Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 9
MökÓWíBlÁÖlÖ FÖSÍCJÖ^GÍJR <24. NÖVEKÍBER' IðÖð ^^lllllllllllllllliiHllliTÍmníinííííiiíí^I^ Verð með söluskatti: Kr. 5.964,- án efnis Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og tryggið gangöryggi bílsins í vetur! BILABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍMI 68 12 99 ara Við höldum upp á afmœlið föstudaginn 24. nóvember með afmœliskaffi og tertu í versluninni Laugavegi 29 VELKOMIN Leitin að sannleikan- um? Ákvörðun Nigels Law- sons að segja af sér störf- um fjármálaráðherra í ríkisstjóm Margaret Thateher er erfiðasti flokksvandi sem hún hef- ur þurft að glíma við á ferli sinum. í forystu- grein breska vikublaðs- ins The Spectator segir, að allur gangur þess máls haii orðið til þess að margir hafi farið að velta fyrir sér heiðar- leika og heilbrigði Thateher. Blaðið segir: „Þótt orð eins og „geð- veikur" og „lygari" séu oft á vörum manna i stjómmálum em þau nú notuð af svo mikilum ákafa, að það verður að taka þau alvarlega. Sýnir saga síðustu tveggja vikna okkur í raun og vem, að okkur sé stjóm- að af ljúgandi geðsjúkl- ingi?“ Orðbragð af þessu tagi tíðkast ekki í umræðum um íslensk stjómmál og þykir þó ýmsum nóg um það, sem hér er sagt. Þeir sem fylgjast með breskum stjómmálaiim- ræðum vita, að þar falla mjög þung orð, þegar mönnum hitnar í hamsi og hefúr það svo sannar- lega gerst vegna Thateh- er síðustu vikumar. Þeim Margaret Thatcher og Nigel Law- son þykir ekki bera sam- an í lýsingum á aðdrag- anda þess að haim dró sig í hlé og hætti sem fjármálaráðherra. Law- son segir, að Thatcher hafi ekki verið í neinum vafa um það hvers vegna hann hætti. Af þeim sök- um virðist hún ekki segja satt i bréfi sinu til hans, þegar hún segir „... ég gat ekki gert neitt til þess að fá hann ofan af þessu.“ Hún hefði einfald- lega getað samþykkt að reka efnahagsráðgjafa sinn, sir Alan Walters, segir The Spectotor. Blaðið segir að líklega Thatcher ívanda Einn þingmanna breska íhaldsflokksins, Sir Ant- hony Meyer, hefur ákveðið að bjóða sig fram í leið- togaembætti flokksins gegn Margaret Thatcher forsætisráðherra. Hann telur að Thatcher sé ekki lengur í nægilega miklum tengslum við almenning. Tíu ára seta hennar í embætti forsætisráðherra hafi einangrað hana og auk þess hafi hún ranga stefnu í málefnum Evrópu. Meyer er enginn þunga- vigtarmaður í flokknum en komi fram í þingflokki íhaldsmanna, til dæmis með því að margir skili auðu í kosningunni, að Thatcher eigi þar undir högg að sækja, kunna menn eins og Kenneth Ba- ker, formaður flokksins, Sir Geoffrey Howe aðstoð- arforsætisráðherra eða Michael Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra, að hugsa sér til hreyfings. í Staksteinum í dag er rætt um stöðu Thatcher. hafi hvorki Lawson né Thatcher sagt allan sann- leikann. Það sé rétt að sir Alan hafi verið undir- rót ágreinings á milli þeirra en deilumar hafi í raun snúist um annað en hann. Þau deildu um það, hvemig ætti að taka á verðbólgunni. „Að vera ósammála um það er ekk- ert smámái í þessari sér- stöku ríkisstjóm," segir breska vikuritið. Úr því að ekki var hægt að leysa þann ágreining varð ami- að þeirra að víkja. Law- son háði baráttuna með því að beina spjótum sínum að sir Alan, þegar hann átti við stefiiu Thátcher. Hvemig gat Thatcher þá rekið sir Alan án þess að viður- kenna, að hún hefði orðið undir við mótun efiia- hagsstefhunnar? Hún hefði einnig viðurkennt að hún mætti ekki sjálf ráða ráðanautum sínum. „Ekki er þess að vænta, að forsætisráð- herrar fúti í fægra lialdi í tilvikum sem þessum, ef þeir geta með nokkm móti komist hjá því. Hún faim leið út úr klemm- unni og fór hana. Hún hagaði sér eins og heil- brigð manneslga," segir The Spectotor og telur að í þessu samhengi eigi að skoða ásakanir um að Thatcher hafi sýnt óheið- arleika. Orð hennar um að hún hafi ekki „getað gert neitt“ til að halda í Lawson. verða sönn, ef menn samþykkja að af- staða hennar sjálfrar hafi í raun verið þannig, að hún gæti ekki gert neitt tif að verða við kröfúm Lawsons. Þeim var báðum ljóst, að þau vom ósammála um efnahagsstefnuna og Lawson sagði af sér en bæði reyndu þau að gera sem minnst úr þeim ágreiningi opmberlega. Thatcher sagði ósatt til að hlifa bæði Lawson og sjálfri sér þegar hún sagði, að þau hefðu mót- að sameiginlega stefhu verið „innilega sammála" og bætti síðan við í sama sjónvarpsviðtali: „Ég studdi hann heilshugar." Strangar kröfur Þegar þessi skilgrein- ing hins enska vikurits er lesin sjá menn í fyrsta lagi að þar em orð stjóm- málamanna vegin og metin af meiri nákvæmni en við eigum að vepjast hér á landi. í öðm lagi er lögð áhersla á, að menn standi við skoðanir sínar í stjómmálum, standi með þeim og falli. Þess vegna segir blaðið, að það hafi verið „rök- rétt, heilbrigt og í raun virðingarvert af Lawson að fara“. Að stjómmála- menn fylgi skoðunum sínum eftir með þeim hætti hér hjá okkur yrði líklega fremur talið óheil- brigt en heilbrigt. Nægir okkur að lita á ágreining- inn um stórt og smátt innan núverandi ríkis- sfjómar til að sannfærast um það. Hér sýnast menn oft i kapphlaupi undan eigin skoðunum til þess eins að geta setið sem lengst í ráðherrastólum, enda er áranguriim í samræmi við það. Engiim efest um að Margaret Thatcher á eft- ir að standa af sér árásir innan flokks síns og utan. Það verður hennar eigin ákvörðun hvenær liiin dregur sig í hlé en ekki annarra. Talið er líklegt, að þingflokkur íhalds- manna greiði um það at- kvæði 5. desember næst- komandi, hvort Thatcher verður áfram leiðtogi Ilialdsflokksins eða ekki. Þótt Thatcher hafi set- ið 10 ár í Downing-stræti og sigrað í þrennum kosniugum em það ekki andstæðingar heimar í öðmm flokkum eða fjöl- miðlar sem hafe skapað henni mestan vanda held- ur flokksbræður hennar, sem nú em femir að þreytast á henni. Takist henni ekki að halda utan um þami hóp er hún fall- in og á ekkert erindi í landsmálaslaginn. Ein- mitt þess vegna verður spennandi að fylgjast með því sem gerist innan íhaldsflokksúis á næstu vikum. Eigum fyrirliggjandi AVERY HUNDRAÐS V GGIR Hagstcett verö Leitiö upplýsinga ÓLAi UR GJ-SIASON t CO. ílf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SlMI 64800 Apollo-hár á íslandi Viðbótarhár með nýrri, endurbættri hárlínu að framan (Wisperfront), sem er eins eðlileg og um þína eigin væri að ræða. Þú notar Apollo viðbótarhár allan sólarhringinn og við allar aðstæður, sem þitt eigið hár. Apollo hentar öllum hvað varðar stærð, hárgæði, þykkt, áferð, hárgreiðslu og að sjálfsögðu geturþú fengið þína óska klippingu. Hafðu samband og við upplýsum þig um alla kosti Apollo. Kynning: Leif Loftsberg, umboðsmaður Apollo í Evrópu, og Ólafur frá íslandi (20 ára) nota að sjálfsögðu Apollo viðbótarhár og verða hjá okkur dagana 25.-26. nóvember til ráðleggingar þeim, 'sem þess óska að kostnaðarlausu, i fullum trúnaði og án allra skuldbindinga. Pantið í síma 22077. RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN GREIFINN HRINGBRAUT 119 S 22077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.