði yfir atvinnulífinu. Og
síðan segir hann: „En nú er
það að renna upp fyrir mönnum
að það era breyttir tímar og
þetta [er] eiginlega í fyrsta
skipti að fólk sem fætt er eftir
síðari heimsstyijöldina getur
ekki fengið vinnu og er at-
vinnulaust kannski langtímum
saman.“
Hér er engu við að bæta.
Gjörkunnugur maður dregur
upp dökka mynd af kaldrana-
legum staðreyndum sem blasa
nú við mörgum. Spennan á
vinnumarkaðinum mátti vissu-
lega minnka; hún er ekki síður
hættuleg en hitt þegar slakinn
verður of mikill.
Þegar þessi orð Guðna Jóns-
sðnar em lesin vaknar sú
spurning, hvað það fólk gerir,
sem nú er að átta sig á hinum
nýju aðstæðum á vinnumarkað-
inum. Leitar það út fyrir land-
steinana? Þá hljóta fyrirtæki
að haga ráðningu á starfs-
mönnum með öðmm hætti,
þegar nóg framboð er af vinnu-
afli í stað skorts áður. Fyrir
einstaklingana skiptir að sjálf-
sögðu mestu að þeim sé auð-
veldað eins og frekast er kostur
að laga sig að þessum nýju
aðstæðum.
Dubcek til
Prag
Alexander Dubcek, sem
stjórnaði Tékkóslóvakíu
vorið 1968, þegar þar var gerð
tilraun til sósíalisma með
mannúðlega ásýnd, hefur hvatt
núverandi forystumenn lands-
ins að láta af völdum. Hann
segir þá starfa í skjóli sovésku
skriðdrekanna sem vom sendir
til Prag í ágúst 1968. Þá boðar
Dubcek komu sína til Prag og
þátttöku í fjöldamótmælunum
þar.
Enn ein röddin hefur heyrst
sem staðfestir að breyttir tímar
séu mnnir upp fyrir austan
járntjald. Fyrir 21 ári stóð
Dubcek í þeim spomm, að hann
hélt að það væri hægt að breyta
sósíalismanum án þess þó að
afnema hann og miðstýring-
una. Dubcek var mtt úr vegi
með erlendu valdi sem þóttist
vera að veija „ávinning sósíal-
ismans“.
Málflutningur lögmanns Magnúsar Thoroddsen í Hæstarétti:
Segir upplýsingar ríkisins um
áfengiskaupareglurnar ýmist
vera rangar eða tortryggilegar
Málflutningi lýkur í dag, þegar rétt ár er frá því áfengiskaupin voru gerð opinber
MÁLFLUTNINGUR í máli ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thoroddsen,
fyrrum forseta Hæstaréttar, hófst í Hæstarétti í gær. Magnús áfrýjaði
dómi héraðsdóms um að hann hefði skert svo álit sitt siðferðislega með
kaupum á 2.160 flöskum af áfengi á kostnaðarverði árin 1987 og 1988
að víkja bæri honum úr embætti. Á móti áfrýjaði ríkisValdið þeirri
niðurstöðu héraðsdóms að sú aðferð sem dómsmálaráðherra, Halldór
Ásgrímsson, viðhafði með því að víkja Magnúsi frá til bráðabirgða fram
að niðurstöðu dóms og skerða laun hans til hálfs, hafi brotið gegn 61.
grein stjórnarskrár lýðveldisins.
Myndin er tekin við upphaf málflutningsins í Hæstarétti, sem fram fór fyrir fullum sal áhorfenda. Hæstarétt í málÍRu skipa: Ragnar H. Hall
borgarfógeti, Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður, Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlögmaður, Gunnar M. Guðmundsson settur hæstarétt-
ardómari sem er í forsæti réttarins, Gunnlaugur Briem yfirsakadómari, Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari og Sveinn Snorrason hæstarétt-
arlögmaður. Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður er varadómari og situr lengst til hægri á myndinni. Standandi er Sigurður Tómas Magn-
ússon aðstoðarmaður hæstaréttardómara. Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður situr til hægri framan við hæstaréttardómara. Á efri myndinni
eru Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og umbjóðandi hans, Magnús Thoroddsen.
í gær flutti lögmaður Magnúsar,
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., fyrri
ræðu sína fyrir þeim Hæstarétti sem
skipaður hefur verið sérstaklega til
að fara með þetta mál. í dag, þegar
eitt ár er liðið frá því að áfengis-
kaupamálið svokallaða var gert opin-
bert, verður málflutningi framhaldið
og flytur Gunnlaugur Claessen ríkis-
lögmaður þá fyrri ræðu sína.
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.
krafðist sýknu af kröfum ríkisvalds-
ins og að hinum áfiýjaða dómi yrði
hnekkt að því er varðar brottvikn-
ingu Magúsar úr starfi en staðfestur
að því er varðar áfellisdóm yfir
dómsmálaráðherra vegna þeirrar
aðferðar sem notuð var við frávikn-
inguna. Lögmaðurinn færði þau rök
fyrir máli sínu að í fyrsta lagi ætti
3. málsgrein (áður 1. mgr.) 35. gr
laga um meðferð einkamála í hér-
aði, sem brottvikning Magnúsar,
málshöfðun og áfellisdómur í héraði
hefði byggst á, ekki við um hæsta-
réttardómara heldur aðeins héraðs-
dómara. í öðru lagi hefðu áfengis-
kaup Magnúsar ekki brotið gegn
neinum reglum eða heimildum. í
þriðja lagi að enda þótt ákvæði
einkamálalaganna yrði talið eiga við
um hæstaréttardómara þá hefði
Magnús ekkert brotið af sér sem
réttlætti að því yrði beitt gegn hon-
um. í fjórða lagi sagðist lögmaðurinn
mótmæla þeim málflutningi ríkislög-
manns og telja hann ósæmilegan að
Magnús hefði flekkað mannorð sitt
í skilningi laga með áfengiskaupun-
um. Loks vék lögmaðurinn að gagn-
sök í málinu, aðferðinni sem beitt
var við brottvikninguna, og sagði
að staðfesta bæri þá niðurstöðu hér-
aðsdóms að óheimilt hefði verið að
víkja Magnúsi frá um stundarsakir
og skerða laun hans um helming.
Áminning forsenda
brottvikningar
Lögmaðurinn sagði að ákvæði
einkamálalaganna um heimild dóms-
málaráðherra til að víkja dómara frá
um stundarsakir ætti aðeins við um
héraðsdómara. í II. kafla laganna
ætti aðeins 32. grein við um hæsta-
réttardómara og þá vegna þess að
í lögum um hæstarétt segði að dóm-
arar við réttinn skyldu uppfylla þau
skilyrði sem þar væru talin. Hann
vísaði í greinargerð með frumvarpi
til laganna og fræðiskrifa Ólafs Jó-
hannessonar þessum skilningi til
stuðnings. Lögmaðurinn sagði að
ríkisvaldið hefði talið að lög um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins
ættu við um hæstaréttardómara og
kvaðst telja að svo væri að vissu
leyti og rakti dæmi um auglýsingar
starfa, fyrirframgreiðslu launa og
fleira því til stuðnings. Hann minnti
á að samkvæmt þeim lögum væri
áminning forsenda brottvikningar
úr starfi en Magnús hefði notið
einskis slíks réttar. Hann sagði að
einkamálalögum væri ekki unnt að
beita um hæstaréttardómara fyrir
lögjöfnun, henni mætti ekki beita
þegar lagaregla væri til um álita-
mál, eins og hér stæði á með ákvæði
í stjórnarskrá. Þá væri ekki unnt
að beita lögjöfnun um hluta álita-
máls, eins og fælist í því að sleppa
þeim atriðum sem lúti að réttar-
öryggi.
Jón Steinar Gunnlaugsson sneri
sér því næst að röksemdum ríkislög-
manns um að Magnúsi hefði verið
óheimilt að kaupa áfengi á kostnað-
arverði til einkanota en teldist það
heimilt þá hefðu kaupin farið yfir
leyfíleg eðlileg mörk. Hann gerði
grein fyrir þeirri vitneskju sem til
staðar væri um efni reglna um
áfengiskaup á kostnaðarverði, tilurð
þeirra og breytingar sem þær hefðu
tekið og áréttaði að ekki væri um
neinar lagareglur að ræða sem sett-
ar hefðu verið og birtar með form-
legum hætti. Um venjur hefði verið
að ræða sem þeir sem fengu heimild-
irnar hefðu lært af fyrirrennurum
sínum og vænst þess að sá sem skipt
var við, ATVR, gætti þess að of langt
yrði ekki gengið.
Magnús bauðst til að víkja
Þegar mál hefði verið höfðað gegn
Magnúsi Thoroddsen hefði augljós-
lega verið brýnt að kanna efni regln-
anna og framkvæmd þeirra en það
hefði ríkisvaldið ekki viljað og staðið
i vegi tilrauna í þá átt. Hann rakti
að Magnús hefði boðist til að víkja
meðan mál hans sætti rannsókn en
því hefði dómsmálaráðherra hafnað
og ákveðið að höfða mál. Það hefði
verið vanhugsuð ákvörðun tekin
uigiir pressu sem fjármálaráðherra
hefði skapað með yfirlýsingum við
fjölmiðla. Álit þriggja lögfræðinga
sem dómsmálaráðherra hefði ráð-
fært sig við hefði ekki fengist opin-
berað. „Getur verið að þessir lögvísu
menn hafi ráðlagt Halldóri Ásgríms-
syni að reyna að knýja fram dóm í
málinu án þess að leggja fram upp-
lýsingar. Mér er nær að halda það,“
sagði Jón Steinar Gunnlaugsson.
Hann sagðist telja ljóst að reglur
um áfengiskaup væru þannig að í
upphafi hefði verið um tvenns konar
heimildir að ræða. Annars vegar til
embættismanna, ráðherra og þing-
forseta. Þar hefði verið um heimildir
til einkanota að ræða enda væri frá-
leitt að til þess hefði væri ætlast að
þeir kostuðu opinberar veislur úr
eigin vasa. Hins vegar væri um að
ræða heimildir til ákveðinna stofn-
ana vegna risnu. 1971 hefði þáver-
andi ríkisstjóm hins vegar gert
breytingar sem hefðu afnumið heim-
ildir til ráðherra og annarra sem
veittu forstöðu stofnunum sem hefðu
yfir risnufé að ráða. Þessar breyting-
ar hefðu verið gerðar í formi sam-
þykktar á ríkisstjórnarfundi sem
hefði í mesta lagi verið bindandi
gagnvart þeim ráðherrum sem að
þeim stóðu. Þessar breytingar virt-
ust aðallega hafa haft það í för með
sér að í stað þess að ráðherrar
greiddu sjálfir fyrir einkaneyslu sína
hefði kostnaðurinn færst yfir á ríkis-
sjóð. Um kaup til einkanota hefðu
aldrei verið settar magntakmarkanir
nema hvað varðar deildarforseta
Alþingis fram til 1971.
Jón Steinar benti á að eftir að
kaup Magnúsar hefðu komist í há-
mæli hefði dregið úr sölu á áfengi
á kostnaðarverði um nær helming
og taldi það gefa vísbendingu um
hve mikið magn hefði í raun farið
til einkaneyslu þótt kostnaðurinn
lenti á ríkissjóði. Hann rakti tilraun-
ir sínar til að afla upplýsinga um
hvernig áfengiskaupum á kostnaðar-
verði hefði verið hagað í raun geng-
um árin og svör ráðuneyta og stofn-
ana við fyrirspurnum sínum. Þau
svör hefðu jafnan einkennst af orða-
leikjum, orðhengilshætti og tregðu
til að veita upplýsingar. Þær upplýs-
ingar sem veittar hefðu verið hefðu
ýmist verið beinlínis rangar eða tor-
tryggilegar. Lögmaðurinn benti á
ýmsar mótsagnir í því sem annars
vegar hefði komið fram í bréfum
forstöðumanna ráðuneyta og stofn-
ana og hins vegar í yfirheyrslum
yfir sömu mönnum fyrir dómi. Hann
sagði að afdráttarlausasta svarið frá
stjórnkerfinu hefði borist úr íjár-
málaráðuneytinu þar sem ráðuneyt-
isstjóri hefi sagt berum orðum í bréfi
að ráðuneytið hefði aldrei keypt
áfengi til einkanota fyrir ráðherra
eða embættismenn. Lögmaðurinn
taldi að síðar hefðu komið fram
upplýsingar sem hrektu þessa full-
yrðingu, til dæmis um 100 flöskur
af áfengi sem engin skýring hefði
fengist á og upplýsingar um að í
sinni fjármálaráðherratíð hefði Jón
Baldvin Hannibalsson látið ríkissjóð
greiða 100 flöskur af áfengi til að
veita í afmælisveislu kunningja síns.
. Yfírlýsingum ber
ekki saman
Þá stönguðust þessar fullyrðingar
á við viðtal við Bryndísi Schram,
eiginkonu Jóns Baldvins Hannibals-
sonar fyrrum fjármálaráðherra, í
tímariti þar sem hún segði það venju
að fjármálaráðherra fengi um jóla-
leyti gefna nokkra kassa af eðalvíni
frá ríkinu. Þá rakti hann svör ut-
anríkisráðuneytisins um að áfengi
væri aldrei sent til heimilis ráðherra
eða ráðuneytisstjóra án þess að
ákveðnar opinberar veislur gæfu til-
efni til og að magn væri áætlað
nákvæmlega hveiju sinni. Hann bar
saman við lista sem hann taldi sýna
að í tíð Steingríms Hermannssonar
hefði áfengi verið sent til heimilis
utanríkisráðherra án tengsla við
gestaboð. í raun hefði ráðherrann
haldið áfengislager á heimili sínu.
Jón Steinar sagði að í ljósi þess
sem eftir eiginkonu núverandi utan-
ríkisráðherra væri haft í tímarits-
viðtalinu væri ljóst að yfirlýsingum
hennar bæri að ýmsu leyti ekki sam-
an við framburð veitingamanns í
veislusölum ríkisins um ástæður þess
að hann annaðist veislu vegna fimm-
tugsafmælis ráðherrafrúarinnar.
Einnig hafi ráðherrafrúin sagt í við-
talinu að strax að loknu afmælinu
hafi hún gert upp kostað vegna veisl-
unnar. Veisluhaldarinn segði á hinn
bóginn að greiðsla hefði borist
nokkru síðar og þá frá ríkisféhirði.
Lögmaðurinn rakti ýmis dæmi þess
sem hann taldi að svör embættis-
manna ráðuneyta, einkum utanríkis-
ráðuneytis, ríkisendurskoðanda og
forstjóra ÁTVR, hefðu stangast á
við það sem leitt hefði verið í ljós
fyrir dómi og ófullnægjandi svör
þessara aðila fyrir dómi. Hann sagði
að ráðuneyti hefðu aldrei látið gera
könnun á fyrirkomulagi þessara
mála vegna fyrirspuma sinna. Það
blasi við að ríkissjóður sé í stórum
stíl látinn greiða fyrir einkaneyslu
sumra ráðherra og embættismanna
sem vilji ekki að skýrt sé frá því.
Fróðlegt sé að bera þá vitneskju
saman við það hvemig Magnús
Thoroddsen hefði staðið að áfengis-
kaupúm sínum. Hann hefði ekki við-
haft neina leynd enda talið sig vera
að nýta heimildir sem hann hefði
með réttu. Hann rakti það sem fram
hefði komið hjá ýmsum innan ríkis-
kerfisins, að ríkisendurskoðanda
hefði borið að túlka, samkvæmt eig-
in mati að því er virtist, hvað væri
heimilt og hvað óheimilt í þessum
efnum. Það væri undarlegt að í stað
þess að setja skýrar reglur hefði
verið flett upp í ríkisendurskoðanda,
oft ef til vill til að tryggja sig gegn
athugasemdum hans síðar meir.
Hann taldi ljóst að meðan málum
væri svo komið væri túlkun regln-
anna miklum breytingum undirorpin
við það eitt að mannaskipti yrðu í
embætti ríkisendurskoðanda. Slíkt
gangi ekki í stjómsýslu. Setja eigi
almennar reglur og birta þær.
Um það að kaup Magnúsar hefðu
verið umfram leyfilegt magn, jafnvel
þótt honum hefðu verið heimil kaup
á áfengi til einkanota, sagði Jón
Steinar Gunnlaugsson ljóst að einu
takmarkanir á magni sem reglur um
áfengiskaup á kostnaðarverði hefðu
innihaldið hefðu gilt fram til 1971
og aðeins tekið til deildarforseta
Alþingis, sem bundnir hefðu verið
við ákveðið hámark krónutölu í
sínum innkaupum. Þetta væri meðal
annars ljóst af fyrirspum á Alþingi
1947 og svari við henni. Þá stað-
festu kaup fyrirrennara Magnúsar í
embætti að engar magntakmarkanir
hefðu verið í gildi. Magnús héldi
fram að enginn eðlismunur væri á
kaupum hans sjálfs og fyrirrennara
hans. Nauðsynleg ítarleg rannsókn
á þessu hefði ekki fengist þótt vitað
væri að upplýsingar væm til og því
bæri að byggja á þessari yfirlýsingu
Magnúsar. I niðurstöðum héraðs-
dóms hefði þetta atriði verið afgreitt
með því að skortur á rannsókn á
þessum atriðum hindraði ekki að
efnisdómur yrði lagður á málið.
Enginn hefði haldið öðm fram en í
þeim efnisdómi hefði átt að felast
sýkna. Með því að dæma Magnús
Thoroddsen frá embætti á gmnd-
velli fyrirliggjandi upplýsinga væri
annaðhvort tekin sú afstaða að engu
skipti þótt Magnús hefði aðeins nýtt
heimildir sínar eins og fjöldi annarra
manna eða hitt að honum sé neitað
um réttinn til að veija sig í málinu.
Lögmaðurinn sagðist ekki trúa því
að óreyndu að íslenskir dómstólar
viðhafi þannig aðfarir.
Lág laun bætt með
fríðindum
Jón Steinar Gunnlaugsson sagði
að upphaf þess að handhöfum for-
setavalds var veitt heimild til kaupa
á áfengi á kostnaðarverði ætti sér
eflaust rætur í því að forseti íslands
væri undanþeginn greiðslu skatta.
Sérkjör á áfengi byggðust eingöngu
á því að ríkið gæfi eftir sinn hagnað
af verðinu. Lögkjör forseta giltu
einnig um handhafa forsetavalds.
Hann sagði að það væri alkunnur
siður hér á landi að borga æðstu
embættismönnum lág laun en bæta
þeim það upp með fríðindum, svo
sem bílahlunnindum, ferðapening-
um, dvalarstyrkjum og fleim. Heim-
ildir til áfengiskaupa á kostnaðar-
verði væm af sama stofni. Magnús
hefði vitað af þessari heimild sinni
þótt honum hefði aldrei verið kynnt
hún með formlegum hætti. Eftir til-
sögn forvera síns hefði hann stuðst
við þá þumalputtareglu að veija
launum sínum sem handhafi forseta-
valds til að kaupa áfengi á sérkjör-
um. Magnið hefði orðið mikið vegna
tíðra utanfara forseta á þeim tíma
sem Magnús gegndi embætti forseta
hæstaréttar. Úttektir hefðu farið
lítið eitt fram yfir þessa viðmiðun
en það skýrðist með því að laun
handhafa forsetavalds væm greidd
eftirá og oft vegna nokkurra tíma-
bila í senn. Magnús Thoroddsen
hefði talið víst að færi hann fram
ýfir leyfilegt hámark mundiFstarfs-
menn ÁTVR, þeirrar stofnunar sem
hefði sett, mótað og framkvæmt
reglumar, gera við það athugasemd-
ir. Magnús hefði engu leynt, aldrei
hallað réttu máli, aldrei sagt ósatt
orð um þessi mál. Hann teldi sig
ekki hafa getað brotið af sér, hann
hefði aðeins keypt áfengi af lögleg-
um seljanda þess eftir heimildum
sem hann hafði. Engar reglur hefðu
verið brotnar og því væri botninn
dottinn úr málsókn ríkisins.
Þá vék lögmaðurinn að því að
jafnvel þótt rétturinn teldi að ákvæði
einkamálalaga ættu við um hæsta-
réttardómara þá væri ekki á gmnd-
velli ólögfests og breytilegs siðferð-
ismælikvarða unnt að dæma menn
frá embætti. Dómstólar eigi að
dæma eftir lögum og dómara megi
aðeins dæma frá embætti vegna
brots á lagareglum. Héraðsdómarar
virtust ekki hafa litið á það sem
hlutverk sitt að rökstyðja niðurstöðu
sína heldur að þeir ættu að leggja
persónulegt siðferðismat á málið.
Sú aðferð sé dómstólum óheimil. Það
sé lágmarksskilyrði þess að dómarar
séu dæmdir frá embætti á grund-
velli einkamálalaga að í háttsemi
þeirra hafi falist brot á lagareglu.
Lögmaðurinn sagði að teldi Hæsti-
réttur að ákvæði einkamálalaga
ættu við héldi hann því fram að
háttsemi Magnúsar Thoroddsen
hefði verið lögmæt. Væri ekki fallist
á það héldi hann fram að brotið
hefði ekki verið svo stórvægilegt að
réttlætti brottvikningu þar sem brot-
ið hefði þá falist í því einu að kaupa
áfengi hjá ÁTVR, sem hlyti einnig
að hafa ákveðnar skyldur í þeim
viðskiptum. Yrði þetta ekki tekið
gilt þá hefði brotið verið í hæsta
máta afsakanlegt enda hefði Magn-
ús aldrei verið áminntur eða honum
gefinn möguleiki á að leiðrétta hina
röngu breytni. Lögmaðurinn minnti
á að það sé grunnregla að samræmi
sé milli yfirsjónar og þeirra viðurlaga
sem beitt væri.
Þá vék Jón Steinar Gunnlaugsson
að málatilbúnaði og gagnrýndi eink-
um ummæli Ólafs Ragnars
Grímssonar fjármálaráðherra sem
hefði ítrekað viðhaft rangar yfirlýs-
ingar um að kaup Magnúsar væru
skýlaust brot á skýrum reglum
fyrstu dagana eftir að málið varð
opinbert. Jón Steinar sagðist telja
ljóst að annaðhvort íjármálaráð-
herra, forsætisráðherra, forseti sam-
einaðs þings, ríkisendurskoðandi eða
forstjóri ÁTVR hefðu borið rangt
fyrir dómi um þátt sinn í að koma
af stað umfjöllun um málið og taldi
einkennilegt að ekki hefði verið sett
í gang opinber rannsókn á því
atriði. Hann sagðist telja líklegast
að fjármálaráðherra eða forseti sam-
einaðs þings hefðu átt upptökin að
því að opinbera málið, einkum vegna
þess að þau hefðu fylgt því eftir
með ítrekuðum röngum staðhæfing-
um og fullyrðingum í fjölmiðlum um
að einkanot væru óheimil og að brot
hefði verið framið. Þetta hefði lagt
grundvöll að því almenningsáliti sem
myndast hefði í upphafi. Hann taldi
framburð íjármálaráðherra fyrir
dómi sanna að hann hefði enga ná-
kvæma vitneskju haft um efni regln-
anna þegar hann gaf yfirlýsingar
sínar. Hann sagði að það, að um
áfengi hefði verið að ræða, hefði án
efa ráðið mestu um hve aðför áróð-
ursmannsins Ólafs Ragnars
Grímssonar að Magnúsi Thoroddsen
og Hæstarétti hefði heppnast vel.
En almenningsálit sem í fyrstu hefði
verið afar andsnúið Magnúsi hefði
nú breyst. Fjölmargir hefðu undir
fullu nafni talað máli hans opin-
berlega og almenningur hneykslað-
ist nú á hvers vegna ráðist væri að
honum einum fyrir það sem alsiða
hefði verið.
Þá vék Jón Steinar Gunnlaugsson
að því að í niðurstöðum héraðsdóms
væri Magnús Thoroddsen talinn hafa
rýrt svo mjög álit sitt siðferðislega
að hann megi ekki lengur gegna
dómaraembætti. Hann sagðist halda
því fram að niðurstaða dómsins um
að áfengiskaupin sýni siðferðisbrest
sé að minnstajiosti mjög umdeilan-
leg. Siðferðisbrestur sem varði brott-
vikningu úr embætti þurfi að teljast
óumdeilanlegur, svo sem vera myndi
um lesti eins og ósannsögli, drykkju-
skap, ofstopa, lauslæti og fleira. Því
geti siðferðisbrestur í skilningi 3.
mgr. 35. gr. laga um meðferð einka-
mála í héraði ekki átt við. Verði
ekki fallist á þetta, heldur talið að
vega eigi og meta í hveiju tilviki
hvort háttsemi teljist siðferðisbrest-
ur í skilningi lagaákvæðisins, verði
með engu móti talið að áfengiskaup-
in teljist svo alvarlegur brestur að
leiða eigi til frávikningar.
Tvenns konar siðareglur
Þegar svonefndar siðareglur séu
skoðaðar sjáist fljótlega að þar séu
augljósastar reglur sem gangi út á
að öðrum mönnum sé ekki gert
mein. Skýr dæmi um þetta séu siða-
reglur sem banni mönnum t.d. að
drepa, meiða, ljúga og stela. Kaup
Magnúsar Thoroddsen á áfengi á
kostnaðarverði falli ekki undir nein-
ar slíkar reglur. Hann hafi ekkert
tekið frá öðrum, engum unnið mein,
og hafi greitt allt sjálfur. „Eru þá
til aðrar siðareglur sem menn geti
brotið þó þeir geri ekki með því á
hlut annarra?“ spurði lögmaðurinn
og sagði að sjálfsagt væri svo. Til
sé annar flokkur siðareglna sem
krefjist þess að menn geri meira en
skyldu sína; reglur sem hvetji menn
til að ganga lengra í átt til göfug-
mennsku og tillitssemi en skyldan
bjóði. Samkvæmt þeim eigi að sýna
velvilja og tillitssemi í garð náung-
ans. Þessar reglur séu þannig að
menn séu yfirleitt ekki gagnrýndir
fyrir að fara ekki eftir þeim en þeim
sé hrósað fyrir að gera það. Siðaregl-
ur í þessum fiokki séu örugglega
utan þess sem ákvæði einkamála-
laga taki til. Telji menn það á annað
borð vera hófsemi að nýta áfengis-
kaupaheimildina af m'eiri hófsemi
en Magnús Thoroddsen gerði, sé
áreiðanlegt að sú siðaregla sé miklu
nær því að falla í þennan síðari
flokk. Annað atriði sem hljóti að
ráða úrslitum við mat á því hvort
siðferðisskylda hafi verið brotin sé
að slíkar skyldur hljóti menn að
bijóta viljandi. Það hljóti að vera
skilgreiningaratriði. Maður sem segi
ósatt vegna þess að hann viti ekki
betur, brjóti enga siðareglu. í málinu
liggi fyrir að Magnús hafi talið sig
vera að nýta heimild sem hann hefði
með réttu. Hann hefði engan vilja
haft til að bijóta neitt af sér. Hafi
hann gengið lengra í kaupunum en
heimilt hafi verið, en lögmaðurinn
ítrekaði mótmæli við því að svo hefði
verið, hafi ekki falist í þvi annað en
yfirsjón, sem auðvelt hefði verið að
lagfæra með smáábendingu eða skil-
greiningu á reglum. Þá hefði komið
fram að Magnús hefði engan vilja
til annars en að nýta á lögmætan
hátt heimild sína. Hins vegar hafi
hann einskis slíks réttar notið. Þess
í stað hafi verið ráðist á hann opin-
berlega af miklu offorsi af einum
af æðstu framkvæmdavaldshöfum
sem fagmannlega hafi notað til þess
fjölmiðla. Formálalaust hafi verið
hafðar uppi augljóslega rangar stað-
hæfingar um brot gegn reglum í
þeim tilgangi að eyðileggja allt
lífshlaup og flekklausan feril Magn-
úsar. Þetta verði aldrei skoðað öðru
vísi en sem siðlaus árás þessa fram-
kvæmdavaldshafa á Magnús Thor-
oddsen, sem gegnt hafi embætti for-
seta Hæstaréttar, og raunar jafn-
framt árás á dómskerfið í heild. I
þessu fáheyrða framferði hafi falist
eini raunverulegi siðferðisbresturinn
sem greina megi í þessu máli.
Fimm stunda langri ræðu sinni
lauk Jón Steinar Gunnlaugsson á
því að krefjast staðfestingar Hæsta-
réttar á þeim dómi undirréttar, að
með frávikningu Magnúsar Thor-
oddsen og skerðingu launa hans
hafi Halldór Ásgrímsson dómsmála-
ráðherra brotið gegn stjórnar-
skránni.
Nordvision:
Hrafti leikstýrir
„Hvíta víkingnum“
STJÓRN samnorræns sjóðs, er heyrir undir Nordvision hefur
samþykkt að veita jafiivirði 195 milljónum íslenzkra króna til
töku „Hvíta víkingsins“, þáttaraðar fyrir stjónvarp. Hrafii Gunn-
laugsson verður leikstjóri og Magne Bleness leiklistarsljóri norska
sjónvarpsins verður framleiðandi. Áætlaður heildarkostnaður við
gerð þáttanna er 32 milljónir sænskra króna eða um 312 milljón-
ir ísl. kr. Leikið verður á íslensku og verður um íjórðungur tek-
inn upp utanhúss hér á landi en önnur atriði verða tekin í Noregi.
Að sögn Péturs Guðfinnssonar
formanns Nordvision, munu sjón-
varpsstöðvar á Norðurlöndum
veita 1,5 millj. skr. til verkefnisins
eða um 14,6 millj. fsl. kr. en það
er svipaður kostnaður og við gerð
meðalleikrits hjá íslenska sjón-
varpinu. Þá mun einkafyrirtæki í
Noregi greiða 4,5 millj. skr. eða
um 43,9 millj. ísl. kr.