Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 44

Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 44
44 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 ©1966 Univefml Press Syndicale „ É9 noto. cUdre'i Þcssa. tegund Cjó-lf. /Mérfinnst hún þurrka hóéina." Með morgunkaffinu Það má aldrei þvo pípu orgel með sápuvatni... Merkur braut- ryðjandi Til Velvakanda. Eg sá í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að Landssamband íslenskra útvegsmanna var að minn- ast 50 ára afmælis síns með því meðal annars að heiðra 14 menn er setið höfðu 10 ár eða lengur í stjórn samtakanna, auk Sigurðar H. Egils- sonar fyrrverandi framkvæmda- sijóra. Allt var það meira og minna verðskuldað. Ekki veit ég hvað margra merkra brautryðjenda LÍÚ var minnst í skálaræðum. Flestir eru þeir látnir og yngri menn vita stund- um lítið um fortíðina. Einn er þó enn á foldu sem mér finnst þó að þarna hefði sómt sér vel í gleðskapnum. Sá er Baldvin Þ. Kristjánsson fyrr- verandi erindreki LÍU er á sínum tíma meðan hans naut við renndi flestum stoðum undir samtökin og reif þau upp úr félagslegri deyfð. Einn þekktasti maður LÍÚ sam- takanna, Karvel Ögmundsson út- gerðarmaður, segir um Baldvin í II. bindi æviminninga sinna, bls. 134, þar sem hann minnist upphafsmanna útvegsmannasamtakanna í landinu: „Þar sem treglega gekk að ná útvegsmönnum um land allt í heildar- samtökin var ráðinn erindreki Bald- vin Þ. Kristjánsson, þekktur afburð- ardugnaðarmaður, til ferðalaga um landið til að ræða við útvegsmenn, beita sér fyrir stofnun samtaka út- vegsmanna á hveijum stað og myndá keðju félaga umhverfis landið svo sem nú hefur haldist um áratugi. Þetta starf vann hann á vegum Landssambandsins í hátt á annað ár, einnig vann hann að stofnun Inn- kaupastofnunar LÍU. Ávallt fylgdi honum hinn sami kraftur í starfi, var hann hvassyrtur á fundum og hélt því stíft fram er hann taldi rétt vera, mót hveijum sem var. Ég tel það gæfuspor þeirra samtaka að hafa fengið svo sókndjarfan mann til þeirra verka og hefur Landssam- bandið alla tíð búið að þeim grund- velli er þá var lagður.“ Á öðrum stað í sömu bók segir Karvel: „Ég tel að Baldvin Þ. Kristjánsson sé mesti fé- lagshyggju- og framkvæmdamaður í félagsmálum, sem þjóðin hefur átt á þessari öld,“ en á þá auðvitað líka við SÍS og umferðarklúbbana. Sem gömlum útvegsmanni, þótt í litlu væri, finnst mér heiður fyrir LÍÚ að hafa notið starfskrafta slíks afreksmanns, og það hefði ekki á hátíðlegri minningarstund og sögu- legum tímamótum átt að gleyma þessum brátt áttræða garpi. Gamall útvegsbóndi að vestan Á FÖRNUM VEGI I slorinu í Reykjavík Stundum vill gleymast að Reykjavík er önnur mesta löndunarhöfn landsins og þar vinnur fólk baki brotnu við að hausa fisk, flaka hann, roðfletta, ormahreinsa, snyrta og pakka honum, svo ekki sé minnst á heljarmennin sem hamast við að raða kössum í þrjátíu stiga frosti þegar fiskurinn er loks tilbúinn til útflutnings. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér í Hraðfrystistöðina í Reykjavík og hitti þar Þórarin Víking Gunnarsson, sem var önn- um kafinn við að slá úr pönnunum ásamt félaga sínum Jónasi Harð- arsyni. Þórarinn Víkingur féllst á að taka sér „pásu“ á kaffistofunni í fjórar mínútur. „Ég hef unnið hér í þijár vikur og mér líkar vinn- an vel, þetta er ágætis fyrirtæki. Ég vann í fiski úti á landi í nokkra mánuði þar til ég kom hingað, en þar áður var ég í Ástralíu í tutt- ugu ár. Ég get ekki neitað því að launin eru miklu lægri hér á landi en í Ástralíu, auk þess sem verð- lagið er fimm sinnum hærra Steindór Gunnarsson hérna. Það er ekki hægt að lifa hér án þess að vinna myrkrana á milli. Við tækjamennirnir vinnum 13-15 tíma á dag og aldrei minna en tíu, að minnsta kosti fram að jólum, því mikið er um útskipanir og þvíumlíkt? Verst $r þó að skatt: píningin er gífurleg hér á landi. í Ástralíu getur ófaglærður verka- maður haft það gott og fengið ágætis laun með því að sýna dugn- að. Á íslandi er mönnum hins veg- ar refsað fyrir dugnaðinn. Vinni þeir yfirvinnu verða þeir skatt- HÖGNI HRKKKVÍSI „V/ElÐlKÖTTue?. .. é<5 HÉLT/4P , Þú V/e&iæ AD tala úm ■nsKve.t&iMA! Víkverji skrifar Heyrðu, það eru komnir „dag- /r ar til jóla““, hrópaði ungur snáði nýbyrjaður að lesa og benti á baksíðu Morgunblaðsins þar sem greint var frá því hve margir dagar væru til jóla. Það létti yfir honum og tilhlökkunin leyndi sér ekki. Það er sannarlega gott að hafa eitthvað til að hlakka til þegar skammdegið er svartast og dagurinn stuttur, næstum að ekki sé hægt að tala um dag þegar varla er lesbjart í hádeginu. xxx Skelfíng erum.við hér á norður- slóðum annars heppin að jólin skuli vera á miðjum vetri en ekki á miðju sumri eins og hjá andfætling- um okkar. Á haustin hugsa fáir lengra en til jóla. Og þegar blessuð jólin eru um garð gengin stefnir hugurinn til vorsins, enda sól þá far- in að hækka á lofti og daginn að lengja. Hætt er við að veturinn yrði ansi langur í hugum flestra, ef þeir færu strax á haustdögum að blína til vors. XXX G amall bóndi, sem nú er fluttur á mölina, sat og rabbaði við Víkveija dágóða stund í liðinni viku. Var honum tíðrætt um þær miklu breytingar sem orðið hafa hér á landi frá æskudögum hans. Þegar talið barst að skammdeginu kannaðist hann ekki við neitt skammdegi nú. Dagamir væru að vísu jafnlangir — eða stuttir — og fyrr, en skammdeg- ið var í huga hans myrkrið og kuld- inn. Bærinn var illa lýstur 0g þegar út úr honum kom var allt í helgreip- um myrkurs. Nú er allt baðað birtu, jafnt inni sem úti. Rafmagnið sér fyrir því. xxx •> Lengi kvaðst þessi bóndi minnast þess er bóndi ofar í sveitinni lét virkja hjá sér bæjarlækinn. Eftir það skein þar alltaf ljós úti. Honum varð oft litið þangað og varð hugarhægra að fá þannig staðfest að hann væri ekki einn í heiminum, að líf hrærðist í myrkrinu ekki langt undan. Skammdegið var bóndanum þó ekki þungbærast um miðjan vetur heldur þegar kom fram á útmánuði, ef heyfengur hafði verið í lakara lagi og ekki útséð um hvemig af reiddi, Þá var myrkrið orðið aukaatriði og um annað að hugsa. xxx En allt þetia heyrir örugglega fomöldinni til í huga litla snáð- ans, sem farinn er að telja dagana til jóla. Sem betur fer þarf hann ekki að lifa skammdegið með sama hætti og bóndinn okkar í æsku. En svo einkennilegt sem það virðist varð ekki annað heyrt á bóndanum en að hann minntist þessara daga með söknuði. Hann kvaðst þó engum óska þess að standa í sömu spomm og hann. KannSki miklaði hann eitthvað fyrir sér hvað myrkrið var svart, en skammdegið nú og þá, því væri .ekki saman að jafna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.