Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990
Matið og metnaðurinn
Um könnun á kennslu o g námskeiðum við Háskóla Islands
eftir Þorstein
Vilhjálmsson
Hinn 12. apríl síðastliðinn birtist
í Morgunblaðinu grein eftir Robert
Cook prófessor undir fyrirsögninni
„Gagnslaust gæðamat við HÍ?“. í
greininni er sett fram allhörð gagn-
rýni á könnun á kennslu og nám-
skeiðum eins og hún fór fram við
Háskóla íslands á sl. haustmisseri.
Mér er bæði ljúft og skylt að svara
þessari grein. Þó að Robert slái úr
og í og erfitt sé að draga mál hans
saman, þá eru ýmsar athugasemdir
hans bæði verðar umhugsunar og
umræðu og auk þess settar fram
af góðum hug. Þar að auki virðist
mér að málið í heild sé vert málefna-
legrar kynningar og umræðu. Ég
læt því fljóta með nokkur atriði sem
koma grein Cooks ekki endilega við
en geta kannski orðið almennum
lesendum blaðsins til fróðleiks og
jafnvel leitt hugann út fyrir veggi
Háskólans.
Erlend og innlend reynsla
Það mun tíðkast allvíða í háskól-
um heimsins að nemendur segi með
einhveijum hætti álit sitt á kennslu
og námskeiðum. Þegar nemendur
velja sér námskeið sjálfír, kemur
álit fyrri nemenda til dæmis fram
í aðsókn að námskeiðum, ekki síst
við litla skóla þar sem boðleiðir eru
stuttar milli árganga. Og væntan-
lega kemur álit nemenda einnig að
nokkru fram í tímasókn, a.m.k. ef
þeir hafa ekki þurft að reiða fram
stórfé til að fá að sækja námskeið-
ið. En svo virðist sem allir aðilar
máls telji sér yfirleitt hag í að boð-
skiptin séu litbrigðaríkari en þetta,
þannig að kennari eigi til að mynda
kost á að nýta sér rökstudda gagn-
rýni nemenda til að bæta kennslu
sína, og þeir sem skipuleggja náms-
leiðir og námskeið og ráðstafa
kennslu hafi einnig sem bestar upp-
lýsingar við að styðjast. Þess konar
boðskipti eru tíðkuð við háskóla í
ýmsum löndum en bandarískir
skólar munu hafa lagt sig mest
fram um að þróa skipulegar kánn-
anir í þessu skyni. Og víst kann að
vera eitthvað hæft í því hjá Robert
að þar hafi stundum verið gengið
of langt í þessu.
Kennslumálanefnd Háskóla ís-
lands var skipuð haustið 1985.
Meginverkefni hennar samkvæmt
skipunarbréfi voru annars vegar að
efla tengsl Háskólans við fram-
haldsskóla og aðra skóla í landinu
og hins vegar að fylgjast með
kennsluháttum í Háskólanum.
Nefndin tók þegar í upphafi að
undirbúa kannanir á kennslu og
námskeiðum, m.a. með hliðsjón af
erlendri reynslu. Ekki var talið
hyggilegt að stíga skrefið allt í einu,
heldur var hafður sá háttur á í
nokkur ár að kennurum var gefinn
kostur á að nota eyðublöð sem
nefndin hafði hannað. Þeir kennar-
ar sem notuðu sér þetta lögðu þá
könnunina fyrir sjálfir og unnu úr
henni, auk þess sem þeir gáfu
nefndinni ábendingar um þ_að sem
betur mætti fara á blaðinu. I tveim-
ur deildum eða svo mun niðurstöð-
um hafa verið safnað saman til
deildarforseta, en að öðru leyti fóru
þær ekki í hendur annarra en kenn-
arans sjálfs.
Með þessu starfi aflaði kennslu-
málanefnd sér reynslu af eyðublöð-
um og þess háttar, auk þess sem
kennarar fengu tækifæri til að venj-
ast tilhugsuninni um könnun af
þessu tagi. Á síðastliðnu hausti var
ákveðið með samþykkt háskólaráðs
að færa könnunina nær því horfi
sem fyrirhugað hafði verið frá upp-
hafi, þannig að hún færi fram í
öllum námskeiðum og hjá öllum
kennurum, og með fullri nafnleynd
þar sem svör einstakra nemenda
fara ekki um hendur kennarans.
Til að allt þetta gæti gengið upp
þuifti samvinnu við samtök nem-
enda og kom þá í ljós að þau höfðu
þegar verið farin að huga að þessum
málum. Fyrsta könnunin með hinu
nýja sniði fór fram í desember 1989
og niðurstöður úr henni Iágu fyrir
í febrúar-mars síðastliðnum.
Meðferð á niðurstöðum
Einn mesti vandinn við könnun
sem þessa er sá, hversu fara skuli
með niðurstöður. Sjálfsagt er að
kennarinn fái í hendur niðurstöður
um sig fyrstur manna, og þarf ekki
að fjölyrða um það. En til að könn-
unin hafi áhrif eins og efni standa
til, er nauðsynlegt að niðurstöður
fari víðar en svo, enda fjallar könn-
unin að hluta um verk og ákvarðan-
ir annarra en kennarans. Sömuleið-
is er það kennaranum ótvírætt til
hjálpar við mat á eigin niðurstöðum
að geta borið þær saman við það
sem svipaður nemendahópur hefur
sagt um aðra kennara. Til þess að
allir kennarar geti gert slíkan sam-
anburð þarf að dreifa niðurstöðum
um hvern og einn til nokkurs hóps.
Hugmynd kennslumálanefndar og
háskólaráðs var því sú, að niður-
stöður könnunarinnar yrðu þegar
frá líður lagðar fram og ræddar í
hæfilega víðum hópi samstarfs-
manna, þar á meðal fulltrúa stúd-
enta. Þetta hefur verið gert á stöku
stað í Háskólanum nú þegar, og
hefur þá þyrlast upp nokkurt ryk
eins og eðlilegt er því að málið er
viðkvæmt, ekki síst þeim sem taka
kennslu sína alvarlega en fá ekki
þann vitnisburð sem þeir áttu von
á. Hins vegar bendir flest til þess
að rykið hlýði eðli sínu og setjist
aftur þegar menn átta sig á því að
hæfilega opin og hreinskilin vinnu-
brögð eru affarasælli en pukur og
sögusagnir.
Sums staðar erlendis eru niður-
stöður úr kennslukönnunum hrein-
lega birtar hveijum sem hafa vill;
liggja til dæmis frammi á bókasafni
til þess að nemendur sem í hlut
eiga geti kynnt sér þær. Hér á landi
virðist þessi háttur ekki koma til
greina vegna smæðar samfélagsins
og fréttahungurs tiltekinna ijöl-
miðla, sem jaðrar oft við smekk-
leysu eins og alþjóð veit. Þannig
var engu líkara en sumir frétta-
menn vildu telja það til stórfrétta
ef einhver kennari við Háskólann
hefði kosið að skipta um starf í
tengslum við könnunina, — að
minnsta kosti ef þeir hefðu getað
borið kennsl á slíkan mann! En
skyldu sömu fréttamenn telja það
jafnstóra frétt þegar einhver í
þeirra hópi kýs að skipta um starf
eða vinnustað vegna þess að honum
finnst hann ekki vera á réttum stað?
Er ekki þörf á að spytja einu sinni
enn: Hvar eru mörk fréttahungurs-
ins? Flókin og viðkvæm listgrein
Robert Cook telur kennslu of flókna
og viðkvæma listgrein til að hægt
sé að vega hana og meta í tölum
(að ekki sé minnst á tölvurnar!).
Hann tekur dæmi af því að tón-
listarunnendur væru beðnir að gefa
RDEKKIN
ir bifreiðina.
Gatnamálastjóri.
Reykjavfkurdeild
Raufia krass fstands
hefur flutt starfsemi sína af Öldugötu 4 í
Fákafen 11,2. hæð. ■
Nvtt símanúmer 688188. |
:WSr&. Raudi Krosslslands 4
i
Sumarhús í sérflokki
íslensk f ramleiósla fyrir íslenskar aóstæóur
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
Okkur hjó Hamraverki hf. er sönn ónægja aó til-
kynna yður að við höfum fært út starfsemi okk-
ar og hafið framleiðslu ó mjög traustum, hlýjum
og vönduðum heilsárs sumarhúsum, sem við erum
afskaplega sfoltir af. Fróbært hugvit, svo og alúð
hefur einkennt alla hönnun og smiði ó þessum
húsum. Húsin eru hlý endo er 125 0101 eioangtun
í QÓIÍÍ og þaki og í 00 mm einangrun í öllum
útveggjum.
Hamraverk hf. býður nú fil sölu nokkrar stærðir
af þessum glæsilegu sumarhúsum af FÍFA-gerÖ.
Við hönnun húsanna hefur hver þumlungur verið
skoðaður af fagmönnum og þau sérstaklega hönn-
uð fyrir íslenska veðróttu og íslenskor aðsfæður.
Vegna hagstæðra viðskiptasamninga ’okkar um
kaup ó efni, góðra starrsmanna svo og góðrar
starfsaðstöðu gefum við haldið öllum kostnaði í
algjöru lógmarki og boðið FÍFA sumarhúsin ó
einstaklega góðu verði og greiðslukjör mjög hag-
stæð. Dæmi um verð ó FIFA sumarhúsi sem er
með 2 svefnherbergjum auk svefnlofts, 39 fm
verönd og 29 fm þakskyggni yfir verönd eða
samtals 109 fm, er Irá aöeins kr. 1.795.000 meö
uppsetningu og VSK.
Ef þér viljið kynnast FÍFA sumar-
húsunum nánar þá verið velkom-
in til okkar á Skútahrauni 1
Hafnarfirði beint á móti nýja
íþróttasvæði FH í Kaplakrika og
skoðið fullbúið sýningarhús okk-
ar sem er sýnt með öllum innrétt-
ingum, tækjum og húsgögnum
og fáið frekari upplýsingar
amraverk h/f
Skútahrauni 1, 220 Halnaríirði, sími 53755.
Þorsteinn Vilhjálmsson
„Samþykkt háskólaráðs
um könnun á kennslu
og námskeiðum er gerð
aftalsverðum metnaði
af hálfu Háskólans sem
heildar, - metnaði þess
sem kallar yfir sig
gagnrýni annarra og
vill nýta sér hana til að
gera betur.“
tónlist Bachs og Mahlers einkunn.
Víst er langt til jafnað en þó má
sitthvað læra. Eitt einkenni góðrar
listar sem lifir á hveijum tíma er
það að hún höfðar til einhverra sem
hópa sig saman á tónleikum, kaupa
diska eða plötur, sækja myndlistar-
eða leiksýningar og svo framvegis.
Þetta gerir fólk af fúsum og fijáls-
um vilja og hefur þar með gefið
Bach og Mahler og flytjendum
þeirra alveg nógu skýra einkunn
sem mætti hæglega umskrifa í tölur
ef einhver ástæða væri til þess. Og
flytjendur sem hafa listrænan
metnað vilja yfirleitt gjarnan heyra
álit tónleikagesta í anda hins forn-
kveðna að lengi má gott bæta.
Kennsla við skóla eins og Há-
skóla Islands er á hinn bóginn ekki
undir sjálfvirku aðhaldi eða ein-
kunnagjöf „markaðarins". Til að
mynda er fátt því til fyrirstöðu að
þar geti í bland farið fram kennsla
sem engum kemur að gagni (svipað
gildir auðvitað um ýmis önnur störf,
bæði opinber og í einkageiranum).
Hér þarf að hafa í huga að kennsla
er tvíhliða ferli sem krefst lág-
markssamstarfs milli kennara og
nemanda. Ef kennsla er með þeim
hætti að enginn nemandi telur sig
hafa gagn af henni, þá er það í
sjálfu sér staðreynd sem verður í
engu breytt með undanbrögðum um
ætlun kennarans, hugsanlega snilli
hans á öðrum sviðum, dugleysi
nemenda eða árangur kennarans
ÁTVR:
Sala á vínum
dróst saman -
bjórsalajókst
FYRSTU þrjá mánuði þessa árs
nam heildarsala áfengis 1.861.000
lítrum eða rúmum 209 þúsund
alkóhóllítrum. Sambærilegar töl-
ur fyrir árið 1989 eru 1.734.000
lítrar eða rúmir 226 þúsund alkó-
hóllítrar. Söluaukning á milli ára
nemur 7,31% í lítrum talið en sam-
dráttur varð um 7,5%1 alkóhóllítr-
um.
í þessum tölum er ekki tekið tillit
til þess magns sem áhafnir skipa og
flugvéla flytja inn í landið og ferða-
-nenn taka með scjr frá útlöndum eða
<aupa í fríhöfn. j
Sala á bjór jólpst á ýnilli áþa um
21,7%, 1.120.000 bjórlítrar þöfðu
selst 1. mars 1989 en 1.368.000
ítrar á sama tíma 1990. Sala á bitt-
;rum jókst um rúmlega þriðjung á
imræddu tímabili, 2.198 lítrarhöfðu
selst 1. mars 1989 en á sama tíma
;990 höfðu selst 2.976 lítrar.
Mestur samdráttur varð í sölu
éttvína og lystauka.