Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 Andblær fortíðar Myndlist BragiÁsgeirsson Það hefur ekki farið mikið fyrir litla húsinu „Stöðlakoti" að Bók- hlöðustíg 6, síðan staðurinn var vígður sem vettvangur íslenzks list- iðnaðar, en þær fáu sýningar, sem þar hafa verið haldnar, hafa verið af hárri gráðu. Það mun trúlega vera á skjön við tilgang forráðamanna hússins, en ekki veit ég af hveiju fleiri sýn- ingar hafa ekki verið haldnar í þessu einstaklega viðkunnanlega húsi. En vafalítið tengist það erfið- leikum við að finna traustan rekstr- argrundvöll og væri þá ekki úr vegi að benda á, að mikil áhersla er lögð á það að tryggja rekstur slíkra sértækra listhúsa erlendis, og engu til sparað, enda ratar al- menningur þangað fljótlega. Hér hefur verið um beina miðlun þjóðmenningar að ræða, en ekki almenna listmiðlun og tekjulind, og frá slíkum stöðum leggur iðu- lega sérstaka mannlega hlýju, sem ekki verður metin til fjár, en verð- ur manni undrunarefni við hveija heimsókn. Um þessar mundir er þar í gangi sýning á máluðu postulíni og nokkrum málverkum eftir Svövu Þórhallsdóttur og tengist það ald- arminningu hennar, en hún var fædd í Reykjavík hinn 12. apríl 1890. Svava var dóttir hins nafnkunna manns Þórhalls biskups, og átti æskuheimili í fallega húsinu Lauf- ási, en þar er sagt að blandast hafi saman hið besta úr íslenzkri þjóðmenningu þeirra ára, ásamt þeim erlendu menningarstraumum, sem léku um ísland aldamótanna. Vel kunn var og sú setning Þór- halls biskups, „það er svo gaman að skapa með guði“, og ætti það að vera nokkur lýsing á heimili hans og því hugarfari er þar ríkti. Svava komst undir handleiðslu Þórarins B. Þorlákssonar, en hún stundaði nám í nýstofnuðum Kenn- araskóla íslands og fékk hjá honum tilsögn í teikningu og málun, en kennaraprófi lauk hún árið 1909. Var síðan um nokkurt skeið við framhaldsnám í Svíþjóð, en kenndi svo heim komin við Barnaskólann í Reykjavík ásamt því að vera stundakennari við Kvennaskólann til ársins 1911, er hún festi ráð sitt. Varð húsfreyja á umfangsmiklu heimili næstu áratugina, en maður hennar var Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri, sem var sonur Vilhjálms Bjarnasonar bónda að Rauðará í Reykjavík Halldórs- Svava Þórhallsdóttir sonar prests í Laufási. Það má því segja, að Svava hafi tilheyrt hástéttinni, en þrátt fyrir að hún væri fimm barna móðir, svo og erilsöm störf á höfuðbóli og skólasetri, þá mun sköpunarþrá hennar og fróðleiksfýsn verið sá ríki eðlisþáttur, sem aldrei var langt íjarri, enda lagði hún stund á að þroska þá listrænu hæfileika, sem með henni blunduðu. Slíkar konur fá sjaldnast mörg tækifæri til beinnar listsköpunar, en þeir sem komu inn á heimili íslenzkra kvenna í gamla daga, sem lögðu áherslu á fegurðardýrkun í einhverri mynd, þótt ekki sæi henn- e ar stað í öðru en útsaumi, pijóni, tilfallandi skiliríum á veggjum og blómarækt, ættu að vita, hvaðan íslenzkir myndlistarmenn fengu ríkulegar gáfur sínar. Svava hafði næmt tóneyra, lék vel á píanó og hafði áhuga á bók- menntum, einkum skáldskap og heimspeki og þýddi nokkrar bækur heimspekilegs efnis enda góður málamaður. Hafði mikla þekkingu á dulspeki, fylgdist grannt með gangi himintungla og var félagi í Rósakrossreglunni. Svo gerðist það að Svava heldur tvívegis til Kaupmannahafnar til að nema þá listgrein, sem postu- línsmálun nefnist, sem hún síðar starfaði við alla tíð eða í hartnær hálfa öld. Kenndi aðferðina hér heima í áratug eða frá 1934-44. Mun þannig hafa verið fyrst íslend- inga til að nema þessa listgrein og kenna hér heima. Það má vera alveg ljóst af bestu gripunum á sýningunni í Stöðla- koti, að Svava var gædd dijúgum listrænum hæfileikum, en það kem- ur líka fram, að hér var um afmark- að einstaklingsframtak að ræða, en ekki langa markvissa þróun. Og þegar tekið er tillit til þess, þá hlýtur maður að taka hattinn ofan fyrir þessari éinstæðu konu, sem fékk að hluta til að þroska með- fædda listgáfu. Postulínsmálun er mikil og forn listgrein, svo sem allir vita, er þekkja til hlutanna, og krefst margra ára þjálfun, því að leyndar- dómamir eru margir og handverkið lærist ekki til fullnustu nema við hinar bestu aðstæður á háþróuðum verkstæðum. Margir kunnir postulínsmálarar ytra mættu þó vera fullsæmdir af verkum svo sem Mokkastellinu frá 1934, svo og gráu samstæðunni á lága borðinu nr. 17, 18 og 19, sem er gerð á þrem árum 1958-60. Blómavasanum frá 1971 (21) og loks beinhvíta vasanum frá 1960 (32). í síðast talda tilvikinu er um fágætt samræmi að ræða milli hins ijómahvíta glerungs og einfaldrar skreytingar í dökkbrúnum lit. Allir nefndir hlutir væru meira en fullsæmdir til varðveislu á list- iðnaðarsafni framtíðarinnar og að auki dýrmæt heimild um fegurðar- skyn og listþrá íslenzkra kvenna í aldanna rás. Þetta er óvenjuleg sýning og um margt vel að henni staðið og tel ég, að margur hefði mikla ánægju af að skoða hana, einkum þeir sem hafa nokkra innsýn inn í fortíðina, en slíkir handmálaðir gripir munu hafa þótt opinberun hér áður fyrr. Þá skarar öll slík iðja íslenzka list- iðnaðarsögu, sem ætti að höfða til yngri kynslóða .. . Sýningunni lýkur sunnudags- kvöld 22. apríl verði hún ekki fram- lengd. 120 fm íbúðir til sölu \ sem henta vel fyrir eldra fólk Á veðursælum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar íbúðir til sölu. Skjólgóðar suðursvalir, stórar stofur og þvottahús á hæðinni. Bilskúr fylgir. íbúðirnar seljast tilbúnar og sameign fullfrágengin. íbúðirnar verða til sýnis fullbúnar á næstu dögum. Örn Isebarn, byggingameistari, sími31104. Fasteignamiðlunin BERG Skúlatúni 6. Sími 625530 Hef opnað nýja fasteignasölu í Skúlatúni 6, og mun leggja áherslu á: Örugga þjónustu - skýr svör - ábyrgð í störfum Óska eftir öllum gerðum og stærðum fasteigna á skrá, verðmet eignir samdægurs Hef kaupanda að einbýlishúsi, raðhúsi, 3ja-4 herb., íbúðum. Seljendur - kaupendur hafið sam- band og athugið hvort við eigum ekki samleið. Sæberg Þórðarson Löggiltur fasteigna- og skipasali, hs. 666157 ® 62 55 30 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri EINAR ÞÓRISSON LONG, SÖLJMAÐUR KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Nýtt og glæsilegt einbýlishús á vinsælum stað í Garðabæ með 5 herb. íb. 121 fm á hæð. Ennfrem- ur mjög góður íbúðakj. Úrvals frágangur á öllu. Tvöf. bílskúr 49 fm. Ræktuð lóð 844 fm. Útsýni. Góð lán fylgja. Öll eins og ný Við Dvergabakka 2ja herb. íb. á 2. hæð tæpir 60 fm nettó. Nýtt park- et o.fl. Ný endurbætt sameign. Tvennar svalir. Útsýni. Laus strax. Smáíbúðahverfi - hagkvæm skipti Míkið endurn. steinh. um 80 + 65 fm auk kj. Bílskréttur. Skipti mögul. á góðri 3ja herb. íb. í Heimum, Vogum eða Laugarnesi. Steinhús við Austurgerði Vel byggt 20 ára með innb. bílsk. samt. 356,6 fm nú tvær íb. Glæs- II., ræktuð lóð 914 fm. Útsýnisstaður. Bjóðum ennfremur til sölu við: Stelkshóla. 4ra herb. íb. á 3. hæð. Ágæt sameign. Útsýnisstaður. Gautland. 4ra herb. íb. á 2. hæð. Sérhiti. Stórar sólsvalir. Dunhaga. 3ja herb. íb. á 3. hæð. Töluv. endurn. Ágæt sameign. Blesugróf. Gott endurn. timburh. m/3ja herb. íb. Stór lóð. Hringbraut. 2ja herb. íb. á 1. hæð öll nýendurbyggð. Góð geymsla. Sporhamra. 3ja og 4ra herb. glæsil. íbúðir í smíðum. Sérþvottah. Bílsk. • • • Opiðfdagkl. 10-16 Á 1. hæð óskast 2ja herb. góð íb. gegn staðgreiðslu. ALMENNA FAST EIGNASALAM UUgÁvÉgmTsÍMAR 21150-21370 _________________________tOgEdMiHÉD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 534. þáttur Ærin ber og bærinn fer að blómgast þá, leika sér þar lömbin smá. Nú er í veri nóg að gera nóttu bjartri á, hlutir hækkað fá. (j.H.) Nú held ég áfram, þar sem frá var horfið, með orðaskrá úr vísu þessari: lðmbin, nafnorð m.gr., flt. af lamb, mynduð með u-hljóðvarpi (a>ö). Fjöldi svipaðra orða er í skyldum málum, og merkja sum þeirra önnur dýr. Af lamb er mynduð (með i-hljv.) sögnin að lemba. Ærnar lemba sig=finna lömbin sín, t.d. eftir rúning, og hrúturinn lembir ána. nú; tíðaratviksorð=á þessari stundu, þar af nýr. Það er á latínu novus. Með vitlausri beygingarendingu kemur út „novibus“, og halda sumir að endingin á þeirri orðmynd hafi orðið busi=nýsveinn, græningi í skóla. er; nútíð af vera; sterk sögn eftir 5. hljóðskiptaröð: vera, var, vorum, verið. Var áður vesa, vas, várum, verit, sbr. nafnorðið vist (þar sem menn eru). Af 3. kennimynd er leitt lýsingarorðið vær. Stundum er mönnum hvergi vært. ver; nafnorð í hvorugk.= veiðistöð, í nýnorsku vær í svip- aðri merkingu. Hæpið er að nafnorðið ver sé skylt sögninni að vera, fremur í ætt við forn- ensku wer=stífla, fiskagirðing (í ám) og ýmis svipuð orð í líkri merkingu í öðrum skyldum mál- um. Af ver höfum við svo sam- setningar eins og verbúð, ver- maður og vertíð. Hið síðasta er sá tími, þegar sjómenn fara í verið. Nú er mikill ósiður að kalla alls konar tímabil vertíð (þýðing á ensku season). í flest- um dæmum færi betur á því að nota aðeins orðið tíð og segja t.d. knattspyrnutíðin, en ekki „knattspyrnuvertíðinF nóg=nægilegt. Ásgeir Bl. Magnússon telur líklegra að nóg sé gamalt t-laust hvorugkyn af lýsingarorði, fremur en nafnorð. Framan við karlkynið nógur var víst einu sinni forskeytið ga, enda til gerðin gnógur og nafn- orðin gnótt og gnægð, sjá enn- fremur genug í þýsku og ganohs í gotnesku. nóttu; þágufall af nótt, gömul ending. Orðið nótt beygist óreglulega, eignarfall nætur, flt. nætur. Eldri mynd eintölunnar er nátt, og lifir hún í samsetn- ingum eins og náttmál, nátt- blindur og náttugla. bjartri; kvenkyn í þágufalli af bjartur=ljós, skínandi. Rót- arsérhljóðið e hefur hér tekið a-klofningu (e>ja), en u-klofn- ingu (e>jö) í nefnifallinu björt. Með i-hljóðvarpi verður til nafn- orðið birta. Óbreytt kemur e-ið fram í þýskættaða kvenmanns- nafninu Berta=hin bjarta. hlutir, flt. af hlutur (i-stofn). Hlutur er náttúrlega skylt hljóta, það er það sem við hljót- um, þarna er hlutur sá afli sem hver -sjómaður fær. Sögnin að hljóta er regluleg eftir 2. hljóð- skiptaröð (hljóta-hlaut-hlutum: hlotið). Af annarri kennimynd var *hleyti sem nú hefur breyst í leyti. Ef einhver er að öllu leyti góður, er hann það „að öllum hlutum“. Því er leyti með ufsíl- on í allri annarri merkingu en landslags. Ef leiti ber hins veg- ar á milli okkar gætum við litið ofan af því, þegar þangað kem- ur. Þetta er fyrsta hljóðskipta- röð, og þar er aldrei ufsílon. hækkað fá=hækka. Hér leyf- ir Jónas sér að nota óeiginlega hjálparsögn, fá. Hún hefur þarna enga merkingu, er aðeins notuð til þess að mynda (rímsins vegna) samsetta nútíð af hækka. í erfiðum bragarháttum, svo sem dróttkvæðum og rímum, er notkun óeiginlegra hjálparsagna mest og iðulega úr hófi. Sögnin að hækka er af sömu rót og lýsingarorðið hár í merk- ingunni stórvaxinn. Það er í kvenkyni há. Aftur á móti var til lýsingarorðið hár=gráhærð- ur, með stofnlægu r-i, og því eins í kvenkyni. Maðurinn er þá hár, konan hár og gamalmennið hárt. Þar af eru hærur. í Háva- málum er okkur kennt að hlæja aldrei að hárum þul=gráhærð- um fróðleiksmanni, kennanda. ★ Góður liðsmaður íslenskrar tungu, Steingrímur Gautur Kristjánsson í Reykjavík, skrifar mér svo: „Fyrir nokkrum árum dvaldi ég á gistiheimili í Þórshöfn í Færeyjum sem Fráhaldið nefn- ist. Heimilið var rekið af Aðvent- istum og var lögð áhersla á reglusemi gesta. Var mér sagt að nafn fyrirtækisins merkti bindindi (á áfengi) og var það réttnefni alla vikuna nema frá miðnætti aðfaranótt laugardags til jafnlengdar aðfaranótt sunnudags þegar húsbændur héldu hvíldardag sinn heilagan. Mér kom í hug að orðið fráhald gæti komið að góðu gagni í íslensku og að það mætti nota um að halda sig frá — áfengi til dæmis. Fleiri hús en eitt stóðu á lóð gistiheimilisins. Minnsta húsið rúmar aðeins eitt herbergi og nefnist Smáttan, sem þýðir smá- hýsi. Þetta orð kom upp í huga minn við lestur 531. þáttar þíns um íslenskt mál í Morgunblaðinu 24. þ.m. [mars] þar sem fjallað er m.a. um nýyrði fyrir kassettu og kem ég þeirri hugmynd hér með á framfæri að þetta skemmtilega orð verði tekið upp í stað tökuorðsins. Með vinsemdarkveðju.“ Umsjónarmaður þakkar Steingrími þetta skemmtilega og athyglisverða bréf og tekur vel undir tillögur hans. ★ Þjóðhildur þaðan kvað: Eins og löngum vill verða í landi, var lífíð á Bjarteyjarsandi enginn leikur að ljósum eða listdans á rósum, heldur samfélagstilvistarvandi. E.s. Ef haldin ert.d. ráðstefna um ýmsar fræðigreinar, er hún nefnd þverfagleg (d. tværfag- lig). Mörgum leiðist þetta orð. Viljið þið ekki reyna að finna annað betra?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.