Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 Bjóst alls ekkí við að vinna * segir Asta Sigríður Einarsdóttir, Fegurðardrottning Islands 1990 ÁSTA Sigríður Einarsdóttir, 18 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, var kjörin Fegurðardrottning- Islands laust eftir miðnætti s.l. miðvikudag, þ.e. á fyrstu mínútum hins nýbyrjaða sumars. Keppnin fór fram á Hótel íslandi. Húsfyllir var og hin nýja fegurðardrottning var hyllt lengi og innilega. Með sigri sinum hefur Ásta tryggt sér þátttökurétt í fegurðarsamkeppni erlendis. Ásta Sigríður býr í Garðabæ, dóttir Einars Sveinssonar fram- kvæmdastjóra Sjóvár-Almennra og Birnu Hrólfsdóttur kennara. Hún sagði við Morgunblaðið, eft- ir keppnina, að úrslitin hefðu komið sér verulega á óvart. „Eg bjóst alls ekki við þessu og var ekki undir það búin að vinna þótt mig iangaði auðvitað til þess innst inni.“ Ásta Sigríður stundar nám á eðlisfræðibraut MR og er í miðj- um prófum. Hún sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvort sigurinn í fegurðarsamkeppninni breytti framtíðaráætlunum sínum, fyrst á dagskrá væri að ljúka prófunum. Hugrún Linda Guðmundsdótt- ir, Fegurðardrottning íslands 1989 krýndi arftaka sinn skömmu eftir miðnættið á að- faranótt sumardagsins fyrsta en þá hafði dómnefnd keppninnar valið úr hópi 22 stúlkna sem kepptu í lokakeppninni. Fyrst voru valdar 10 stúlkur sem kepptu til úrslita. Þær voru, auk Ástu Sigríðar, Dís Sigur- geirsdóttir, Vestmanneyjum, Ey- gló Ólöf Birgisdóttir, Reykjavík, Herdís Dröfn Eðvarðsdóttir, Sandgerði, Hugrún Ester Sig- urðardóttir, Egilsstöðum, Inga Kristín Guðlaugsdóttir, Rangár- vallasýslu, Linda Björk Berg- sveinsdóttir, Reykjavík, Sigríður Stefánsdóttir, Kópavogi Sigrún Eiríksdóttir, Reykjavík og Þórdís Steinsdóttir, Reykjavík. Á miðnætti opinberaði dóm- nefndin niðurstöðu sína. Linda Björk Bergsveinsdóttir hlaut 5. sætið, Dís Sigurgeirsdóttir varð í 4. sæti, Sigriður Stefánsdóttir í 3. sæti, Þórdís Steinsdóttir varð í 2. sæti og Ásta Sigríður Einars- dóttir var kjörin Fegurðardrottn- ing íslands. Blaðaljósmyndarar völdu Sigríði Stefánsdóttur bestu ljósmyndafyrirsætuna og stúlk- unar sjálfar völdu írisi Eggerts- dóttur vinsælustu stúlkuna í hópnum. Allar stúlkurnar sem tóku þátt í lokakeppninni voru leystar út með gjöfum frá fjölda fyrir- tækja. Verðmæti gjafanna sem fegurðardrottning Islands hlaut Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Fegurðardrottning Islands 1990, Ásta Sigríður Einarsdóttir með foreldrum sínum, Birnu Hrólfsdótt- ur og Einari Sveinssyni, og bræðrum sinum, þeim Hrólfi Einarssyni og Benedikt Einarssyni. var um ein milljón króna. Að auki munu stúlkurnar [ efstu sætunum keppa fyrir íslands hönd í fegurðarsamkeppnum um víða veröld. í dómnefnd keppninnar voru Ólafur Laufdal veitingamaður, Erla Haraldsdóttir formaður Danskennarasambands íslands, Sigtryggur Sigtryggsson fr^tta- stjóri, Linda Pétursdóttir Ungfrú heimur 1989, Magnús Ketilsson verslunarmaður, SvavaJohansen kaupmaður og Kristján Zophaní- asson framkvæmdastjóri. Gróa Ásgeirsdóttir var framkvæmda- stjóri keppninnar, en alls komu yfir 80 manns við sögu við undir- búning. Þórdís Steinsdóttir, sem varð í 2. sæti, með móður sinni, Eddu Þorsteinsdóttur og systur sinni, Fanndísi Steinsdóttur. Sigríður Stefánsdóttir, sem varð í 3. sæti, með foreldr- Dís Sigurgeirsdóttir varð í 4. sæti. Hún er hér með um sínum, Stefáni Þór Jónssyni og Auði Hauksdóttur. systur sinni, Dögg Láru Sigurgeirsdóttur. Dagur jarðar á morgun, sunnudag: Ef menn ganga ekki vel um garðinn sinn er illt í efiii - segir Júlíus Hafstein formaður umhverfísmálaráðs Reykjavíkur „EF MENN ganga ekki vel um garðinn sinn er illt í efni,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður Umhverfismálaráðs Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið, en ráðið efnir til sérstakrar dagskrár um umhverf- ismál í Borgarleikhúsinu, svo og stuttrar skemmtigöngu um Öskjuhlíð á Degi jarðar, sem er á morgun, sunnudag. I tilefhi af Degi jarðar standa ýmsir aðilar í yfir 100 löndum fyrir átaki, sem miðar að því að hvetja fólk til umhverfisverndar. „í tilefni af Degi jarðar hefur Reykjavíkurborg ákveðið að vekja borgarbúa til umhugsunar í um- hverfismálum almennt," sagði Júl- íus Hafstein. Júlíus sagði að hægt væri að leggja inn tillögur um um- hverfísmál í hugmyndabanka hjá Umhverfismálaráði Reykjavíkur, Skúlatúni 2, og athyglisverðustu tillögurnar yrðu kynntar opinber- lega. „Reykjavíkurborg hefur gert margt varðandi umhverfismálin, sem ég held að geti orðið öðrum til eftirbreytni," sagði Júlíus. Hann sagði að Reykjavíkurborg hefði til dæmis keypt sérstaka bifreið til að mæla loftmengun í borginni og bif- reiðin kæmi til landsins á næst- unni. Júlíus sagði að í samvinnu við hverfafélögin í borginni yrðu gróðursett tré í öllum hverfum borgarinnar, sem væru ígildi um 20 þúsund græðlinga. í upphafi þessa kjörtímabils hefði verið ákveðið að gróðursetja 250-300 þúsund tré í borgarlandinu á ári. Hins vegar yrðu gróðursett þar 500-600 þúsund tré í ár. Hann sagði að Reykjavíkurborg hefði kostað^ 700-800 milljónum króna til hreinsunar á strandlengj- unni við Reykjavík á undanförnum árum og kostnaðurinn við hreinsun- ina yrði kominn upp í um 3.500 milljónir króna á núvirðí um næstu aldamót, eða um það leyti sem verk- inu lyki. „Eftir eitt ár verður sorp- böggunarstöð komin í gagnið og þá heyra sorphaugamir við Reykjavík sögunni til,“ sagði Júlíus. Umhverfismálaráð Reykjavíkur efnir til dagskrár um umhverfismál í Borgarleikhúsinu á morgun og hefst hún klukkan 17. Davíð Odds- son ávarpar samkomuna én erindi flytja Matthías Johannessen rjt- stjóri og Hulda Valtýsdóttir formað- ur Skógræktarfélags íslands. Þá flytja Sigfús Halldórsson og Elín Sigurvinsdóttir lög eftir Sigfús og kór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Umhverfismálaráðið stendur einnig fyrir skemmtigöngu um Júlíus Hafstein Öskjuhlíð, sem hefst klukkan 14 á morgun. Stutt hringferð verður far- in um hlíðina undir leiðsögn göngu- stjóra frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og garðyrkjudeild borgarinnar. Að því loknu verður haldin veisla við útsýnishúsið á Öskjuhlíð, þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og gosdrykki, farið í leiki og tónlist leikin. Einnig verður almenningi gefinn kostur á að virða fyrir sér útsýnið úr útsýnis- húsinu. Samtökin Barnaheill: Ráðstefina um málefni barna SAMTÖKIN Barnaheill standa fyrir ráðstefnu í Borgartúni 6 um málefiii barna á íslandi íostudag- inn 27. apríl næstkomandi. Ráð- stefnan hefst klukkan 13 og verð- ur opin öllum áhugamönnum um málefni barna. Á ráðstefnunni flytur Baldur Kristjánsson sálfræðingur erindi um aðstæður íslenskra forskóla- barna. Erindið er byggt á könnun, sem gerð var á vegum menntamála- ráðuneytisins og þar kemur fram samanburður á aðstæðum barna á íslandi og öðrum Norðurlöndum. Þá verður flutt erindi byggt á könn- un Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráð- gjafa á aðstæðum íslenskra fjöl- skyldna. Málshefjendur í umræðum eftir framsöguerindin verða Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Birgir Isleifur Gunnarsson alþingis- maður, Guðrún Agnarsdóttir al- þingismaður og Jóna Ósk Guðjóns- dóttir bæjarfulltrúi. Að lokum verða pallborðsumræður með þátttöku allra á mælendaskrá og svarað verður fyrirpurnum ráðstefnugesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.