Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 f''' I 'i I—l.vM! .! —: ■ i ~ j' ■—■ ~; ;■ ■ ,■ _ ; [■ > >——1~ Minning: Axel V. Magnússon, garðyrkjuráðunautur Fæddur 30. september 1922 Dáinn 14. nóvember 1989 Saga ylræktar á íslandi er ekki orðin löng. Fyrsta gróðurhúsið var byggt 1924 að Reykjum í Mosfells- sveit, en skriður komst þó ekki á gróðurhúsabyggingar fyrr en um og eftir 1930. Þá hófst nýtt land- nám og grunnur var lagður bæði að nýjum atvinnuvegi, nýrri fram- leiðslugrein í íslenskum landbúnaði og að mörgum þeim hverfum garð- yrkjubýla sem nú ptýða sveitir í mörgum okkar bestu héruðum. Nægir þar að nefna Hveragerði, og Reykjahverfið í Ölfusi, en fyrsta garðyrkjubýlið þar sem síðar varð Hveragerði, býlið Fagrihvammur, hóf framleiðslu 1930 og þá voru einnig byggð fjrstu gróðurhúsin þar sem nú er Gr.rðyrkjuskóli ríkis- ins að Reykjum. Garðyrkjustöðvar risu á þessum árum víða í Ámes- sýslu, á Laugarvatni, Syðri-Reykj- um, þar sem nú er Laugarás, og í Hrunamannahreppi, þar sem nú er Flúðahverfið. Garðyrkjustöðvum íjölgaði fljótlega í Mosfellssveit. í Borgarfirði risu garðyrkjustöðvar bæði í Reykholtsdal og Stafholts- tungum og Kleppjámsreykjahverfi tók að dafna. Norðanlands festi ylræktin sig fyrst í sessi á Hvera- völlum í Reykjahverfi 1933 og litlu síðar í Eyjafirði, við Kristnes, og í Skagafirði þar sem nú er Varmahlíð. Það einkennir flesta þessa garðyrkjustaði og aðra sem ekki hafa verið taldir upp, að þar hefur ekki aðeins verið ræktað inni heldur og úti. Þar hafa myndast þorp eða hverfi sem eru umvafinn skýlandi og fegrandi tijágróðri. Þau hafa jöfnum höndum auðgað atvinnulíf og mannlíf sveitanna og prýtt þær. Það lætur að líkum að til þess að hefja til vegs nýja atvinnugrein þurfti margt að læra og margt að kenna og leiðbeina um. Garðyrkjan og gróðurhúsaræktin ekki hvað síst hefur átt ágætum leiðsagnar- og forystumönnum á að skipa. Það skýrir hluta af far- sæld hennar. Einn af þessum forustumönnum er nú fallinn um aldur fram, Axel V. Magnússon ylræktarráðunautur. Axel Valgarð Magnússon fæddist á Hofsósi 30. september 1922. Foreldrar hans vom hjónin Magnús E. Jóhannsson sem þar var lengi læknir, Runólfssonar sjómanns í Reykjavík, og Rannveig Tómasdótt- ir prests á Völlum í Svarfaðardal, Hallgrímssonar. Axel var yngstur sjö systkina. Þegar hann var rúmlega ársgamall dó faðir hans og skömmu síðar, á árinu 1924, fluttist móðir hans með börnin til Reykjavíkur. Þar ólst Axel upp með systkinum og móður við góða afkomu á þeirra tíma vísu, þó að allir þyrftu að vinna frá blautu barnsbeini til að treysta hag heimilisins og síðar að koma sér til náms, en að sjálfsögðu hefur ekki veríð úr miklu að spila á kreppuárunum. Axel var í sveit á sumrum, bæði í Borgarfirði og í nágrenni Reykjavíkur. Hann lauk gagnfræðaprófi 1939. Eftir það vann hann við garðyrkjustörf á garðyrkjustöðvum bæði í Hvera- gerði og í Mosfellssveit. Hann hóf síðan nám við hinn nýlega stofnaða garðyrkjuskóla á Reykjum 1941 og lauk þaðan prófi 1943. Næstu fjög- ur árin vann hann á ýmsum garð- yrkjustöðvum og síðast sem verk- stjóri í gróðrarstöð Garðyrkjuskól- ans, þar til hann fór til framhalds- náms við garðyrkjudeild Landbún- aðarháskólans í Kaupmannahöfn 1947. Þaðan brautskráðist hanp 1950. Eftir heimkomu gerðist hann kennari við Garðyrkjuskólann á Reykjum og var þar fastur kennari í 16 ár að hann réðst ylræktarráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi íslánds árið 1967. Því starfi gegndi hann á meðan heilsan leyfði, en síðasta árið þó aðeins í hálfu starfí. Skóla- árið 1957-’58 var hann settur skóla- stjóri við Garðyrkjuskólann er Unnsteinn Ólafsson var í starfs- leyfi. Axel fór tvisvar til sémáms. Árið 1953 var hann við nám í jarð- vegsefnagreiningum hjá danska Garðyrkjufélaginu og árið 1966-1967 var hann við nám við tækniskólann í Hannover í Þýska- landi og við tilraunastöðina í Virum í Danmörku. Auk þessa endurnýjaði hann stöðugt þekkingu sína og fylgdist með þróun og framförum í gróður- húsarækt með því að sækja nám- skeið og faglegar ráðstefnur í ná- grannalöndunum. Hann var alla tíð mjög virkur í Félagi norrænna bú- vísindamanna (NJF) og þar í deild- arstjórn. Sú þátttaka gaf honum mikil og góð sambönd við starfs- bræður á Norðurlöndunum. Árið 1955 var Axel fenginn til að koma upp aðstöðu til jarðvegs- efnagreininga fyrir garðyrkjustöðv- ar. Þá þjónustu annaðist hann á vegum Garðyrkjuskólans til ársins 1966. Á grundvelli efnagreining- anna leiðbeindi hann um áburðar- notkun og í gróðurhúsum. Þetta var nýmæli sem mæltist mjög vel fyrir. Síðar tók Rannsóknastofnun landbúnaðarins að. sér þessa þjón- ustu. Er Axel réðst til Búnaðarfélags- ins hafði Óli Valur Hansson starfað sem garðyrkjuráðunautur hjá félag- inu í tíu ár og sinnt öllum þáttum garðyrkjunnar. Með þeim tókst nú hin ágætasta samvinna og var verkaskiptingin í stórum dráttum þannig að Axel sinnti ylræktinni að mestu en Óli Valur útiræktun, skrúðgarðyrkju og blómarækt að mestu. Það kom því í hlut Axels að fylgjast með framförum í bygg- ingu og tæknibúnaði gróðurhúsa og leiðbeina um þá hluti. Hann tók að teikna gróðurhús, setti sig vel inn í nýjungar í byggingaraðferðum og hvatti til og leiðbeindi um marg- háttaða tækni sem tekin hefur verið upp stig af stigi. Það hefur einkennt störf garð- yrkjuráðunautanna hjá Búnaðarfé- lagi íslands að þeir náðu að hafa beint samband við nær alla garð- yrkjubændur, einkum þó gróður- húsabænduma. Af nánu sambandi á milli bænda og ráðunautanna skapaðist gagn- kvæmt trúnaðartraust sem auðveld- aði störfin. Leiðbeiningamar gátu miðast við aðstæður hvers og eins. Þannig urðu leiðbeiningar ekki í formi forsagnar ráðunautar til bónda heldur samráðs á milli þeirra. Mikinn þátt í þessu átti prúð- mennska og gott viðmót ráðunaut- anna. Axel lét sig hag ylræktarinnar og starfsskilyrði greinarinnar í þjóðfélaginu alltaf mjög miklu varða. Hann benti oft á hve erfitt væri fyrir ylræktarbændur að keppa við lítið heftan innflutning þegar þeim væm búin verri kjör, hærra raforkuverð, margskonar álögur á efniskostnað og dýrara fjármagnskostnað, en þeir nutu sem við þá vom að keppa. Fyrir öll þessi störf sín bæði með og fyrir einstaka bændur, með félögum þeirra og Sambandi garðyrkjubænda uppskar hann óskorað traust þeirra og vináttu. Axel V. Magnússon var í einu orði sagt vel gerður maður bæði til líkama og sálar. Prúður maður í sjón og raun og einstaklega við- mótsgóður. Mest þótti okkur sam- starfsmönnum hans til um fjölþætt- ar gáfur, alhliða áhuga á mönnum og málefnum, og það hvað hann var víðfróður, enda hafði hann óhemju gott og frjótt minni. Þessir eiginleikar ásamt kímni og góðlát- Helgi S. Eggerts son - Minning Lág rödd Leyf mér að gista í garði þínum því ég næ ekki háttum hjá sumamóttinni þegar þú vaknar verð ég á braut en skil eftir lága rödd í tijánum Með þessum orðum vinar míns, Sigvalda Hjálmarssonar, kveð ég föður minn, Helga Eggertsson, hinstu kveðju. Hann lést á sextug- asta og sjöunda aldursári, þann 14. nóvember síðastliðinn, af völd- um hjartasjúkdóms. Ég veit að eitt af því sdm faðir minn þoldi illa var að vera með sorg og sút, líka þó eitthvað amaði að. Hann var einn sá viljasterkasti maður sem ég hef kynnst og fyrir mér gengur hann á braut sem sigur- vegari yfir þeim þungu örlögum að vera lamaður frá barnsaldri. Hann hafði ótrúlegan lífsvilja og hugrekki og alltaf þegar á móti blæs í mínu lífi verður mér hugsað til hugrekkis hans og viljastyrks. Elskulegur faðir minn skilur eftir hjá okkur, sem eftir stöndum, lága sterka rödd og við erum þakklát fyrir að hafa átt hann að. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Rósa Björg Helgadóttir legri gamansemi gerðu að hann var hinn áhugaverðasti og skemmti- legasti viðræðufélagi. Dugnaður hans til allra verka bæði fyrir Bún- aðarfélag íslands og einstaka bændur var einstakur. Það kom best í ljós, eftir að við vissum að heilsa hans var verulega skert, hve hann var í raun harður við sjálfan sig og hvað vinnan var honum mikils virði. Hann stóð svo sannar- lega vaktina meðan stætt var. Hann bar hag og heiður Búnað- arfélags íslands mjög fýrir brjósti, og var ódeigur að tala máli þess. Axel var ritari Búnaðarþings frá 1972 og til síðasta árs. Það vann hann með prýði og var til þess tekið hve vel honum tókst að draga fram í fáum orðum meginatriðin oft úr löngu máli manna. Gullkorn glötuðust hpldur aldrei. Árið 1947 gekk Axel að eiga Sigurlínu Gunnlaugsdóttur kaup- manns á Ólafsfirði og konu hans, Huldu Guðmundsdóttur útgerðar- manns á Akureyri. Þau Axel og Sigurlína kynntust í Garðyrkjuskól- anum á Reykjum þegar hann var þar verkstjóri en hún nemandi. Þau hófu því búskapinn í Kaup- mannahöfn meðan þar ríktu þreng- ingar eftirstríðsáranna og flestir hlutir skammtaðir eða torfengnir. Má nærri geta að ekki hefur verið létt fyrir þau að láta endana ná saman, því ekki gengu námsmenn þess tíma að lánum eða styrkjum sér til fullrar framfærslu. Eftir heimkomuna bjuggu þau fyrstu tíu árin í gömlu húsi tilheyr- andi Garðyrkjuskólanum, en réðust í að byggja sér myndarlegt íbúðar- hús á lóð skólans og fluttu í það 1960. Þar hafa þau búið síðan. Hús þeirra er á einstaklega fögrum stað þar sem vel sér yfir. Þar ræktuðu þau sinn fagra garð bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu, úti við og inni. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Elst er Hulda lyfja- tæknir, þá Álfdís Elín kennari, Erla Dís læknir og yngstur Ari Víðir, sem nú er nýorðinn læknir. Axel átti við erfiða sjúkdóma að stríða nokkur hin síðari ár og þurfti hvað eftir annað að vera á sjúkrahúsi. Þó veikindin drægju vissulega úr líkamsorku hans, var hugurinn og dugnaðurinn samur og jafn. Hann kom jafnskjótt til starfanna aftur þegar bati var fenginn, jafnvel fyrr en rétt hefði verið og dró aldrei af sér, enda var hugurinn við starfið til síðustu stundar. Við samstarfsfólkið fundum það hve vel Sigurlína og fjölskyldan öll studdi Axel og hve samhent þau voru alla tíð. Við söknum Axels úr samstarfs- hópnu.m og munum lengi minnast hans sem góðs drengs og félaga. Sigurlínu og börnum, tengda- börnum og barnabörnum sendum við öll innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Axels V. Magn- ússonar. Jónas Jónsson Okkur setti hljóð er við fréttum lát okkar kæra vinar Axels Val- garðs Magnússonar. Dauðinn kem- ur alltaf skyndilega, þó vitað sé að hveiju stefni. Axel var búinn að heyja harða baráttu við sjúkdóm sinn og sýndi ótrúlegan andlegan styrk og viljafestu í veikindum sínum. En lífsljósið var orðið veikt og viðkvæmt þegar það slokknaði. Axel fæddist á Hofsósi 30. sept- ember 1922. Hann var sonur hjón- anna Magnúsar S. Jóhannssonar héraðslæknis og Rannveigar Tóm- asdóttur konu hans. Hann lauk prófi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1943 og garðyrkjukandídatsprófi frá Búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn 1950. Hann stundaði framhaldsnám í- sérgrein sinni í Danmörku og Þýskalandi. Axel var kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins 1950-1966 og hafði jafn- framt með höndum jarðvegsrann- sóknir og leiðbeiningaþjónustu fyrir garðyrkjubændur 1955-1966. Hann var settur skólastjóri við sama skóla 1957-1958. Garðyrkjuráðu- nautur var hann hjá Búnaðarfélagi íslands 1967-1989. Stundakennari við Gagnfræðaskólann í Hveragerði um árabil. Þá var hann ritari Bún- aðarþings 1972-1988. Axel var umdæmisstjóri Lionshreyfmgarinn- ar 1975-1976 og fjölumdæmisstjóri fyrirísland 1976-1977. Einnigvoru honum falin trúnaðarstörf fyrir ís- landsdeild Nordisk Jordbrugs- forskning. Þann 19. júlí 1947 kvæntist Axel eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- urlínu Gunnlaugsdóttur. Hún fædd- ist 29. júlí 1924 í Ólafsfirði, dóttir Gunnlaugs Jónssonar kaupmanns og Huldu Guðmundsdóttur konu hans. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Hulda f. 1947, lyfjatækn- ir, gift Halldóri Þorsteinssyni efná- tæknifræðingi. Álfdís Elín f. 1950, kennari, hennar maður er Martin Kennelly. Erla Dís f. 1959, læknir, gift Pétri H. Hannessyni lækni. Ari Víðir, f. 1961, læknir. Bama- börnin eru sex. Heimili Axels og Línu stóð á fögrum stað á Reykjum í Ölfusi, í húsi sem þau byggðu sér sjálf. Heimilið stóð ávallt opið öllum vin- um og þeim sem áttu erindi við Axel vegna starfa hans. Minnumst við gestrisni þeirra og margra' ánægjulegra stunda þar. Núna síðast í ágúst er við vorum gestir þeirra ásamt Örnu og Kjartani og Grete og Asger Klougart prófessor frá Danmörku en Klougart flutti erindi á Garðyrkjuþingi sem haldið var í tilefni af 50 ára afmæli Garð- yrkjuskólans. Áxel var afskaplega víðsýnn og fróður maður, vel lesinn og stál- minnugur. Það var hægt að ræða við hann um hin ólíklegustu mál- efni, alls staðar var hann vel heima. Haustið 1975 slógumst við í för með Axel og Línu á Evrópuþing Lions í Nice í Frakklandi. Það var mikil ævintýraferð. Glæsileikinn í móttökum í Nice og í heimsókn okkar til Lionsklúbbs Monaco varð okkur öllum ógleymanlegur. En ferðirnar okkar saman urðu fleiri. Þær hófust venjulega með ferð á garðyrkjusýningar og í heimsóknir í garðyrkjustöðvar í Danmörku eða Hollandi. Síðan lá leiðin gjarnan suður á bóginn. Axel og Lína voru einstaklega góðir ferðafélagar, skemmtileg og fróð, og svo miklir heimsborgarar að þau voru alls staðar eins og heima hjá sér. Skipti þá ekki máli hvort við vorum í auðnum Sahara, á hinni undur- fögru eyju Corfu, á suðrænni bað- strönd eða á garðyrkjusýningu í Karlsruhe. En okkar síðasta ferð saman var einmitt til Þýskalands fyrir rúmu ári. Axel hafði ferðast mikið um ævina, séð margt og kynnst mörgu. Vegna starfs síns heimsótti hann árlega allar íslensku garðyrkju- stöðvarnar. Einnig fór hann á ótal garðyrkjusýningar og fundi erlend- is. Þó þetta ár hafi verið erfitt með löngum sjúkrahúslegum voru einnig margar góðar stundir. Hann gat verið viðstaddur þá gleðistund í júní þegar Ari Víðir útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands. Hann var við hátíðlega athöfn þegar Garðyrkjuskólinn hélt upp á 50 ára afmæli sitt og tók þá við viðurkenn- ingu fyrir störf sín. Hann naut í ríkum mæli ástúðar og aðhlynning- ar frá sinni elskuðu eiginkonu, börnum og fjölskyldum þeirra. Hann hélt sínum andlega 'styrk til hinstu stundar. Að leiðarlokum þökkum við löng og góð kynni, sem hófust á Garð- yrkjuskólanum fyrir rúmlega 40 árum. Við erum þakklát fyrir allar dýrmætu minningarnar sem við eigum frá góðu stundunum okkar saman. Við kveðjum kæran vin með söknuði og þakklátum huga. Við sendum Línu, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Hjá þeim er sökn- uðurinn mestur. Minningin um góðan dreng lifir. Guðs blessun fylgi Axel í hinstu ferð. Lea og Bjarni Helgason Kveðja frá Sambandi garðyrkjubænda Axel V. Magnússon garðyrkju- ráðunautur verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 24. nóvember. Islenskir garðyrkjubændur sjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.