Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990 19 Evrópu. Sú þjóðskipan sem varð eft- ir heimsstyijöldina hefur hrunið á örfáum vikum; múrinn hefur verið rofinn og girðingar fjarlægðar. Ein- ræðisherrum og spilltum valdsmönn- um hefur verið vikið úr sæti en lýð- ræði innleitt. Þegar hið átakanlega blóðbað í Rúmeníu er undanskilið, hefur þessi bylting orðið með friðsamlegum hætti og án erlendra afskipta. Það er afar mikilvægt og boðar í raun að kalda stríðinu er lokið. Væntan- lega verður það staðfest í Vín í sum- ar með samkomulagi um takmörkun á hefðbundnum herafla og vopna- búnaði í Evrópu. Það erfiða ástand, sem ríkti og ríkir enn víða um heim, á fyrst og fremst rætur að rekja til tortryggni manna í millum. Stöðugt öflugri vopn eru framleidd til varnar og ár- ása á ímyndaðan óvin. Svarið við tortryggninni er að skapa traust á milli þjóða. Það verður best gert með auknum kynnum. Að því verður stuðlað með frelsi til ferða og já- kvæðri umfjöllun fjölmiðla sem flesta múra klífa. Við íslendingar teljum okkur enga óvini eiga. Við höfum lengi átt góð samskipti við þjóðir Austur-Evrópu. Við bjóðum þær velkomnar til sam- starfs um það mikla verk að bæta heiminn og mannlífið. Eftir áratuga einangrun og ein- ræði eiga þjóðir Austur-Evrópu langa og erfiða leið fyrir höndum efnahags- lega. Við íslendingar munum rétta hjálparhönd, þótt í smáum stíl verði. Til mikils er að vinna. Aðeins á jafn- ræðisgrundvelli verður samstarfið traust. í þeim efnahagserfiðleikum sem við Islendingar höfum átt við að stríða undanfarin tvö ár, hefur svart- sýni náð nokkrum tökum á mönnum. Þegar á heildina er litið eru þessar þrautir nú þó smámunir hjá því sem íslenska þjóðin hefur oft orðið að þola. Ég nefni sem dæmi kreppuna fyrir heimsstyrjöldina síðustu. Sá er og munur á að nú eru erfiðleikarnir heimatilbúnir, en þá var kreppan af annarra völdum. Margt annað er ólíkt með þessum tveimur tímabilum. Þá var þjóðin fátæk. Þá var hjá fjöldanum lífsbaráttan sú að eiga í sig og á. Nú er þjóðin rík. Nú þyrfti enginn að þola skort. Ef svo er, er það reynd- ar ríkri þjóð til skammar. Nú er svo- nefnt lífskjarakapphlaup komið í stað lífsbaráttunnar. Mikið vill meira í veraldlegum efnum. Eins og oft vill verða, þegar sótt er meira af kappi en forsjá, gleymist það sem nær okkur stendur, mannlíf- ið sjálft. Hin svonefndu bættu lífskjör mæla ekki aðstoðina við þá sem und- ir högg eiga að sækja í lífsbarátt- unni, eða uppeldi barna og unglinga, sem eiga að erfa landið, eða aðbúnað aldraðra, sem hafa skapað það, sem við í dag byggjum á. Allt er slíkt þó stór hluti af góðu mannlífi. Lífskjörin þessi mæla heldur ekki fjölmargt, sem við eigum umfram aðrar þjóðir. Til dæmis mælast ekki þau lífsgæði sem í því felast að geta skotist á fáum mínútum út í fagra náttúruna með fjölskyldu og vinum, eða einn, og notið kyrrðarinnar, eða í faðm fjallanna, eða í heitar laugarn- ar. Og slíkt er öllum frjálst. Hér eru þetta ekki sérréttindi þeirra sem ríkir eru. Við eigum landið öll. Fáar þjóð- ir geta af slíkum auði státað. Þegar landamærin opnast og þjóð- irnar nálgast, munu margir leita lífsbjargar erlendis. Við því er ekkert að segja. Við fögnum með hvetjum þeim sem ve! farnast og teljum ís- land eiga þar hauk í horni. Á okkur, sem heima verðum, hvílir hins vegar sú ábyrgð að byggja landið vel. t öðru íslandsljóði, sem Guðmund- ur Ingi Kristjánsson orti og flutti á Hrafnseyri 17. júní 1944, segir skáld- ið: í hillingum bíður ísland enn með ögur og núp og sand. Það leggur með draum og sögn í senn - á sál þína tryggðaband. — Og nú er það vort að vera menn og verðskulda þetta land. Ég þakka íslendingum öllum það ár sem er að líða. Eg óska öllum góðs gengis á því nýja. Ég bið Guð að blessa íslenska þjóð. Megi hann veita okkur styrk til þess að „verðskulda þetta land“. HEFURÞÚ GLEYMT AÐVINNAl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS? Það er fátt ergilegra en að missa af góðum vinningi í Happdrætti Háskólans fyrir það eitt að hafa gleymt að endurnýja! Nú gefst VISA- og EURO-korthöfum kostur á að endurnýja happdrættismiða sína með boðgreiðslum. Þannig sparast bæði tími og áhyggjur og þá gleymist ekki að vinna! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings 9 vinn. á kr. 5.000.000, 108 vinn. á kr. 2.000.000, 324 vinn. á kr. 250.000, 1.953 vinn. á kr. 75.000, 13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000, 234 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000. VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ1990: ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.