Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 Fljúgandi diskur - Achimenes longiflora — Blóm vikunnar Lára Jónsdóttir 161. þáttur Hann er af sumargullsætt (sama og Gloxinia, Columnea, Pálsjurt o.fl.). Heimkynni eru Mið-Amerika og Brasilía. Eflaust rekur marga minni til ótrúlega blómsælla jurta í gluggunum hjá ömmu hér á árum áður, allt í einu voru þær þarna og blómstruðu langt fram á haust og svo hurfu þær. Ef til vill hafa nóvember- jólakaktusar fyllt í skarð þeirra með blómskrúði sínu. í svartasta skammdeginu. Græðlingar hafa trúlega borist milli blómavina og blómstrað, en síðan hefur plantan visnaði niður að haustinu og potturinn gleymst, þar sem ekki var vitneskja um hinar köngulformuðu jarðrenglur sem plantan myndar. Aðal fjölg- unarleið fljúgandi disks, er með hinum smáu köngulformuðu stöngulhýðum sem myndast ný á hveiju ári, — því getur plantan allt að því „gengið í erfðir". En tæmist ekki arfur, er hægt að kaupa þessi stöngulhýði í blóma- búðum sem versla með fræ og vorlauka, febrúar-apríl er venju- legur markaðstími. Algengast er að fá keypta 3-4 liti, lillabláan, hvítan, ljósrauðan og stundum bleikan. Ræktun: Lágir, víðir pottar eða skálar henta vel fyrir fljúgandi disk, 3-5 hnýði eru sett saman í pott (mega gjarnan vera fleiri). Hnýðin spíra best í léttri mold og góð aðferð er að setja venjulega pottamold undir í ræktunarpottinn og síðan 2-3 sm lag af léttmold (sphagnum — hvítmosatorf) sem spírunarlag og rétt hylja hnýðin í því. Mold- inni er haldið rakri og hafður góður hiti meðan þau eru að spíra (20-25°C) en 18-22oC í áfram- haldandi ræktun. Plantan kýs jafnan raka á ræktunartímabilinu mars-október. Vökvað er með vægri áburðarblöndu vikulega á blómgunartímanum og ætíð ætti að vökva með volgu vatni, því fræðiheitið Achimenes er talið vera komið frá gríska orðinu cheimaino sem þýtt er „þolir ekki kulda“ eða eitthvað í þá veru. Plantan dafnar best þar sem nýtur morgun- og kvöldsólar, en annars á vel björtum stað. Þegar fljúgandi diskur hættir að blómstral sept.-okt. þá er dregið úr vökvun og síðan er henni hætt og moldin í pottinum alveg látin þorna þegar plantan fer að visna niður. Oftast er potturinn geymd- ur með þurri moldinni og hnýðun- um á dimmum stað og þurrum í 10oC eða rúmlega það í febrúar. Einnig má taka þau úr pottinum, hrista moldina af og geyma hnýð- in í pappírspoka eða eldspýtu- stokk, og í febr./mars eru þau tekin fram og ræktuð eins og fyrr getur. Þó fljúgandi diski sé aðallega íjölgað með hnýðum má einnig taka toppgræðlinga, jafnvel blaðgræðlinga þegar plönturnar hafa náð góðum vexti að vorinu. G.ræðlingunum er stungið í raka léttmold og sett undir plast til að halda háum loftraka, haft á hlýj- um, björtum stað. Þegar plöntur eru stýfðar til græðlingatöku seinkar það nokkuð fyrstu blómg- un, en plantan verður þéttari og fallegri á eftir. Fróðleikskorn í sarpinn: Fyrsta plantan af fljúgandi diski er talin hafa komið til Evr- ópu 1758 með grasasafni frá Jamaiku sem grasafræðingurinn Linné hafði keypt af hollenskum safnara. Það finnast einar 25 teg- undir og mörg afbrigði hafa kom- ið fram við kynbætur fyrr á öld- inni, sem þó glötuðust aftur í fyrri heimsstyijöldinni. Á seinni árum hefur verið unnið ötullega að kyn- bótum á fljúgandi diski í Banda- ríkjunum og Vestur-Þýskalandi.. Dráttarvéla- námskeið að hefjast UMFERÐARRÁÐ gengst fyrir námskeiði fyrir unglinga í akstri og meðferð dráttarvéla á næst- unni. Innritun fer fram næstkom- andi mánudag og þriðjudag. Námskeiðin eru tvíþætt. Annars vegar fornámskeið fyrir unglinga fædda 1975 tii 1977 og hins vegar námskeið sem endar með prófi og veitir réttinda til aksturs á vegum. Það' er fyrir unglinga 16 ára og eldri, Sem fæddireru 1974_eða fyrr. Innritun fer fram í Tonabæ og Fellahelli mánudag og þriðjudag næstkomandi frá klukkan 17 til 19. Þátttökugjald á fornámskeiði er 2.500 krónur en 10.000 krónur á réttindanámskeiði og er þá innifal- innkostnaður við próf og skírteini. Ásamt umferðarráði standa Bif- reiðapróf ríkisins, Búnaðarfélag ís- lands, menntamálaráðuneyti, Slysavarnafélag Islands, Stétta- samband bænda, Vinnueftirlit rikis- ins og Ökukennarafélag íslands að námskeiðunum. Frekari upplýsing- ar veita Umferðarráð, Búnaðarfé- lagið og Vinnueftirlitið. VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Dreymir þig stundum um að vinna milliónir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.