Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 Sex vélsleðamenn grófu sig í fönn Isanrði. „ÞAÐ ER illt að hlaupa frá einum félaga sínum uppgefnum í skafli," sagði Björn Birkisson frá Botni í Súgandafirði, en hann og bróðir hans gistu í snjóhúsi á Glámuhálendinu aðfaranótt föstudagsins ásamt fiórum öðrum eftir að þeir urðu viðskila við 22 félaga sína í fárviðri. „Við vorum búnir að mæla okkur mót nokkrir vélsleðamenn af Vest- fjörðum á Glámu. Við bræðurnir lögðum upp frá Botni upp úr klukk- an tíu í logni og glampandi sól- skini. Við vorum samferða megin- hópnum frá ísafirði um Arnardal og Sauradal til Súðavíkur, þar bætt- ust npkkrir í hópinn og vorum 28 á 20 sleðum sem héldum upp Hatt- ardalinn í Álftarfirði og inn á Glámuhálendið. Þá var ennþá logn en tekið að draga í loft. Þegar kom upp á hálendið var farið að hvessa, en þó gott skyggni. Fóru menn þá á þremur sleðum yfir undir Arnar- fjörð til að huga að þátttakendum frá Bíldudal en fundu þá ekki. Um miðjan dag óx veðrið og byrjaði að skafa en lofthiti var nálægt frost- marki. Var þá ákveðið að halda stystu leið niður á láglendið og stefna tekin á Hestfjarðarbotn. En þá fór að svella á reimarbúnað sleð- anna og gangtruflanir að koma í ljós og um sexleytið var aílt stopp. Einn sleðinn lenti fram af, en stöðv- aðist á kletti rétt neðan við brúnina og tókst ökumanninum að komast hjálparlaust upp aftur, en við urðum að skilja sleðann þar eftir hangandi á klettinum. Við ákváðum þá að ganga frá sleðunum og halda fót- gangandi til byggða. Einn sleði fór þó fyrir. Menn voru misvelbúnir til gönguferða og þegar einn okkar heltist úr lestinni og vildi verða eft- ir ákváðum við nokkrir að verða honum samferða. Hinir hurfu út í bylinn án þess að vita að við urðum eftir. Við reyndum síðan ýmsar leið- ir til þess að komast ofan af fjallinu en lentum alltaf í sjálfheldu. Við vorum þá í böndum og kom það sér vel því einn okkar lenti fram af hengju og hékk í bandinu en af ótta við að stærsti hluti hengjunn- ar, sem eftir varð, kæmi ofan á hann losaði hann sig og lét sig falla niður. Honum tókst síðan að stöðva sig neðar í brekkunni og náðum við saman aftur eftir stutta stund. Við þessar aðstæður virtist réttast að bíða átekta og grafa sig heldur í fönn. Við leituðum góða stund að nógu þykkum skafli og grófum þar út svefnrými fyrir okkur sex. Þar xhéldum við kyrru fyrir alla nóttina, en veðurofsinn var svo mikill að þakið hvarf af húsinu svo við urðum að halda áfram annað slagið að grafa okkur lengra inn í.skaflinn. Um sjöleytið var farið að létta til og lögðum við þá upp aftur. Skömmu eftir að lögðum af stað urðum við varir við flóra skíða- göngumenn hinum megin í dalnum. Tókst okkur að hóa þá til okkar og kom þá í Ijós að það voru björg- unarsveitarmenn að leita okkar. VEÐURHORFUR í DAG, 21. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandinavíu er 1036 mb hæð en minnkandi lægðardrag við austurströnd Grænlands. Nálægt Hvarfi er 990 mb lægð á leið norðaustur. SPÁ:Í nótt lítur út fyrir suðvestankalda eða stinningskalda með éljum um landið vestanvert en léttskýjað austantil. í fyrramálið fer að rigna vestanlands og sunnan með hvassri sunnanátt en síðdeg- is snýst vindur aftur til suðvestanáttar með éljum, en norðaustant- il þykknar í lofti. Kólnandi veður austanlands og á morgun verður víðast 2-5 stiga hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG:Minnkandi suðvestanátt með éljum sunn- anlands og vestan og á annesjum norðanlands en léttskýjað á Austurlandi. HORFUR Á MÁNUDAG:Hæg breytileg átt með éljum á víð og dreif, þó síst á Austurlandi. Báða dagana verður frostlaust yfir hádaginn en annars 0-5 stiga frost. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað A Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir — Þoka = Þokumóða * / * / * / # Slydda / # / * # * * * * * Snjókoma ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur |~^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavík 6 súld Bergen 13 léttskýjað Helsinki 17 hálfskýjað Kaupmannah. 16 skýjað Narssarssuaq vantar Nuuk +9 skýjað Osló 8 rigning Stokkhólmur 15 léttskýjað Þórshöfn 9 hálfskýjað Algarve 19 heiðskírt Amsterdam 8 rigning og súld Barcelona 14 léttskýjað Berlín 16 skýjað Chicago 12 skúr Feneyjar 15 skýjað Frankfurt 12 skýjað Glasgow 12 léttskýjað Hamborg 12 skýjað Las Palmas 20 skýjað London 12 skýjað Los Angeles 15 alskýjað Lúxemborg 5 rigning Madríd 13 skýjað Malaga vantar Mallorca 13 rigning Montreal 10 skýjað NewYork 9 alskýjað Orlando 19 léttskýjað París 8 alskýjað Róm 11 rigning Vín 12 skruggur Washington 11 alskýjað Winnipeg 1 léttskýjað Björn (t.v.) og Svavar Birkissynir frá Botni í Súgandafirði en þeir gistu í snjóhúsi á Glámuhálendi aðfaranótt föstudags ásamt flórum félögum sínum. Við vorum aldrei í alvarlegri hættu og flestir okkar voru vel búnir. Við höfðum reyndar mestar áhyggjur af fólkinu okkar sem beið í óvissunni heima. Við vildum gjarn- an koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitamanna fyrir aðstoð- ina.“ Fyrri hópurinn náði niður í Hest- íjarðarbotn um kvöldið og fór vél- sleðinn út á Eyri í Seyðisfirði sem var næsti bær og lét vita. Þá kom- ust tveir menn á sleðum frá seinni hópnum um kvöldið þegar rofaði til skamma stund og komu þeir með fyrri hópnum til ísaijarðar um kvöldið. Tilkynning barst lögregl- unni á ísafirði um eilefuleytið um kvöldið og voru björgunarsveitir þá strax kallaðir út. Með birtingu fóru menn á skíðum , fótgangandi, á snjósleðum og snjóbíl til leitar upp úr Hestfirði og hittu skíðamennirn- ir hópinn eftir stutta leit. Enginn farsími var með í ferð- inni en tvær hátíðnitalstöðvar sem komu ekki að gagni. Ein skófla var í leiðangrinum og kom hún að góð- um notum. Af sleðunum 20 sem lögðu upp að morgni sumardagsins fyrsta voru 17 enn uppi á hálendinu og verður ekki reynt að ná þeim fyrr en veður gengur niður. - Úlfar Ofærð á Holtavörðuheiði olli vandræðum: Fólk beið eftir hjálp í flórtán stundir FJOLDI fólks varð að hafast við í bílum sinum á Holtavörðuheiði í fyrrinótt, þegar versta veður skall á og vegurinn varð ófær. Sumir biðu eftir aðstoð í allt að íjórtán tíma. Starfsmenn Vegagerðarinnar og Slysavarnadeildin Káraborg á Hvammstanga komu fólkinu til hjálp- ar og komust ferðalangar niður af heiðinni um klukkan 4 í fyrrinótt. Heiðin varð aftur fær í gærmorgun. Jóhannes Borgarsson frá Olafs- firði var á suðurleið ásamt konu og þremur börnum, hið yngsta níu ára, og lagði á heiðina um klukkan 15 á fimmtudag. „Það gerði stjörnuvit- laust veður og við komumst ekki einu sinni úr úr bílnum fyrir roki og skafrenning," sagði hann. „Við vorum orðin þreytt og okkur var ansi kalt, því við gátum ekki haft bílinn í gangi síðustu 8 tímana, þar sem hann var vatnslaus. Um það leyti sem hjálpin barst, klukkan^ 4 um nóttina, var hætt að skafa. Ég vil koma á framfæri þakklæti til vegagerðarmanna, björgunarmanna og starfsfólks Staðarskála fyrir góð- ar móttökur." Magnús Gíslason í Staðarskála sagði að þeir sem lengst hefðu setið á heiðinni hefðu farið frá Staðar- skála um klukkan 14 og komið þang- að aftur ijórtán stundum síðar, um klukkan 4 um nóttina. „Flest var þetta ijölskyldufólk á fólksbíium og sjálfsagt erfitt að sitja uppi á heiði í Ijórtán tíma með ung börn. Slysa- varnardeildin Káraborg á Hvamm- stanga fór upp á heiði í snjóbíl og flutti fólk úr bílunum, sem margir höfðu bleytt sig og drepið á sér. Aðrir bílar voru losaðir, en alls voru þetta yfir 70 bílar. Við höfðum opið hér í Staðarskála, gáfum fólkinu að borða og tókum þá í gistingu sem hægt var. Öðrum var komið fyrir hér í grenndinni, hjá ferðaþjónustu bænda og víðar.“ Malbikið flettist af á sex metra kafla Stykkishólmi. HVESSA tók um sexleytið í fyrra- kvöld hér í Stykkishólmi og ágerðist það eftir því sem leið á kvöldið. Um klukkan níu var kom- Veðurhamur í Ólafsvík Ólafsvík. STÓRI-Sunnan fór hér um með látum á sumardaginn fyrsta. Var þetta með meiri veðrum. Bátar voru á sjó og voru trillurnar hæg- fara heim tjúkandi víkina. Allt gekk þó áfallalaust. Ekki er fréttaritara kunnugt um að alvarlegt tjón hafi orðið hér um slóðir, en við lá í Geirakoti því þar byrjaði fok á fjárhúsþaki. Heima- mönnum tókst þó að koma í veg fyrir að allt færi úr böndum og fengu síðan hjálp nokkurra björgunarsveit- armanna héðan úr Ólafsvík. Bjarni Ólafsson, bóndi í Geirakoti, kvaðst þakklátur þeim fyrir skjótveitta hjálp. Þá fauk í Ytri-Bug þakhluti af gamalli hlöðu. - Helgi ið hið versta veður — hvassviðri með stólparigningu. Rúta með frönskum ferðamönn- um fór út af veginum í Stórholtum og voru lögregla og björgunarsveitin Berserkir kallaðar á vettvang. Vel tókst að koma fólkinu til byggða og í hús. í Helgafellssveit fór vöruflutn- ingabifreið með aftanívagn út af veginum og þurfti að fá tæki til að koma henni aftur upp á veg svo hún gæti haldið ferð sinni áfram. Þá þurfti að hjálpa fieiri bílum sem bæði voru á ferð um Skógarströnd og yfir fjaliið. Eftir því sem Ólafur Ólafsson tjáði fréttaritara stóð þetta til kiukkan þrjú í nótt. í þessu ofsaveðri fór t.d. slitlagið af veginum á fimm til sex metra kafla við brúna á Gríshólsá, þar sem vegurinn greinist inn í Dali og suður fyrir fjall. Þetta hefur verið geysi- mikið veður því dældir í veginum sýndu að slitlaginu var þarna flett af. Veður hélt áfram með sama móti í gærdag en ekki er vitað um nein slys né að nokkuð hafi orðið að bátum í höfninni eða nokkuð umtalsvert hafi gerst. - Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.