Morgunblaðið - 10.12.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.12.1989, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 *- ER HÆGT AÐMÆLA þau svið sem venjulegt skólanáms- efni tekur til, en ýmsir þættir eru einnig prófaðir sem ekki tengjast námsefninu beinlínis, eins og minni, fæmi í að greina t.d. smáatriði í myndum, fæmi til að fást við tungu- mál og skilgreina þá hugtök eða líkingar, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir böm em tvær gerðir prófa, annars vegar gamla prófið sem dr. Matthías Jónasson staðlaði og er byggt á sama kerfi og Binet-prófíð, hins vegar próf kennt við David Weehsler. Fyrir fullorðna er sérstök útgáfa eftir Wechsler, einnig próf sem mæla afmarkaða þætti, svo sem formskynjun og myndskynjun. I mörgum tilvikum þykir nauðsyn- legt að nota greindarpróf þegar bam er illa statt í námi eða á við hegðun- arvandamál að etja. Við greindar- prófun getur komið í Ijós að bamið hefur góða námsgáfu, en getur ef til vill ekki notað hana sökum fjöl- skylduaðstæðna. Einnig-getur komið í ljós að barnið hefur litla getu og verður þá að hagræða kennslunni því í vil. Ef allt er með felldu þá er samsvöran milli með'aleinkunnar barnsins og niðurstaðna greindar- prófsins. Siguijón segir, að menn megi þó ekki flaska á því, að greindarpróf eigi einungis að meta líkur á námsár- angri. Það sé margt sem falli utan viðþað.„Ef til vill má segja að það sem liggi að baki greind sé hug- myndaauðgi sem maðurinn nær að vinna úr. Hér hefur einnig áhugi og löngun mikið að segja. Sumir útfæra hugmyndir sínar í rituðu máli, stærð- fræði eða einhveiju handverki, aðrir í myndlist eða tónlist. T.d. hefur sam- svöran milli hinna ýmsu þátta verið reiknuð út, og þá komið í ljós að lítil samsvöran er á milli tónlistarhæfi- leika og almennra námshæfíleika. Við getum líka tekið dæmi af manni sem hefur gengið illa í menntaskóla, en þegar hann kemur í háskóla og snýr sér að því fagi sem hann hefur áhuga á, þá„blómstrar“ hann. Hann hefur e.t.v. mikinn áhuga á skeljum og verður síðar doktor og sérfræðingur í því fagi. Hver mundi álíta hann heimskan?" Varðandi kenningar Gardners sagði Sigurjón, að þær væra ekki réttmætar gagnvart greindarprófum, sem aldrei hefði verið ætlað annað en að mæla almenna námshæfíleika. Friðrik H. Jónsson lektor í sál- fræði segir tilgang greindarprófa að meta hvort greind sé innan eðlilegra marka, þau spái ágætlega um námshæfileika einstaklingsins. Prófin eru sem sagt notuð þegar kanna þarf hæfni mannsins til að læra þau fög sem kennd era í skól- um, þ.e. hin bóklegu. En þótt nem- anda gangi illa í bóklegu fögunum þá gæti honum gengið vel í íþróttum, handmennt og mýndmennt. Því er það spurning hvort próf sem unnin væra út frá kenningum Gardners gæfu ekki fjölbreyttari mynd af hæfni nemandans, þannig að hægt yrði að þroska og leggja áherslu á hina raunverulegu hæfíleika hans, eins og reyndar grunnskólalög gera ráð fyrir? Friðrik segir kenningar Gardners og hugmyndir um samsetta greind ekki nýjar af nálinni, en ef nota ætti þannig próf á íslandi, þ.e. ef þau eru til, þá þyrfti að þýða þau, staðla og útbúa þannig að þau gæfu rétta mynd af íslendingum. Stöðlun- arkostnaður gæti hins vegar skipt FRJEGIR OG 6REINDIR Áætluð greindarvísitala nokkurra frægra manna. Tafl- an var gerð af Bandaríkja- mönnum árið 1926: Sir Francis Galton.......200 John StuartMill..........190 Johann W.von Goethe......185 Samuel Taylor Coleridge ....175 Voltaire.................170 Alexander Pope...........160 WilliamPitt..............160 LordTennyson.............155 SirWalterScott...........150 Mozart...................150 Longfellow.............„.150 VictorHugo...............150 LordByron................150 Thomas Jefferson.........145 John Milton..............145 Benjamin Franklin........145 DiSraeli.................145 Francis Bacon............145 James Watt...............140 Rubens...................140 Alexander Dumas..........140 Napoleon Bonapárte.......135 Charles Darwin...........135 John Calvin..............135 Edmund Burke.............135 milljónum og því vart til umræðu. Hitt væri svo annað mál, að í íslensku skólakerfí væra atriði í lög- um um það að nemandi fái ákveðna menntun. Oftast væri spurningin fyrir þá sem nota greindarpróf þessi: Á nemandinn heima í venjulegum skóla eða þarf að flytja hann í skóla fyrir börn með sérþarfir? Hjá sálfræðideild skóla eru greind- arpróf fastur þáttur og nauðsynlegur þegar meta þarf námshæfni nem- enda, og segir Einar Guðmundsson þegar hann er spurður um próf sem mæla samsetta greind, að ekkert mæli í raun á móti þeim, en spuming- in sé ætið sú hvað nýtist okkur best. Greindarpróf sem ná yfir hina verk- legu og munnlegu þætti hafa hingað til komið að bestum notum hér á landi. Prófín væra alls ekki einhæf eins og leikmenn kannski ætluðu, en það væri annað viðfangsefni að ætla sér að fínna þá hæfileika sem ein- staklingurinn er gæddur, fyrir utan hina almennu námshæfileika. Eftir fjórtán ára rannsóknir hefur Howard Gardner komist að þeirri niðurstöðu, að maðurinn hefur sjö greindarsvið og eru þau ekki bundin við rökgreind og málgreind eingöngu, heldur telst það einnig til greindar að geta dansað vel eða spil- að tennis. í bók sinni „Frames of Mind“, segir Gardner að of lengi hafí það tiðkast að menn séu dæmdir vel gefn- ir eður ei, eftir því hversu góðir þeir séu á sviði raunvísinda eða málvi- sinda. Segir hann prófin hættuleg, því þau gefi fólki alrangar hugmynd- ir um hvað greind sé í raun og vera, og sú greindarvísitala sem einstakl- ingurinn dæmist vera með sé ekki mikils virði. Leggur hann áherslu á að sýna SÁLARFRÆÐI/Avwi er ab vera viti borinnf Homo sapiens fram á mikilvægi annarra greindar- sviða og telur það til dæmis ákveðna greind að geta ratað í stórborgum, komið á sættum í fjölskyldu eða fyrir- tæki, eiga auðvelt með að umgang- ast fólk, smíða fagra gripi og jafnvel veggfóðra svo eitthvað sé nefnt. Þorsteinn Gylfason lektor við Há- skólann hélt málstofu fyrir fímmtán áram í félagi við Andra ísaksson um greindarfræði, og einnig stóð hann fyrir nokkram áraní í allhörðum rit- deilum við sálfræðinga um greindar- próf og uppeldisfræði. Þorsteinn seg- ir það ekki nýtt af nálinni að menn gagnrýni greindarpróf. Fyrir u.þ.b. sextíu áram leiddu þeir saman hesta sína í deilunni um greindarpróf, Sig- urður Nordal og Steingrímur Arason. Framlag Sigurðar til þeirra ritdeilna, þar sem hann gagnrýndi greindar- prófin, var ritgerð er bar heitið„Sam- lagning" og er hún löngpi orðin sígild. Eitt af því sem Þorsteinn lagði áherslu á í gagnrýni sinni um árið, var það að greindarpróf væru til þess gerð á endanum að mæla þær gáfur sem þyrfti til að komast í gegn- um evrópskan skóla eins og hann var fyrir áratugum. Og allt til þessa dags hafí greindarpróf verið miðuð við upphaflegu greindarprófin. Þorsteinn segir prófín hafa tak- markað gildi, einna helst séu þau gagnleg til að meta þroskastig van- gefinna bama. Fráleitt sé að nota þau í almennu skólakerfi.„Þau era stórhættuleg að því leyti að þau ganga undir alröngu nafni og villa um fyrir fólki, sálfræðingum, al- menningi, og kennuram sem slysast til að taka þau alvarlega. Menn gera sér yfirleitt ekki grein fyrir takmörk- unum þeirra. Ég nefndi það t.d. í ritgerð minni, að í venjulegum skilningi orðsins greind, er fyndni einhver skýrasti DANSARINN getur stjómað ákveðnum hluta líkama síns af einstakri nákvæmni. ÞETTA HUGTAK, homo sapiens, eða hinn vitiborni maður, er eitt af hinum allra kunnustu kenniorðum frá fornum tíma. í því felst mikið stolt. Maðurinn er kóróna sköpunarverksins, herra jarðarinnar, því að einn er sapiens. Dýrin ómálga eru án vits. En að sjálfsögðu er það maðurinn sjálfur sem skilgreinir sapientia, hvað það er að vera viti borinn. Með vitlsínu skilgreinir hann sitt eigið vit og neitar öðrum um sams konar hlunnindi. Við viljum nú halda því fram að þetta séu ævafom viðhorf. Öðru vísi sé litið á málin nú á tíð. Svo sannarlega er maðurinn viti borinn, en að öllum líkindum hafa menn skil- greint vit æði þröngt. Þeir hafa hyllst til að líta á það sem hæfi- leika til að hugsa rökrétt, þ.e. fylgja í hugsun sinni kerfi eða leikreglum, sem menn hér á Vesturlöndum hafa tamið sér í rúmar tvær þúsundir ára. Ennfremur er um að ræða að tjá hugsun sína með sérstöku táknmáli, mannamáli. Þá er það hæfnin til að taka við þekkingu og geyma hana í minni sér. Ein- hver allra þrengsta skilgreining á mannsviti er þó sú sem liggur að baki svonefndum greindarprófum. Þar er hefðbundið námsefni skólanna lagt til grundvallar, sundurgreint og út frá því fundið hvaða hæfni menn þurfi að búa yfir til þess að geta tileinkað sér þennan til- tekna þekking- arforða. Fátt er því til fyrirstöðu að hugsa sér skil- greiningu vits mun rýmri, en þá verður mað- urinn ekki lengur alfarið einn um þessi gæði. Gæti t.a.m. ekki al- kunn ratvísi sumra dýra tal- ist til vits? Við- brögð þeirra við hættum og ýmsum óvænt- um aðstæðum? Eða hvað skyldi mega segja um hinar margflóknu athafnir dýra við fæðingu og umönnun ungviða sinna? Þar við bætist að mörg dýr nota margsl- ungið tákn- og merkjamál sem virðist duga þeim vel í innbyrðis samskiptum, þó að maðurinn skilji fæst af því. Námshæfni sumra dýra er og furðu mikil. En svo að vikið sé að manninum aftur, þá er vissulega ástæða til að skilgreina vit hans mun rýmra en oft er gert. Margir búa yfir góðu verksviti og handlagni, þó að bókvit þeirra sé minna. Að vísu fer þetta oft saman. Var þá sagt að fólk væri vel gefið til munns og handa. Fjármálavit er talað um, músikgáfu og sumir eru gæddir einhverri undarlegri eðlis- lægri skynsemi, sem gerir þeim fært að skynja og skilja meira og dýpra en aðrir, þó að erfitt sé jafnan að útskýra eða færa slíka vitsmuni í búning orða. Stundum finnst mér einnig að tala megi um „vitsmuni tilfinninganna“, þ.e. einstakt næmi á tilfmningar og geðblæ annarra. Vissulega er maðurinn homo sapiens og það í miklu fjölskrúðugra fari en stund- um er talið. En hann er ekki heldur einn um að vera gædd- ur sapientia. Þau dýr sem næst honum standa eru áreiðanlega mun vitrari á mörgum svið- um en við höfð- um viljað við- urkenna. eftir Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.