Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER T9&9
Jólasveinar pakka gjöfiim
KOMIÐ hefur verið upp í syðri enda Kringlunnar tölvustýrðu „prúðu-
leikhúsi" til að gleðja böm á öllum aldri nú fyrir jólin. Þetta eru
jólasveinar, sem eru að pakka jólagjöfum í gríð og erg á 25 fer-
metra gólffleti. Það er Visa ísland sem hefur leigt pökkunarverk-
smiðjuna til landsins í samvinnu við Kringluna.
Breytingar á virðisaukaskattslögum;
Mikilvæg menningarstefha
að undanskilja prentað mál
- segir flármálaráðherra
ÓLAFUR Ragnar Grímsson Qármálaráðherra segir þá ákvörðun að
öll menningarstarfsemi og allt ritað mál á íslensku beri ekki virðisauka-
skatt vera mikilvægasta atriði í frumvarpsdrögunum um breytingar
á lögum um virðisaukaskatt. „í því felst ákveðin menningarstefna í
skattamálum," segir Ólafur. Talsmenn Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks eru ekki á einu máli um ágæti einstakra liða draganna, en
segja flokka sína í meginatriðum sátta við breytingamar. Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð Qármálaráðherra
forkastanleg og að hann sé ófær um að leiða virðisaukaskattsmálið.
Ólafur segir að ákvörðun um að
bækur beri ekki virðisaukaskatt þýði
um 400 milljóna tekjutap ríkissjóðs.
„Ég taldi ekki kleift að rifta forsend-
um fjárlaga næsta árs og samtímis
leggja til að bækur bæru ekki virðis-
aukaskatt. Því kemur þetta til fram-
kvæmda 16. nóvember á næsta ári,
sem er síðasta uppgjörstímabil virð-
isaukaskatts það ár.“
Ólafur segir liggja fyrir hvemig
endurgreiðslan til lækkunar á mat-
vælaverðinu verður framkvæmd.
Vinna við smíði og viðhald skipa
verður undanþegin virðisaukaskatti
VEÐUR
? ?
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFURIDAG, 24. NOVEMBER.
YFIRLIT í GÆR: Austan- og norðaustangola á landinu — léttskýjað
á Suðurlandi og sums staðar á Vestfjörðum, en annars staðar
skýjað, en að mestu úrkomulaust. Hiti -Í-1-+6 stig.
SPÁ: Vestlæg átt, gola eða kaldi, skýjað og dálítil súld eða þoka
við suður- og vesturströndina og 1-5 stiga hiti en bjart veður og
svalara í öðrum landshiutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG:Vestlæg átt og miit um
allt land. Skýjað og dálítil súld við suður- og vesturströndina og
einnig við norðurströndina á laugardag en víða léttskýjað í öðrum
landshlutum.
W VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 slydda Reykjavík 4 þoka
Bergen 1 skýjað
Helsinki +7 hálfskýjað
Kaupmannah. 0 skýjað
Narssarssuaq 11 léttskýjað
Nuuk S rigning
Osló 1 skýjað
Stokkhólmur +4 snjóél
Þórshöfn vantar
Algarve 19 rigning
Amsterdam 8 skúr
Barcelona 17 skýjað
Berlin 1 léttskýjað
Chlcago *11 léttskýjað
Feneyjar 9 léttskýjað
Frankfurt 2 léttskýjað
Glasgow 7 þoka
Hamborg 3 skýjað
Las Palmas vantar
London 7 léttskýjað
Los Angeles 13 þokumóða
Lúxemborg 4 léttskýjað
Madrid 12 skýjað
Malaga 15 rigning
Mallorca 20 skýjað
Montreal +10 alskýjað
New York +3 snjókoma
Orlando 21 alskýjað
Paris 5 vantar
Róm 17 skýjað
Vín 2 léttskýjað
Washlngton +2 snjókoma
Winnipeg +21 heiðskírt
samkvæmt drögunum. Ólafur var
spurður hvort þéssi vinna yrði ein-
ungis undanþegin skattinum, ef hún
væri unnin af skipasmíðastöðvum.
„Ef um verkstæði er að ræða sem
vinna ákveðin verk fyrir skipasmíða-
stöðvar, þá kemur það til frádráttar
sem innskattur hjá stöðvunum,“ seg-
ir Ólafur. Hann segir það hafa verið
til skoðunar hvort skattfijáls við-
haldsvinna þurfi að fara fram með
milligöngu stöðvanna. „Það þarf
kannski að huga betur að þeim verk-
stæðum, sérstaklega smærri verk-
stæðum, sem vinna við skipaviðgerð-
ir fyrir utan skipasmíðastöðvar, eða
þar sem engar skipasmíðastöðvar
eru. En þessi breyting er fýrst og
fremst í tengslum við skipasmíðaiðn-
aðinn í landinu."
Ólafur segir að undirbúningur
gildistöku virðisaukaskattslaganna
sé vel á veg kominn, allar reglugerð-
ir verði tilbúnar um næstu mánaða-
mót, utan tvær sem þurfa að bíða
þar til Alþingi hefur afgreitt frum-
varpið um breytingarnar á lögunum,
en það verður lagt fram á mánudag.
Framsókn vill tvö þrep
Þingflokkur framsóknarmanna
bíður frekari upplýsinga áður en
hann tekur endanlega afstöðu til
frumvarpsdraganna. Páll Pétursson
formaður þingflokksins segir þing-
flokkinn hafa gert margar sam-
þykktir um að hafa tveggja þrepa
virðisaukaskatt. „Við viljum lægra
þrep á matvælum en öðrum neyslu-
vörum,“ segir hann. „Hins vegar
hefur Alþýðuflokkurinn ekki fallist
á það.“ Páll segir framsóknarmenn
bíða eftir tölulegum sönnunum þess
að mjólk lækki með þeirri endur-
greiðsluaðferð sem boðuð er.
Páll var spurður hvort framsókn-
arménn væru sáttir við 26% skatt-
hlutfall. „Mönnum þykir það yfirleitt
of hátt, en ef það væri lægra þyrfti
hærra þrep á því sem eftir er. Fjár-
vöntun ríkissjóðs er mikil og því
neyðast menn sjálfsagt til þess að
fallast á nokkuð háa prósentu."
Hann segir aldrei hafa staðið til
að setja virðisaukaskatt á veiðileyfí
í ám og vötnum, fremur en aðrar
fasteignir og hlunnindi, enda torvelt
að framfylgja slíkri skattheimtu.
Framsóknarmenn, eru sáttir við
að fella skattinn af bókum, að sögn
Páls, enda illgerlegt að flokka prent-
að mál eftir því hvort það er í formi
bóka eða einhveiju öðru.
Tvö þrep óframkvæmanleg
Árni Gunnarsson þingmaður Al-
þýðuflokks segir það misskilning að
flokkurinn standi gegn tveimur
þrepum í virðisaukaskatti. „Ef við'
snerum dæminu við núna og segð-
umst vilja tvö skattþrep, þá mundi
matvælaþrepið ekki ná til fleiri vöru-
tegunda heldur en nú hefur verið
rætt um að niðurgreiðsla nái til. Þá
byggist gildistaka um áramót á því
að eitt þrep verði, vegna þess að
undirbúningur tveggja þrepa skatts
yrði mjög mikill. En Alþýðuflokkur-
inn hefur lagt mikla áherslu á að
ráðstafanir yrðu gerðar til þess að
lækka verð á matvælum.“
Árni segir fjármálaráðherra hafa
fullvissað þingmenn flokksins um
að undirbúningur væri vel á veg
kominn. Hann segir flokksmenn
sátta við skatthlutfallið. „Með því
að fallast á 26% skatthlutfall tókst
þingflokknum að koma í veg fyrir
aðra skatta, sem jafnvel var fýrir-
hugað að leggja á.“ Hann vildi ekki
greina frá hvaða skatta var um að
ræða, en sagði að með því að hætta
öllum niðurgreiðslum mætti lækka
virðisaukaskattinn í 18%-19%.
Árni segist ánægður með að bæk-
ur verði undanþegnar skattinum, „en
ég vil fá tryggingu fyrir því, ef
hægt er, að skatturinn verði aflagð-
ur á næsta ári og helst hefði ég vilj-
að að það gerðist snemma á árinu,
þannig að þessi skammarlegi menn-
ingarskattur verði loksins aflagður."
Ámi segir þingflokkinn telja eðli-
legt að skattleggja veiðileyfi.
Fjármálaráðherrann ófær
um að gæta hagsmuna fólks
Þorsteinn Pálsson segir þingflokk
sjálfstæðismanna ekki hafa fengið
frumvarpsdrögin og því ekki geta
tjáð sig um þau eða einstaka liði
þeirra. „Vinnubrögð fjármálaráð-
herra í þessu máli eru forkastanleg.
Hann hefur dregið lengi að taka
nauðsynlegar ákvarðanir og valdið
þannig bæði neytendum og atvinnu-
fyrirtækjum miklu tjóni. Þá hefur
nefnd allra þingflokka ekki verið
höfð með í ráðum á lokastigi þessa
máls. Það er forkastanlegt að til-
kynna endanlega ákvörðun í fjöl-
miðlum og gera ekki þeim sem form-
lega aðild eiga að slíkri nefnd einu
sinni grein fyrir því að niðurstaða
er fengin. Vinnubrögð fjármálaráð-
herra sýna að hann er aigjörlega
ófær um að leiða gildistöku virðis-
aukaskattsins og gæta hagsmuna
fólksins í landinu," sagði Þorsteinn.
Bækur undanþegnar virðisaukaskatti:
„Frábær tíðindi“
- segir Einar Kárason, formaður Rit-
höfundasambands íslands
„ÞETTA eru frábær tíðindi og við fögnum þessu, enda hefur verið
barist fyrir því í 30 ár að bækur verði skattlausar," sagði Einar Kára-
son, formaður Rithöfundasambands íslands um niðurfellingu virðis-
aukaskatts á bækur. Rithöfundasambandið hafði lagt í mikla herferð
gegn skattinum og sagði Einar að hún hefði að minnsta kosti ekki
spillt fyrir.
„Við vorum orðnir svolítið smeyk-
ir um tíma þegar rætt var um gífur-
lega mikið sjóðakerfi sem hefði
líklega aldrei gengið og ekki komið
lesendum til góða. Því erum við
mjög ánægðir núna og stólum á að
þetta verði samþykkt í þinginu,"
sagði Einar.
Virðisaukaskattur verður lagður
á bækur til 16. nóvember á næsta
ári. Þá verður hann lagður af og
bækur því skattlausar. „Þetta munar
mjög miklu því af hverri bók fara
um sex til sjöhundruð krónur í skatt.
Þetta á eftir að skila sér í mikilli
eflingu bókmenta á íslandi," sagði
Einaf.
Einar sag:ðist ekki vita af hveiju
miðað væri við 16. nóvember.
„Kannski á einhver afmælj á þessum
degi, ég veit það ekki. En það góða
við þennan dag er að jólobókavertíð-
in slepþur við skatt. Bækur koma
út eftir 16. nóvember og það stefnir
i svona B-dag eins og þegar bjórinn
kom,“ sagði Einar.