Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 13 Þegar kálfshjartað slær eftir Ólaf G. Einarsson Eins og fram hefur komið í frétt- um ákvað forseti Norðurlandaráðs, Páll Pétursson, að hætt skyldi við fyrirhugaða ferð fulltrúa Norður- landaráðs til Æðsta ráðs Sovétríkj- anna og Eystrasaltsríkjanna nú í maímánuði nk. Astæðan var sú að hinir sovétsku skipuleggjendur ferð- arinnar tilkynntu, að vegna núver- andi ástands væri ekki mögulegt að heimsækja Litháen. Ákvörðun forseta Norðurlanda- ráðs var rétt í samræmi við umræð- ur í forsætisnefnd ráðsins áður, að ef ekki yrðu heimsótt öll Eystrasalts- ríkin yrði förin ekki farin. Sama dag og þessi ákvörðun var tekin ritaði ég Páli Péturssyni bréf þar sem sagði orðrétt: „Vegna þessa er það tillaga mín að þú kannir vilja forsætisnefndarinnar til þess að senda fulltrúa forsætisnefndar beint til Litháen til þess að kynnast ástandinu þar milliliðalaust. Að sjálf- sögðu yrði sótt um vegabréfsáritun til stjórnvalda i Litháen." Beint samband Norðurlanda við Eystrasaltsríkin Þessi tillaga mín á sér þær eðli- legu skýringar að mér sýnist rétt að fá það fram, hvort forsætisnefnd Norðurlandaráðs vill taka upp beint samband við Eystrasaltsríkin, og þá nú sérstaklega Litháen, sem lýst hefur yfir sjálfstæði. Ferð þangað verður ekki farin í tengslum við heimsókn til Æðsta ráðsins eða Eist- lands og Lettlands. Því hefur Moskvuvaldið lýst yfir. Jafnframt felst í þessari tillögu minni hvort forsætisnefndin lætur sér það lynda, að yfirvöld í Moskvu meini för til Litháen. Svona einfalt er þetta. Það athugist einnig, að hér var ekki á ferðinni tillaga um að sendi- nefnd færi til Litháen, heldur að forseti Norðurlandaráðs kannaði vilja forsætisnefndarinnar til slíkrar farar. Kálfshjarta Páls þegar Kreml er annars vegar Að sjálfsögðu gerði ég ráð fyrir að forseti Norðurlandaráðs tæki sér þann tíma, sem þyrfti, til að kanna viðhorf forsætisnefndarmanna, og tæki jafnframt tillögu mína alvar- lega. Því oili það mér vonbrigðum að sjá viðtal við Pál Pétursson í Ólafúr G. Einarsson „Eftir stendur því spurningin, hvort for- sætisnefiidin hefiir þor til að fylgja eftir fyrri ákvörðun um samskipti við Litháen, eins og ég bað forseta ráðsins að kanna.“ Tímanum daginn eftir, þar sem loka- orð hans um málið eru þessi: „Hugmynd Óiafs er fyrst og fremst að erta Rússa og reyna að slá sér upp í leiðinni." Svona af- greiðsla á máli, sem ætlað er að ræða á vettvangi Norðurlandaráðs, sæmir ekki forseta ráðsins. Hún er hins vegar í stíl við það orðbragð, sem alþingismaðurinn Páll Péturs- son hefur tamið sér þegar hann tjá- ir sig hér á heimaslóðum. Með þessari beiðni minni til for- seta Norðurlandaráðs er ég ekki að erta Rússa eða reyna að slá mér upp. Satt að segja hefði ég haldið að meira þyrfti til að raska ró þeirra í Kreml en bréf frá mér til Páls. Það slær hins vegar kálfshjarta í Páli þegar Kreml er annars vegar. Bændur þar má ekki styggja. Þeir eiga að fá að vera í friði fyrir Norður- landaráði með þvingunaraðgerðir sínar gagnvart Litháen. Þessi er í raun skoðun Páls svo sem glöggt kom fram í grein eftir hann í DV 11. apríl. Þar talar hann um tillögu okkar sjálfstæðismanha, um að Is- land viðurkenni Litháen sem sjálf- stætt ríki, sem frumhlaup. Hann segir í öðrum orðinu að Litháar eigi að ákveða framtíð sína sjálfir, en í hinu orðinu að þeir eigi að semja um slíkt við Moskvuvaldið. Hann segir að viðurkenning myndi í engu bæta stöðu Litháa eða framtíðar- horfur, hvað þá að slíkt myndi treysta þau öfi í sessi, sem nú fara með húsbændavald í Kreml.' Með hliðsjón af þessum skoðunum þurfa viðbrögð Páls við bréfi mínu svo sem ekki að koma á óvart. Hann vill ekki sem alþingismaður sýna í verki stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa. Og hann vill ekki sem for- seti Norðurlandaráðs beita sér á þeim vettvangi til stuðnings þeim, af ótta við að styggja Sovétstjórn- ina, sem með valdbeitingu reynir nú að þvinga Litháa til að afturkalla sjálfstæðisyfirlýsinguna. Litháar gefa sjálfir út vegabréfsáritanir Mér er alveg ljóst að hið formlega svar sem ég fæ frá forseta Norður- landaráðs verður ekki með framan- greindum rökstuðningi. Svarið verð- ur þess efnis að vegabréfsáritun fá- ist ekki frá Litháum sjálfum, heldur aðeins frá Moskvu. Þangað er til- gangslaust að sækja, það hefur þeg- ar verið tilkynnt, og þangað á held- ur ekki að sækja, vegna þess að Litháar hafa þegar með lögformleg- um hætti lýst yfir sjálfstæði. Það má vel vera að Litháar hafi ekki enn sem komið er náð því að fylgja í verki eftir sjálfstæðisyfirlýs- ingu sinni á öllum sviðum, svo sem að geta gefið vegabréfsáritanir, sem Moskvuvaldið viðurkennir. Að þvi kemur þó, svo fremi að Sovétstjórn- inni takist ekki að innlima þessa þjóð að nýju í veldi sitt. Ég hef vitn- eskju um það eftir viðtal við fulltrúa Litháen í London, að stjórnvöld í Litháen gefa út vegabréfsáritanir, auk þess sem fréttir þar um hafa birst í íslenskum blöðum, m.a. mynd- skreytt frásögn í Morgunblaðinu, af fyrstu árituninni til bresks blaða- manns. Þetta ætti Páli Péturssyni að vera kunnugt. Eftir stendur því spurningin, hvort forsætisnefndin hefur þor til að fylgja eftir fyrri ákvörðun um samskipti við Litháen, eins og ég bað forseta ráðsins að kanna. Og þá dugar ekki svarið um tæknilegar hindranir á heimsókn- inni. Bjóðum sendinefnd Eystra- saltsríkjanna til íslands Það er vont til þess að vita ef Norðurlandaráð undir forystu Páls Péturssonar hefur ekki þrek eða þor til að taka upp milíiliðalaust sam- band við Eystrasaltsríkin, eftir það sem á undan er gengið. Það á að vera markmið allra lýðræðisríkja að styðja við baráttu undirokaðra þjóða fyrir sjálfstæði sínu. Ef þjóðir, sem Ágætu ritstjórar. Ég neyðist víst til að snúa mér beint til ykkar þar sem þið eruð ábyrgðarmenn Morgunblaðsins. Þannig er mál með vexti að í blaði ykkar birtist síðastliðinn miðvikudag, 11. apríl, grein um þýðingar í sjón- varpi. Undir bréfið var ritað „Dolfall- inn“ og birtist það í dálki sem Vel- vakandi nefnist. Þessi grein var enn ein árásin á sjónvarpsþýðendur og var þar tekið dæmi frá 20. mars, úr þætti í 13 þátta röð sem undirritaður þýddi. Fullyrt var að þýðandinn hefði þýtt „Home Office" með „utanríkisráðu- neyti“ en ekki „innanríkisráðuneyti" eins og vera ber. Bréfritari sagðist síðan hafa flett upp nafni mínu í símaskrá og komist að því að þýðand- inn væri „hvorki meira né minna en löggiltur dómtúlkur!" Síðan var spurt hvað ylli þvílíkum vinnubrögðum og hvort lögspekingar, sem treysta yrðu á slíka þýðendur, myndu ekki fella kindarlega dóma. Enn var spurt hversu lengi meinárar ættu að ganga lausir í grasgörðum íslenskrar menn- ingar. Undir var síðan ekkert ritað nema „Dolfallinn“ og eins og til að kóróna allt var áminning frá ykkur fyrir neðan greinina þar sem „af gefnu tilefni" var beðið um að sem flestir skrifuðu undir nafni og stun- duðu ekki árásir á nafngreint fólk. Nú er það svo að nafn mitt var ekki nefnt berum orðum í greininni, en það getur hver einasti læs maður hafa með sér samtök sem hinar norr- ænu hafa, treysta sér ekki í samein- ingu og á þeim vettvangi til beins stuðnings og heimsókna til Eystra- saltsríkjanna, ber þeim að gera það hver í sínu lagi. Með hliðsjón af viðbrögðum for- seta Norðurlandaráðs, sýnist mér réttur tími fyrir forseta Alþingis að bjóða hingað til íslands sendinefnd- um frá_ þjóðþingum Eystrasaltsríkj- anna. í framhaldi slíkra heimboða mætti vænta þess að Alþingi gæti sent fulltrúa til þeirra og sýnt með þessu stuðning sinn í verki. Og þá duga engir fimmaurabrand- arar frá Páli Péturssyni um Mathias Rust. Til þess er málið of alvarlegt. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins ogfulltrúi í forsætisnefhd Norðurlandaráðs. kynnt sér það eða spurst fyrir um það hjá Sjónvarpinu. Svona grein, með upplognum sakargiftum, hlýtur að teljast atvinnurógur og níð. Ég fletti upp í handritum mínum þegar ég sá greinina og fann hvérgi um- rædda villu. En til þess að vera hand- viss fór ég og fékk að sjá upptöku Sjónvarpsins af útsendingu kvöldsins 20. mars. Og viti menn: villu dóm- túlksins var hvergi að finna. Svona skrif hljóta að vekja mann til umhugsunar um vinnubrögð á íslenskum dagbiöðum. Hvernig stendur á því að þau standa fyrir nafnlausum skrifum sem oftar en ekki eru árásir á tiltekna menn? Hvers kyns siðferði birtist í slíku athæfi? Er það eðiilegt að blöð með fulla sjálfsvirðingu leyfi mönnum að níðast á náunganum undir huliðs- hjálmi dulnefnis? Og það að lítt eða órannsökuðu máli? Jafnvel til þess eins að koma höggi á hann? Ég var ranglega borinn þeim sök- um að vera ekki starfi mínu vaxinn af einhverri nafnlausri bleyðu og hlýt að eiga rétt á því að blaðið birti nafn hennar ásamt afsökunarbeiðni. Ég hlýt einnig að áskilja mér allan rétt til skaðabóta þar sem mjög var vegið að starfsheiðri mínum á prenti. Því hvers virði er starfsheiður eins manns? Spyr sá sem ekki veit. Gauti Kristmannsson löggiltur dómtúlkur og skjaiaþýðandi. Opið bréftil rítstjóra Morgunblaðsins V orvindar Helena Jóhannsdóttir og Helga Bernhard túlka erfiðisvinnu enskra sjómannskvenna í dansverkinu „Myndir frá íslandi" eftir Vlado Juras. Ballett ÓlafurÓlafsson íslenski dansflokkurinn í sam- vinnu við Leikfélag Reykjavíkur. 4 dansverk eftir Birgit Cullberg, Per Jonsson og Vlado Juras. Tónlist: Hildgren, Rosenberg, Jean Billgren. Peter Bengtson og Pétur Grétarsson. Leikmynd og búningar: Per Jonsson, Inger Arvidson, Agneta Sharp. Lýsing: Yvonne Brosset, Ellen Ruge, Monica Syversen og Hák- an Jansson. Frumsýning í Borgarleikhúsinu 19. april 1990. íslenski dansflokkurinn bauð uppá fjögur dansverk undir heitinu Vorvindar í Borgarleikhúsinu á sumardaginn fyrsta. Íslenski dans- flokkurinn hefur í þetta sinn fengið til liðs við sig frá Svíþjóð þijá dans- höfunda, tvo gestadansara, auk æfingastjóra og lýsinga- og bún- ingahönnuða. Saman skapar þessi hópur hreint frábæra sýningu, sem í heild sinni er mesti árangur dans- flokksins í langan tíma, enda mót- tökur frumsýningargesta í sam- ræmi við það. Þetta var fyrsta ballettsýningin í Borgarleikhúsinu og er ekki annað að sjá en að það henti ágætlega til að horfa á ball- ett, en dansararnir eru einir til frá- sagnar um það, hvort fjöðrun sviðs- ins og aðrir eiginleikar þess séu við hæfi eða ekki. En nú um verk- in á efnisskránni. Myndir frá íslandi er ballett eftir Vlado Juras, en hann er Júgó- slavi, sem starfar í Svíþjóð. Hug- myndin að verkinu kviknaði eftir að hann dansaði sem gestur með dansflokknum í Þjóðleikhúsinu 1983. Ballettinn var frumfluttur árið 1986 í Norrköping. Efnið er sótt í íslenskan veruleika; sjó- mannskonur bíða eftir mönnum sínum af hafi. Þær líta spyijandi til hafs, en fá aðeins köld svör hafrótsins og vinda. Við tekur bið- in milli vonar og ótta, örvæntingin og loks baráttan við að rísa upp og halda áfram. Frásögnin er skýr og túlkun dansaranna þannig, að ekki verður að fundið. Sérstaklega er minnisstæður þáttur Helenu Jó- hannsdóttur og Ólafíu Bjarnleifs- dóttur um miðbik verksins. Ballett Vlado Juras var gott upphaf góðrar sýningar. Adam og Eva er ballett eftir Birgit Cullberg, en hún hefur fyr- ir löngu öðlast alheimsviðurkenn- ingu fyrir verk sln. Þetta er þriðji ballettinn eftir hana, sem sýndur er hér á landi. Áður hafa ballettarn- ir „Mánahreinninn" (1960) og „Fröken Júlía" (1960 og 1983) ' verið sýndir. Adam og Eva var frumflutt árið 1961 og telst til sígildra verka innan nútímabal- letts. Eins og nafnið gefur til kynna, tekur verkið mið af hinni sígildu sögu úr aldingarðinum Ed- en. Fjallar um ástina og samskipti karls og konu. Birgit Cullberg tek- ur afstöðu í þessu verki sínu sem og öðrum. Mikið hvílir á dönsurun- um tveimur, þeim Ásdísi Magnús- dóttur og Joakim Keusch, en hann dansar sem gestur á þremur fyrstu sýningunum. Það er ijóst, að Ásdís Magnúsdóttir bætir hér öðru Cull- berg-hlutverki í safnið, því dans hennar er með ágætum og það sama skal sagt um Joakim Keusch. 18 mínútna tvídans gerir mjög miklar og miskunnariausar kröfur um samræmingu hreyfinga og samskipti í túlkun. Á þetta virtist vanta og er það veikur blettur á annars góðri uppfærslu á þessu sígilda verki. Göng („Schakt") og Vindar frá Merkúr heita ballettar eftir Per Jonsson, sem voru á seinni hluta efnisskrárinnar. Per Jonsson á vax- andi gengi að fagna sem danshöf- undur. Ólíkt verkunum á fyrri hluta efnisskrárinnar, er ekki bein frá- sögn í verkum Per Jonsson. Segja má að þar séu holdi klædd hughrif hans af því þema og þeirri tónlist, sem unnið er með hveiju sinni. Göng er verk fyrir þijá karldans- ara, þar sem höfundur íhugar lög- mál lífsins í ríki dauðans. Hver dansari er í sínum göngum, sem eru þakin raunverulegri moid. En þau eru lokuð og uppúr þeim verð- ur ekki brotist, sama hvað barist er um og hver og einn leggst loks í sína mold. Ballettinn er hávær, tónlistin drungaleg, en við hæfi. Verkið er gott. Höfundurinn dans- aði, ásamt gestadansaranum Kenn- eth Kvarnström og Hany Hadaya úr Islenska dansflokknum. Dans þeirra var frábær; snarpur, kraft- mikill og afdráttarlaus. Vindar frá Merkúr er mjögólíkt fyrra verkinu. Það var samið fyrir íslenska dans- flokkinn og er fyrir ellefu kven- dansara. Tónlistin er eftir Pétur Grétarsson. Þetta verk er mun mildara og ljóðrænna en Göng. Sá andblær, sem skapast á sviðinu er seiðandi. Einstakiingarnir fléttast saman í heild á sviðinu. En ballett- inn er það stuttur (aðeins 8 mínút- ur), að hughrifin fá vart notið sín til fulls. Hvað um það þá er verkið svona og lengd ekki sama og gæði. Að lokum þetta: Það ber að hvetja alla þá, sem láta sig leikhús og ballett einhveiju skipta tii að sjá þessa sýningu. Hún er alltof góð til að láta hana framhjá sér fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.