Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 22
S£ 22rz e8ex «aaMavðH as HUOAau'rsö'-i giaAjanuoflOM Líbanon: Friðarumleitun- um haldið áfram Morðið á Muawad, forseta landsins, fordæmt víða um heim Jerúsalem, Baalbeck, Algeirsborg. Reuter. Arababandalagið hefur boðað að áfram verði reynt að binda enda á átökin í Líbanon. Hátt- settur ísraelskur embættismað- ur sagði í viðtali við Reuters- fréttastofima í gær að stjómvöld í Israel hefðu ekkert að athuga við viðleitni Sýrlendinga til að koma á stöðugleika í Líbanon. Sagði hann ísraelska ráðamenn harma dauða Rene Muawad, for- seta Líbanons, sem óþekktir hryðjuverkamenn myrtu í Beir- út á miðvikudag. Yossi Olmert yfirmaður Qöl- miðlaskrifstofu ísraelsku ríkis- stjómarinnar sagði að Israelar hugsuðu fyrst og fremst um eigin öryggishagsmuni í Suður-Líbanon. Sýrlendingum væri fijálst að leita leiða til að koma á stöðugleika í þessu stríðshijáða iandi svo fram- arlegu sem sú viðleitni þeirra færi saman við alþjóðalög og hagsmuni líbönsku þjóðarinnar. Kom þéssi yfirlýsing nokkuð á óvart en 01- mert lagði áherslu á að hann tal- aði í nafni ríkisstjómar Israels. Arababandalagið hyggst halda áfram friðarumleitunum sínum í Líbanon að því er talsmaður þess sagði í gær en sá lét þess getið að ný áætlun hefði ekki verið sett saman. Almennt er iitið svo á að morðið á Muawad sé mikið áfall fyrir þá sem reynt hafa að stilla til friðar í landinu. Muawad var kjörinn þann 5. þessa mánaðar í samræmi við friðaráætlun Araba- bandalagsins og hafði því aðeins verið 17 daga í embætti er hann var myrtur. Morðið hefur verið fordæmt víða um heim en jafn- framt hafa þjóðarleiðtogar hvatt til þess að áfram verði reynt að koma á friði í landinu og þjóðarein- ingu þrátt fyrir illvirki þetta. Líbanskir þingmenn komu sam- an í gær til að ræða hvemig standa skuii að kjöri næsta forseta lands- ins. Er talið liklegt að eftirmaður Muawad forseta verði valinn í næstu viku. Reuter Hústökumenn flæmdirá brott Lögreglan í Amsterdam í Hollandi skipaði í gær um 200 hústöku- mönnum sem tekið höfðu sér bólfestu í gömlum byggingum við höfnina, að hafa sig á brott. Flestir þeirra sem bornir voru út voru Bretar en ákveðið hefur verið að rífa gömlu byggingarnár og reisa þar íbúðahús. Hústökumenn hafa mótmælt þessum áform- um harðlega og á mánudag neyddust lögregíumenn til að nota jarðýtur er þeir brutu sér leið gegnum vegatála sem hústöku- menn höfðu hlaðið og síðan borið eld að. Á myndinni bera tveir Bretar eigur sínar út úr einu húsinu. Grikkland: Boða hækkan- ir og stóraukið skattaeftirlit A^enu. Reuter. ÞJOÐSTJÓRN nýdemókrata, só- síalista og kommúnista í Grikk- landi tók við völdum í gær og boðaði hækkanir á ýmsum nauð- synjum almennings. Fjárlagahalli er orðinn geigvæn- legur enda lítt verið tekið á efnahags- vandamálum að undanförnu vegna upplausnarástands í stjórnmálum. Verð á rafmagni, gasi, vindlingum og fargjöldum í samgöngutækjum hins opinbera hækkar þegar í stað. Samkvæmt áætlun stjórnvaida verður hækkunum á allri opinberri þjónustu hrundið í framkvæmd og fer umfang hækkananna eftir því hve illa hvert ríkisfyrirtæki stendur fjárhagslega. Einnig verður skatta- eftirlit hert stórlega en reiknað, er með því að milli 30 og 35% af þjóðar- framleiðslunni komi hvergi fram á skýrslum. Fundur leiðtoga risaveldanna í næsta mánuði: Tímabært að stórveldin bindi enda á kalda stríðið - segir George Bush Bandaríkjaforseti Washington. París. Rcutcr. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu er hann flutti á mið- vikudagskvöld að hann hygðist hvetja Míkhaíl S. Gorbatsjov Sov- étforseta til að íjarlægja allar þær hindranir sem enn væru í vegi eðlilegra samskipta austurs og vesturs er forsetarnir koma sam- an til fundar við Möltu í næstu viku. Þannig gætu Sovétmenn og Bandaríkjamenn í sameiningu bundið enda á kalda stríðið. Þeir Bush og Gorbatsjov munu koma saman til fundar um borð í #HITACHI Hdgeeöa /eröatœki Stereo 80 x 3D Verð frá: 22.100* Ómetanlegt tœkifœri til að fjdrfesta í hljómtœkjum á viðráðanlegu verði. Stereo feröatceki Með fjórum bylgjum og segulbandi. Verð frá: 8.100* Mini samstceöa 2 x 50 wött með geislaspilara. Verð frá: 51.900* herskipum á Miðjarðarhafi undan ströndum Möltu 2. og 3. desember. Fundurinn verður óformlegur en í vor eða sumar mun Gorbatsjov halda til Washington til viðræðna við Bush forseta. í ræðunni, sem var sjónvarpað, sagði Bush að á fundinum hygðist hann fullvissa Sovétleiðtogann um það að Bandaríkjamenn fögnuðu þeim umbótum sem átt hefðu sér stað í Austur-Evrópu. Forsetinn sagði að Gorbatsjov yrði heitið stuðningi Bandaríkjamanna en bætti við að það væri margra ára verkefni að koma samskiptum austurs og vesturs í eðlilegt horf. „Við erum ekki að koma saman til að ákvarða framtíð Evrópu því vitaskuld eru það íbúar Evrópu sem sjálfir móta eigin framtíð," sagði Bush. Hann bætti því við að aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins þyrftu ekki að óttast að teknar yrðu mikilvægar ákvarð- anir á, fundi þeirra Gorbatsjovs við strendur Möltu en nokkuð hefur borið á áhyggjum manna yfír því að Möltu-fundurinn verði svipaður fundinum í Reykjavík árið 1986 er ráðamönnum NÁTO þótti Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hafa farið of geyst og án nægilegs samráðs við þá í viðræðum sínum við Gorb- atsjov. Bush vék að uppgjöf kommúnista í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu og sagði þetta „gleðilegan endi á einum sorglegasta kafla mannkynssögunn- ar“. Bandaríkjamenn vildu fá trygg- ingar frá Gorbatsjov fyrir því að Sovétmenn hefðu ekki afskipti af umbótastefnu stjórnvalda í nágrann- aríkjunum. Forsetinn lýsti yfir því að hann myndi hvetja Gorbatsjov til að „fjar- lægja síðustu hindranirnar" í vegi frelsisins. Þannig yrði unnt að binda enda á kalda stríðið í eitt skipti fyr- ir öll. Þótt Berlínarmúrinn hefði ver- ið opnaður væru enn til staðar ósýni- legir múrar sem spilltu samskiptum austurs og vesturs. Þetta væru hinir hinir efnislausu múrar efasemda, misskilnings og mistúlkana. Hljómtcekjasamstœöa Midi HIFI 2 x 60 wött geislasþilara. Án skáps. Verð frá: 61.900* STEREO feröatceki. Með tónjafnara, tvöföldu segulbandi - hraðaupptöku og fjórum bylgjum, einstakt tceki. Verð frá: 13.400* Vasadiskó. JSTEREO, FM, AM og segulband. Góður . hliómur. Veröjm: 5.600* RONNING mr Viö erum ekki bara hagstceöir... KRINGLAN ...viö erum betri S: 68 58 68 Zurich: Dýrustu frímerki heims enn óseld ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIRVÆNTING ríkti þegar tvö 142 ára gömul eins-pennís frímerki frá Mauritius á umslagi til Bombay komu undir hamar- inn á frímerkjauppboði Christ- ie’s/Robson Lowe uppboðshald- aranna í Ziirich á miðvikudags- kvöld. Fyrirtækið hafði reiknað með að þau kynnu að fara á 111 til 155 milljónir ísl. króna. Þau voru boðin til sölu á 46,2 milljóhir í upphafi og ruku á augabragði upp í 100,1 milljón. Enginn í þéttskip- uðu herberginu bauð betur og frímerkin voru slegin uppboðsfyr- irtækinu sjálfu. Mauritius-merkin eru dýrustu frímerkin sem nokkurn tíma hafa verið boðin upp. Starfsmaður Christie’s, dr. Jeffrey Schneider, sagði Morgunblaðinu að eigendur frímerkisins, bræðumir Rodger og Raymond Weill í New Orleans, hefðu viljað meira fyrir merkin. ._! :,v Frímerkin eru einstök fyrir þær sakir að mistök urðu við gerð prentmótsins þannig að á jöðrum frímerkjanna stendur „Pósthús" (Post Office) í stað „Burðargjald greitt“ (Postage Paid).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.