Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 30
310.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989
-----;■:. ■ : . :—5-‘-------——1---------
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Sveinn Sigurðsson
málari - Minning
Fæddur 28. apríl 1913
Dáinn 19. nóvember 1989
Okkur langar til að kveðja lang-
afa okkar, afa Svein. Afi Sveinn var
pabbi hennar ömmu Siddý og nú er
hann farinn til hennar upp til'Guðs
og ömmu Beggu sem var konan
hans. Þeim líður örugglega vel hjá
Guði. Eftir að amma Siddý dó þá
borðaði afi Sveinn oft hjá okkur og
sagði okkur sögur. Hann hjálpaði
okkur að taka kúlurnar af jólatrénu
í fyrra. Þegar að stelpan hans afa
dó, amma okkar, þá kom afi okkar
oft til okkar til þess að hressa okkur
við, þó að honum liði líka illa. Við
óskum afa góðrar ferðar upp til
himna til ömmu Siddýar og ömmu
Beggu.
Atli Arsæll, Oskar Sindri
og Lárus Baldur Atlasynir.
Kveðja frá gömlum félögum
í Lúðrasveitinni Svani
Sveinn Sigurðsson málarameistari
var síðastur eftirlifandi þeirra sem
kalla má frumheija Lúðrasveitarinn-
ar Svans. Sveitin var stofnuð 16.
nóvember 1930, og verður því sex-
tug á næsta ári. Sveinn var þar virk-
ur félagi frá fyrsta ári til 1974, eða
alls í 43 ár, og hefur engin,n verið
lengur þegar þetta er ritað. A fyrstu
áratugum þessarar aldar var tónlist-
arlíf með æði mikið öðrum brag en
nú er. Möguleikar voru takmarkaðir
og fátt um tilefni til að læra tónlist
eða iðka hana. Voru lúðrasveitirnar
kærkomið tækifæri fyrir tónelska
menn, enda komu margir þar við
sögu í lengri eða skemmri tíma. Nær
allir voru sjálfmenntaðir. Sveinn
hefur sjálfur sagt svo frá því hvern-
ig hann byijaði: „Hljóðfærið, sem
var F-túba, hafði ég heima hjá mér
um hríð og komst brátt upp á lagið
með blásturinn. Eina kennslan var
sú að Hallgrímur [Þorsteinsson] lét
mig fá nokkra „skaia“. Aður hafði
ég lært á orgel í fjóra mánuði hjá
Jóni ísleifssyni og gat ég stuðst við
orgelið í þessu sjálfsnámi."
Á þessum tíma gegndu lúðrasveit-
irnar stærra hlutverki- í menningar-
og skemmtanalífi höfuðborgarinnar
og reyndar landsmanna allra en nú
er. Auk þess sem dijúgur tími fór í
æfingar var oft spilað opinberlega,
bæði við hátíðahöld, úti á torgum og
í ferðalögum um landsbyggðina.
Vafalaust hefur einhvern tíma orðið
erfitt að samræma skyldurækni sína
við félagið þörfum heimilis og fjöl-
skyldu. Engum blandaðist þó hugur
um að Sveini tókst að sinna hvoru
tveggja svo að til fyrirmyndar var.
Og hann var virkur félagi í þess
orðs bestu merkingu. Vart kom fyr-
ir að hann vantaði á æfingu í öll
þessi ár nema ef svo hittist á að
slökkviliðið væri að skyldustörfum á
sama tíma, en þar var hann í varaliði.
Hljóðfæri Sveins var túban. Hún
hefur dýpsta rödd allra lúðra, og er
stundum kennd við kjallarann. Það
er mál glöggra manna að túbuleikar-
ar séu að jafnaði traustastir og þol-
sætnastir allra lúðurþeytara. Má það
kallast við hæfi því á kjallaranum
stendur öll yfirbyggingin. Og hvort
sem þetta er gild alhæfing eða ekki
sannaðist hún á Sveini Sigurðssyni.
Hann var traustur félagi og hann
var góður túbuleikari. Önnur samlík-
ing er stundum höfð um túbuna, sú
að með henni sé markaður líftaktur
eða hjartsláttur sveitarinnar. Svo
vildi líka fara þá sjaldan sem hann
vantaði á æfingar að lítið varð úr
verki hjá hinum.
Sveinn var kjörinn heiðursfélagi
lúðrasveitarinnar árið 1970, þá enn
starfandi eins og áður sagði. Eftir
að hann hætti virkri þátttöku fylgd-
ist hann vel með því sem gerðist í
Svaninum og sótti jafnan tónleika
og aðrar samkomur af þeim áhuga
sem honum var laginn. Seinast fór
hann í ferðalag með félaginu síðast-
liðið sumar, á landsmót Sambands
íslenskra lúðrasveita í Vestmanna-
eyjum.
Við syrgjum kæran félaga og
góðan dreng. Við biðjum Guð að
blessa minningu hans og styrkja þá
sem hann syrgja.
Gamlir félagar úr Svaninum
í dag kveðjum við einn af okkar
allra bestu félögum. Sveinn Sigurðs-
son túbuleikari og heiðursfélagi
Lúðrasveitarinnar Svans verður í
dag til grafar borinn.
Sveinn hóf leik með Lúðrasveit-
inni Svani árið 1931. Alls mun hann
hafa leikið með sveitinni í 43 ár og
hefur enginn annar félagi náð slíkum
starfsaldri. Á fjörutíu ára afmæli
Lúðrasveitarinnar 1960 var Sveinn
gerður að heiðursfélaga og er sá
flórði sem þann heiður hlýtur. Sveini
hefur jafnframt verið veitt viður-
kenning fyrir langan starfsaldur og
á hann í fórum sínum bæði silfurpen-
ing fyrir 10 ára vel unnin störf og
einnig gullpening fyrir 25 ára starf
í þágu sveitarinnar. Einnig hefur
Sveinn hlotið gullmerki Lúðrasveit-
arinnar.
Sveinn mundi tímana tvenna í
starfi lúðrasveitarinnar og rifjaði oft
upp fyrir okkur, yngri kynslóðinni,
ýmsar skemmtilegar sögur frá fyrri
tímum. Einnig kunni hann að segja
frá tíðu húsnæðisbasli sveitarinnar
og var ljóst að oft reyndi á þolrif
félaganna við að halda starfseminni
gangandi. Sveinn stóð þó alltaf fast-
ur fyrir og var einn af þeim sem
létu ekki bugast. Sveinn gegndi
mörgum ábyrgðarstörfum í þágu
sveitarinnar og um tíma var hann
varaformaður hennar.
Nú er það svo að mikil kynslóða-
skipti hafa orðið í Lúðrasveitinni
Svan. sú kynslóð sem nú er burðar-
ásinn í sveitinni hóf að leika með
henni um og eftir 1976. Einmitt þá
var Sveinn að láta af störfum. Af
þeim sökum eru þeir margir í dag,
spilandi félagarnir, sem ekki þekkja
Svein svo að nokkru nemi. Ætíð
hefur Sveinn þó haldið góðu sam-
bandi við sveitina og mætt á hveija
einustu tónleika sem Svanurinn hef-
ur haldið síðan Sveinn hætti að spila
með. Slík fádæma tryggð við félags-
skapinn er einsdæmi og sýnir það
vel hvaða hug Sveinn bar til Svans-
ins._
Á liðnu sumri var haldið Lands-
mót Sambands íslenskra lúðrasveita
í Vestmannaeyjum. Sem eina heið-
ursfélaga Svansins var Sveini boðið
með í þá ferð. Ekki grunaði okkur
þá að þetta yrði síðasta ferð hans
með Svaninum. Á þessari stuttu
helgi endurupplifði'Sveinn mörg af
ferðalögum sínum með Svaninum
og landsmótin öll sem hann sótti.
Höfðu ættingjar hans orð á því síðar
að Sveinn hefði yngst um nokkur
ár við ferð þessa.
Á næsta ári heldur Lúðrasveitin
upp á sextíu ára afmæli sitt. Því
miður auðnaðist Sveini ekki að sjá
Svaninn sinn sextugan í lifanda lífi
en við erum þess þó fullviss að
Sveinn verður meðal okkar á af-
mælisárinu. Sveinn lætur sig örugg-
lega ekki vanta á tónleika eftirleiðis.
Lúðrasveitin Svanur sendir Þór-
unni Ingu, Halldóru og öðrum ætt-
ingjum innilegustu samúðarkveðjur.
Með blásarakveðju,
Lúðrasveitin Svanur