Morgunblaðið - 10.12.1989, Qupperneq 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
-V
eftir Urði Gunnarsdóttur/ mynd: Sverrir Vilhelmsson.
í inntökupróSnu í Leiklistarskóla íslands var hún sannfærð um að
hún næði því ekki. Hún var að taka það í annað sinn og fannst sér
ekki takast vel upp. Ætti hún að læra sálfræði, gullsmíði, leikmynda-
gerð? Eða snúa sér að myndlistinni? En lánið var með Ólafiu Hrönn
Jónsdóttur. Hún náði prófinu og fjórum árum síðar langþráðum
áfanga. Hún hefiir hvað eftir annað fangað athygli leikhúsgesta, nú
síðast í Borgarleikhúsinu, þar sem hún fer með hlutverk Magnínu
í Ljósi heimsins. Og gagnrýnendur hafa ekki verið sparir á stóru
orðin í umsögnum sínum um hana. „Ólafia Hrönn vekur að vanda
athygli...makalaust sönnskynjun á persónunni með þumbaralegum
leikmáta og djúpum harmi sem þessi unga leikkona tjáir fádæma
vel,“ sagði t.d. Páll B. Baldvinsson I leikdómi í Þjóðviljanum í október.
Frá því hún útskrifaðist
úr Leiklistarskóla ís-
lands fyrir tveimur
árum hafa henni boð-
ist næg verkefni, auk
þess sem hún hefur
skapað sér þau sjáif.
Ótti hennar við að
verða ung atvinnu laus
leikkona hefur því reynst óþarfur þó
að hún segi að það sé reyndar betra
að gera sér ekki of miklar vonir; þá
verði maður ekki fyrir vonbrigðum.
En hvað þykir henni um umsagnir
annarra, lifír hún sig svo algjörlega
inn í hlutverkin? „Það vona ég, og
reyni. Mér líður vel í því hlutverki
sem ég held að ég geri vel og stund-
um finnst mér athygli áhorfenda
sogast að mér, þeir bíði spenntir eft-
ir því hvað gerist næst. Eg hef líka
upplifað það að finnast ég ekki ná
persónunni sem ég leik, finna allan
tímann að ég er að leika og það er
mjög óþægilegt. En ég er ekki dóm-
bær á hversu vel mér tekst til á leik-
sviðinu; þó finnst mér ég vera að fá
meiri og meiri tilfinningu fyrir því
með aukinni reynslu. Eg er alltaf
spennt að heyra hvað öðrum, t.d.
gagnrýnendum, fínnst þó í því felist
enginn stóridómur."
Nei, þú ert eins og svín
Á árunum tveimur sem liðin eru
frá því Ólafía útskrifaðist, hefur hún
leikið Jöklu í Síldin kemur og sfldin
fer, Ruby í Maraþondansi, Fíu í
Djöflaeyjunni, í forföllum Margrétar
Ákadóttur, og Magnínu í Ljósi heims-
ins hjá LR. Hún er einnig í leik-
hópnum Þíbylju og lék Fjólu í Gulum
og rauðum og móðurina í Smúrtsin-
um - Að byggja sér veldi. Hjá Al-
þýðuleikhúsinu lék hún í ísuðum
gellum og nú leikur hún í einþátt-
ungi eftir Hlín Agnarsdóttur, Karlar
óskast í kór, sem Menningar- og
fræðslusamband alþýðu, óskaði eftir
að yrði settur upp.
Þá hefur Ólafía leikið töluvert fyr-
ir börn; í Karíusi og Baktusi, Regn-
bogastráknum og Mér er alveg sama
þó einhver sé að hlægja að mér.
„Það er yndislegt að leika fyrir börn,
þau eru einlæg og óvægnir dómarar.
Það sem þau sjá hefur bein og aug-
sýnileg áhrif á þau. í barnaleikritinu
Mér er alveg sama þó að einhver sé
að hlægja að mér lék ég tröllastelpu.
Leikritið hefur að geyma þennan
sígilda og góða boðskap um það hvað
það getur verið erfitt að vera öðru
í ísuðum gellum með
Halldóri Björnssyni:
“Ólafía lék af mestu fjöri
og öryggi“ — Gunnar Stef-
ánsson í Tímanum.
Með Þór Túlin-
íus í Smúrtsin-
um: “Ólafía var
móðirin og dró upp
listilega mynd af
henni, fáránlega og
átakanlega í senn...“
— Jóhanna Kris-
tjónsdóttir í Morg-
unblaðinu.
vísi og skera sig úr fjöldanum. í einu
atriðinu setur tröllastelpan blóm í
hárið, snýr sér að bömunum og spyn
Er ég ekki sæt? Þá gerðist það á
einni sýningunni að lítill strákur varð
fyrstur til og svaraði af hjartans ein-
lægni; „Nei, þú ert eins og svín!“
En hvað um hlutverk í sjónvarpi
og útvarpi? „Ég hef leikið í tveimur
stuttmyndum og í nokkrum útvarps-
leikritum, í sjónvarpsmyndinni
Djáknanum og er núna að vinna í
áramótaskaupinu. Öll verkefnin sem
ég hef fengið hingað til hafa verið
spennandi, enda hef ég komist hjá
auglýsingunum, þeim hef ég tak-
markaðan áhuga á. Hlutverkin hafa
verið ólík og mér fínnst ég hafa
þroskast mikið á þessum tveimur
árum. Ég hef verið að finna sjálfa
mig, ég veit að minnsta kosti hvað
ég er ekki og sætti mig nokkum
veginn við það.“
Reyni að halda aftur af
gamninu
Ólafía segir ekki hafa farið hjá
því að hún hafi verið vonlítil um at-
vinnuhorfur þegar hún .var í skólan-
um. En hún hafi svo gert sér grein
fyrir því að þrátt fyrir að vinna sé
ekki alltaf fyrir hendi, farist heimur-
inn ekki. „Þó má ekki gleyma því
ég hef ekki gengið í gegnum löng
óvissutímabil. Við sem útskrifumst
úr Leiklistarskólanum hér höfum það
framyfir krakkana sem læra erlend-
is, að leikstjórarnir þekkja okkur
flestir."
En þekkir fólkið á götunni þig
núorðið? „Varla enn, og þó, sumir
horfa þannig á mig að mér finnst
eins og ég eigi að þekkja þá en ég
verð ekki fyrir neinni áreitni sem
betur fer.“
Mörg hlutverka Ólafíu hafa verið
á léttari nótunum, og hún hefur þótt
komast listavel hjá því að leiðast út
í afkárahátt eða ofleik. Sjálf setur
hún upp ósvikinn undmnarsvip þegar
þetta ber á góma. „Gamanleikkona?
Ég hef aldrei Iitið á mig sem slíka.
Oft reyni ég að halda aftur af gamn-
inu, t.d. í hlutverki Magnínu í Ljósi
heimsins, þar hafði ég að leiðarljósi
að ég mætti alls ekki reyna að vera
fyndin því það væri allra síst það sem
þessi manneskja gerði. Magnína er
svo grátbrosleg í eðli sínu. Hlátur
og vorkunnsemi eiga oft samleið og
hlutverk sem vekur báðar þessar til-
finningar í brjóstum áhorfenda nær
Erfitt að vera leikari og
móðir
Ólafía segist snemma hafa fundið
hjá sér þörf fyrir að leika. „Það gaf
mér mjög mikið af fá að leika, þegar
á unga aldri. Sæi ég sérkennilegt
fólk, varð ég að prófa hvemig væri
að vera eins og það, að finna hvern-
ig því liði. Þegar ég æfði, var ég og
er, altekin af leiklistinni. Áhuginn
datt að vísu niður hjá mér á tímabili
í skólanum, því þá var ég að gera
skyldu, vinna skólalærdóm. Þetta er
galli margra, — ef þeir eiga að gera
eitthvað er það ekki eins gaman. En
þetta var einungis ákveðið tímabil
hjá mér, svona svipað og í mennta-
skóla þar sem við voram látin lesa
margar góðar bækur sem við nutum
ekki af því að þær vora skyldulesn-
ing.“
Hvemig fellur þér leikarastarf-
ið? „Það hentar mér mjög vel, ég
er skorpumanneskja og vil takast á
við nýja og nýja hluti. Stundum á
ég frí á daginn svo vikum skiptir en
síðan getur tekið við erfið skorpa
eins og stendur núna yfir. Svo gerir
það mér ekki auðveldara fyrir að
vera með bam,“ segir hún. „Ég átti
Magga þegar ég var á þriðja ári í
Leiklistarskólanum. Ég fékk frí í
hálfan mánuð til að eiga og þetta
var því erfiður vetur. A þeim tíma
var ég í sambúð með bamsföðurnum
og með hjálp hans og ættingja bjarg-
aðist þetta og gerir enn. Stundum
get ég átt mikinn tíma með Magga
en svo koma tímabil þegar ég sé
hann lítið en þá hugsa ég bara til
rólegu tímabilanna sem eru þá á
næsta leiti.“
miklu frekar að lýsa mannlegri skap-
gerð og eiginleikum en hlutverk sem
eingöngu vekur hlátur."
OLAIIA
IIKOW
I