Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 31

Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 31 STAÐIÐ ASKYI SÍÐAN skein sól sendi frá «ér sína fyrstu breiðskífu fyrir síðustu jól; skífu sem seldist þokkalega. A því ári sem liðið er síðan hef- ur sveitin verið vel iðin og átti til að mynda eitt vinsælasta lag sumarsins, Dísa, aukinheldur sem sveitarmenn fóru í hring- ferð um landið og léku þá á kassagítara og harmon- ikku í stað hefðbundinna rafgítara og ámóta tóla. Sú ferð lagði grunninn að plötunni Eg stend á skýi sem kom út fyrir stuttu. Þegar fyrsta breiðskífan kom út sögðu sveitarmeðlim- ir hana grunninn að næstu plötu sem er þá Ég stend á Morgunblaðið/Rúnar Bjartmar á Akureyri. Rokk- skáldið Bjartmar BJARTMAR Guðlaugsson heftir það orð á sér að vera orðheppinn maður, rokk- skáld, frá því liann sendi frá sér sína fyrstu breiðsk- ífu fyrir fimm árum. Fyrir stuttu og ber heitið Það er puð að vera strákur. Þessa nýjustu plötu Bjartmars gefur Skífan út, en þegar Bjartmar var tekinn tali vegna plötunnar vaknaði fyrst spuming um heiti hennar. Hversvegna er puð að vera strákur Bjartmar? „Það er puð að vera strák- ur vegna þeirrar ímyndar sem þrögvað er upp á stráka í uppvextinum; það eru gerðar til þeirra strangari kröfur frá umhverfinu en til stelpna. Þar spilar m.a. inní meðvituð eða ómeðvituð dýrkun samfélags- ins á persónum eins og hörkutólinu, svallalaranum og ámóta. í textanum segi ég: Ég þarf að sýnast voða salí, / þróttmeiri og stærri, / kvelja hina smærri. / Leika grátt sýna meiri mátt, / gefa glóðarauga blátt. / Það er puð að vera strákur / og þurfa að stefna svona hátt og á öðrum stað: Gildi manns- ins miðast við / framfærslu- getu, / kvennafar og fyllirí. Það má þó enginn skilja þessi lög sem svo að ég sé að skera upp einhveija herör gegn konum, langtífrá." Þú áttir aðra söluhæstu plötu ársins 1987 og síðasta plata seldist einnig vel, tókst þú mið af þvf? „Ég hef aldrei haft neina stefnu, verið stefnulaust rek- ald í tónlist. Þeir menn sem ég hef unnið með hafa reynt að ná fram mínum persónu- leika og það finnst mér hafa tekist þó umbúðirnar séu mismunandi." Síðan skein sól Óður til lífsins. Morgunbladið/Sverrir skýi. í spjalli tóku þeir Helgi Bjömsson og Ingólfur Sig- urðsson undir fýrri yfirlýs- ingar. „Lokalag síðustu plötu, Dagdraumar, var ætlað til að vísa til þess að þó það væri rokkblær á plötunni þá gætum við gert hvað sem okkur langaði. Það gerðum við svo í kassarokkinu í sum- ar. Við höfum leyft okkur að gera það sem okkur lang- ar og líklega verður næsta plata hrá rokkplata, sem er þáttur af okkur, ekki síður en kassarokkið. Kjaminn í þessari plötu er hringferðin okkar. Sú ferð breikkaði grunn hljómsveit- arinnar mikið og þá sérstak- lega vegna þess hve tag- asmíðamar gera miklu meiri kröfur til þess sem semur þegar verið er að semja fyrir kassagítar en rafhljóðfæri." Er einh-ver samfella í text- um? „Textamir urðu margir til rétt áður en við fómm út á land og fyrir bragðið eru þeir einskonar óður til lands- ins og lífsins. Ég vildi ég væri er óður til sjómannsins, Ég stend á skýi er óður til náttúrunnar, Paradís er óður til þess að vera til og njóta augnabliksins, Kartöflur er óður til moldarinnar og þess að við eigum að vera sjálf okkur nóg, Saman á ný er óður til þeirra sem em ekki lengur á meðal okkar, Taktu mig með er óður til næt- urlífsins og Skiýtið er óður til ástarinnar; þess frelsis að geta eskað þann sem maður velur sér. GRIPINN GLOÐVOLGUR ARIELDON lausráðinn bassaleikari Dýrið gengur laust á tónleik- um í Duus 24. nóvem- ber sl. Ari Eldon kom fyrst fram sem bassaleik- ari Sogbletta og lék þá hráa . pönktónlist. Aðal Sogbletta var samleikur þeirra Ara og Gunna trymbils og söngur Jóns. Sogblettir leystust upp og Ari fékk það erfíða hlutverk að taka við bass- anum af Gunnari Hjálm- arssyni í Bless. Hann reyndist vandanum vax- inn og er í dag einn besti bassaleikari landsins af yngri kynslóðinni og ört vaxandi. Í Duus þetta kvöld lék hann með Jóni fyrrum félaga sínum, sem nú syngur í Dýrið gengur laust, og gaf mikla breidd í lög sveitarinnar og sýndi framúrskarandi takta. /Hvar er draumurinn? Meðbyr SÁLIN hans Jóns míns sendi fró sér sína fyrstu breiðskífu fyrir skemmstu. Platan bcr heitið Hvar er drjiumurinn? og er ein af söluhæstu piötum á markaðnum sem stendur. Sveitin þekkir reyndar velgengni vel, því þau íjögur Iög scm hún hefiir sent frá sér síðastliðið ár hafa öll orðið vel vinsæl. Það gerir það að verkum að flestir gera því skóna að Hvar er draumurinn? verði með söluhæstu plötum þctta árið. Eg hitti þá Guðmund Jónsson gítarleikara og lagasmið og Stefán Hilm- arsson söngvara og texta- höfund fyrir skemmstu og ræddi þá meðal annars Vænting- amar sem þeir félag- ar sögðust ekki alveg eftir Arna sáttir við. Motthíasson Quð- ntundun „Mér fínnst frekar leiðinlegt að heyra þetta við- horf frá öllum. Það er allt í lagi að vera bjartsýnn, en menn mega ekki búast við of miklu. Við vorum ekki að reyna að setja saman einhvetja „hit“-plötu.“ Stefán: „Það er vitanlega gott að hafa meðbyr og kannski er eðlilegt að búast við einhvetju stóru þegar fyrstu fjögur lög hljómsveit- ar verða vinsæl, en það eina sem við höfðum í huga við gerð Hvar er draumurinn? var að gera plötu sem við værum allir ánægðir með.“ Guðmundur. „Eina skip- tið sem ég hef reynt að setja saman lag sem yrði vinsælt var þegár ég samdi Þig, bara þig. Þá má segja að lif sveitarinnar hafi legið við, því það var að duga eða Sálin hans Jóns míns Nóg í bili? drepast, okkur vantaði starfsgrundvöll. Það lag varð svo til þess að Steinar og Skífan fóru fram á það við okkur að gera samning og þá gátum við gert þá kröfu að fá ríflegan tíma til að vinna plötuna og fijálsar hendur til að gera plötu sem okkur þætti góð, án tillits tii sölu. Það er alltaf að koma að máli við mig fólk sem vill að ég semji fyrir það iög, en ég er búinn að senda frá mér öll lög sem ég átti og get ekki samið fleiri í bili. Eg er ekki nijög afkasta- mikill og í ofanálag er segul- bandið mitt bilað svo þær hugmyndir sem ég fæ þessa dagana fara allar í vaskinn.“ Sálin hans Jóns mins hef- ur verið afar iðin við að spila á sveitaböllum og skemmtunum, en gert ininna af því að troða upp á tónleikum með frumsamið efni. Stefán: „Það eru við- brigði fyrir okkur að vera að spila á tónleikum, þó við Ljúsmynd/Björg Sveinsdóttir séum alvanir ballaspila- mennsku, en það er að koma. Fyrir fyrstu tónleik- ana 28..nóvember var mikill sviðsskrekkur." Hvað er svo framundan? Stefán: „Framundan er langt frí. Við eigum það inni því við höfum unnið látlaust við hljómsveitina í tvö ár.“ Guðmundun „Það er einnig kominn tími til að hvíla áheyrendur, sumum finnst örugglega komið nóg i bili.“ GLIMT VIÐEIN' FALDLEI VALGEIR Guðjónsson átti aðra söluhæstu plötu síðustu jólavertíðar, Góða íslendinga og gefur sig í slaginn að þessu sinni með plötunni Góðir áheyrendur. * Asíðustu var Valgeir með fuilskipaða hljómsveit, en þegar hann ákvað nú að vinna með Eyþóri Gunn- arssyni og nýta sér bút- unartæki og tölvutól. Val- geir segir þetta hafa gefið honum meira frelsi en eila og það hafi verið einkar spennandi að blanda saman hátækni og kassagítar. „Við meðhöndlum, nota bene, tæknitólin eins og venjuleg hljóðfæri, sem gerir það að verkum að gerilsneiðingin, sem mörgum hrýs hugur við, er ekki til staðar." Valgeir segist ánægður með Góða íslendinga, en það hfí kanski verið fullmikill al- vörublær yfir henni. „Ég hafði þörf fyrir að gera plötu sem tæpti á alvarlegum hlut- um, því það er svo margt sem er ekki hlægilegt í heiminum, þó gott sé að reyna að sjá broslegu hliðarnar." A Góðir áheyrendum bregður viða fyrir blæ sem rekja má til Spilverks þjóð- anna. „Mér finnst Spilverkið ákaflega góð hljómsveit og skemmtileg. Ég er hallur undir einfaldleikann og mér fínnst það verðugt verkefni að glíma við að gera hlutina einfalda." Er eitthvert uppáhald á plötunni? „Það er alltaf erfítt að gera upp á milli bamanna, en lagið Hvað á maður að gera, sem var síðasta lagið sem við tókum upp, finnst mér hafa heppnast skemmti- lega. Keflavík, ó Keflavík er líka lag sem heppnaðist mjög vel; í því er einhver stemmn- ing sem skilar sér. Elsta lag plötunnar, Enginn tími, nóg af vatni, finnst mér líka skemmtilegt lag. Það var gert með ráðnum hug að hafa það módemískara en önnur lög, þvi textinn er heiðarleg stæling á Tímanum og vatninu og því við hæfi að hafa lagið í stíl.“ PLATA VIKUNNAR PLATA VIKUNNAR er 13 tímar og fleiri lög með Jóni Halli og Löstum frá Reykjavík. Jón Hailur hefur samið lög fyrir sjálf- an sig í mörg ár, en hefur ekki flíkað þeim lagasmíðum frarn að þessu. Með honum leika Lestir frá Reykjavik, bræðumir úr Vonbrigð- um, Árni og Þórarinn Kristjánssynir. Jón Hallur gefur plötuna yálfur út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.