Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 03.01.1990, Síða 34
Mesti bruni sem slökkviliðið hefiir fengist við í 20 ár: Fasteignir, vélar og tæki tryggð fyrir um 900 milljónir króna Hundraðamilljóna tjón í stórbruna í Krossanesi MÖRG hundruð milljóna tjón varð er Krossanesverksmiðjan við Ak- ureyri varð eldi að bráð á gamlárs- dag. Tilkynnt var um eldinn til slökkviliðs rétt fyrir kl. hálf fimm að morgni gamlársdags og er að var komið má segja að logað hafí um glugga og göng, en eldur var þá laus um svo til alla verksmiðj- una. Menn frá tryggingarfélögum skoðuðu aðstæður í gær, en enn hefur ekki endanlega verið metið hversu mikið tjónið er þó ljóst sé að það er gífurlegt. Eldsvoðinn í Krossanesi er einn sá allra mesti sem slökkviliðið á Akureyri hefur fengist við í um 20 ár, eða frá því að bruni varð í verksmiðjum Sam- bandsins á Gleráreyrum fyrir tutt- ugu árum. Um tveimur klukku- stundum áður en tilkynnt var um eldinn hafði eftirlitsmaður frá Securitas komið að verksmiðjunni án þess að verða var við neitt óvenjulegt. Verksmiðjan var tryggð hjá þremur tryggingafé- lögum og nema tryggingar á fas- teignum, vélum og tækjum um 900 milljónum króna. Slökkviliðsstjóri segir að eldvöraum hafi verið ábótavant hjá verksmiðjunni. Eng- inn var í verksmiðjunni er eldur- inn kom upp. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðs- stjóri sagði að er slökkvilið kom á vettvang um kl. hálf fimm að morgni gamlársdags hefði verksmiðjuhúsið staðið í ljósum logum og einnig hefði logað í 26 metra háum tumi við húsið. Beinageymsla áföst verk- smiðjunni var þá þegar brunnin og eldur þar slokknaður. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á vettvang, um 28 manns auk þess sem starfs- menn Krossaness tóku einnig þátt í slökkvistarfinu. „Eldur logaði um allt þak verksmiðjunnar og færði sig niður veggi hennar, án þess að við fengjum rönd við reist,“ sagði Tómas um aðkomuna á staðinn. Hann sagði að slökkvilið hefði ekki ráðið við eld- inn og beindist því slökkvistarfið að því að vetja mjölskemmu norðan sjálfrar verksmiðjunnar. Þá sagði Tómas að reynt hefði verið að veija suðaustur hluta hússins, en þar eru skrifstofur, aðstaða starfsmanna og stjómstöð. Sjaldan lent í jafii vonlausum aðstæðum A síðustu þremur ámm hafa mikl- ar og kostnaðarsamar endurbætur farið fram á Krossanesverksmiðjunni og hefur nýtt hús verið byggt utan um hið gamla. Gamla húsið, sem er að stórum hluta úr timbri, stendur að hluta til enn inni í nýja húsinu. Tómas sagði að slökkvistarfið hefði verið erfitt viðureignar og hættulegt Verksmiðjuhúsin voru illa leikin eftir brunann. fyrir menn að vera inni í verksmiðj- unni þar sem þakplötur hefðu fallið niður í miklum mæli. „Aðstæður all- ar voru mjög erfiðar, við höfðum enga möguleika á að opna þakið og létta þannig á hita og reyk. Til þess hefðum við þurft körfubíl sem við því miður höfum ekki yfir að ráða. Ég hef sjaldan lent í aðstæðum þar sem jafn vonlaust var að ráða við eldinn og þama, umfangið var svo mikið,“ sagði Tómas. Tum verk- smiðjunnar er um 26 metra hár, en sjálft verksmiðjuhúsið er um 12 metrar að hæð. Stigar slökkviliðsins náðu í um 8-9 metra hæð. Slökkviliði tókst þó smám saman að komast inn í verksmiðjuhúsið og var farið inn á tveimur stöðum, að austanverðu og einnig að sunnan, en undir morgun var ráðist inn í kyndiklefann þar sem var mikill eld- ur. Turninn brann hægt og rólega niður þar til eldurinn var kominn í þá hæð sem slökkviliðið réð við, en fenginn hafði verið að láni vörubíll með pallkrana til áðstoðar. Slökkvi- starfi var að fullu lokið um kl. 15 á gamlársdag. Eldvömum í Krossanesi var nokk- uð ábótavant, að sögn Tómasar. Hann sagði að mjög mikið vantaði upp á að verksmiðjuhúsið væri kom- ið í endanlegt horf og væri það hluti Morgunblaðið/TLV af skýringunni, en húsið er enn i byggingu. „Við vissum að húsið yrði í notkun jafnframt því sem það væri í byggingu, en við höfum ekki kraf- ist þess að starfseminni yrði hætt. En hins vegar virðist sem eldvarnir hafi ekki haft þann forgang sem við hefðum talið eðlilegast og til dæmis var ekki búið að setja þarna upp við- vörunarkerfi," sagði Tómas. Fasteignir, vélar og tæki tryggð fyrir um 900 milljónir Sigfús Jónsson, bæjarstjóri og for- maður stjórnar Krossaness, sagði að Níu verkamenn missa atvinnu sína eftir brunann: Skoðum möguleika á að verk- smiðjan komist í gang á vertíðinni - segir Geir Zoega framkvæmdastj óri STJÓRN Krossanesverksmiðj- unnar kemur saman til fundar á föstudag þar sem rætt verður um stöðu mála eftir eldsvoðann í verksmiðjunni á gamlársdag. Ekki er útilokað að takist að koma verksmiðjunni í gang á þessari vertíð, en ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvort stefha skuli aðþví. Níu verkamenn missa vinn- una í kjölfar þess að verksmiðjan brann. Geir Zoéga framkvæmdastjóri Rannsóknarlögreglan: Innbrotaalda um áramót ÁRAMÓTIN voru annasöm hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri. Aðfaranótt gamlársdags voru framin 13 innbrot í bænum og búið var að tilkynna 3 til viðbótar til lögreglunnar í gærmorgun, eða samtals 16 innbrot yfir helgina. Lörgeglan handtók mann um tvítugt að morgni nýársdags grun- aðan um að aðild að innbrotunum. Ekki hafðist mikið upp úr inn- brotunum þó víða væri farið, en einhveiju var stolið á hveijum stað, auk þess sem unnar voru talsverð- ar skemmdir við innbrotin. Þá voru tveir menn staðnir að verki við innbrot í Sundlaug Akur- eyrar á nýársnótt og höfðu þeir náð smávegis af peningum, en ekki unnið teljandi skemmdir. Á nýársnótt voru einnig brotnar 3 rúður í miðbænum. Á milli jóla og nýárs var brotist inn í verslunina Bókval og þaðan stolið peningum, tölvuleikjum og fleiru, en það innbrot er upplýst og sá er það játaði á sig, játaði ennfremur ,.að hafa brotist inn í verslunina Amaró um jólin og í Dynheima fyrir nokkru. Krossaness sagði að í gær hefði verið unnið að því að koma raf- magni á húsið og einnig hita til að veija það frostskemmdum. Alls unnu þrettán verkamenn úr Verkalýðs- félaginu Einingu við verksmiðjuna í gær, en í dag verða þeir fjórir, þann- ig að níu verkamenn missa atvinnu sína eftir brunann í verksmiðjunni. Starfsmönnum Krossaness var sagt upp störfum um jólin í kjölfar hráefnisskorts, en jafnframt var þess farið á leit við menn að þeir störfuðu hjá verksmiðjunni út vertíðina. Nú er ljóst að loðna verður ekki brædd hjá verksmiðjunni á næstunni þann- ig að verkamenn fá þar ekki at- vinnu. Samkvæmt 3. grein laga númer 19 frá 1979 um heimsendingu verkafólks vegna hráefnisleysis seg- • ir að falli niður vinna hjá atvinnurek- enda vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verði fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli svo sem vegna bruna eða skipstapa og verði atvinnurekenda þá ekki gert að greiða bætur til launþega sinna þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klukkustunda á mánuði, enda missa launþegar þá ekki uppsagnarétt sinn meðan slíkt ástand varir. „Við munum ekki láta þennan bruna bijóta okkur niður, við ætlum að halda áfram að bræða mjöl og lýsi. Við munum skoða hvaða mögu- leika við höfum á að koma starfsem- inni í gang á þessari vertíð, spurn- ingin er hvort hægt er að koma upp einhverri bráðabirgðaaðstöðu, en það hefur verið gert áður. Við mun- um skoða alla möguleika í því sam- bandi,“ sagði Geir. Morgunblaðið/Geir Hólmarsson Slökkviliðsmenn við störf við Krossanesverksmiðjuna að morgni gamlársdags. verksmiðjan hefði verið mjög vel tryggð. Brunatryggingar eru hjá Vátryggingarfélagi Islands, vélar og tæki hjá Tryggingamiðstöðinni og Sjóvá Almennum og þá var rekstrar- stöðvunartrygging hjá Sjóvá Al- mennum. Sigfús sagði að tryggingar verksmiðjunnar væru í eins góðu lagi og unnt væri. Hann sagði að boltinn væri hjá tryggingarfélögunum varð- andi uppbyggingu verksmiðjunnar, þ.e. hvort bærinn myndi annast upp- bygginguna og hvernig staðið yrði að hreinsun og öðru, en starfsmenn yrðu ekki að störfum við verksmiðj- una fyrr en endanlegar ákvarðanir hefðu verið teknar þar um. Brunabótamat fasteigna Krossa- nesverksmiðjunnar var endurmetið fyrir nokkrum vikum, en fasteignir, vélar og tæki eru tryggð fyrir um 900 milljónir króna, fasteignir fyrir um 250 milljónir og vélar og tæki um 650 milljónir. Skoðunarmenn frá tryggingarfélögunum skoðuðu að- stæður í gær. Geir Zoéga fram- kvæmdastjóri Krossaness sagði að kappkostað hefði verið að tryggja eignir verksmiðjunnar ævinlega í samræmi við þann kostnað sem lagt hefði verið í. Menn frá tryggingarfé- lögunum skoðuðu aðstæður í Krossa- nesi í gær, en heildartjón hefur ekki verið metið. Ljóst er þó að tjónið nemur einhveijum hundruðum millj- óna, að sögn Geirs, en hluti véla og tækja slapp, auk. þess sem verk- smiðjuhúsið er ekki talið algerlega ónýtt. ■Daníel Snorrason hjá rannsóknar- lögreglunni á Akureyri sagði að elds- upptök væru enn ókunn. Athygli manna beindist einkum að olíubrenn- ara sem staðsettur er í miðju verk- smiðjuhúsinu, en hann væri alltaf í gangi þó svo engin væri í húsinu. Daníel sagði að rannsókn á upptök- um eldsins væri ekki lokið, en allir möguleikar væru skoðaðir. ístess hf.: Vantar gufuketil í kjöl- far Krossanesbrunans FORRÁÐAMENN ístess hf. könnuðu framboð gufúkatla í gær, en fóðurverksmiðjan liefúr fengið gufú til framleiðslunnar hjá Krossa- nesi. Ótti manna við skemmdir á vörum ístess eftir brunann í Krossa- nesi var ástæðulaus, en þær sluppu við allar skemmdir. Verksmiðja ístess hf. er til húsa skammt norðan við Krossanesverk- smiðjuna og hafa þeir ístessmenn fengið gufu frá Krossanesi til fram- leiðslu fiskafóðurs. Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri íst- ess sagði að annað hvort yrði gufu- ketill fenginn að láni eða hann keyptur og hefði markaðurinn verið kannaður í gær og ljóst að nægir slíkir katlar eru fyrir hendi í landinu. „Við erum ágætlega bjartsýnir á að þetta leysist farsællega og verk- smiðjan verði komin í gang næsta mánudag," sagði Guðmundur. Þá sagði hann að sá ótti manna að framleiðsluvörur fyrirtækisins hefðu orðið fyrir skemmdum í kjölfar Krossanessbrunans væri ástæðu- laust, birgðir hefðu verið skoðaðar í gær og væru þær í góðu lagi. ístess hefur keypt mjöl frá Krossanesi til framleiðslunnar og hvað þau mál varðar sagði Guð- mundur að hráefni yrði nú alfarið keypt annars staðar frá þar til verk- smiðjan færi í gang aftur. Hráefnis- stöðuna sagði hann í þokkalegu lagi um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.