Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 46
46 0G61 jimha ,ts auoAaítAnn/ ' wiftAviavíTiöH1 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 -t „/Vl&irzi ué Jegja cjæ-tL málcuS betur en þe.tta.. " /■ ... að hjálpa henni í skíðaskóna. TM Reg. U.S. Pat Off — all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate POLLUX 320 Hefurðu rétt eina ferðina enn flutt húsgögnin? HÖGNI HREKKVÍSI // pB-TTA BR L-ISTINN VF'K. NÝJÁESHEiTW HANS PÁPA PlNS. " Kennarinn o g hárgreiðslustofan Til Velvakanda: Ég er grunnskólakennari í pá- skaleyfi. Fyrsta dag páskafrísins vaknaði ég snemma eins og venju- lega. Ég dró fyrir aftur og reyndi að sofna, en það tókst ekki, enda venur maður sig ekki af því að vakna snemma svona einn, tveir og þrír, þegar bjart er orðið, þótt sumarið sé enn langt undan. Ég dreif mig í garmana, mánudagur og engin blöð og skapið seig neð- ar. Ég leit í spegil, ég leit ömur- lega út. Nú var tækifærið að gera eitthvað fyrir útlitið. Fríið fram- undan, nægur tími, og ég ætlaði að líta vel út. um páskana. Ég hringdi í hárgreiðslustofuna mína. „Nei, því miður, enginn tími laus fyrr en eftir páska.“ Hvað var til ráða? Ég fletti hárgreiðsluauglýsingum síma- skrárinnar. Ein hárgreiðslustofa var í nágrenninu, gamalgróin, sem ég fór stundum til hér áður fyrr. Af hveiju hætti ég því aftur? Þá mundi ég það allt í einu. Hún var nokkuð dýr, en þjónustan var góð. Ég hringdi, ég mátti koma strax. Það skal tekið fram að hár mitt er stutt og þunnt og nokkuð farið að grána. Ég bað um lit og smá- klippingu. Það átti rétt að særa. Klukkan var 10.25 þegar ég sett- ist í stólinn. Ég lét fara vel um mig, las kvennablöðin og hugsaði með ánægju um að nú liti ég vel út um páskana. Ég fékk lit og „smáklippingu" pg ætlaði síðan að standa upp. „A ekki að blása?" sagði stúlkan. „Það er óþarfi," sagði ég. „En er ekki rétt að þurrka það, það er svo kalt úti,“ sagði stúlkan. Allt í lagi, ég var í góðu skapi og lét blása. SVo leit ég ánægð í spegil, fékk nafn stúlk- unnar — hún var svo almennileg — og bjó mig undir að borga. ,jÞetta eru sléttar 4.000 krónur." Ég bað ekki um reikning. Ég borg- aði og gekk þessa fáu metra heim til mín. En þá var góða skagið farið. Fjögur þúsund krónur. Ég leit á klukkuna, hana vantaði kort- er í tólf. Ég hafði verið þarna í klukkutíma og tuttugu mínútur og meirihluta þess tíma beðið meðan liturinn var að verka. Hvað skyldi hafa farið mikill litur í mitt þunna hár? Og stúlkan var 10 mínútur að klippa mig og 5 mínút- ur að þurrka hárið. Ég hringdi í stofuna og fékk þetta sundurliðað. Litun 2.300, klipping 1.150 og blástur 550. Virðisaukaskatts var ekki getið. Stofan var hugguleg, stúlkan almennileg, en Drottinn minn dýri — fjögur þúsund krón- ur, þetta er algjört rán. Mér var hugsað til minna kennaralauna eftir þriggja ára háskólanám. Hvað er svona merkilegt við að greiða hár, að það réttlæti þetta verð? Ég hringdi í Verðlagsstofnun. Hann Hermann sagði mér að það væri frjáls álagning á vinnu hár- greiðslustofa, og ekkert við þessu að gera. Hann fengi daglega margar kvartanir. „Er þá réttur neytandans enginn?" Hér spyr sá sem ekki veit. Kristín Gestsdóttir Víkverji skrifar Imörgum fyrirtækjum hafa á und- anförnum misserum farið fram róttækar skipulagsbreytingar sem miða að því að styrkja stöðu þeirra í aukinni samkeppni og efnahags- legri óvissu. I einstaka fyrirtækjum hefur slík uppstokkun leitt til stór- felldra uppsagna. Fyrir skömmu var t.d. sagt upp fjölda manns hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Það vakti þó óhug Víkveija að fylgjast með aðförum stjórnenda KEA er þeir sögðu upp á einu bretti fjölda manns sem starfað hafa hjá félag- inu í áratugi og helgað því starfs- krafta sína. Hin nýja samvinnuhug- sjón virðist felast í því að henda burtu starfsfólki þegar það er kom- ið yfir fimmtugt en halda eftir ungu og lítt reyndu fólki. Þessi afstaða sýnir virðingarleysi fyrir gömlu og grónu starfsfólki og dýrmætri reynslu þess. Viðkomandi starfs- menn fengu, að eigin sögn, engan fyrii'vara annan en samningar kveða á um. Þá finnst Víkveija að stjórnendur KEA vanmeti þá gríðarlega miklu starfsreynslu sem menn um fimmtugt hljóta.að hafa, ekki síst eftir að hafa unnið hjá félaginu blómatíma lífs síns. Auð- vitað ber framsýnum stjórnendum að veðja á ungt vel menntað fólk til framtíðarstarfa. En ef um leið er kastað fyrir róða hæfum starfs- mönnum, aðeins vegna þess að þeir eru komnir að sextugu, þá er illa komið fyrir félagi, sem í orði kveðnu kennir sig við mannúð og sam- vinnu. Sjálfsagt finnst einhveijum hinn nýi stjórnunarstíll sumra kaup- félagsstjóra og Sambandstoppa „töff“ og nútímalegur, en Víkveiji hefur um hann miklar efasemdir. Þau orð sem höfð voru eftir ónafn- greindum aðalfundarfulltrúum KEA, eftir að uppsagnirnar voru kunngerðar, að félagið væri ekki nein hjálparstofnun, voru félaginu til mikillar vansæmdar. Mikil átök hafa verið innan sam- vinnuhreyfingarinnar á undanfömum árum og eru þau af mörgum toga. A stundum er erfitt að átta sig á því um hvað sú tog- streita stendur. Víkverji hefur all lengi fylgst með tilraun Sambands- forystunnar til að koma böndum á kaupfélögin í því augnamiði að rétta af rekstur einstakra deilda Sam- bandsins og þá helst Verslunar- deildarinnar, sem er rekin með ógn- vekjandi tapi ár eftir ár. Kaupfé- lagsmenn vítt og breitt um landið hafa hingað til neitað að láta Sam- bandið neyða sig til að skipta meira við Verslunardeildina og í trássi við forstjóraveldið átt viðskipti við þá heildsala sem best bjóða hveiju sinni. Þessum félögum fækkar reyndar stöðugt og verðlag úti á landi hækkar í samræmi við það. Enda hlýtur það að vera nokkuð augljóst reikningsdæmi, að neyt- endum úti á landi er ætlað að borga tap Verslunardeildarinnar, með auknum viðskiptum kaupfélaganna við hana. Markmið samvinnufélaga um lægra vöruverð til handa neyt- endum virðist gleymt og grafið. Það eru sjálfstæðir kaupmenn sem þar standa alls staðar og tvímæialaust í fararbroddi. Hið eina rétta væri auðvitað að selja Verslunardeildina og leyfa hæfileikum, reynslu og hæfni starfsfólks hennar að njóta sín á fijálsum markaði í samkeppni sem myndi leiða til lægra vöru- verðs. Forstjóraveldi Sambandsins hefur hins vegar reynt að þvinga kaupfélögin til samstarfs, og jafn- vel má skoða mannabreytingar og brottvikningar í kaupfélögum víða um iand í ljósi þessa. Þar hafa þeir þurft að láta í minni pokann sem barist hafa fyrir sjálfstæði kaupfé- laganna gagnvart ofurveldi Sam- bandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.