Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 48
SKÍÐI / ANDRÉSAR ANDAR LEIKARIMIR A AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 ÍR-ingar sigursælir í sveitakeppninni IR-ingar urðu sigursælir í sveita- keppni 75. Víðavangshlaups félgsins og unnu allar sveitirnar nema 3ja sveina sveit þar sem Borg- firðingar fóru með sigur af hólmi. Keppt var í níu sveitum og hafði Morgunbiaðið gefið bikara fyrir sjö þeirra. ÍR-ingar unnu nú til eignar Morgunblaðsbikara fyrir 10 manna t sveit karla, sveit 30 ára og eldri og 3ja kvenna sveit. Þá vann meyja- sveit félagsins til eignar bikar gef- inn af Júlíusi Hafstein en keppt var fyrst um hann 1985. Einnig vann ÍR sveit 3ja kvenna 30 ára og eldri og sveit 3ja karla 40 ára og eldri. Sveinasveit UMSB hlaut Rönn- ing-bikarinn, gefinn af Johan Rönn- ing hf., til varðveislu en keppt var fyrst um hann 1983. Sveitin hlaut 16 stig en ÍR 22. Líf og fjör með Andrési Önd FIMMTÁNDU Andrésar andar-leikarnir hafa farið vel fram til þessa, eins og jafnan áð- ur. Keppendur eru nú fleiri en nokkru sinni, alls voru 742 skráðir til leiks f rá 14 stöðum. Heimamenn eru flestir; keppendur frá Akur- eyri eru 189 að þessu sinni en frá HSÞ á Laugum er einn keppandi og skipar hann þ.a.l. „fámennasta liðið“ ef svo má að orði komast. Fararstjórar eru alls um 200. Veður í Hlíðarfjalli á Sumardaginn fyrsta var eins og best gerist. Sól skein í heiði þegar um rismál og hár bærðist ekki á höfði nokkurs manns fyrr en líða tók á daginn. Enda var marg- ur orðinn tjóður og sæilegur þegar Skapti haldið var heimleiðis. Gríðarlegur - , Hallgrímsson fjöldi fólks lagði leið sína í fjallið skrilar 0g að sögn ívars Sigmundssonar, forstöðumanns Skíðastaða, var um metdag í aðsókn að ræða — Ivar og hans menn töldu að allt að 3.500 manns hefðu lagt leið sína til fjallið. Tímaáætlun stóðst nánast upp á mínútu, enda keppnishaldarar og starfslið orðnir vanir að keyra mótin áfram þrátt fyrir mikinn fjölda kepp- enda. Þó voru starfsmenn ekki þeir sömu nú og áður nema að hluta til, þar sem keppnisfólk Akur- eyringa í fullorðinsflokkum hefur alltaf starfað á 22 ára Vélstjóranemi frá Hvammstanga sigraði: „Hélt ég féngi meiri keppni“ Martha Ernstdóttir IR tyrst í kvennaflokki í fjórða sinn „ÉG hef æft vel í allan vetur og stefnt að sigri í þessu hlaupi en hélt að ég fengi meiri keppni,“ sagði Gunnlaugur Skúlason, 22 ára Húnvetning- ur, sem keppir undir merkjum Skagfirðinga (UMSS) en hann sigraði örugglega í 75. Víða- vangshlaupi IR ífyrradag. Met- þátttaka var í hlaupinu þar sem 155 komu f mark en það er í annað skiptið sem þátttakend- ur fara yf ir hundrað, voru 154 árið 1986. Martha Ernstdóttir ÍR varð fyrst kvenna í fjórða sinn og sýndi að hún er í góðri æfingu með því að koma í mark í 10. sæti en allir kepp- endur hlaupa saman. V íðavangshlaupið fór að öllu leyti fram innan Hljómskála- garðsins og mæltist það vel fyrir þar sem hinir fjölmörgu áhorfend- ur, sem lögðu leið sína í garðinn, gátu þannig fylgst með keppninni allan tímann. Vegalengdin var röskir 4 km og hlaupnir rúmlega tveir hringir í garðinum. Hlaupið tókst vel í alla staði og fylgdust margar gamlar kempur úr hlaupinu með keppni. Elstir voru Jóhann Jóhannesson Ármanni sem varð þriðji 1931 og Bjarni Bjarna- son úr Borgarnesi sem sigraði 1933 og 1934. „Ég keppti síðast 1936 og hef ekki séð hlaupið síðan. Það var gaman að vera hér í dag,“ sagði hann. Aðrir sigurvegarar sem fylgdust með voru Ármenningarnir Haraldur Þórðarson (1943) og Stef- án Gunnarsson sem vann hlaupið fjórum sinnum í röð 1948-51 og IR-ingurinn Kristján Jóhannsson, sem vann fjórum sinnum og varð jafnoft annar 1950-’59. Þá voru fjórir fyrrum sigurvegarar meðal þátttakenda. Gunnlaugur tók fljótlega forystu í hlaupinu og sleit sig lausan frá þeim sem næstir komu. Jók hann bilið jafnt og þétt. „Þar sem þetta hlaup er heldur styttra en önnur bjóst ég við meiri keppni. En tak- markinu er náð. Þetta var skemmti- leg hlaupaleið og ég er ánægður með sigurinn," sagði Gunnlaugur. Hann tók þátt í víðavangshlaupinu í fyrsta sinn í fyrra og varð þá í fimmta sæti. Framfarir sýndi hann miklar á hlaupabrautinni í fyrra og hljóp þá 3 kmá 8:37 mínútum oog 5 km á 14:57. Gunnlaugur sagðist æfa fyrir 5 og 10 km hlaup og hefur Gunnar Páll Jóakimsson verið þjálfari hans á þriðja ár, en Gunnar varð 8. í hlaupinu. Gunnlaugur lýkur í vor vélstjóra- prófi frá Vélskólanum. „Ég er ekki ákveðinn í hvað ég tek mér fyrir hendur en ætla þó að gefa hlaupun- um góðan tíma næstu misserin," sagði Gunnlaugur. Hann sagðist hafa byijað að hlaupa sem ungling- ur á Hvammstanga en síðan gengið til liðs við Ungmennasamband Skagafjarðar er hann stundaði nám í Fjölbrautarskólanum á Sauðár- króki. í öðru sæti varð annar Hún- vetningur, Daníel Smári Guð- mundsson USAH og Sigurður Pétur Sigmundsson, formaður Ung- mennafélags Akureyrar, varð þriðji. Kom hann því sínu unga félagi á blað í víðavangshlaupinu. Hann varð sigurvegari 1984 og 85 en keppti þá fyrir FH og hefur sett svip sinn á hlaupið gegnum árin, varð t.a.m. þriðji 1974 og annar 1986. Andrésar andar-leikunum, en þar sem Landsmót fer nú fram á sama tíma í fyrsta skipti var ekki hægt að nýta krafta þeirra. Eru forráðamenn Andrésar-andar leikanna vægast sagt óhressir með þá skipan mála að Landsmót skuli sett á sama tíma. Keppni gærdagsins gekk nokkuð vel, þrátt fyrir að veðrið væri mun leiðinlegra en fyrsta daginn. Svig í 7, 8 og 10 ára flokki gegn eftir áætlun en aðeins tókst að Ijúka fyrri ferð í stórsvigi 11 ára og voru tímarnir úr henni látnir gilda. Keppni í stökki var hinsvegar frestað þar til í dag. Veður var gott í Hlíðarfjalli en um kl. 14 fór að blása hraustlega úr suðvestri og var þá varla stætt við skíðahótelið. Voru því allir drifnir í bæinn. Verðlaunaafhending fer fram að kvöldi hvers keppnisdags, í íþróttahöllinni og er það greinilega ekki leiðinlegasti hluti þátttöku í leikunum að mæta þar. HöIIin er þéttskipuð og stemmningin frábær — verðlaunahafar hylltir kröftuglega af öðrum keppendum, sem samgleðjast. Öllum er ljóst að aðeins einn getur unnið í hveijum flokki, enda aðalatriðið að vera með. Halli og Laddi skemmtu krökkunum í Höllinni í fyrrakvöld og Eiríkur Fjal- ar tók Iagið. I gærkvöldi var svo diskótek fyrir krakkana í Lundarskóla, þar sem stærsti hluti aðkomukeppenda hefst við meðan á leikunum stendur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jóhann Arnarson frá Akureyri sigraði í stórsvigi 12 ára pilta. -----^ ímutvimnrmitf Metþátttaka var í 75. víðavangshlaupi ÍR um helgina. 155 keppendur komu í mark. Jón hljóp sitt 30. hlaup Jón Guðlaugsson HSK tók nú þátt í Víðavangshlaupi ÍR í 30. sinn. Keppti hann fyrst 1959 og hefur hlaupið allar götur síðan en missti þó úr hlaupin 1964 og 1978. Hann varð þriðji árið 1960 en í 66. sæti nú. Jón er á 64. ári og var því elsti þátt- takandi í hlaupinu. Elst kvenna var Jóna Þorvarðardóttir hús- móðir úr Mosfellsbæ og móðir Fríðu Rúnar Þórðardóttur UM- FA sem varð í 20. sæti og önn- ur í kvennaflokki. Hlutu Jón og Jóna viðurkenningar fyrir þátt- tökuna í 400 manna hófi í Iðnó að loknu hlaupi. Morgunblaöiö/Júlíus Jón Guðlaugsson á fullri ferð. Martha Ernstdóttir sigraði í kvennaflokki víðavangshlaups ÍR í 4. sinn. Hún varð 10. í mark af öllum keppendum. Gunnlaugur Skúlason, 22 ára Húnvetningur, sem keppir undir merkjum Skagfirðinga, hafði nokkra yfirburði og sigi'aði glæsilega. 75. VIÐAVANGSHLAUP IR •wm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.