Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 44
■MOUGUNBi AOH), FÖSTl.DACUH ,24. NÓVgMBER ,1)989 ■Ate ©1969 Un versal Pre»s Syndicale „ Hanr\ bca/rjdr cOö geltau jafr\sk.játt og pöstmaSurihn fer fnL RjstHúsiniu.'1 Ást er ... ... að bíða eftir honum. TM Reg. U.S. Pat Off.— all rights reserved ° 1989 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaffinu Hann er tuttugu og eins árs, fullráða og ber sjálfur alla ábyrgð ... HOGNI HREKKVISI * Z' fö „HAMN ER AÐ FÁ SÉf? /MaÓLIcUR.HRl5r)WG." Dagvist- unarmál Til Velvakanda. Foreldrar barna sem þurfa á dagvistun að halda, hvað er að gerast? Ég hef heyrt að það sé verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um að flytja dagvistunar- mál úr menntamálaráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Nú hugsar kannski margur að ekki skipti máli undir hvaða ráðuneyti þetta heyrir. Jú, það skiptir máli. Viljum við ekki hafa vel menntað fólk til að hugsa um börnin okkar? Og gott samband milli skóla og dag- vistarheimila? Hvernig verður þeg- ar þessi mál heyra undir sitt hvort ráðuneytið? Og hvers vegna hefur . kennurum, fóstrum og foreldrum ekki verið kynnt þetta mál? Foreldrar. Þetta er mál barn- anna okkar og það er lámark að okkur séu kynnt þessi mál áður en þau eru lögð sem frumvarp fyrir Alþingi. Við eigum að fá að vita hvað í þessu fellst. Þetta varð- ar framtíð barnanna okkar. Móðir Island og Evrópubandalagið Til Velvakanda. Fyrir nokkru skrifar E.A. grein í Vakanda og finnur Evrópu og síðan Evrópubandalaginu állt til foráttu. Hins vegar vill þessi per- sóna að Island gangi í eina sæng með Bretum og Bandaríkjamönnum - og telur æskilegt mjög að ísland gangi í eina sæng með enskumæl- andi þjóðum. E.A. hefur kannski gleymt framkomu Breta • í þorsk- astríðunum - ég minnist þess ekki að Þjóðveijar hafi sent herskip inn fyrir landhelgi okkar. Þessi sífelda undirgefni undir enskuna, sem er síðri tunga en til dæmis íslenska og þýska, er mér óskiljanleg. Er það ef til vill sjónvarpsglápið, Dallas og þess háttar dót, sem gerir það að verkum að íslendingar eru farn- ir að líta á sig sem bandaríska Egilsaxa, sumir hveijir að minnst kosti. Ég tel hiklaust að ísland eigi PívíTuk A 'TU Velvakanda. SÆ.1* Bretlandi »erti floraaa frá Bmssel af möppudýr- tcTZ nen.dingfm auðskM- S gJBretor' hafa ,ð”«um °I? undrur> 0g vantrú til at IHrfiaaHmff níandÍ Evrópu ur dálít- 5? aU>uri>Wlga er efla trú manna In.t'i**1” náins banda^ & ilnBln 4|h er viöltka tætt af K1.0? « landamærumf jL>At\ O AL AGIÐ g ftúamiíhdd&ídirdÓJtekife|ír Ömgga fvrirV!ir* - issinnaðr. hpir _.-5, .ær' r . ■“-“'•ir Kaiaiyndir og tækifer £££■ TJT fD, " b4 ekk'’ firll ástæða til að wKr h,SMr ™u*Mtuöu Pjooir svo þær hætti að fara f hár saman og verði svolítið rflSn? En h^eí,hIbenindÍtilBnnto^ nvm- eru jaðrarnir? Lönd metrin SSS-isítS Esr^'ttS! oreiar eru ekki alveg sakJausir ^varttaugaveiklunl^af amS3 f'yrirvara varðandi ofstjóm. afe VTa AUan*Sins aS ™ “mek'pt, sín á sviðum “ mSlT'ýf W l’heteher SSS^sSS Stessgg* samleið með Evrópu og þangað Iiggja líka rætur okkar íslendinga. Greinin sem vitnað er til er van- hugsuð og byggð á fordómum gagnvart Evrópu. Gleymum því ekki að Evrópa er vagga nútíma- menningarinnar og þar er að finna þá menningarstrauma er móta munu framtíðina. H.G. Víkverji skrifar Nýlega rakst kunningi Víkveija á auglýsingu í færeyska dag- blaðinu Dimmalætting og hneykslað- ist mjög. Þar var verið að auglýsa íslenzkt kindakjöt í heiluiú skrokkum og kostaði kílóið út úr búð 27,90 færeyskar eða danskar krónur, sena er jafngildi um það bil 245 króna. Þetta fannst kunningjanum hárla lágt verð og ótækt að skattborgar- amir greiddu svo mikið í útflutnings- bætur til Færeyinga, þótt þeir eigi annars allt gott skilið af íslendingum. í færeyska blaðinu bauð „slaktar- in“ eins og hann heitir á færeysku þessi vildarkjör og kallaði „prísfall". Víkveiji gerði það síðan að gamni sínu að hringja í tvær verzlanir í Reykjavík til þess að spyijast íyrir um það, hvað kindakjöt í heilum skrokkum kostaði og fékk þær upp- lýsingar að í Melabúðinni kostaði hvert kg 434 krónur og í Júllabúð í Álfheimum var verðið 419 krónur fyrir hvert kg. í Melabúðinni var kjöt- ið 77% hærra en í Færeyjum, en í Júljabúð 71% hærra. íslendingar era margbúnir að lesa um það í blöðum, að útflutnings- bætur á landbúnaðarvörur, þ.e. það sem skattborgarar hérlendis þurfa að greiða til þesS að lækka verð kjöts- ins erlendis, séu mjög háar. Það er samt segin saga, að í hvert sinn, sem fólk rekst á slíkt kostaboð á rándýru íslenzku ljúfmeti, sem það hefur varla ráð á lengur að kaupa sér á innan- landsmarkaði, fyllist það jafnan heil- agri reiði. Það er kannski ekki skrítið. Ekki alls fyrir löngu birti Morgun- blaðið frétt á baksíðu um að 11 læknar vildu taka á leigu 1. og 2. hæð hússins, sem Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar er starfrækt í. I fréttinni sagði, að borgarráð hefði samþykkt að gengið yrði til viðræðna við læknahópinn, en þeir hafa í huga að nota húsnæðið til þess að fram- kvæma ýmis læknisverk, sem unnt er að gera utan sjúkrahúsa. Þessi frétt hefur valdið töluverðu fjaðrafoki og hafa minnihlutamenn í borgarstjórn þyrlað þar upp nokkru moldroki með gangiýni sinni á þessa ætlan meirihlutans. Telja þeir þetta af og frá og að eigi megi þrengja húsakost fæðingarheimilisins. Þykir Víkveija þetta sýna afskaplega mikla málafátækt minnihlutaflokkanna og í raun óskiljanlega. Ennfremur sann- ar þetta dæmi, að pólitískt minni manna er jafnvel minna en veðurfars- minni. Á árunum 1978 til 1982 var vinstri meirihluti í Reykjavíkurborg, sællar minningar. Þá kom upp á yfirborðið mál eitt er olli einnig mikilli geðs- hræringu — þáverandi meirihluti vinstri flokkanna ætlaði sem sé að leggja niður Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar eins og það lagði sig. Éóru fram viðræður við ríkið um að það keypti heimilið. Viðræður þessar fóru fram án samráðs við starfsfólkið á fæðingarheimilinu og án samþykkis borgarráðs. Þeim lykt- aði þó með kaupsamningi, sem þáver- andi formaður borgarráðs lagði fram undirritaðan af tveimur ráðherrum, heilbrigðisráðherra og Ijármálaráð- herra, og átti borgarráð aðeins að setja stimpil sinn á plaggið. Af því varð þó ekki, því að minnihlutinn þáverandi kom í veg fyrir það. Þann- ig geta hlutimir snúizt við — hvítt verður svart og svart hvítt. Eiga menn svo að taka það gott og gilt? Ef þetta em þau stórmál, sem minnihlutinn í borgarstjóm ætlar að nota til þess að vinna borgina næsta ár, þá eiga þeir harla litla von. Um leið og þessi saga um fæðingar- heimilið er rifjuð upp lítur svo út sem núverandi meirihluti í borgarstjóm sé einmitt að framkvæma vilja gamla vinstri meirihlutans, sem nú þykir af sömu mönnum hið mesta hneyksli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.