Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 37
MQRGU'NBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 3E sinn með smíðaverkfæri í hönd í smiðjum og verkstæðum hjá móður- afa; föður og tengdaföður. Eg og fjölskylda mín sendum Ingu, börnunum og fjölskyldum þeirra innilega samúðarkveðjur. Sigurjón Rist Mig langar til að minnast hér með nokkrum orðum vinar míns og vinnufélaga Ebergs Elefsen vatna- mælingamanns. Eftir að ég hóf störf hjá vatnamælingum undir leið- sögn Ebergs var ég ekki lengi að komast að því að hann var mjög hæfur maður í sínu starfi. Hann var vísindalega hugsandi, skipuleg- ur í starfi og hafði mikla verkkunn- áttu í þeim greinum sem vatnamæl- ingastarfið snerti. Eberg fæddist árið 1926 og ólst upp á Siglufirði. Afi hans rak véla- verkstæði steinsnar frá heimili hans. Þar mun Eberg hafa dvalið löngum stundum og numið flest það sem þar fór fram. Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi. I sumarfríum vann hann hjá Síldarverksmiðjun- um á Siglufirði, bæði í yerksmiðj- unni og á rannsóknarstofu hennar. Um tíma átti hann vörubíl og stund- aði vinnu á honum. Sá háttur hefur verið hafður á vatnamælingum hingað til að sömu menn hafa stundað mælingar, byggt mælistövðar og haft úr- vinnslu og frágang með höndum. Hin víðtæka verkreynsla og þekk- ing Ebergs nýttist því vel í þessu starfi. Hann hafði mikinn sjálfsaga og ætlaðist til hins sama af sam- starfsmönnunum. Hann var snill- ingur í að undirbúa og útfæra margbrotin verk sem vinna skyldi fjarri mannabyggðum og allri þjón- ustu. Ekki rrtan ég til þess að það þyrfti nokkurn tíma að fara auka- ferð eftir .einhverju sem gleymst hafði. Það voru orð að sönnu sem sumarmaður sagði við mig í haust. „Það er gott að vinna með Eberg, hann er svo öruggur.“ Ekki spillti það heldur ferðunum að Eberg var ákaflega skemmtilegur maður. Hann hafði ákveðnar skoðanir á flestu og kunni ókjör af smellnum sögum sem hann hafði sérstakt lag á að segja, þannig að menn skemmtu sér konunglega. Hvar sem hann kom meðal manna átti hann frumkvæði að líflegum umræðum og skemmtan. Þau Eberg og kona hans, Inga Magnúsdóttir, eignuðust sex börn. Hann var tilfinningaríkur maður og umhyggjumaður, sem rækti heimili sitt af alúð þrátt fyrir langar fjar- vistir. Hann hafði mikið yndi af tónlist. Rómantískar óperuaríur voru hans uppáhald. Hann hafði með sér bunka af snældum í vatna- mælingaferðirnar og ef síbyljan glumdi í útvarpinu stakk- hann snældu í tækið og hlyddi á sína menn, Pavarotti og hans líka. Áður en Eberg lést fékk hann tækifæri til þess að miðla af reynslu sinni til núverandi starfsliðs vatna- mælinga, þannig að enn um hríð mun hann eiga dijúgan þátt í árangri af starfi deildarinnar. Snorri Zóphóníasson Æskuvinur minn, Eberg Elefsen, Iést á Krabbameinsdeild Landspítal- ans að morgni 15. þessa mánaðar eftir. langvinn veikindi. Hann kenndi fyrst meins þess, sem leiddi hann til dauða, fyrir rúm- um tveimur árum og gekkst stuttu síðar undir all viðamikla skurðað- gerð í von um bata. Batahorfur virt- ust góðar í fyrstu en brugðust er tímar liðu. Síðasta misserið var ljóst hvert stefndi og gekk hann þess ekki dulinn að skammt væri ólifað. Hann ræddi um sjúkdóm sinn við ættingja og vini af raunsærri greind og tók örlögum með sínum æðru- leysi. Seinustu mánuðina var hann að mestu rúmliggjandi, ýmist á Landspítala eða sínu eigin heimili, og naut frábærrar umönnunar lækna og hjúkrunarfólks og ágætr- ar eiginkonu og barna. Það er erfiðara en margur hygg- ur að minnast besta æskuvinar síns. Minningarnar líða óðfluga hjá í hugskoti, eins og sýning á stóru breiðtjaldi. En hvar skal byija, hvað skal standa? Eberg var borinn og barnfæddur Siglfirðingur. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigríður Guðmundsdótt- ir, Björnssonar vélsmiðs á Siglu- firði, og Óskar Berg, en hann var norskrar ættar, fæddur á eyjunni Senja í Norður-Noregi. Síldarævintýrið á Siglufirði stóð yfir í rúma þijá áratugi. Upphafs- menn þess voru Norðmenn, sem komu heim í Sigluíjörð til skemmri eða lengri dvalar, reistu þar síldar- verksmiðjur og síldarsöltunarstöðv- ar, kenndu innlendum vinnslu í silfri hafsins, svo úr varð gæðavara á erlendum markaði og mikil verð- mætasköpun fyrir land og þjóð. Þessu samfara kenndu þeir landan- um og nýja veiðitækni, hér áður óþekkta, með svokallaðri snuipu- nót. Norski síldveiðiflotinn sigldi árlega að sumarlagi á íslandsmið til síldveiða. íslendingar gerðust brátt liðtækir til jafns við Norð- menn, bæði hvað útgerð og síldar- vinnslu snerti. Miðstöð þessarar atvinnugreinar á íslandi var um langa hríð Siglu- fjörður, af skiljanlegum ástæðum, enda bestu mið landsins steinsnar undan. Fjöldi innlendra sem út- í og ég man hve mikil eftirvænting var hjá okkur að hitta hana, er hún kom í fýrsta skipti heim eftir að hún flutti til Bandaríkjanna, en þá kom hún austur á Norðfjörð með Lindu dóttur sína eins árs. Ella var alla tíð viljug að skrifa vinum sínum,_ talaði og skrifaði góða íslensku. í síðasta bréfínu sem ég fékk frá henni í sumar er hún einmitt að riija upp dvöl sína á heimili foreldra minna og ömmu og afa, hún bar sig vel en sagðist ekki treysta sér til að koma í sumar, eins og til stóð, en sló á létta strengi að vanda. Eftir skilnað Ellu við fyrri mann sinn fór hún austur á Fáskrúðsfjörð til Siggu systur sinnar og manns hennar Árna Stefánssonar útgerð- armanns. Dóra varð eftir hjá þeim og ólst upp hjá þeim til fullorðins- ára. Alla tíð var mjög kært með þeim systrum og Sigga fór nokkrar ferð- ir að heimsækja systur sína. Adda systir þeirra er gift og búsett í Boston. Ella og hún höfðu alltaf náið samband, 'enda ekki svo langt á milli þeirra. Með Dóru og mömmu hennar voru alltaf miklir kærleikar og dvaldi Dóra oft hjá henni, það er því mikið sem þær hafa misst. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar þökkum liðin ár og biðjum henni og fjölskyldu hennar Guðs blessun- ar. En vindar hafa borið margt visnað skógarblað um veginn, sem við gengum, Því meðan hjðrtun sofa, býr sorgin heiman að og sorgin gleymir engum. (Tóm. Guðm.) Jóna G. Gísladóttir Ég vil með þessum fáu línum kveðja elskulega vinkonu mína, hún hafði svo sannarlega allt, sem góða vinkonu mátti prýða. Við erum aldr- ei tilbúin að sjá á eftir okkar nán- ustu vinum og ættingjum úr þess- ari jarðvist, og víst er að hennar skarð er vandfyllt. Elín var fædd og uppalin í Odd- geirsbæ við Framnesveg í Reykja- vík. Ég kynntist Elju fyrst þegar ég var 16 ára í ísafoldarprent- smiðju, og við unnum þar saman þangað til ég flutti til USA, en síðan eru 43 ár. Ella giftist Paul Dreyer, sem líka vann í ísafold. Hann var einn af mörgum Dönum, sem komu til íslands árið 1944. Þau fluttu til USA árið 1947, og þá endurnýjaðist okkar vinskapur, en í þá daga var hér hópur af íslenzkum stúlkum, sem tengdust sterkum vináttuböndum. Það voru margar skemmtilegar stundir, sem við áttum saman. Ella saknaði sátt vina og ætt- ingja heima á Islandi eins og við allar gerðum, og að fara heim sam- an og fá fréttir að heiman, voru okkar beztu stundir. Ella var gift áður á íslandi og á eina dóttur búsetta í Hafnarfirði. Hún heitir Halldóra Árnadóttir, gift Pétri Haukssyni, og þeirra sonur er Ámi Sigurður. Tvíburasystur á Ella, sem heitir Sigríður, og er búsett á Fá- skrúðsfirði. Þriðja systirin er Adda, búsett í Massachusetts í USA. Paul og Ella áttu eina dóttur, Lindu, sem er gift og búsett í New York og á hún tvo syni, Seinni son- inn fæddi Linda deginum áður en móðir hennar lézt. Vissulega er söknuðurinn sár, en allar þær góðu stundir sem við átt- um saman munu ylja mér um ókom- in ár. Allir kaffisoparnir og símtölin og alltaf leitað frétta að heiman. Ella var búin að vera ekkja í 3 ár. Hún var sérlega dugleg og hjálp- söm. Gestrisni hennar var einstök og greiddi hún götu margra landa sinna og örugglega eru margir heima, sem minnast hennar með hlýju og þakklæti. Guð geymi Ellu, mína góðu vin- konu, og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Lára Sumarliðadóttir Gasch lendra dvaldi sumarlangt á Siglu- firði og bærinn breyttist á ör- skömmum tíma í iðandi mannhaf. Einn þeirra mörgu Norðmanna sem tók þátt í 'þessu ævintýri og ílengd- ist á íslandi, var faðir Ebergs. Hann var dverghagur maður og vélsmiður að mennt. Starfaði við mótorvörslu og iðn sína alla ævi. Hjónaband þeirra Sigríðar var hið farsælasta. Þau bjuggu mesta sína búskapartíð á Gránugötu 20 í Siglufirði og þar var æskuheimili Ebergs. Þau eign- uðust þijá drengi, einn þeirra lést í æsku en Sigurður, yngri bróðir Ebergs, lést fyrir hálfu ári á sjúkra- húsi hér í Reykjavík. Hafa þeir bræður því látist báðir á sama ári. Það voru ófáir gestirnir, ungir sem gamlir, sem lögðu leið sína á Gránugötuna, þáðu kaffisopa hjá Sigríði og góðar pólitískar ráðlegg- ingar hjá húsbóndanum í þann tíð. Við Eberg vorum bekkjarbræður, bæði í barna- og gagnfræðaskóla og umgengumst svo að segja dag- lega um áratuga skeið. Gerðum við mörgum kennurum okkar lífið leitt með alls konar uppákomum, sem ýmist kostuðu eftirsetu eða kennslubann í skemmri eða lengri tíma og var þá brugðið á það ráð að fara í kaffi, annaðhvort á Gránu- götuna eða Nöfina, á milli kennslu- stunda. Gamlárskvöld var sérstakt tilhlökkunarefni. Þá voru gerðar heimaunnar sprengjur af ýmsum gerðum, sern síðar, í fyllingu tímans, sprungu á ólíkustu stöðum bæjarins. Sama má segja um vorið. Þá voru reiðhjólin tekin fram, púss- uð og lökkuð eftir kúnstarinnar reglum og þeyst á nýuppgerðum reiðskjóta um göturnar. Á sumrin var svo unnið í síldinni. Já, þetta voru dýrðlegir dagar. Síðan skildu leiðir um hríð, en Eberg fór í Menntaskólann á Akur- eyri, en hann var síðar eltur þangað. Eberg var ágætis námsmaður, einkum á raungreinar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, stærðfræðideild, vorið 1947 með ágætum vitnisburði, fékk m.a. hæstu einkunn sem gefin hef- ur verið í þeim skóla í eðlisfræði, fyrr og síðar. Að stúdentsprófi loknu nam hann verkfræði um tíma við háskólann í Þrándheimi í Noregi og einnig lögfræði við Háskóla ís- lands en hvarf von bráðar að ævi- starfi sínu, vatnamælingum, og reyndist þar hinn nýtasti maður, eins og hans var von og vísa. Árið 1950 kvæntist Eberg eftir- lifandi konu sinni, Ingu M. Magnús- dóttur, ættaðri frá Reykjavík, og áttu þau saman 6 börn, öll hin mannvænlegustu. Eitt þeirra, Una, lést fyrir nokkrum árum, langfum aldur fram. Hafði hún numið óperu- söng á Italíu um margra ára skeið og þótti ein efnilegasta söngkona okkar er hún lést. Var hún öllum er hana þekktu mikill harmdauði. í öllu veikindastríði Ebergs studdi Inga eiginkona hans hann með ráðum og dáð. Var það honum að sjálfsögðu mikill styrkur. Sýndi hún þar enn éinu sinni dug sinn á örlagastundu. Eberg var að mörgu leyti sér- stakur maður. Hann var óvenju ræðinn og skemmtilegur og hafsjór sögusagna um menn og málefni staðbundna heimahögum. Oft var unun og skemmtan á að hlíða, enda frásagnargleði hans blönduð já- kvæðri kímni og aldrei rætin. Ætla ég að ekki sé ijarri sanni að góða sögu hefur hann átt í fórum sínum um flesta þá, sem eitthvað kvað að í bæjarlífinu heima á Sigló. Eberg hafði yndi af dægurmálaumræðu, enda stórpólitískur og markaði sér bás yst til vinstri í þeim efnum. Hann var flugmælskur og eftir því orðheppinn og hvikaði aldrei frá þeim skoðunum, sem hann taldi réttar. Hann lifði og eins og hann boðaði. Nú að leiðarlokum færi ég mínum ágæta vini mínar og minna bestu kveðjur með þökk fyrir mýmargar ánægjustundir, bæði fyrr og síðar, og ekki síst á æskustöðvunum, heima á gamla góða Sigló. Ingu og börnunum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Skaftason SKOR SEMÞÚ GETUR TREYST OG NOTIÐ LENGI LAUGAVEGI41 SIM113570 I BÆJARinS BESTI FISKUR í HJARTA BORQARIHHAR Tilboðsdaaar á sælkeraréttum! isfciir Veislumatur á vægu verði: • tlvítlauksristaður hörpudiskur með sveppum • Lambahnetusteik með kryddjurtasósu • Súkkulaðimús með rjóma • Kaffi og konfekt Aðeins kr. 1.490.- Hafnarstræti 5 ' Pöntunarsími: 18484

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.