Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 51 SPANN Kristján ogTeka á toppinn KRISTJÁN Arason gerði þrjú mörk og átti mjög góðan leik, er Teka vann Barcelona 18:16 í fyrrakvöld. Teka tók þar með forystu í deildinni, er með 39 stig, stigi meira en Barcelona, en sjö umferðir eru eftir og á Teka eftir þrjá erfiða útileiki, gegn Caja Madrid, Atletico Madrid og Sidasoa. Gífurlegxir áhugi var á leik efstu liðanna. 4.000 áhorfendur troðfylltu höllina og 3.000 stóðu fyrir utan. Leikurinn var mjög góð- ur og voru yfirburðir heimamanna meiri en tölurnar gefa til kynna. Gestirnir komust reyndar I 3:1, en Teka var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 11:7, og náði mest sex marka forystu, 13:7. Mats Olsson átti frábæran leik í marki Teka, fékk fjóra ása í ein- kunn, sem er mjög sjaldgæft, og var maður leiksins. Kristján, Melo (6/2) og Ruiz (3) fengu allir þijá ása. Hjá Barcelona fékk Vujovic (6 mörk) þijá ása, en Cerrano (7/5) og Rico, landsliðsmarkvörður tvo ása. Teka leikur í undanúrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa og fer fyrri leikur liðsins gegn Vezspren fram í Ungveijalandi á morgun. Liðið leikur síðandeildarleik ' amiðviku- dag og seinni Evrópuleikinn eftir viku. Frá Atla Hilmarssyni á Spáni HANDKNATTLEIKUR / SPANN Birgir Sigurðsson kominn framhjá Tútsjkin og skorar í landsleik gegn Sovétmönnum. Leikur hann á Spáni næsta keppnistímabil? HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Heimsmeistaramir koma Svíartaka þátt í sterku sex þjóða móti í Hafnarfirði íjúní. Sjö leikmenn bætastvið Noregshópinn HEIMSMEISTARARNIR íhand- knattleik, Svíar, koma til ís- lands í lok júní og taka þátt í sterku sex þjóða móti í hand- knattleik. Auk þeirra og íslend- inga munu Vestur-Þjóðverjar, Danir, Kúvaitbúar og líklega Norðmenn taka þátt í mótinu sem verður haldið í nýja íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að kostnaður við mótið verði um fimm millj- ónir króna. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari íslands, segir að þetta mót verði fyrsta skrefið í tveggja ára áætlun fyrir B-keppn- ina í Austurríki 1992. „Það er mjög mikilvægt að leika gegn þjóðum á borð við Dani, Norðmenn og Vest- ur-Þjóðveija. Þetta eru sterkustu b-þjóðirnar og auðvitað er einnig gott að mæta Svíum," sagði Þor- bergur. Landsliðsþjálfarinn hyggst bæta verulega við hópinn sem lék tvo leiki við Norðmenn fyrir skömmu. Meðal þeirra sem bætast í hópinn eru Hrafn Margeirsson, Páll Guðna- son, Einar Sigurðsson, og Magnús Sigurðsson. Þá mun hann einnig fá Geir Sveinsson, Jakob Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson en þessir leikmenn voru ekki með í Noregs- förinni. „Stefnan er að gefa yngri leik- mönnum tækifæri en ég mun samt ræða við alla þá sem voru í heims- meistarakeppninni og eru ekki í þessum hópi og kanna hug þeirra HANDKNATTLEIKUR Alþjóðlegt félagsliðamót í haust: Bidasoa til í slaginn ALFREÐ Gíslason og sam- herjar í Bidasoa á Spáni eru spenntir fyrir íslandsferð í haust. „í vetur bauð HSÍ fé- laginu að taka þátt í móti næsta haust og er mikill áhugi fyrir því. Við höfum hins vegar ekki heyrt neitt meira um þetta, en ef af verður munum við einnig leika á Akureyri eða Húsavík til að fá meira út úr ferðinni," sagði Aifreð við Morgunblaðið. Guðjón Guðmundsson hjá HSÍ sagði að hugmyndin .væij að haldá ’hiot með'þátttokú'fjÖ^hrrá1 erlendra liða og ijögurra íslenskra. Því hefði verið haft samband við nokkur félög og nefndi hann sérstaklega „íslend- ingaliðin" á Spáni, Bidasoa, Teka og Granollers, og sovéska meist- araliðið SKA Minsk, en með því leikur m.a. stórskyttan Tútsjkin. „Á þessari stundu vitum við ekki hvernig mótafyrirkomulagið verður næsta vetur og meðan svo ei' getum við ekki fastsett þessa keppni," sagði Guðjón. Keppni í 1. deild á Spáni hefst um miðjan september og sagði Alfreð að heppilegasti tíminn fyr- ir, spænsku liðin væri því um máhaðhrmótin 'ág'ust - sé'þtember. Biitjir á óska- lista Bidasoa til landsliðsins. Auk þess er ekki útilokað að fleiri leikmönnum verði bætt við hópinn,“ sagði Þorbergur. íslenski landsliðshópurinn í mót- inu verður því líklega skipaður eft- irtöldum leikmönnum: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson (FH), Leifur Dagfinnsson (KR), Berg- sveinn Bergsveinsson (FH), Hrafn Mar- geirsson (Víkingi) og Páll Guðnason (Val). Aðrir lcikmcnn: Jakob Sigurðsson (Val), Valdimar Grímsson (Val), Bjarki Sigurðsson (Víkingi), Gunnar Beinteins- son (FH), Konráð Olavson (KR), Geir Sveinsson (Granollers), Birgir Sigurðs- son (Víkingi), Júlíus Jónasson (Racing Asnieres), Héðinn Gilsson (FH), Sigurður Sveinsson (Dortmund), Óskar Ármanns- son (FH), Jón Kristjánsson (Val), Ólafur Gylfason (ÍR), Magnús Sigurðsson (HK), Einar Sigurðsson (Selfossi) og Gunnar 'Gunnarsson (Ystad). KORFUBOLTI Hoop leikur fjóra leiki Bandaríska úrvalsliðið Hoop frá Boston kemur til íslands um helg- ina og leikur fjóra leiki við íslensk lið. í liðinu er Bandaríkjamenn sem vilja leika í Evrópu. Fyrsti leikurinn verður í dag, kl. 14, í Grindavík, gegn styrktu liði heimamanna. Næsti leikurinn er svo á Akureyri á mánudagskvöld, þar sem liðið mætir sameiginlegu liði Þórs og Tindastóls. Þessi lið mætast að nýju á þriðjudaginn á Sauðárkróki. Síðasti leikurinn verður svo í Laug- ardalshöllinni á miðvikudagskvöld, gegn íslenska landsliðinu, sem leikur síðasta leik sinn undir stjórn Laszlo Nemeths. Með liðinu koma sex dansmeyjar og munu þær styðja iiðið í leikjunum ■og að auki sýoa.á.lokaþófi’KKL sem haldíð verður í Glym í kvöld. Birgir Sigurðsson er ofarlega á óskalista hjá spænska handboltaliðinu Bidasoa, sem Al- freð Gíslason leikur með. Félagið vantar línumann og verði ákveðið að leyfa iiðum að leika með þijá erlenda leikmenn, er Birgir sterk- lega inni í myndinni. „Ég hef heyrt lauslega af bessu, en félagið hefur ekki haft samband við mig,“ sagði Birgir aðspurður urn málið. „Það er svo iangt í hugsanlega breytingu að ég er ekkert að hugsa um betta, heldur einbeiti rnér að því ad ijúka dæminu með Víkingi.“ Félögum á Spáni er heimilt að vera með tvo erlenda leikmenn innan sinna raða, en að undan- förnu hefur mikið veríð rætt um að leyfa beri hverju féíagi að vera með þijá erlenda leikmenn. Verið er að kanna hug félaganna og eru skoðanir skiptar, en máiið vei’ður tekið fyrir í tengslum við bikarúr- slitin á Spáni í júní. KNATTSPYRNA Ellert kjörinn í stióm UEFA ELLERT B. Schram, heiðurs- formaður KSÍ, var kjörinn í stjórn knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á aðalfundi sambandsins, sem fram fór á Möltu ífyrradag. Formenn knattspyrnusambanda á Bret- landseyjum og Norðurlöndum tilnefndu Ellert sem fulltrúa sinn í nóvember s.l. Næsti að- alfundur verður í Gautaborg 25. júní 1992. Ellert var einn af varaformmönn- um UEFA 1984 til 1986. Hann hefur verið formaður eftirlitsnefnd- ar leikvanga og í stjórn aganefndar. Á fundinum var Svíinn Lennart Johansson kjörinn formaður. Hann sagðist styðja endurkomu enskra liða í Evrópumótin næsta haust, en stjórnin tæki málið fyrir í næsta mánuði. „Það verður aldrei hægt að útiloka ólæti 100% og við leysum engan vanda með því að halda ensk- um liðum utan mótanna,“ sagði formaðurinn. Áfram verður unnið að því að koma í veg fyrir ólæti og í Evrópukeppninni 1996 verða ein- göngu seldir miðar í sæti. Færeyingar voru teknir formlega inn í Evrópusambandið. ísrael átti áheyrnarfulltrúa á fundinum og var samþykkt að ísrael. fái að taka þátt í Evrópumótum landsliða U-16, U-18 og U-21. Auk Ellerts voru Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ, og Elías Her- geirsson, gjaldkeri sambandsins, þingfulltrúar frá íslandi. Laugardagur kl.13: w. w 55 ''■imk <7) R I /IKA 21. i iprfl 1990 §i§ X 2 Leikur 1 C. Palace - Charlton Leikur 2 Derby - Norwich Leikur 3 Man. City - Everton Leikur 4 Q.P.R. - Sheff. Wed. Leikur 5 Southampton - Nott. For. Leikur 6 Tottenham - Man. Utd. Leikur 7 Wimbledon - Coventry Leikur 8 Brighton - Leeds Leikur 9 Oldham - West Ham Leikur 10 Plymouth - Newcastle Leikur 11 Sunderland - Portsmouth Leikur 12 Swindon - W.B.A. Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá : LUKKULÍNUNNI s. 991002 P •refald ur pottur II iil Framherji óskast Knattspymufélagið SÍF í Færeyjum vantar fram- herja til að leika með félaginu á keppnistímabilinu sem nú er að hefjast. Liðið leikur í 1. deild og á eigin gervigrasvöll. Upplýsingar gefa Vignir Baldursson þjálfari í síma 90 298 33368 og Jóhannes Nilsen í síma 90 298 33361 í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.