Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 48
48 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 BAKÞANKAR Þijú hundruð pund * Eg er naglfastur á því að Steinn Steinarr sé fremsti pistlahöfundur þessa lands síðan Látrabjarg reis úr hafi fyrir 25 milljón árum. Ég var að hugsa um þetta um daginn þeg- ar ég silaðist niður Banka- stræti á bíl. Ég var í bænum að kaupa hunda- fóður handa Schaferjhundi sem sonur minn á. Ég fóðra hann útivið í hundaskál og hann þrífst með ágætum. Það eitt og sér þykir kannski tæp- lega saga til næsta bæjar. En svo gerðist það að ég fór að sjá á flögri í kringum hundinn þann feitasta þröst sem sögur fara af. Þessi þröstur þarf allt að því þijár tilraunir til flug- taks. Hann má telja sig hepp- inn að ekki er kisi á heimilinu. Þannig hefur nú orðið uppvíst að ég hef verið með laumukost- gangara á skálinni mánuðum saman. Já, mörg eru undrin. Ég ætti skilið að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir vikið með fuglinn á öxlinni. Umferðin mjakaðist örlítið neðar. Ég sá fordrukkinn mann álengdar og fór að hugsa um brennivín. Mikið höfum við íslendingar verið gefnir fyrir sopann síðan Egill Skalla- grímsson þótti ekki húsum hæfur þrevetra. Það var mikið afrek hjá umheiminum að draga sjálfan mig af flöskunni. Hefði ég haft afl á við Jón Pál þá héldi ég sennilega fast um hana enn. Grænt ljós gapti á móti, umferðin tók rykk og ég beygði inn á Lækjargötuna. Ég sá lög- regluþjón á gangi og fór að hugsa um málvernd. Það átak má ekki teygja sig of víða. Segj- um sem svo að við værum tek- in á 62 kílómetra hraða á Miklubrautinni og lögreglan hefði þetta um málið að segja: Nú hafa orðið þau tíðindi sem þér munu ill þykja. Tvo kosti vil ég þér gera og mun þér hvor- ugur lika. Hinn fyrri er sá að þú seljir lögreglumanni sjálf- dæmi í málinu. Hinn síðari, að þú verðir þrevetur útlægur ger af þjóðvegum landsins. Mun þetta kenna þér aðgát frændi, er þú með horskum ekur. Nei, þessi málvernd verður að vera innan skynsamlegra tak- marka, annað er af og frá. Ég brá mér inn á bensín- stöð. Þar var slatti að gera, á undan mér að kassanum var eldri maður, óvenjufattur í baki og dró á eftir sér annan fótinn siífan. Hann rakst þarna á kunningja sinn. — Nei, hvað er að sjá þig Sigurður, sagði kunninginn. Nú, það var ekki annað en það, að ég var í Sundhöllinni og þá stakk sér þijúhundruð punda kelling ofan af stóra brettinu og lenti beint á hryggnum á mér, og þeir eru búnir að vera að teygja mig og toga og nudda síðan. Ætli þetta endi ekki með að þeir verða að skera mig. Ég lagði af stað heim á leið og óskaði manninum góðs bata í bakinu. Ég lofaði sjálfum mér það yrði langt þangað til ég færi næst í laugar. Hvað þá undir stóra brettið i Sundhöll- inni. Ég gaf bílnum inn upp að 62 svo í honum söng og kvein. Það var komið vel fram yfír matartíma hundsins svo þrösturinn hlaut að bíða mín sársvangur. eftir Ólof Gunnorsson RAFLAGNAEFNIÐ Uppfyllir allar kröfur Sterkt, ódýrt, ýmsir litir Vatnagörðum 10 SÍMAR 685855/685854 □ ,ö. DEMANTSSKART Á VERÐI FYRIR ALLA Jön Sipunílsson Skortpripaverzlun LAUGAVECil 5 • SÍMI 13383 V7S4® Nýjar veggsamstaeður Opið laugardag kl. 10-16 ó frábæru verði Húsgagnasýning sunnudag kl. 13-17 Smiðjuvegi 6, Kópavogi. Sími 44544 Ármúla 1, Reykjavík. Sími 82555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.