Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 Landssamband smábátaeigenda: Eignarhaldsfélag Verslunarbankans: Tilboð hefiir bonst í lilut félagsins í Stöð 2 Eignarhaldsfélagi Verslunar- bankans hefur borist bindandi til- boð í hlut félagsins í Stöð 2, en hann er 100 milljónir króna. Að sögn Gísla V. Einarssonar, for- manns stjórnar Eignarhaldsfé- lagsins, verður tekin afstaða til tilboðsins eftir helgina, en það stendur til hádegis á miðvikudag. V. Einarssonar forkaupsrétt á hlut Eignarhaldsfélagsins samkvæmt sér- stökum samningi og gildir forkaups- rétturinn í 14 daga eftir að samning- ur um kaup hefur verið gerður. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Menntamálaráðherra af- hentar 1600 undirskriftir FULLTRÚAR stúdenta við Háskóla íslands gengu í gær á fúnd Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, og afhentu honum mótmæli við nýsamþykktum skerðingum námslána, undirrituð af um 1.600 stúdentum. Rúmlega 2.000 stúdentar við HÍ ryóta fyrirgreiðslu lánasjóðsins. Siguijón Þ. Árnason, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, afhenti ráðherra undirskriftalist- ana ásamt mótmælaskjali frá Sambandi íslenzkra námsmanna erlendis og telefaxskeytum, sem námsmenn erlendis hafa sent SÍNE og Lánasjóði íslenzkra námsmanna til þess að mótmæla skerðingunum. Siguijón sagðist óska þess að Svavar afnæmi þær skerðingar, sem koma ættu til framkvæmda 1. júní næstkomandi, en í þeim felst aukið tillit til tekna náms- manna, sem koma til frádráttar lánum, aukið tillit til tekna maka, lækkun lána til einstaklinga í heimahúsnæði, þrengdar heimild- ir til sumarlána fyrir námsmenn erlendis og lægri lán til bóka- og efniskaupa. Að sögn fulltrúa námsmanna munu þessar skerðingar fela í sér að námsmenn fái 184 milljónum króna minna fé í ár en ella og 245 milljónum króna minna á næsta ári. Morgunblaðið/Bjarni Siguijón Þ. Árnason, formaður Stúdentaráðs, afhendir menntamálaráðherra undirskriftir náms- manna. Skerðingu námslána mótmælt: Una ekki að flölgun í flotanum skerði kvóta VIÐRÆÐUR standa yfir milli fúlltrúa Landssambands smábátaeigenda og yfirvalda í sjávarútvegi vegna fyrirsjáanlegrar skerðingar á afla- kvóta smábátaeigenda sökum fjölgunar í flotanum. í smíðum eru á milli 100-120 smábátar sem eftir er að úthluta kvóta og telja forsvars- menn smábátaeigenda að sú úthlútun skerði kvóta þeirra sem fyrir eru um 8-10%. Vilja þeir að tekið verði fyrir frekari flölgun í smábáta- flotanum. Artúr Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, segir að fjölgað hafi verið í smábátaflotanum með stjórnvaldsaðgerðum og útilok- að sé að refsa einum hópi manna fyrii' eitthvað sem alfarið er á ábyrgð stjórnvalda. Blaðamenn hafa samið Blaðamannafélag íslands og Félag íslenska prentiðnað- arins undirrituðu nýjan kjarasamning sl. miðvikudag. Samningurinn er í megin- atriðum eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið á almenn- um_ vinnumarkaði. Útgefendur Morgunblaðsins og DV eru í Félagi íslenska prentiðnaðarins. Greidd verða atkvæði um samningana eftir helgi. 12% af þorskveiðikvótanum féllu í hlut smábátaeigenda 1989. Artúr taldi að fordæmi væru fyrir því að hlutdeild þeiira, sem hafa borið skarðan hlut frá borði við úthlutun fiskveiðikvóta, hefði verið aukin. „Þessi pottur sem boðið er upp á er handa þeim búið hafa til pottinn, ekki handa þeim sem eru á leiðinni inn. Það er útilokað að menn geti fengið frían kvóta einungis með því að láta smíða nýjan bát.“ Artúr kvaðst telja að ekki væri farið að lögum varðandi fjölgun 6-10 tonna báta í flotanum. „Eigendur þessara báta verða að hafa sett aðra báta í úreldingu en á því hefur verið misbrestur. Sama má segja um mælingareglur, við vitum að menn hafa reynt að fá báta skráða undir sex tonnum þótt þeir séu mun stærri. Einnig er það einkennilegt hve mörg skip standa nálægt einhveijum til- teknum mörkum, bátar sem eru 499 tonn, 49 tonn, 2j),9 tonn. Menn eru að fara í kringum þessar reglur," sagði Artúr. Gísli sagði að tilboðið í hlut Eign- arhaldsfélags Verslunarbankans hefði borist síðastliðið miðvikudags- kvöld, en lögfræðistofa hefði sent það fyrir hönd nokkurra aðila. Að- spurður hveijir þeir aðilar væru sagði Gísli að það hefði ekki verið kannað á þessu stigi. „Það koma sjálfsagt ýmsir til greina,“ sagði hann. Tilboðið var að sögn Gísla rætt á stjórnarfundi Eignarhaldsfélagsins í gær og sagði hann að þar hefði kom- ið fram almennur áhugi á því að taka tilboðinu. „Það var alltaf mein- ingin að félagið losaði sig við þessi hlutabréf við fyrsta tækifæri." Hlutaijáraukning í Stöð 2 um ára- mótin var 500 milljónir króna. Fyrri eigendur keyptu þá 150 milijóna hlut, Eignarhaidsfélag Verslunarbankans keypti 100 milljóna hlut, en útvegaði jafnframt kaupendur að 250 milljóna hlut. Þeir aðilar eiga að sögn Gísla Yfir 20 tunnur með efiia- úrgangi urðaðar á lóðinni Alian úrgang á að endurvinna erlendis Sauðárkróki. í GÆRKVÖLDI höfðu verið grafhar upp milli tuttugu og þrjátíu tunnur með eftiaúrgangi, sem urðaðar höfðu verið í lóð Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki, norðan verksmiðjuhússins, einhvern tímann á síðustu þremur árum. Að sögn heilbrigðisfulltrúans á Norðurlandi vestra, Sveins H. Guð- mundssonar, er ekki vitað hvaða efni tunnurnar innihalda, en strax eftir helgi munu efnin verða rann- sökuð og fenginn úrskurður um hvað hér um ræðir. Samkvæmt viðtali við Bjöm * Atta ungir menn teknir vegna inn LÖGREGLAN í Reykjavík handtók 8 unga menn fyrir tvö innbrot í borginni í fyrrinótt. Hópur sex pilta braust inn á skrifstofúr í Haftiarstræti og tveir piltar voru teknir við innbrot í skrifstofúr við Ármúla. Sá þriðji komst undan á hlaupum. Lögreglunni var tilkynnt um mannaferðir við skrifstofur fast- eignasölu í Hafnarstræti 4 klukk- an 3.14 um nóttina. Þegar lög- reglan kom á vettvang voru úti- dyr ólæstar, en hurð að skrifstof- um á 2. hæð hafði verið brotin upp. Lögreglunni var bent á hóp1 pilta í Austurstræti, 16-18 ára, sem sagt var að hefðu komið út úr húsinu skömmu áður. Piitarnir voru handteknir og viðurkenndu þeir að hafa farið inn um ólæstar útidyrnar og brotið upp skrifstofu- hurðina. Þeir höfðu á brott með sér slökkvitæki, sem þeir úðuðu úr utan dyra og fannst tækið í Fógetagarðinum. Klukkan 3.32 tilkynntu starfs- menn öryggisfyrirtækisins Secur- itas af þeir hefðu orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við Ármúla 40. Þrír menn um tvítugt höfðu gengið þar út úr bíl, með ýmis verkfæri í höndum, og farið inn í bakgarð hússins. Þegar lög- reglan kom á vettvang hafði verið brotist inn í endurskoðunarskrif- stofu í húsinu og allnokkrar skemmdir unnar. Tveir starfs- menn Securitas héldu manni föst- um, annar hafði hlaupið á brott og fannst á gangi í Síðumúla stuttu síðar, en sá þriðji komst undan. Mennirnir tveir voru flutt- ir í fangageymslur og í gær voru þeir yfirheyrðir hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Mikaelsson yfirlögregluþjón barst DV síðastliðinn miðvikudag ábend- ing frá ónefndum aðila um það, að á árinu 1987 hefðu tunnur með efnaúrgangi verið grafnar norðan við verksmiðjuhúsið. Við eftir- grennslan lögreglu kom í ljós að ekkert af úrgangsefnum verksmiðj- unnar á að urðast í jörð en öll efnin á að senda til endurvinnslu erlendis. Þegar ákveðið var síðdegis í gær að leita með stórvirkum vélum á lóð verksmiðjunnar komu mun fleiri tunnur í ljós en búizt hafði verið við. Milli tuttugu og þijátíu tunnur höfðu fundizt um kvöldmatarleytið og hafði þá verið grafin um 200 fermetra gryija á lóð verksmiðjunn- ar. Björn sagði að þegar hefðu verið tekin sýni af innhaldi tunnanna og yrðu þau send til rannsóknar eftir helgi. Að svo komnu máli vildu hvorki heilbrigðisfulltrúi né yfirlög- regluþjónn gefa frekari upplýsingar um mál þetta. í yfirlýsingu frá Halldóri J. Kristjánssyni, stjórnarformanni Steinullarverksmiðjunnar, segir að stjórn fyrirtækisins muni kanna hvernig á þessari förgun úrgangs- efna standi og gera nánari grein fyrir málinu á næstu dögum. Verk- smiðjan hafi kappkostað að draga úr mengun og átt gott samstarf við Hollustuvernd ríkisins um mengun- arvarnir og Vinnueftirlitið um holl- ustu og öryggi á vinnustað. Þá seg- ir í yfirlýsingunni að úrgangsefnum frá verksmiðjunni sé fargað í sam- ráði við rétt yfirvöld. BB Fundað um áburðar- verðið eftir helgina MEIRIHLUTI stjórnar Áburðarverksmiðju ríkisins hefúr samþykkt að hækka áburðarverð um 18%, þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að það hækki ekki meira en 12%. Fjallað var um þessa ákvörðun á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær og æskti Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráð- herra síðan fundar með stjórn verksmiðjunnar á mánudag. Við gerð kjarasamninga í bytjun febrúar gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að áburðarverð myndi ekki hækka meira en um 12% í vor. Stjórn Áburð- arverksmiðjunnar taldi hins vegar -að hækkunin þyrfti að vera 22%,. en eila yrði 110-115 milljóna króna tap á rekstrinum í ár. Samninganefnd Stéttarsambands bænda hefur sent Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra bréf, þar sem þess er krafist að staðið v.erði undanbragðalaust. við fyrirheit ríkisstjórnai'innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.