Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 48
Síldarsalan til Sovétríkjanna: Anægður að langri iotu er loks lokið - segir formaður samninganefndar SÚN „ÉG ER ánægður með að þessari lengstu samningalotu í sögu síldarsölunnar til Sovétríkjanna skuli lokið. Um samninginn sjálf- an vil ég ekki tjá mig, en það er ánægjulegt að nú skuli loks vera hægt að hefja veiðar og söitun af fúllum krafti. Staðan hér eystra gerði það ómögulegt að samning- ar næðust fyrr, þrátt fyrir mikinn stuðning íslenzkra stjórnvalda og utanríkisþjónustunnar," sagði Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefhdar. Gunnar leiddi samninganefnd Síldarútvegsnéfndar, en hann hefur nú verið í Moskvu í tæpar 5 vikur samfleytt ásamt Einari Benedikts- syni, aðstoðarframkvæmdastjóra sínum. Samningur um kaup Sovryb- flot á 150.000 tunnum með mögu- legri 50.000 tunna viðbót á sama verði og sömu afhendingarskilmál- um og í fyrra náðist 4. nóvember síðastliðinn og hélt þá meirihluti samninganefndar SÚN heim. Samn- ingurinn var háður staðfestingu sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna, en sú staðfesting fékkst ekki fyrr en í gær að lokinni margra klukku- stunda samningalotu þeirra Gunnars og Einars við fulltrúa Sovrybflot. „Við höfðum auðvitað miklar áhyggjur af söltunarstöðvunum, starfsfólki þeirra og sjómönnunum og því er ánægjulegt að veiðar og söltun geti loks hafizt af fullum krafti," sagði Gunnar Flóvenz. Sjá frétt á bls. 2. Jólainnkaupin: Hagkaup og Kringlan lengja kortatímabil ÁKVEÐIÐ hefúr verið að verslan- ir í Kringlunni í Iteykjavík og verslanir Hagkaupa færi greiðslu- kortatímabil í desember fram um eina viku, að sögn Jóns Ásbergs- sonar framkvæmdastjóra Hag- kaupa. VISA-ísland hefur sent frá sér aðvörun og varar kaupmenn við því að dagselja sölunótur greiðslukorta fram í timann. Jón Ásbergsson segir að verslan- irnar taki við greiðslukortum 11. desember, fyrir þá sem þess óska, fyrir úttektartímabilið sem hefst þann 18. Fólki gefst því kostur á áð taka út vörur frá 11.-17. desem- ber og greiða þær í febrúar í stað janúar. VISA-ísland sendi orðsendingu til sölu- og þjónustuaðila þar sem varað er við því að færa úttektartímabilið fram. Þar segir að öll frávik frá reglum og ákvæðum almenns sam- starfssamnings séu á áhættu þeirra fyrirtækja eða söluaðila sem hlut eigi að máli. Skila beri sölunótum inn á sama úttektartímabili og heim- ild var veitt á. Þá segir: „Oheimilt er að dagsetja sölunótur fram í tímann . .. Allar sölunótur sem ber- ast fram til 20. desember og dagsett- ar eru 17. desember eða fyrr munu koma fram á útskrift korthafa, sem er til greiðslu í byrjun janúar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Saltað frá Vopnafírði til Reykjavíkur Vilborg Jóhannsdóttir (t.v.) og Laufey Guð- mundsdóttir hjá Ingimundi hf. í Reykjavík voru glaðlegar á svipinn í gærkvöldi þegar síldarsölt- un á Rússlandsmarkað hófst hjá fyrirtækinu. Laufey sagði að skemmtilegra væri þó að hand- skera síldina en vinna við vélarnar. „Ég hand- skar síld á Hornafirði og hafði við vélunum," sagði hún. Samningar við Sovétmenn um saltsíld- arkaup þeirra tókust í gær og þá var söltuð síld frá Vopnafirði til Reykjavíkur. Þorsteinn Pálsson um áframhald á viðræðum EFTA og EB: Utanríkisráðherra verður að hafa skýrt umboð frá Alþingi Tvíhliða viðræðna við EB um fríverzlun með fisk krafizt Þorsteinn Pálsson lýsti eftir stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi slmskipti EFTA og EB. Hann sagði Ungur mað- ur beið bana í vinnuslysi TUTTUGU og sjö ára gamall maður lést í gær af völdum raf- losts, sem hann fékk þegar hann vann við raflínu í Reykjavík. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um slysið klukkan 15.15. Maðurinn var starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var að vinna við raflínu við Stór- höfða. í gær var ekki ljóst hvern'- ig slysið bar að, en rannsókn á tildrögum þess stendur yfir. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu. ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist þess í umræðum á Alþingi í gær að er að því kæmi að utanríkisráðherra tæki ákvörðun um það með öðrum ráðherrum EFTA hvort framhald yrði á viðræðum við Evrópubandalagið um sameiginlegt evrópskt eftia- hagssvæði, yrði hann að hafa með skýrum hætti umboð og stuðning meirihluta Álþingis. Undir þetta tók Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalista. Þorsteinn, Kristín og fleiri þingmenn kröfðust þess að þegar í stað yrðu teknar upp tvíhliða viðræður við EB um fríverzlun með fisk, óháð EFTA-viðræðunum. að þótt utanríkisráðherra hefði gefið i skyn að íslendingar ættu að taka þátt í viðræðunum, hefði hánn ekki ,sagt frá stefnu ríkisstjórnarinnar, og bæði Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur vfcru með alls konar fyrirvara á samstarfi við önnur Evr- ópuríki. Alþýðubandalag hefði í landsfundarályktunum hafnað því að á næstu vikum yrði ákvörðun tekin um þátttöku í umræðunum. Ráðherra væri því kominn til um- ræðna um málið á þingi án þess að ríkisstjórnarmeirihiutinn stæði að baki honum. Þorsteinn sagði það stefnu sjálf- stæðismanna að taka ætti þátt í við- ræðunum, en jafnframt væri það ófrávíkjanleg krafa að hafnar yrðu tvíhliða viðræður við EB um verzlun með sjávarafurðir. Nauðsynlegt væri að Alþingi gerði sérstaka samþykkt um þessi mál. Annað myndi í grund- vallaratriðum stangast á við við- teknar þingræðisvenjur. Þorsteinn spurði hvort það væri ekki ætlun utanríkisráðherra ^ að leita umboðs þingsins. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið/Júlíus Frá slysstað. Maðurinn var að vinna uppi í fremri staurn- um, þegar slysið varð. Morgunblaðið að ríkisstjórnin hefði ekki tekið ákvörðun um að leita umboðs Alþingis, þar sem það væri ekki endilega tímabært. Það sem lægi fýrir væri niðurstaða könnunar- viðræðna, sem væru án skuldbind- inga. Hann sagði að það væri ekki hefð fyrir því að leita umboðs Al- þingis til svona samningaviðræðna. Það hefði ekki verið gert þegar ís- land gekk í EFTA eða þegar fríverzl- unarsamningur var gerður við EB. Það væri því ljóst að enga knýjandi nauðsyn bæri til þess, og það væri álitamál hvort slíkt bæri að gera. Ráðherra sagði að þótt ríkisstjórn- in hefði ekki samþykkt formlega að taka áfram þátt í viðræðum EB og EFTA, þá hefði hann ekki ástæðu til að ætla annað en stjórnin væri þeirrar skoðunar. Þrátt fyrir að al- þýðubandalagsmaðurinn Hjörleifur Guttormsson hefði sagt í umræðum á þingi að lengri tíma þyrfti til að taka ákvörðun, þá væri hann ekki aðili að ríkisstjórn. Sjá frásögn af umræðum á Al- þingi á bls. 28 og frétt á bls. 21. Bláfiöll, Hamragil og Skálafell: Sama árskort gildir á skíðasvæðin þrjú TIL stendur að ganga formlega frá samkomulagi um sameiningu þriggja stærstu skíðasvæðanna á suðvesturhorninu, Iiláfjalla, Hamra- gils og Skálafells. Sama árskortið gildir á öll svæðin og kostar það jafti mikið og árskort í Bláfjöll. Reiknað er með að sala árskorta heflist á næstu dögum. öfugt. Menn hafa hinsvegar ekki getað hýtt sér þetta nema hafa tvö kort,“ sagði Kolbeinn. Árskortin kosta kr. 7.800 fyrir fullorðna og 3.900 fyrir börn eða sama verð og var áætlað fyrir kort sem aðeins giltu í Bláfjöll. „Það hefur náðst samkomulag og við munum ganga til samninga næstu daga,“ sagði Kolbeinn Páls- son, formaður Bláfjallanefndar. „Þetta á án efa eftir að auka áhuga á skíðum, því þegar ekki er hægt að skíða í Bláfjöllum vegna veðurs er oft ágætt veður í Skálafelli og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.