Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 37
miklu ástfóstri við staðinn. Og þar lifðu þau Andrés og Gerða góða tíma í faðmi fjallanna. Þor- gerður var mikill dýravinur og hafði næmt auga fyrir líðan þeirra. Hún hafði mikinn áhuga á hestum enda áttu þau hjónin alltaf góða hesta, og ef stund gafst var oft sprett úr spori á góðviðrisdögum og þá var húsmóðirin í Vatnsdal enginn eftir- bátur frekar en endranær. Gerða var mjög vandvirk og ætíð snyrti- leg, og kjörorð hennar til sinna barna var, að það sem þú gerir, þá gerðu það vel. Hún var mjög traust og úrræðagóða kona, og hafði mik- ið þrek, bæði til hugar og handa og var hvað sterkust er mest á reyndi. En árin liðu og börnin uxu úr grasi og flugu burt úr hreiðrinu hvert af öðru. Eífar hefur verið foreldrum sínum stoð og stytta allt frá unglingsárum og þegar aldurinn færðist yfir Andrés og Þorgerði, veitti Elfar þeim það skjól og ör- yggi sem þau þurftu. 20. apríl 1988 lést Andrés á heimili sínu eftir stutt veikindi og mikill harmur var kveð- inn að Þorgerði, sem hún bar sem hetja eins og hennar var lag. Áfall- ið var mikið, Andrés og Gerða höfðu búið saman í 53 ár og voru einstak- lega samrýmd. En Gerða gafst ekki upp og hélt áfram búskap með El- fari allt fram á dánardag. En fyrir rúmu ári veiktist hún hastarlega af þeim sjúkdómi, sem hún varð að lúta í lægra haldi fyrir. Og eftir oft og tíðum erfið veikindi sl. ár lést hún í Borgarspítalanum aðfara- nótt þriðjudagsins 10. apríl. Þótt ég hafi fest þessar fátæklegu línur út og heilsaði upp á dóttur mína og brosti sínu fallega brosi sem hlýjaði okkur í vetrarkuldanum. Elsku Húbbi, Gunna, Kalli og litlu dætur. Við systkinin á Helgu- götu 9 sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um elskulega konu mun lifa með okkur. Hafi Dísa þökk fyrir allt og allt. Gurrý okkar. Og Ásdís gat orðið sérlega orðheppin, einkum ef henni hitnaði svojítið í hamsi. Ásdís átti mrga vini og kunn- ingja, sem heimsóttu hana oft og nutu vináttu hennar og einstæðrar gestrisni. Hún átti miklu barnaláni að fagna. Það var ánægjulegt að fylgjast með umhyggju barna henn- ar og tengdabarna, hversu þau voru alltaf boðin og búin að koma henni til aðstoðar hvenær sem þau héldu að hana vanhagaði um eitthvað. í þessu tilliti vil ég sérstaklega minn- ast Elísabetar, dóttur hennar, sem alltaf var að vitja hennar, þegar hún gat framast komið því við, og móðir hennar var henni innilega þakklát fyrir. Og ömmubörnin, það þarf varla að geta þess, að þau áttu alltaf gott skjól hjá ömmu sinni og fengu að njóta hennar miklu umhyggju, hvenær sem þau voru í návist hennar, og það var oft. Já, oft áðum við hjónin hjá Ás- dísi þegar við fórum af bæ. Þar þurfti ekki að gera boð á undan sér, að koma þar inn fyrir dyr var í hvert sinn eins og að vera boðinn til nýs fagnaðar. Slíkt heldur áfram að vera til og er hafið yfir allan hverfulleika. Óskar Aðalsteinn MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 37 Systkinaminning: Ástríður Pálsdóttir Þorsteinn Pálsson á blað, um lífshlaup Þorgerðar í Vatnsdal, er það meira en svo, að hægj, sé að gera því skil í stuttri minningargrein, enda var Þorgerð- ur þannig gerð að hún kunni ekki við sig í sviðsljósinu. Ég læt hér því staðar numið og vil sérstaklega votta Elfari samúð mína vegna frá- falls kærrar móður sinnar, en ég veit að hann hefur hennar styrk til að bera og þarf því ekki að kvíða, og einnig votta ég systkinunum, barnabörnum og barnabarnabörn- um mína samúð, en minningarnar um mikilhæfa konu, góða móður, tengdamóður og ömmu munu ylja okkur sem eftir lifum. Við kveðjum hér Þorgerði Sveins- dóttur í Vatnsdal hinstu kveðju, með þakklæti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Hvíli hún í friði. Tryggvi Ingólfsson í dag kveðjum við hana elsku ömmu í Vatnsdal. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé horfin frá okkur, en við huggum okkur við að amma og afi séu saman á ný hjá Guði. Hafi elsku amma og afi hjartans þakkir fyrir allan kærleikann og ástúðina sem þau gáfu okkur. Þú grátnum börnum gleymt ei fær, Ó, Guð, minn harm það bætir, þin blessuð hjálp ög hlíf er nær í hverri neyð, sem mætir. (Ramus-Sb. 1886-H. Hálfd.) Barnabörn og barnabarnabörn. Ástríður Fædd 1. október 1924 Dáin 7. apríl 1990 Þorsteinn Fæddur 20. október 1920 Dáinn 7. mars 1990 Við stöllur vorum ekki háar í loftinu þegar við komum fyrst að Steindórsstöðum þar sem systkinin Ásta og Steini ólust upp og Ásta bjó síðan alla tíð ásamt eldri systk- inunurn þeim Einari og Ingibjörgu. Steini flutti ungur til Reykjavíkur, en það var auðfundið að hugurinn var alltaf heima í sveitinni, þar sem reisulegt býlið bar högum höndum hans fagurt vitni. Á Steindórsstöð- um var alla tíð gestkvæmt enda allir jafnvelkomnir, börn og full- orðnir, til lengri eða skemmri dval- ar._ Ásta ól börnin sín þijú, Ragn- hildi, Pál og Guðfinnu, upp á Stein- dórsstöðum með dyggri aðstoð systkina sinna. Þau létu sig þó ekki muna um að taka á hveiju ári til sumai'dvalar hóp borgarbarna sem fýsti í sveitasæluna, en hana var svo sannarlega að finna á Stein- dórsstöðum. I minningunni eru þessi sumur á Steindórsstöðum ævintýri líkust, nógir leikfélagar, nóg að sýsla inn- anhúss og utan, að ógleymdum hrossunum. Hestamennska og út- reiðar voru ætíð helsta tómstunda- gaman þeirra systra Ástu og Ingi- bjargar sem luku nánast hveijum vinnudegi með góðum útreiðartúr um sveitina sína. Þær létu sig held- ur ekki muna um að kenna okkur sumarkrökkunum að annast hrossin og ríða þeim. Þrátt fyrir alvarlegan heilsubrest síðustu árin hafði Asta ætíð yndi af hrossunum sínum og stundaði útreiðar framundir það síðasta. Ásta var eins og allt hennar fólk, einstök manneskja sem gekk okkur sumarbörnunum í móðurstað fyrstu árin og gerði aldrei upp á milli að- komubarna og sinna eigin. Móður- hlutverkið þróaðist og breyttist með árunum í hlutverk góðs vinar og félaga, enda kynslóðabilshugtakið óþekkt á þeim bænum. Þannig minnumst við þessarar elskulegu konu sem við eigum svo margt að þakka. Steindórsstaðir voru um árabil okkar annað heimili og það nægði okkur vart að dvelja þar einungis á sumrin. Því notuðum við hvert tækifæri sem gafst til að skreppa í sveitina. Þá var gott að eiga Steina að,-því hann fór alltaf heim þegar fært var. Aldrei féll honum verk úr hendi, heldur byggði og bætti húsakynni og allt sem við- gerðar þarfnaðist, allt fram á síðasta dag. Síðasta verkefni hans var að hjálpa Guðfinnu frænku sinni og fjölskyldu hennar að reisa mynd- arlegt nýbýli á Steindórsstöðum. Þessi stóri, trausti og hlýlegi maður laðaði ekki aðeins fram það besta í efniviðnum sem hann smíðaði úr, heldur einnig í þeim mörgu mönnum og málleysingjum sem leituðu til hans á lífsieiðinni. Missirinn er mikill og söknuður- inn sár. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur kæru vinir á Steindórsstöðum, um leið og við þökkum þá gæfu að hafa kynnst því góða fólki sem nú er gengið. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jöröin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum). Helga Bragadóttir, Hildur Helgadóttir og fjölskyldur. Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna að Reykjabyggð 18, Mosfellsbæ, ertil sýnis með öilum húsbunaði laugardag og sunnudag kl. 13-18. Glæsilegt 2ja hæða einbýlishús með blómaskála og tvöföldum bílskúr, samtals 253 m2 á 17 millj. kr Leiðin er merkt. Dregið í 1. flokki 4. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.