Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓÉ MR FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 i 47 FRJALSAR Lágmörk fyrir ÓL 1992 Olympíunefnd íslands hefur samþykkt eftirfarandi til- lögn vinnunefndar FRÍ um lág- mörk til þátttöku á á næstu Ólympíuleikum, sem fram fara í Barcelona á Spáni 1992. Hversu oft og fyrir hvaða tíma lágmörkum skal náð verður ákveðið síðar. Karlár Konur 100 m 10.40 11.50' 200 m 20.90 23.50 400 m 46.20 53.25 800 m 1:46.80 2:02.00 1.500 m 3:40.00 4:10.00 3.000 m 8:57.0 5.000 m 13:45.0 10.000 m 28:40.0 33:10.00 100 mgr. . 13.40 llOmgr. 13.90 400 mgr. 50.50 57.0 3.000 mh. 8:45.0 maraþon 2:16.0 2:35.0 hástökk 2.24 1.90 langstökk 7.85 6.50 þrístökk 16.50 ? stangarstökk 5.45 kúluvarp 20.10 17.25 kringlukast 63.0 58.0 spjótkast 79.0 61.0 sleggjukast 73.0 tugþraut 7.750 sjöþraut 5.700 KORFUKNATTLEIKUR Tómas leik- stjómandi hjá Honved Hefur staðið sig vel með ungversku bikarmeisturunum TÓMAS Holton hefur staðið sig mjög vei í leikjum með ung- versku bikarmeisturunum í körfuknattleik, Honved Búda- pest. Tómas, sem stundar nám í Búdapest, er f byrjunarliðinu og hefur leikið vel í sfðustu leikjum liðsins en Honved er nú f 4. sæti deildarinnar. Honved Búdapest er eitt fræg- asta lið Ungverjalands en það er að nafninu til lið hersins. „Það þýðir að ef þú ert í hemum verður þú að leika með liðinu en það eru ekki margir hermenn í liðinu,“ sagði Anna Björk Bjarnadóttir, unnusta Tómasar, sem einnig stundar nám í Búdapest. Anna sagði að ekki hefði gengið vel framan af. „Tommi átti að stjórna Ieik liðsins og kunni varla stakt orð í ungversku, bara nöfnin á leikkerfunum. En það hefur skán- að og nú getur hann öskrað svolítið á þá,“ sagði Ana. Anna leikur reyndar einnig körfuknattleik, með liði í 2. deild, MAFC. „Þetta er miðlungslið í 2. deild en ungverskur körfubolti er mun betri en sá íslenski. Ungverska kvennalandsliðið náði þriðja sæti í Evrópukeppni og stendur til dæmis mun framar en Norðurlandaþjóðirn- ar,“ sagði Anna. Anna og Tómas fóru til Ung- veijalands fyrir milligöngu lands- liðsþjálfarans í körfukanttleik, Las- zlós Nemeths. „Við eigum honum allt að þakka og án hans hefðum við aldrei komist hingað,“ sagði Anna. SUND / BIKARKEPPNI SSÍ i SKÍÐI / HEIMSBIKARINN Isfirðingar sjá um mót í Reykjavík! Bikarkeppni Sundsambands íslands - 1. deild, fer fram í Sundhöli Reykjavíkur um helgina. Keppni hefst í kvöld kl. 20.00 og verður þá keppt í lengri sundgreinunum. Á laugardag hefst keppni kl. 14.00 og kl. 13.30 á sunnudag. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Sundsam- bandinu að einstök félög innan SSI sjá alfarið um mótahald. Vestri frá ísafirði er framkvæmdaraðili bikarkeppninnar að þessu sinni og verður það að teljast nokkuð skondið þar sem mótið fer fram í Reykjavík. En ástæðan er sú að ísfirðingar eiga ekki sundlaug sem telst lögleg fyrir slík mót. Talið er að slagurinn um bikarinn komi til með að standa á milli ÍA og Ægis. ÍA vann bikarinn í fyrsta sinn í fyrra, en Ægir var þá í öðru sæti. ARSÞING KSI Gylf i Þórðarson í formannskjörið GYLFI Þórðarson, varaformað- ur Knattspyrnusambands ís- lands, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins um aðra helgi. Gylfi sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að ýmsir hafi haft samband við sig er ljóst var að Ellert B. Schram sæktist ekki eftir endurkjöri. „Þar sem ég hef fundið fyrir mikilli hvatningu að undanföru hef ég ákveðið að gefa kost á mér. Það er þó ekki heiglum horft að setjast í stól Ell- erts, sérstaklega hvað varðar erlend samskipti,“ sagði Gylfi sem verið hefur í stóm KSÍ í 14 ár og þar af fímm síðustu árin sem varaform- aður. Eggert Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur áður lýst því yfir að hann gæfi kost á Gylfi Þórðarson. sér til formennsku. Það er því ljóst að tekist verður á um formannsstól- inn á ársþingi KSÍ um aðra helgi. URSLIT Handknattleikur Risakeppnin í V-Þýskalandi [Super Cup) A-riðill: Júgóslavia—Tékkóslóvakía.........24:22 B-riðill: V-Þýskaland b—Sovétríkin.........25:35 Knattspyma V-þýska deildin: Dortmund — Lverkusen...............1:1 Franska 1. deildin: Mónakó — Marseille.................1:3 Ramon Diaz (6.) - Philippe Vercruysse 2 (35., 78.), Enzo Francescoli (57.) Körfuknattleikur 1. deild karla: UMFL-UBK.........................78:70 NBA-deildin: Úrslit í bandarísku NBA-deildinni í körfu- knattleik á miðvikudaginn: Boston Celtics - Houston......109: 97 Cleveland - New York........... 97: 85 Philadelphia - Miami Heat.....113:103 Denver - Minnesota............. 96: 93 Milwaukee - Atlanta Hawks......118:100 Chicago - Phoenix Suns...,..... 95: 90 Orlando-UtahJazz...............119: 97 Golden State - Sacramento......133:109 L.A. Clippers - New Jersey.....106: 97 Tómas Holton, sem stundar nám í Búdapest, er í byijunarliði Honved og hefur leikið vel í síðustu leikjum. GOLF EM félagsliða: Þrumur og eldingará Marbella Evrópumeistaramót félagsliða í golfi, sem átti að hefjast á miðvikudag á Marbella á Spáni, hafði enn ekki hafíst í gær. Ástæð- an er sú að úrhellisrigning hefum verið á Marbella síðustu daga og golvellirnir þar nánast á floti. Golf- klúþþurinn Keilir er meðal 19 þátt- tökuliða á mótinu. „Það er búið að rigna héma meira eða minna í heila viku og þrumur og eldingar þess á milli. Við höfum iítið getað æft og ekk- ert á Aloha-vellinum þar sem mótið fer fram. Það er nú þegar búið að stytta mótið úr 72 holum niður í 36 holur vegna veðursins og er þá reiknað með að hægt verði að hefja keppni á morgun [í dag],“ sagði Sveinbjörn Björnsson, liðsstjóri íslensku sveitarinnar. Sveit Keilis á Evrópumótinu er skipuð þeim Úlfari Jónssynir^- Tryggva Traustasyni, Guðmundi Sveinbjörssyni og Sveini Sigurbers- syni. Furuseth með mikla yfirburði Ole Kristian Furuseth frá Nor- egi hafði mikla yfirburði í fýrsta stórsvigi heismbikarsins í alpagreinum sem fram fór í Park City í Bandaríkjunum í gær. Haiin náði besta brautartímanum í báðum umferðum. Svisslendingurinn Pirm- in Zúrbriggen varð annar, tæpum tveimur sekúndum á eftir og Ivano Camozzi frá Ítalíu þriðji. Það var töluvert um fall í stór- sviginu í gær. Heimsmeistarinn Rudolf Nierlich frá Austurríki féll úr í fyrri umferð og Marc Girar- delli frá Luxemborg, sem vann heismbikarinn í fyrra, féll í síðari umferð eftir að hafa verið í sjötta sæti eftir fyrri umferð. ítalinn Al- berto Tomba féll einnig í síðari umferð eftir slakt gengi í þeirri fyrri. KNATTSPYRNA Ole Kristian Furuseth frá Noregi var tæpum tveimur sekúndum á undan Pirmin Zúrbriggen. GETRAUIMIR 1 X 2 Spámaðurvikunnar: Ragnar Bjarnason Ragnar Bjarnason, söngvarinn kunni, er spámaður vikunnar. Ragnar segist oft horfa á ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu og hans uppáhaldslið er Liverpool. „Ég hef ekki gert mikið af því að fylla út getraunaseðla,“ sagði Ragnar. Tvöfaldur pottur er nú hjá Getraunum, þar sem engin var með tólf rétta á sj'ðasta getrauna- seðli. Guðmundur Torfason, leikmaður með St. Mirren, spámaður Morgunblaðsins í sl. viku, náði aðeins flórum leikjum réttum. 2 1 2 Leikir 25. nóvember Núrnberg - B. Múnchen Charlton - Man. City Coventry - Norwich IX Man. United - Chelsea 1 2 Nott. Forest - Everton 1X QPR - Millwall 1 2 Shfiff. Wed. - C. Palace 1 Southampton - Luton 1 Tottenham - Derby 1 Wimbledon - Aston Viila X2 Blackburn'- West Ham X2 Newcastle - Sheff. Utd. Mflanó náði jöf nu AC Mílanó náði jafntefli gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í meistarakeppninni [Super Cup] sem fram fór í Barceloría á Spáiíi í gærkvöldi. Hvort lið skoraði eitt mark. Marco van Basten skoraði fyrst fyrir Mílanóliðið úr vítaspyrnu á 44. mínútu. Daniele Massaro lék inn í vítateig Barcelona og fískaði víta- spyrnuna er brasilíski varnarmað- urinn, Aloisio, braut á honum. Barc- elona sótti stíft frá upphafi síðar hálfleiks og á 68. mínútu bar þac árangur er Guilermo Amor jafnaðc eftir sendingu frá Roberto Fern- andez. ^ Síðari leikurinn fer fram í Mílanc 7. desember og verður ítalska liðic áð teljast sigurstranglegra þar. JUDO Bjami Friðriksson í sviðsljósinu Opna skandinavíska meistaramótið Bjai-ni Friðriksson verður í sviðsljósinu á opna skandinavíska meist- arámötiriu í júdó, sem fer fram í Laugardalshöllinni um helgina. Bjami er nú í mjög góðu formi og til alls líklegur. Þá keppa margir efnilegir íslenskir júdómenn á mótinu, einé og Helgi Júlíusson og Freyr Gauti Sigmundsson. Tuttugu erlendir keppendur koma frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og V-Þýskalandi. Meðal þekktra kappa em Danirnir CarstéíTJenssen og Tommy Mortenssen og Svíinn Anders Dahlin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.