Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 4 „Kominn tími til að næla í gullverðlaun“ Kom mér á óvart - sagði Haukur Eiríksson eftir sigurinn í 30 km göngu HAUKUR Eiríksson frá Akureyri innsiglaði þrefaldan sigur Akur- eyringa á Skíðamóti íslands f Skálafelli á sumardaginn fyrsta með því að sigra í 30 km skíðagöngu karla. Hann var mínútu á undan Rögnvaldi Ingþórssyni frá Akureyri. Valur B. Jónatansson skrífar Haukur sagði að sigurinn hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Ég hef æft mjög vel síðasta hálfa mánuðinn, en verið mikið á skíðum í vetur þar sem ég hef verið að þjálfa yngri göngu- menn á Akureyri. Brautin í Skálafelli var nokkuð erfið þar sem hún var aðallega á flatlendi og það krafðist mikillar vinnu. Ég byijaði frekar rólega og ákvað að halda í Rögn- vald sem startaði mínútu á undan mér. Ég sá fljótlega að ég átti möguleika og sótti í mig veðrið er J@ið á gönguna og náði Rögnvaldi,“ sagði Haukur, sem sigraði einnig í 30 km göngunni á landsmótinu í fyrra. Fyrirfram var búist við að Rögn- valdur og Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfirði, sem varð þriðji, mundu beijast um sigurinn. Þeir hafa verið í Svíþjóð í vetur við æfingar og nám. Það má því segja að sigur Hauks hafí komið töluvert á óvart. Sölvi sigraði í piltaflokki Sölvi Sölvason frá Siglufirði sigr- aði í 15 km göngu pilta 17-19 ára. Hann var hálfri mínútu á undan Guðmundi Óskarssyni frá Ólafsfirði og Óskar Jakobsson varð þriðji, þremur mínútum á eftir Sölva. Að- eins ijórir þátttakendur voru í þess- um flokki. Sex keppendur tóku þátt í 30 km göngunni og er langt síðan svo fáir keppendur hafa tekið_ þátt í þeirri grein á Skíðamóti íslands. Aðeins einn keppandi var skráður í göngu kvenna og var sú grein látin niður falla af þeim sökum. Þetta hlýtur að vera umhugsunar- efni fyrir stórn Skíðasambands ís- lands. Þjálfaranámskeið Tækninefnd KSÍ heldur þjálfaranámskeið laugardaginn 28/4 ’90 á Hótel Esju sem hefst kl. 9.00 stundvíslega. Kennari verður Bo Johansson, landsliðsþjálfari. Efni: Leikaðferðir. Fræðileg/verkleg. Rétt til þátttöku hafa allir meistaraflokksþjálfarar og þeir sem hafa lokið C-stigs námskeiði. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu KSÍ, pósthólf 8511, 128 Reykjavík, sími 84444, fyrir 26/4. Námskeiðsgjald er kr. 2.000. Tækninefnd KSÍ. „ÞAÐ tóks sem ég ætlaði mér,“ sagði Guðrún H. Kristjánsdótt- ir frá Akureyri eftir sigurinn í stórsvigi kvenna í Skálafelli á fimmtudaginn. Þetta var jafn- framt níundi sigur hennar á Skíðamóti íslands. Hin unga og efnilega Harpa Hauksdóttir frá Akureyri varð önnur og Ásta Halldórsdóttirfrá ísafirði þriðja. Þessar þrjár stúlkur voru í sérflokki. Guðrún náði þriðja besta tíman- um í fyrri umferð. Harpa, sem ValurB. Jónatansson skrífar er dóttir Hauks Jóhannssonar fyrr- um skíðakappa frá Akureyri, náði nokkuð óvænt besta tímanum í fyrri um- ferð. Hún var 0,38 sek á undan Ástu Halldórsdóttur og 0.76 sek á undan Guðrúnu. Guðrún lét ekki slá sig út af lag- inu og náði langbesta tímanum í síðari umferð og skaust upp í efsta sætið. Harpa var aðeins 0,07 sek á eftir Guðrúnu samanlagt. Ásta kom síðan skammt á eftir. Til marks um yfirburði þessara þriggja stúlkna voru þær meira en átta sek á undan þeirri sem varð í fjórða sæti. „Brautin var rosalega löng og reyndi mikið á. Skíðafærið hefði mátt vera harðara fyrir minn smekk. Ég keyrði fyrri ferðina nokkuð öruggt og tók enga áhættu. í síðari ferðinni reyndi ég að gera betur enda jöfn keppni,“ sagði Guð- rún. „Ég stefni alltaf að sigri og geri það einnig í þeim greinum sem eftir eru á mótinu," sagði hún. Sautján stúlkur tóku þátt og voru aðeins fjórar þeirra sem komust ekki í mark. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Guðrún H. Kristjánsdóttir tryggði sér sigur j ,síðari umferð eftjr að hafa verið.í þriðja pætj eftir fyrri ferð. - sagði ValdemarValdemarsson, sem vann sinn lyrsta íslandsmeistaratitil VALDEMAR Valdemarsson frá Akureyri hafði fádæma yfir- burði í stórsviginu á Skíðamóti íslands sem fram fór í Skála- _ ielli á fimmtudag. Hann hafði besta tímann í báðum umferð- um og var tæplega þremur sekúndum á undan félaga sinum, Vilhelm Þorsteinssyni, sem varð annar. Hinn ungi og efnilegi Ólafsfirðingur, Kristinn Björnsson, varð þriðji. Valdemar vann sinri fyrsta Is- landsmeistaratitil. „Það var kominn tími til að næla í gull á Skíðamóti íslands. Ég hef ekki mggg komist á verðlauna- Valur B. pall á landsmóti í Jónatansson þrjú ár,“ sagði skrífar Valdemar. Hann hafði næstum tveggja sekúndna forskot á Vilhelm Þorsteinsson eftir fyrri umferð. „Ég var svoiítið tæpur í fyrri ferð og má teljast heppinn að hafa komast í gegn,“ sagði Valdemar. í síðari umferðinni sló hann ekk- ert af og náði aftur besta tímanum. „Ég hef oft verið mjög taugaóstyrk- ur fyrir síðari umferð, en fann ekki fyrir því núna. Ég reyndi að keyra skynsamlega og tók ekki verulega áhættu. Það var mikill mótvindur efst í brautinni og mér fannst ég ekkert komast áfram og hélt reynd- ar að ég væri búinn að klúðra for- skoti mínu frá því í fyrri urnferð," sagði Valdemar og bætti því við, að sigurinn gæfi sér aukið sjálf- straut fyrir svigið, sem fram fer í Bláfjöllum á morgun. SKIÐAMOTISLANDS Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Haukur Eiríksson sigraði í 30 km göngu á Skíðamóti íslands annað árið í röð. Veður og skíðafæri var eins og best verður á kosið í Skálafelli. Brautin var 1.600 metra löng, fall- hæð 300 metrar og var mjög kre- fjandi enda með lengri stósvigs- brautum hér á landi. 31 keppandi var skráður til leiks og komust 25 þeirra í gegnum báðar umferðir. Morgunblaöið/Bjarni Eiríksson Valdemar Valemarsson frá Akureyri hafði mikla yfirburði í stórsvigskeppn- inni, sem fram fór í Skálafelli á Sumardaginn fyrsta. Stórsvig kvenna: Guðrún H. Krístjánsdóttir sigraði í níunda sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.