Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 31
.11 AUiJT?.n,’i GK fmiioíLOW MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 3h Hver er William Valgardson? cflir Sigmar Þormar William D. Valgardson er rithöf- undur frá Nýja Islandi. Smásögur hans og skáldsaga fjalla tíðum um fóik af íslensku bergi í Kanada. Höf- undur nýtur vinsælda í Ameríku, enda segir hann skýrt og skemmti- lega frá. Þótt furðulegt megi teljast er William Valgardson hingað til lands á Kanadadögum í byijun októ- ber sl. og fyrsta íslenska útgáfan á verkum hans, kynningarrit með smá- sögunni Blóðrót, kom út í tilefni Kanadadaga. A ráðstefnu á Hótel Sögu þann 9. október, sem fjallaði um viðskipti íslands og Kanada, kom fram skýr niðurstaða; tengsl íslands og Kanada þarf að stórefla, jafnt á sviði menn- ingar, sem verslunar og viðskipta. William Valgardson er kjörinn full- trúi tii að efla þau tengsl. Þó í æðum sögupersóna hans renni íslenskt blóð, segir hann frá atburðum í Kanada nútímans. William Valgardson William D. Valgardson fæddist á Gimli í Nýja íslandi árið 1939. Hann hlaut háskólamenntun sína í Kanada og Bandaríkjunum og hefur um langt skeið gegnt stöðu prófess- ors í bókmenntum við Háskólann í Victoria, British Columbia, Kanada. Valgardson vakti snemma at- hygli á sér fyrir smásögur sem hann birti í ýmsum bókmenntatíma- ritum í Norður-Ameríku. Með smá- sagnasafni sínu, Bloodflowers, sem birtist árið 1973, komst hann í fremstu röð kanadískra smásagna- höfunda. Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, segir að Valgardson megi með réttu teljast höfuðrithöfundur Nýja íslands þessa stundina. Sögur hans og ljóð eigi sér þar rætur og fjalla gjarnan um fólk sem hann lætur eiga þar heima. Gentle Sinners í sjónvarpinu Kvikmyndir hafa verið gerðar „William Valgardson er kjörinn fulltrúi til að efla þau tengsl. Þó í æðum sögupersóna hans renni íslenskt blóð, segir hann frá at- burðum í Kanada nú- tímans.“ eftir sögum Valgardsons og höfum við íslendingar séð a.m.k. sjón- varpsleikrit gert eftir skáldsögunni Gerttle Sinners. Það var sýnt í RÚV fyrir um ári. í Gentle Sinners er fjallað um dreng á unglingsaldri, Eirík, sem flýr að heiman vegna trúarofstækis foreldra hans. Hann leitar á náðir móðurbróður síns, Sigfúsar Vigfússonar, sem Eiríki hafði verið meinað að hitta. Sigfús Morgunblaðið/Emilía William Valgardson heimsótti nýlega ísland og kynnti ritverk sín. íslendingar við Winnipeg-vatn Á Kanadadögum á íslandi las William Valgardson úr verkum sínum á bókakynningu og hélt fyrir- lestur við Háskóla Islands. Sérlega - átakanlegt var að heyra hann lýsa hvernig lífsbaráttan á Nýja íslandi hefði mótað sögur hans. Veður eru válynd _á Winnipeg-vatni, ekki síður en við íslandsstrendur. Valgardson kvaðst hafa misst bróður og tvo frændur við fiskveiðar á vatninu. Þýðingar á verkum Valgardsons Ekkert hefur, þar til nú, verið gefið út af yerkum Valgardsons á íslensku. Þetta hefur væntanlega komið í veg fyrir að íslendinga?-' kynntu sér skrif hans. Það er .von mín að nýútkomin íslensk þýðing Guðrúnar Guðmundsdóttur á sög- unni Blóðrót verði hvatning til þess að önnur verk Valgardsons verði þýdd og gefin út hér á landi. býr í smábæ í Manitobafylki, og lýsir sagan kynnum Eiríks af sér- kennilegu bæjarlífi. Höíiindur er þjóðfélagsfræðingur og starfar ltj& Verslunarráði íslands. Tilboð ívíðiplöntur Framkvæmdanefnd „Átaks um land- græðsluskóga" auglýsir eftir tilboði í 100 þúsund tveggja til þriggja ára víðiplöntur til gróðursetningar vorið 1990. Tegundir sem til greina koma: Viðja - Salix borealis B. Flod Strandavíðir - Salix phylicifolia L Brekkuvíðir - Salix sp. Gústa - Salix alaxensis (Anderss.) Cov. (áð- ur brúnn alaskavíðir) Grænn alaskavíðir - Salix alaxensins (And- erss.) Cov. S2A - Salix alaxensis (Anderss.) Cov. S4 - Salix hookeriana Barratt S3B - Salix alaxensis (Anderss.) Cov. Plönturnar verða að uppfylla almenn skilyrði um gæði og heilbrigði. í tilboðum skal taka fram: - Tegund - Verð - Fjölda plantna Tiiboð skulu hafa borist fyrir kl. 14.00, mánu- daginn 11. desember. Tilboð verða opnuð á Ránargötu 18, Rvk., kl. 14.00,11. desember. Félag sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi - aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi verður haldinn í Val- höll laugardaginn 25. nóvember kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, mætir á fundinn. St]órnin. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN F É L A G.S S T A R F Akureyri - Akureyri Aðalfundur fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfé- laganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi laugar- daginn 25. nóvem- ber kl. 14.00. 1. Venjuleg aöal- fundarstörf. 2. Ávarp flytur Halldór Blöndal, alþingismaður. 3. Önnur mál. Fundarstjóri Jón Kristinn Sólnes. Stjórnin. Norðurland - vestra Ungt sjálfstæðisfólk - herðum sóknina Aðalfundur Kjördæmissamtaka ungra sjálf- stæðismanna á Norðurlandi vestra verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi laugardaginn 25. nóvember. Dagskrá: Kl. 11.00. Fundarsetning og skýrsla for- manns. Kl. 11.45. Ávörp gesta. Kl. 12.30-13.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Davíð Stefánsson, formaður SUS, og Belinda Theriault, annar varaformaður SUS ræða samstarf SUS og aðildarfélaganna og undirbúning sveitar- stjórnakosninga. Kl. 14.30 Drög að ályktun fundarins lögð fram og afgreidd. Kl. 15.30 Kosningar. Kl. 16.00 Önnur mál. Kl. 16.30 Fundarslit. Um kvöldið gefst fundargestum kostur á að sækja árshátíð sjálfstæð- isfélaganna í Húnavatnssýslum. Aðalfundurinn er opinn öllu ungu sjálfstæðisfólki og er það hvatt til að mæta. Panta þarf miða á árs- hátið í símum 95-24401, 95-24301 eða 95-24999. Stjórnin. ®Föstudags- rabbfundur Týs I kvöld ætla Týsarar að mæta á skrifstofuna og velta vöngum yfir úrslitum skoðanakönnunar, sem gerð var í gær um val á fólki til fram- boðs i næsta prófkjöri. Helgi Helgason, formaður Týs, verður á staðnum og tekur á móti nýjum félögum ________________________________Týr. Pólitísk markaðssetning Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, gengst fyrir há- degisverðarfundi laugardaginn 25. nóvember kl. 12.00 í veitingahús- inu Firðinum við Strandgötu í Hafnarfirði. Fundarefni: Hvernig geta stjórnmálamenn og flokkar nýtt sér nútímaaöferðir við markaðssetn- ingu til að koma sér á framfæri? Framsögumenn verða: Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Lýður Friðjónsson, Árni Sigfússon, Ólafur Hauksson og Ólafur Ingi Ólafs- son. Fundarstjóri verður Magnús E. Kristjánsson. Fundurinn er öllum opinn. Allir velkomnir. FUS Stefnir, Hafnarfirði. Akranes Bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn i Sjálfstæöis- húsinu við Heiðar- gerði, sunnudaginn 26. nóvember kl. 10.30. Sólveig Reynisdóttir félagsmálastjóri Akraneskaupstaðar gerir grein fyrir málaflokknum: Almannatryggingar og félagshjálp í rekstri bæjarins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mæta á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin á Akranesir Kópavogur - Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Okkar vinsæli laufabrauðsfundur verður haldinn sunnudaginn 26. nóv. kl. 13.00 í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Eddukonur fjölmennið. Stjórnin. Stjórnarfundir Týs eru haldnir á sunnudagskvöldum kl. 21.00 í Hamraborg 1, 3. hæð. Fundirnir eru haldnir í nýrri og vistlegri fundaaðstöðu sjálfstæðis- félaganna i Kópavogi, þar sem áður var skrifstofa Voga. Einnig viljum við minna unga sjálfstæðismenn á skrifstofu- og félagsherbergi okkar, sem einnig er vistlega útbúið. Þar fer fram margvísleg starfsemi s.s föstudagsrabbfundir í hverri viku kl. 20.30 með góðum gestum. Félagar, sýnið virkni og takið þátt í starfsemi Týs. Stjórnin. ÍÞjónusta Rafl. og dyrasímaþj. Gestur rafverkt. s. 623445,19637. Vélagslíf I.O.O.F. 1 = 17111248’* = E.T.H., 9.II* I.O.O.F. 12 = 17111248’* = E.T.II. YWAM - ísland i Grensáskirkju á morg- un laugardag kl. 10.00. Helga Björg Guðmundsdóttir leiðbeinir um árangursríka aðférð við bíbliulestur. Bænastund kl. 11.15. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maður: Gunnar Sameland. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 0919533. Dagsferð sunnud. 26. nóv. Kl. 13 Helgafell (338 m) . Helgafell er í suöaustur frá Hafn- arfiröi. Gengið upp fjallið á rana norðaustan í því. Létt fjallganga. Verð kr. 800.- Brottför frá Umferöarmiöstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. Frá Guöspeki- fólaginu IngótfastrSBti 22. Aakrtftarsfml Ganglera er 39673. í kvöld kl. 21.00 verður flutt af myndbandi samræða J. Kris- hnamurti við David Bohm og David Shainberg. (slensk þýð- ing. Laugardag er opiö hús frá kl. 15.00-17.00 með fræðslu og umræöum kl. 15.30. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.