Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 26
26 C MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 GUÐRÚNELÍSABET 4 A| JÓHSDÓTTIR I W 1 IRS Guðrún Elísabet Jónsdóttir fæddist í Sandlækjarkoti í Gnúp- veijahreppi í Ámessýslu 19. júní árið 1888. Foreldrar hennar voru Margrét Eiríksdóttir og Jón Bjamason og áttu þau alls átta böm. Ung fór hún til Reykjavíkur til að læra karlmannafatasaum hjá Áma Einarssyni, skraddara, fór síðan á matreiðslunámskeið hjá Ingibjörgu Jónsdóttur. Elísabet giftist Kjartani Ólafssyni frá Vestra-Geldingaholti í Gnúpveij- arhreppi og tóku ungu hjónin við búskapnum þar og bjuggu til árs- ins 1961. í júlí það áj seldu þau jörðina og fluttust á Sólvallagötu 74 í Reykjavík, en Kjartan lést í desember 1961, tæpiega sjötugur að aldri. Þau hjónin eignuðust þijár dætur, sem allar em á lífi. Guðrún Elísabet býr nú hjá dóttur sinni Margréti á Sólvallagötu 74. Guðrún Elísabet hefur verið rúm- liggjandi síðustu þijú árin, en held- ur andlegum kröftum vel. Fyrir utan húsmóðursstörfín hefur öll handavinna verið mikið áhugmál. í Reykjavík vann hún mikið við fatalagfæringar ýmiss konar. RAMIVEIG 4 AA JÚSEFSDÚTTIR 1UU IRA Rannveig Jósefsdóttir fæddist 24. apríl árið 1889 á Eyrarlandi, sem þá var sveitabær rétt ofan Akureyrar þar sem Fjórðungs- sjúkrahús Ákureyrar stendur nú. Níu ára gömul fór hún að Kroppi í Eyjafirði og dvaldi hjá Davíð Jónssyni hreppstjóra og konu hans, Sigurlínu Jónasdóttur, þang- að til hún var um tvítug. Eftir það var hún fjögur sumur í Fjósatungu í Fnjóskadal hjá Ingólfí Bjamasyni og Guðbjörgu konu hans. Á yet- urna var hún við sauma hjá Önnu Aðalsteins, sem rak saumaverk- stæði á Akureyri. Einnigvar Rannveig í vist, hjá Pétri Péturs- syni kaupmanni og Þórönnu Pálmadóttur konu hans í um sex ára skeið. Mestum hluta starfsæ- vinnar varði hún hjá Gefjun þar sem hún starfaði í rösklega fjör- utiu ár. Rannveig giftist aldrei, en átti eina dóttur, Freyju Jó- hannsdóttur. Þær mæðgur bjuggu í aldarfjórðung í gamla Gefjunar- húsinu á Akureyri og fluttu síðan að Helgamagrastræti 17 þar sem þær búa enn. SIGRÚN 4 4444 RUNÖLFSDÓTTIR 1UU IRA Sigrún Runólfsdóttir fæddist í Snjallsteinshöfðahjáleigu í Holtum í Rangárvallasýslu 26. maí árið 1889. Foreldrar hennar vom Run- ólfur Ingvarsson og Ragnhildur Sveinsdóttir. Sigrún var aðeins 12 ára þegar hún missti móður sina. Þaðan í frá ólst hún upp hjá ömmu sinni og ömmusystur, sem bjuggu á bæ í grendinni. Sigrún kynntist eiginmanni sínum, Sigjóni Hall- dórssyni, í Vestmannaeyjum og eignuðust þau tólf böm, þar af eru sjö nú á lífí. Sigjón var bóndason- ur frá Stóra-Bóli í Austur-Skafta- fellssýslu, sonur hjónanna Guðrið- ar Guðmundsdóttur ljósmóður og Halldórs Sæmundssonar. Sigjón lést árið 1931, aðeins 43 ára að aldri. Sigrún og Sigjón bjuggu all- an sinn búskap í Vestmannaeyjum, lengst af í Héðinshöfða. Eftir lát Sigjóns keypti bærinn Héðins- höfða og fjölskyldan fluttist í hús, sem ber heitið Sjávargata. Þannig gat Sigrún haldið íjölskyldunni saman. Sigrún hefur stundað ýmis störf um ævina og hún sóttist mikið eftir bókmenntum í frístund- um, þegar þær gáfust á annað borð. ERLEHDSÍNA 4 44 44 HELGADÚTTIR 1UU IRA Erlendsína Helgadóttir er fædd 8. ágúst árið 1889 á Litla-Bæ á Vatnsleysuströnd í Gullbringu- sýslu og ólst hún þar upp. Foreldr- ar hennar voru Helgi Sigvaldason frá Skjaldarkoti i Vatnsleysu- strandarheppi og Ragnbildur Magnúsdóttir, sem fædd var í Vestmannaeyjum, en uppalin í Fljótshlíðinni. Erlendsína giftist Magnúsi Jónssyni 9. maí árið 1909. Fyrstu þijú hjúskaparárin bjuggu þau á Þverfelli í Lundar- reykjardal í Borgarfírði og keyptu síðan jörðina Sjónarhól í Vatns- leysustrandarhreppi árið 1926. Síðar byggðu þau hús i Vogum, sem einnig ber Sjónarhólsheitið, og bjuggu þau þar þangað til Magnús lést árið 1963. Erlendsína bjó ein í fímmtán ár, en fyrir ell- efu árum fluttist.hún til dóttur sinnar og tengdasonar, Guðrúnar Lovísu og Guðmundar Björgvins Jónssonar, sem em búsett i Vog- um. Magnús stundaði sjómennsku og vann ýmis störf í landi. Þau Erlendsína og Magnús eignuðust niu börn. Átta komust til fullorð- insára og eru fjórar systur eftirlif- andi. Auk þess eiga þær einn hálf- bróður, sem Magnús eignaðist árið 1929. ÞORBJðRG 100 IRA Þorbjörg Grímsdóttir er elsti núlifandi innfæddi Reykvíkingur- inn. Hún fæddist á Vesturgötu 59 í húsi, sem bar heitið Litla-Sel. þar bjuggu foreldrar hennar, Grímur Jakobsson sjómaður og Katrín Eyjólfsdóttir, og var Þor- björg elst þriggja systkina. Þor- björg ólst upp á Vesturgötunni og hefur hún alla sína tíð búið í Reykjavík. Hún giftist Aðalbimi Stefánssyni, prentara, sem ættað- ur var frá Akureyri og eignuðust þau átta böm. Öll börnin komust til fullorðinsára, en fimm þeirra era nú látin. Fjölskyldan bjó alltaf í húsi númer 24a við Skólavörð- ustíg og býr Þorbjörg þar enn ásamt 74 ára gömlum syni sínum, Aðalbimi Aðalbjörnssyni. Hann hefur alltaf búið í foreldrahúsum, en hætti að vinna fyrir fímm áram til að hugsa um móður sína. Eigin- maður Þorbjargar lést árið 1938, 65 ára að aldri. Þorbjörg vann um tíma í fiski, en hefur mest sinnt húsmóðurstörfum. Aðeins einu sinni hefur hún þurft að leggjast inn á sjúkrahús um ævina. ÖLDOVGAREÍSLW8 Erennlausoglíðug... „ÆTLI liggi ekki beinast við að þakka góðu heilsufari þennan ald- ur. Eg hef hvorki reykt að staðaidri né drukkið vín um ævina þó ég viti svo sem hvemig það bragðast. Ég veit ekki hvort það hefur haft áhrif til góðs, en svo mikið er víst að tóbak og áfengi bæta að minnsta kosti ekki heilsu manna,“ segir Halldóra Jónsdóttir þegar hún er spurð hvort hún eigi sér einhveijar leyndar formúlur til að lifa eftir. Halldóra hélt upp á 101 árs afmæli sitt þann 17. ágúst síðastliðinn, en á aldaraf- mæli sínu tók hún Skíðaskálann í Hveradölum á leigu og bauð þangað hátt á annað hundrað manns til að samfagna sér á þessum merkis- degi. Halldóra býr á Droplaugai1- stöðum í Reykjavík, flutti þangað reyndar við opnun árið 1982 og hefur þar litla íbúð á annarri hæð út af fyrir sig. „Hér er mjög gott að búa,“ segir Halldóra og ég svip- ast um í íbúðinni hennar. Þar er allt hreinlegt og hlutum haganlega fyrir komið. Uppi á veggjunum hanga — ég veit ekki — hvað marg- ar handsaumaðar myndir, sem Halldóra hefur verið að dunda sér við. Hún segist jafnframt hafa ver- ið að byija að mála á dúka, en vegna eymsla í öðru auganu hefði hún þurft að leggja þá tómstundaiðju á hilluna í bili. Halldóra segist ævin- lega fara á fætur snemma á morgn- ana, klæða sig og mæta stundví- slega í morgunmat kiukkan hálfníu. Dagurinn væri alltaf svona í vissum skorðum hjá sér og þegar vel viðrar fer hún gjarnan í göngutúra. Árnesingur Halldóra fæddist þann 17. ágúst árið 1988 að Skeggjastöðum í Flóa í Árnessýslu, en bærinn Skeggja- staðir stendur við þjóðveginn og er mitt á milli Þjórsár og Ölfusár. Foreldrar hennar vora Jón Guð- mundsson og Guðrún Bjamhéðins- dóttir. Þau eignuðust níu böm, sjö pilta og tvær stúlkur, og var Hall- dóra þeirra næstyngst. Börnin kom- ust öll til fullorðinsára, en öll eru systkini Halldóra nú látin. Hún seg- ir að enginn barnaskóli hafi verið kominn í sinni sveit þegar hún var að alast þar upp. Hinsvegar hafi hún lært svolítið í reikningi og skrift af bræðram sínum sem lært hefðu eitt og annað þegar þeir fóru að vinna utan heimilisins. Einnig hefði maður á næsta bæ verið dug- legur við að gefa sér forskrift, sem hún fékk að herma eftir. Árið 1912 fékk Halldóra að fara á húsmæðra- skóla hjá þeim Hólmfríði Gísladótt- ur og Ingunni Bergmann. Skólinn mun hafa verið til húsa í gamla Iðnó. Færðin var slæm til Reykjavíkur „Eg var í foreldrahúsum til þrítugsaldurs, hélt áleiðis til Reykjavíkur 2. janúar árið 1919 og hef verið þar síðan. Ég man þann dag, eins og hann hefði verið í gær. Ég fór á hesti og þurftum við að gista á leiðinni á Kolviðarhóli þar sem færðin var orðin slæm. Það var mikill snjór á leiðinni yfir fjallið og suður. Þegar ég kom til Reykjavíkur hóf ég störf á karl- mannafatasaumastofu og vann við fatasaum í rúmlega fimmtíu ár. Ég byijaði hjá Andersen og Laut fyrir 28 krónur á mánuði - byijaði reyndar fyrst á kjólaverkstæði en færði mig fljótlega yfir í karl- mannafatasauminn. Þar var meira að gera. Svo saumaði ég um tíma fyrir Sambandið og síðast vann ég Irs í Sportver hjá Birni Guðmundssyni. í þá daga var ekkert flutt inn af tilbúnum fatnaði enda voru hér býsn af saumaverkstæðum. Ég held að þau séu orðin æði fá núna eða jafnvel engin. Við saumuðum til dæmis „uniform" á lögregluna og þann fatnað sem fólk pantaði sér, svo sem kjólföt og smokinga. Ann- ars finnst mér fatatískan skrýtin í dag. Ég held að allt þyki orðið gott og fínt í dag. Gallabuxumar, sem eingöngu vora notaðar í fjós hér áður fyrr, þykja nú nógu fínar á dansleiki ogjafnvel í kirkjur," segir Halldóra. Of menntaðir í skítverkin Halldóra segist aldrei hafa gifst, ætti engin böm og væri því enn „laus og liðug“, eins og hún orðaði það og hló við. „Ég var einhvern veginn aldrei neitt spennt fýrir því að gifta mig og stofna til heimilis. Ég hef alltaf búið í leiguhúsnæði í Reykjavík og hugsað um mig sjálf og þannig hefur mér liðið ágæt- lega.“ Halldóra kveðst að mestu hafa verið laus við sjúkdómslegur á lífsleiðinni. Aðeins tvisvar sinnum hefur hún þurft að leggjast inn á sjúkrahús, í fýrra skiptið þegar hún var skorin upp við gallinu og síðan þegar hægra bijóstið var af henni tekið. Ferðalög stundaði Halldóra tölu- vert fýrr á árum. Hún var félagi í Ferðafélagi íslands og ferðaðist nokkuð með félaginu hér innan- lands. Einu sinni fór hún til út- landa. Það var árið 1922 að hún heimsótti bróður sinn sem þá var búsettur í Englandi. „Fólk í mínu ungdæmi hafði ekki úr miklu að moða fjárhagslega. Nú getur fólk meira að segja siglt einu sinni til tvisvar á ári. Gallinn er bara sá að nú eru allir orðnir of menntaðir til að vinna skítverkin. Já, og nú er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.