Morgunblaðið - 10.12.1989, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
C 37
ann í. Eða þá að skera þykkar
brauðsneiðar sem oft vildu verða
með alslags gúlum og hrukkum.
En þær reyndust vel þegar búið var
að setja á þær álegg. Og það var
hreint ekki til að beina athygli gest-
anna frá góðgerðunum að Valdimar
tók til harmonikunnar á þessum
stundum. En þeim sem ekkert kann
á harmoniku varð svo starsýnt á
hvernig þessir ekkert fíngerðu fing-
ur gátu leikið sér til og frá; og hitt
alltaf á rétta takka. Það hefði þó
sýnst auðveldara ef um hefði verið
að ræða venjulegt nótnaborð, ekki
takka. Mér eru svo minnisstæðar
þessar myndir þarna í skúrnum
vegna þess andrúmslofts sem þar
var.
Frá þessari bækistöð hófst upp-
byggingin. Að girða landið og
rækta. Byggja íbúðarhús, hlöðu og
fjárhús. Og að flytja heimilið úr
Reykjavík austur á nýja búgarðinn.
Börnin voru flest farin eða að fara
að heiman, nema þau yngstu sem
komu með í sveitina. Fólkið var
varla að prófa neitt nýtt, allt alið
upp við mikla umgengni við hesta,
og hafði verið meira og minna í
sveit. Húsið þeirra í Reykjavík þar
sem Steinn Steinarr bjó, hálfgerður
sveitabær.
En það var ekki bara gaman að
hitta Valdimar í skúrnum. Þegar
sést til hans koma, kennir tilhlökk-
unar að spjalla við hann. Fyrst eru
barin nokkur hvell högg og hurðin
opnuð strax á eftir, svo er aðeins
hikað, uns innri hurðin er opnuð.
Fótatak, og um leið og hann birtist
er annarri hendi veifað, puttarnir
svolítið álútir, mismikið þó, og ekk-
ert liprir að sjá. En maður tekur
ekkert mark á því, maður veit að
Valdimar getur látið þá leika sér
um takka harmonikunnar eins og
hugur hans vill. Hann heilsar bros-
andi þá gjarnan með einhvern
skondinn hatt eða húfu svo auðveld-
ara var að brosa á móti. Ekki á við
að tala um hvítan stormsveip, en
hvíta hárið gerir yfirbragðið allt
glaðara og bjartara. Þó ekki sé
stoppað lengi er þessi heimsókn til
að lyfta hug þeirra sem hennar
njóta.
Þetta er myndin sem við höfum
notið af þessum vini mínum. Sem
ásamt þessu glaða yfirbragði hefur
fast mótaðar skoðanir, og lætur
engan troða á sér ef því er að skipta.
í samkeppni föður hans við annan
verslunarrekstur sá hann að stund-
um verður að standa fast á sínu.
Og pólitískar skoðanir hans mótuð-
ust trúi ég við þessar aðstæður.
Auðunn var sterkur sjálfstæðismað-
ur.
Þó það sé í ætt Valdimars að
1
i
1 i -s— i
£ j KIOLFAR j
s 'KRIUNNAR;
§ . Áskútuum .
1 ~ ’ »»:««»»» |
'> f \
framandi __ náttúru og heillandi
mannlífs. í bókinni lýsa þau Unnur
og Þorbjörn upplifun sinni á per-
sónulegan, hlýlegan og kíminn hátt
en eru jafnframt gagnrýnir ferða-
langar, enda verður ferðin til að
breyta sýn þeirra á marga hluti.“
Kjölfar Kríunnar er 304 bls. og
í henni eru á annað hundrað lit-
myndir. GBB auglýsingaþjónustan
hf. hannaði bókina og kápu. Kort
voru unnin af Þorbirni Magnússyni
og auglýsingastofunni Næst. Um-
brot, filmuvinnu og prentun annað-
ist Prentstofa G. Benediktssonar.
geta gert vísur og ljóð, er honum
sjálfsagt ekkert um það gefið að
minnst sé hér á vísnagerð hans sem
unglings, því það fengu fáir að sjá.
En fleiri fengu að sjá, og heyra þó
frekar þegar hann byijaði að leysa
systkini sín af með að spila á harm-
oniku á böllunum. Ég hef heyrt
sérstaklega minnst á hvíta kollinn
hans sem rétt sást upp fyrir harm-
onikuna. Þeir sem dansinn stigu
nutu tóna nikkunnar, en varð star-
sýnt á snjóhvítt hár músíkmannsins
unga. Svona byijaði langur ferill
hans. Ef haldin voru böll í sveitun-
um í kring, þá léku Dalsselssystkin-
in Leifur og stundum Ingigerður
eða Margrét á harmoniku, en Haf-
steinn á sög. Og smám saman kom
Valdimar oftar með. Það varð að
reiða .harmonikuna í kassa á hest-
baki áður en komu vegir og biýr,
en það var í lagi á meðan ekki
þekktist annað. Sjálfsagt með bætt-
um samgöngum breikkaði svæðið
sem spilað var á. Kunnuglegt að
heyra auglýst í útvarpinu „Dalssels-
bræður leika“. Seinna varð
Reykjavík og þar í kring, síldarbæ-
irnir á Norðausturlandi, svo eitt-
hvað sé nefnt, ekki undanskilin. En
þá var Valdimar ýmist einn að spila
eða með einhveijum öðnjm. Þetta
var hluti af hans atvinnu. Hann er
ákaflega næmur og vel fær harm-
onikuleikari. Samt lærði hann aldr-
ei að lesa nótur, en semur lög þeg-
ar hann langar til og hefur tekið
þátt í samkeppni við aðra lagahöf-
unda og mörgum sinnum unnið.
Ég fór og leitaði umsagnar þess
manns sem ég treysti best til að
segja mér um lögin hans. Og hér
er haft eftir orðrétt sem hann
sagði: „Hann gerir ekki hluti sem
ekki stenst tónfræðikröfur." Og:
„Lögin hans sterk í byggingu eins
og hámenntaður tónfræðingur hafi
sett þau saman.“ Og ég spyr, hvað
er að vera listamaður ef ekki þetta?
Nú eru komin yfir 60, ár sem
Valdimar hefur gefið færis að njóta
þessara listar. Það hlýtur að vera
eðlilegt að hann unni þessu hljóð-
færi, harmonikunni. Enda stóð
hann fyrir stofnun félags harmon-
ikuunnenda í Rangárvallasýslu og
leiddi það fyrstu árin. Og er nú
heiðursfélagi í félags sem heitir
Harmonikufélag Rangæinga. Og
þar ætla ég að enda þessa grein.
Sem harmonikuunnendur sýna
sjálfmenntuðum höfundi félags
þeirra verðskuldaða virðingu og
þökk.
Kæri Valdimar, ég sendi þér
mínar bestu óskir.
Grétar Haraldsson,
Miðey.
leysum
Virðisaukaskattur tekiir gildi
/« -
/ * -
/• •
Þetta hefur í för meö sér auknarkröfur við
gerð sölureikninga sbr.: /•' ,
ijk
v .
Reglugerð
Útgáfa sölureikninga.
4. gr.
Reikningseyðublöð, sbr. 3. gr., skulu vera fyrirfram tölusclt (áprentuð númer) í
samfelldri töluröð og bera nafn, kennitölu og skráningarnúmcr seljanda.
Á sölureikningum skulu koma fram eftirtaldar upplýsingar:
1. Útgáfudagur.
2. Nafn og kennitala kaupanda. Smásöluverslunum og aðilum, sein nær cingöngu selja til
cndanlcgs neytanda, er þó heimilt að vikja frá þessu skilyröi ef fjárhæð rcikningsins cr
ckki hærri en 3000 kr.
3. Tcgund sölu, þ.e. lýsing á hinu selda.
4. Magn, einingarverð og heildarverð.
5. Hvort virðisaukaskattur er innifalinn í heildarfjárhæð eða ekki. Ennfremur skal scr-
staklega koma fram hver fjárhæð virðisaukaskatts er, cllcgar að virðisaukaskattur sé
18,03% af heildarverði. Við sölu til skattskylds aðila skal fjárhæð virðisaukaskatts ætíð
koma fram.
Sölureikningar skulu vera a.nt.k. í þríriti. Ætíð skal láta viðskiptamanni í té frumrit
reiknings. Eitt eintak (samrit) skal varðveita í réttri töluröð. Þriðja cintakið skal liggja til
grundvallar færslu á sölu í bókhaldi.
5. gr.
Óheimilt er að færa á sama sölureikning bæði skattskylda sölu og sölu sem cr undanþcgj^
I virðisaukaskatti.
Um leið og vdð hvetjuín atvinnurekendur til að bregðast skjótt við, viljum við
minna á að inð, veituhi alla þjónustu við hönnun og prentun sölureikninga, svo og
allra eyðublaða eýy'lyrirtæki þurfa á að halda.
Kjörið t^ekitoi til þess að breyta, bæta og/eða samræma eyðublöð
fyrirtækisjns.
i^amband við söluskrifstofu
oKK4r í síma
64 1459
OG MALIÐ ER LEYST
G.BEN
PRENTSTOFA
Ódýrog hentug búsáhöld
fyrir daglegar þarfir heim-
ilisins. Létt og þægileg í
allri meðferö. Einstaklega
auðvelt að þrífa.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
BURSTAGERÐIN?
SMIÐSBÚO 10, GARÐABÆ
SÍMI 41630 & 41930
LÍTAVER
Grensásvegi • Sími 82444