Morgunblaðið - 10.12.1989, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
C 11
*
Bók um Islendingatilveru
TÁKN hefur gefið út bókina ís-
lendingatilvera — byrðin og bro-
sið eftir Jón Om Marinósson.
I kynningu segir m.a.: „Islend-
ingatilvera — byrðin og brosið, svip-
ast með alvörugefinni upplyftingu
og upplyftri alvöru um íslenskt
þjóðfélag, dregur upp myndir af
heimi litla mannsins á lánskjaravísi-
tölu, af heimi sumarbústaðaeigenda
og Sambandsmanna, kjarafursta og
kroppdýrkenda, menntamanna og
meiri háttar þjóðskörunga.
íslendingatilvera — byrðin og
brosið, bregður hlýju og hláturmildu
ljósi á einstætt hlutskipti þitt, hlut-
skipti sem þú getur ekki hafnað og
er aldrei um seinan að fá eitthvað
út úr sér til sáluhjálpar."
Jón Öm Marinósson
Skáldsaga eftir Birg-
ittu H. Halldórsdóttur
BIRGITTA H. Halldórsdóttir er
bóndi að Syðri-Löngumýri í Aust-
ur-Húnavatnssýslu og sendir nú
fi'á sér sína sjöundu bók sem heit-
ir Sekur flýr þó enginn elti.
í kynningu segir um söguefnið:
Stella er 24 ára, lífsglöð stúlka. Hún
býr í Reykjavík, vinnur í banka og
lifir eðlilegu, áhyggjulausu lífi. En
skyndilega breytist allt og fyrr en
varir er líf hennar í hættu. Hvers
vegna er Bragi kominn að Sjávar-
bakka, nýsloppinn af Hrauninu, eftir
að hafa setið inni fyrir morð? Hver
er þessi Viðar, með marglitu augun,
sem Stella á svo erfitt með að stand-
ast? Spennan eykst stöðugt og hratt.
Birgitta H. Halldórsdóttir
Bjóðum nú BLUE CHIP, PC
og XT tölvur með mús og 2
ára ábyrgð, á einstöku
tilboðsverði frá kr. 59.900^
Nú er tœkifceri til að fjárfesta
í fullkominni PC eða XT tölvu
fyrir jól.
BLUE CHIP tölvurnar eru
meðal 10 mest seldu vélunum
í Bandaríkjunum I dag.
TAKMARKAÐ MAGN \ JOLATILBOÐ
I_____________________________________
&
bluechip
□
3*
Að auki bjóðum við tölvu +
korn heimilisbókhald á
sérstöku jólaverði, á kr.
63.900 stgr.
Og tölvuborð méð hliðarborði
á kr. 8.990 stgr.
a
Skipholti 17, 105 Reykjavík, sími: 91-27333.
Er Björn Sv. Björnsson kom
heim til íslands árið 1946 eftir
að hafa setið í fangelsi í
Danmörku sakaður um
stríðsglæpi beið faðir hans,
forseti íslands, komu hans á
Bessastöðum. Hann tók af Birni
loforð um að segja sögu sína
aldrei. Síðan var ferill hans á
styrjaldarárunum þoku hulinn.
Af hverju varðist hann aldrei
þeim áburði sem á hann var
borinn? Eítir meira en fjörutíu
ára þögn segir Björn sögu sína,
í fyrsta skipti - söguna sem
ekki mátti segja.
IÐUNN